Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn. Þriöjudagur 30. ágúst 1988 • Tjmirin MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Útvarpslög endurskoðuð Ástæða er til að fagna því að Ríkisútvarpið heldur ótvírætt stöðu sinni sem aðalútvarp landsmanna. Þótt slakað hafi verið á hinum gamla einkarétti Ríkisút- varpsins, þá er það kjami útvarpslaga að Ríkisútvarp- ið sé öflugt og út frá því gengið að það sé landsútvarp, útvarp allrar þjóðarinnar, sem leggur áherslu á fjölþætta og menningarlega dagskrá. Núverandi útvarpslög voru samþykkt vorið 1985 og tóku gildi 1. janúar 1986. Lögin hafa afmarkaðan gildistíma, því að í þeim er ákvæði sem segir að þau skuli endurskoðuð innan þriggja ára frá setningu þeirra. Endurskoðunartími laganna er því upp runninn. Er naumast að efa að ráðherra mun leggja fyrir næsta Alþingi frumvarp að nýjum eða endur- skoðuðum útvarpslögum. Ákvæðið um endurskoðun útvarpslaga er mikil- vægt. Þegar ráðist var í að breyta útvarpslögum í þá veru að takmarka einkarétt Ríkisútvarpsins, þá var litið á það sem tilraunastarfsemi. Þessi tilraun hefur nú varað fast að þremur árum og tímabært að Alþingi fái tækifæri til þess að meta, hvernig sú tilraun hefur gefist. Það er auðvitað ljóst að útvarps- og sjónvarpsstarf- semi utan Ríkissútvarpsins hefur sprottið upp á grundvelli laganna og er orðin all umfangsmikil. Endurskoðun útvarpslaga getur ekki fallið í þann farveg að taka upp að nýju einkarétt Ríkisútvarpsins. En þótt slíku sé haldið fram þá felur það ekki í sér sérstaka viðurkenningu á því að vel hafi tekist til í rekstri nýju útvarpsstöðvanna. Það sem segja má þeim til hróss er það að þær hafa ekki orðið pólitískar á þann hátt sem ýmsir óttuðust fyrirfram. Hins vegar verður ekki hjá því komist að gagnrýna menningarvið- horf og dagskrárstefnu nýju útvarpsstöðvanna. Því fer t.d. fjarri að útvarpsefni í landinu hafi orðið þeim mun fjölbreyttara sem útvarpsstöðvum hefur fjölgað. Þvert á móti er dagskrárefni nýju útvarps- stöðvanna einhæft og í höfuðatriðum eins á flestum stöðvunum. Afþreyingarefni poppheimsins er í algeru fyrirrúmi. Eitt af stefnumarkandi ákvæðum útvarpslaga er að útvarpsstöðvar skuli stuðla að almennri menningar- þróun og efla íslenska tungu. Segja verður sem er að nýju útvarpsstöðvarnar hafa fæstar uppfyllt þetta skilyrði. Þar með hafa þær í raun og veru brotið þann trúnað sem löggjafinn hefur sýnt þeim, nema það eigi eftir að sannast að lögin setji þarna skilyrði sem ekki sé hægt að framfylgja. Löggjafinn mátti vita það fyrirfram að það er ekki auðvelt að beita viðurlögum, þótt útvarpsstöðvar misbjóði menningarstefnu út- varpslaganna. Það verður eitt meginumræðuefnið við endurskoð- un útvarpslaga, hvernig útvarpsstöðvar hafi framfylgt menningarmarkmiðum laganna og hvort þær hafi stuðlað að því að efla íslenska tungu. Þá verður m.a. unnt að bera saman dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins og nýj u útvarpsstöðvanna og átta sig á muninum. Ríkisút- varpið er að vísu ekki hafið yfir gagnrýni, hvorki um dagskrárstefnu sína né fjármál og stjórnun, en augljóst er að Ríkisútvarpið stenst ekki einasta samanburð við nýju stöðvarnar, heldur er þeim fremra í öllu svo sem vænta mátti. Löggjafi, stjórnendur og starfsfólk verða að leggja sig fram um að Ríkisútvarpið haldi stöðu sinni sem þjóðleg og lýðræðisleg menningarstofnun. llliillllllllllllllllllllill GARRI Olympíuhrotur í september Landsfeðurnir keppast þessa dagana við að uppfræða fáfróða lóna og Siggur islensks verðbólgins þjóðfélags um að allir verði nú að taka á sig svo og svo miklar byrðar til þess kveða niður verðbólgu- draug og aðrar efnahagsvofur. All- ir verða að leggja sín þungu lóð á vogarskálir ef það mætti verða til þess að ná þessum svokaUaða „baUans“ í þjóðarbúskapnum. „Klípa verður af kaupinu og draga úr