Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 20
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrír þig Ókeypis bjónusta STRUMPARNIR © Tímimi Davíð undirritar kaupsamning og hyggst ræða málið síðar við borgarráð: Grandalausir Reykvíkingar kynnast nýju hraðsölumeti Kaupsamningur um hlutabréf borgarsjóðs Reykjavíkur , í Granda hf. var undirritaður í gær. Tilboð Hvals hf., Hampiðjunnar hf., Sjóvátryggingarfélags íslands hf. og Fiskveiðahlutafélagsins Venusar var lagt fram í borgarráði í síðustu viku og tilkynnti Davíð Oddsson borgarstjóri þá að hann myndi taka upp viðræður við þessa aðila á grundvelli tilboðsins. Hlutur Reykjavíkur er 78,2% í hlutafé félagsins og eru bréfín að nafnverði rúm kr. 241.000. „Það kom mér satt að segja á óvart að gengið hafi verið svo fljótt frá samningnum," sagði Sigrún Magnúsdóttir, borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins, í samtali við Tímann í gær. „Fað urðu engar umræður um tilboðið á borgarráðs- fundi í síðustu viku, það var aðeins lagt fram, þannig að ég hafði frekar átt von á því að það yrði rætt á næsta fundi og hefði mér fundist það eðlilegri gangur mála. Nú hefur hins vegar verið gengið frá samningnum og það er nokkuð Ijóst að það verður samþykkt af meirihlutanum,“ sagði Sigrún. Hún lýsti því yfir í viðtali við Tímann í síðustu viku að hún teldi almenningshlutafélag vænlegasta eignarformið á fyrirtækinu og að eðlilegra hefði verið að hlutabréfin yrðu boðin út á frjálsum markaði. „Það er augljóslega orðið of seint að bera fram slíka tillögu núna,“ sagði Sigrún. Umsamið kaupverð hlutabréf- anna er kr. 500.000 sem greiðist þannig: Kr. 50.000 hinn 5. október 1988, kr. 50.000 h'inn 15. febrúar 1989 og kr. 400.000 á 8 árum, verðtryggðar með 3,5% vöxtum. Framsal hlutabréfanna fer fram 5. október nk. Davíð undirritaði kaupsamning- inn f.h. borgarsjóðs í gær með fyrirvara um samþykki borgarráðs. Af hálfu kaupenda undirrituðu samninginn Árni Vilhjálmsson f.h. Hvals hf. og Fiskveiðahlutafélags- ins Venusar, Bragi Hannesson f.h. Hampiðjunnar hf. og Benedikt Sveinsson f.h. Sjóvátryggingafé- lags fslands hf. JIH Forsetaheimsóknin í Húnavatnssýslur: lét veðrið Opinberri heimsókn frú Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, í Húnvatnssýslur lauk á sunnudag. Á laugardag skoðaði forsetinn m.a. Blönduvirkjun, gekk hún m.a. um jarðgöngin og stöðvarhúsið ásamt staðarverkfræðingi og fulltrú- um í stjórn Landsvirkjunar. aftra Á sunnudag var keyrt út á Skaga og Örlygsstaðir heimsóttir. Einnig þáði forsetinn hressingu að Hofi. Síðan var keyrt aftur á Blönduós og Heimilisiðnaðarsafnið skoðað. Þá var keyrt í Vatnsdal og tré gróður- sett. Forsetinn var svo kvaddur í Þingeyrarkirkju á sunnudagskvöldi. sér“ Að sögn lögreglunnar á Blönduósi gekk heimsóknin mjög vel. „Hið eina sem var að, var að veður var ekki sérlega gott. En hún lét veðrið ekki aftra sér, hún fór bara í regn- kápu“, sagði lögreglumaður á Blönduósi. -gs Viöskiptaráðherra skipar starfshóp: Gert að kanna mögulega sölu Útvegsbankans Nafnvaxtalækkun ákveðin á morgun Á fundi fulltrúa Seðlabankans, Viðskiptaráðuneytis og innláns- stofnana í gær kom fram að búast mætti við allt að rúmlega 10 prósenta lækkun nafnvaxta á fyrstu dögum septembermánaðar. Gert er ráð fyrir ákvörðun um lækkun nafnvaxta á morgun. Vaxtasérfræðingar álíta að vextir á óverðtryggðum útlánum lækki nið- ur í 24-25%. Þetta þýðir að raun- vaxtastig verði nálægt 9 prósentu- stigum. Lánskjaravísitala mun hækka um 1,7% í september að mati sérfræð- inga en nálægt 1% á mánuði þrjá síðustu mánuði ársins. Þessi spá byggist á ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar sl. föstudag um verðstöðvun frá 27. þessa mánaðar og frestun 2,5% launahækkunar og búvöruvérðs- hækkunar 1. september. óþh Sala á Útvegsbankanum hf. er lítið komin af stað eins og Tíminn hefur verið að skýra frá í vor og sumar. Það er núna fyrst sem viðskiptaráðherra virðist vera að leggja grunn að undirbúningi að sölu bankans sem ríkissjóður á að stærstum hluta. Hefur hann skipað starfshóp til að sjá um undirbúning þessarar sölu og er því ljóst að ráðherra ætlar að gefa sér góðan tíma til verksins. Starfshópurinn sem annast á undirbúning að væntanlegri sölu bankans hefur verið skipuð þeim Birni Friðfinnssyni, aðstoðar- manni ráðherra, Jónasi A. Aðal- steinssyni, hrl. og Árna Tómas- syni, löggiltum endurskoðanda. Er verkefni starfshópsins að kanna möguleika á sölu hlutabréfa ríkisins í Útvegsbankanum og undirbúa sölu þeirra. Starfshópnum er falið að vinna að eftirtöldum markmiðum við sölu bréfanna: A. Að rfkissjóður fái rétt verð fyrir hlutabréfin, b. að með sölu bréfanna verði stuðlað að sameiningu bankastofnanna og c. að eignarhaldi að bankanum verði dreift. Er hópnum falið að hefja á næstunni viðræður við ýmsa aðila til þess að kanna áhuga á kaupum bréfanna í ljósi nýrra aðstæðna, eins og segir í fréttatilkynningu frá viðskiptaráðuneytinu. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.