þenslu“, er alþekktur frasi valdsmanna. Og fólkið trúir sem aldrei fyrr, menn færa fram fórnir til þess að samviskubitið kvelji ekki og píni. AUir verða að hjálpast að. Þjóðarsátt. Menn kasta frá sér óteljandi krónum i stríðssjóð til ötullar bar- áttu við verðbólgudruuginn. En ekkert skeður. AlUr verða fúlir og hrópa vígorð. Svik og prettir, ald- rei skai tekið þátt í slíkum leik aftur. Enn eina ferðina standa menn frammi fyrir mikium efnahags- þrengingum. Það þarf að sannfæra landslýð um að færa fram stórar fórnir og helst stærri en nokkru sinni. „Þetta verður erfitt,“ segir Þorsteinn ábúðarmikiU á skyrtunni fyrir framan Fangahúsið í Lækjar- götu. Ogglaust hafa nokkur prós- ent landsmanna samúð með for- sætisráðherra og gefa glaðir sínar krónur i þrotasjóðinn. Meirihluta- prósentin setja hinsvegar hncfa í borð og öskra vígorð: „Upp risi þjóðlíP' og „Fram, fram fylking, forðum okkur háska frá!“ Það viU stjórvöldum til happs í þetta skiptið að einmitt þegar þunga efnahagshöggið mun dynja á Jónum og Siggum þessa lands, sitja þau í makindum heima í stofu, glápandi á beinar sjónvarpssend- ingar frá Ólympíuleikunum í Seo- ul. Öllum áhyggjum og verðbólgn- um fóbíum er ýtt til hiiðar um stund á meðan fylgst er með ólymp- íu- og heimsmetunum falla í hinum ólíklegustu greinum í austurvegi. Þetta væri kannski eklci í frásög- ur færandi nema fyrir það að landsmenn verða að gera sér að góðu að fylgjast með öllum VÍTTOG BREI' ósköpunum, sem á ganga í Seoul, að næturlagi. Þetta þýðir auðvitað, eins og réttilega er bent á í úttekt Tímans á málinu sl. föstudag, að íslenska þjóðlífinu þarf að snúa á hvolf í hálfan mánuð. Það er deginum Ijósara að áhugamenn um hinar og þessar íþróttagreinar sitja stíft við skjáinn þegar goðin birtast. Gildir þá engu hvort klukkan er 12 á miðnætti eða 6 um morgun. Vinna í þágu þjóðar- búsins verður að víkja á meðan. Og mæti menn til vinnu er auð vitað ekkert nema sjálfsagt að koma fyrir sérstöku hrotuherbergi á hverjum vinnustað. Þessu ættu menn að huga að í tíma. Það er að minnsta kosti betra að ieyfa mönn- um að sofa í þartilútbúnum her- bergjum á vinnustöðum, eftir erfiði undangenginnar nætur, en að verk- smiðjufólkið sofni fram á súkkul- aðifæriböndin, ráðuneytismenn velti út af í námunda við niður- skurðarhnífinn eða bændur berist steinsofandi með rafmagnsdrífnum flórsköfunum niður i haughúsin. Verkalýðshreyfingunni hefur augljóslega yfirsést hrapallega í síðustu kjarasamningum, því að það þarf vitanlega engan sérfræð- ing til þess að sjá það að verkafólk kemur aldrci til með að ná 8 tíma svefni í þann hálfa niánuð sem hinn forni gríski ólympíuandi ræður ríkjum austur í Seoul. En það er of seint að iðrast. Þessi ósköp hafa á sér margar hliðar. Alkunna er að lyfjaát ís- lendinga á sér akkúrat engin takmörk. Sama gildir hvaða pillu- tegund á í hlut. Nú kann lyfjaát landans að breytast í hálfan mánuð. í stað svefnpilla verða menn sér alveg örugglega út um eins örvandi lyf og frekast er unnt. Gamli góði brennsinn verður auð- vitað á vísum stað, Jóni Baldvin og Höskuldi ÁTVR-kóngi til óbland- innar ánægju. Og það skyldi nú aldrei vera að meira að segja Hjálparsveit skáta geti grætt á öllum látunum. Ef við gefum okkur það að Bogdan og handboltadreng- ir aUra landsmanna lúberji Svía, Júkka, Alsírbúa, Kana og ekki síst geislavirka Rússa, er „næsta víst“, eins og Bjarni Fel kemst svo skemmtilega að orði, að opna verði flugeldasölu í september. En ekki má gleyma skuggahUð- um Seoul-leikanna. Vegna sjón- varpsgláps eiginmannanna Uggja eiginkonurnar iUa haldnar og yfír- gefnar í hjónarúmum víðsvegar um land. Skilnuðum kann að ijölga, rifríldi verða tíðari, heimiUn í upplausn. En aUt verður þetta Ól-umstang til þess að létta undir með stjóm- völdum í að sannfæra alþýðuna um að láta af háværam kröfum. Menn mega ekki vera að því að mótmæla. Sjónvarpið heltekur menn á nótt- unni, en svefninn á daginn. Garri Nauðsyn eða nýjungagirni? Allt er á hverfanda hveli í henni verslun og tískustraumar umbylta klæðnaði, hugmyndafræði, skóla- kerfum og guð einn má vita hvaða mannanna verk og hugsun er ekki háð síhverfulli tísku. Einróma samþykkt landsfundar Þroskahjálpar og Öryrkjabanda- lagins um gjörbyltingu á vistun á stofnunum, er ein af þessum tísku- bylgjum sem ríða yfir jafnvel án þess að neinn viti um upptökin. Nú er það allt í einu orðið eitt höfuð- hagsmunamál fatlaðra að vistast á mörgum og smáum stofnunum, eða sambýlum, en ekki á stórum stofnunum. Því á að leggja niður þrjár stærstu stofnanirnar sem þroskaheftir eru nú á og þeim dreift á smærri sambýli. Þær stofnanir sem nú er lagt til að verði lagðar niður eru í raun enn í uppbyggingu. Ekki er ýkja langt síðan að fram fór vel heppnuð söfnun til að reisa íþróttahús í Sólheimum í Grímsnesi og margs konar framfarir eiga sér þar stað. Sundlaugar og starfsmannabústað- ir og fleira og fleira eru við vistun- arstofnanirnar og er margt af því tiltölulega nýtt af nálinni. Skólinn á eyðimörkinni Þessi snöggu sinnaskipti vel meinandi félaga, sem vilja fötluð- um allt hið besta, minna óneitan- lega á allt það glapræði sem varð til þess að Krísuvíkurbyggingin mikla var reist að frumkvæði félaga sem snéru við blaðinu í vistunar- málum þegar það mikla hús var fullgert á sandauðninni, og sömu aðilar sem jörmuðu út fjármagn í þá hít, lögðu blátt bann við að unglingar yrðu sendir þangað, vegna þess að upp voru komnar nýjar hugmyndir um að ekki væri boðlegt nokkrum unglingi að stunda nám í byggingunni á Krísu- víkureyðimörk. Hins vegar eru einhver félög nú að reyna að fá umráð yfir byggingunni til að senda einhvers konar öðruvísi unglinga þangað til uppbyggingar. Það er greinilega háð einhvers konar ríkj- andi tísku hverju sinni hvort Krísu- víkurhöllin er talin brúkleg eða fordæmd af þeim sem stofna til félaga, sem hafa að markmiði að styrkja stofnanir sem vista þá sem minna mega sín í lífsbaráttunni og koma þeim til nokkurs þroska. Aðskilnaður kynslóðanna Ef vistunarmál lamaðra og þroskaheftra hafa verið á slíkum villigötum undanfarin ár og áratugi, að þar þurfi að byggja allt upp að nýju með allt öðru sniði en til þessa hefur tíðkast, má spyrja hvort ekki er verið að gera reginskyssur á sumum öðrum sviðum vistunar- mála. íbúðir fyrir aldraða er mikið mál í dag. Um allt land er verið að reisa slíkar íbúðir og á höfuðborgarsvæð- inu eru mörg stórhýsi fyrir aldraða í byggingu eða hverfi smáhýsa. Og miklar framkvæmdir eru fyrirhugað- ar til að koma enn fleira fullorðnu fólki í húsaskjól. Kvaðir eru á húsum fyrir aldraða, svo sem að þar mega engir búa nema hafa náð vissum aldri og sveitarfélög eru skyld til að leggja fé í svokallaða þjónustukjama, en mikið er upp úr því lagt að fólk sé orðið örvasa við 65 ára aldur og leggist sjálfkrafa í kör þegar það flytur út úr þjóðfélaginu og inn í alla þjónustuna í samfélagi aldraðra. Ekki kæmi á óvart þótt þetta tískufyrirbæri, íbúðir og helst heil bæjarhverfi fyrir aldraða, teljist óal- andi og óferjandi einn góðan veður- dag og að aðskilnaðarstefna kyn- slóðanna heyri sögunni til, sem og þjónustukjamar sveitarfélaganna í fýrrum gamalmennablokkum. Hluti af velferðarþjóðfélaginu eru margar og mismunandi öflugar stofnanir fyrir þá sem af heilusfars- ástæðum eða einhvers konar heft- ingu þurfa á umönnun að halda. Þær stofnanir verður að reka af viti og hagsýni og umfram allt með velfam- að jjeirra sem þangað vistast að leiðarljósi. Vel má gera breytingar á velferð- arkerfinu og aðlaga það nýjum sið- um og hugmyndum. En ekki ætti að hrapa þar að neinum stórbreyting- um aðeins vegna þess að einhver ný tískubylgja ríður yfir. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.