Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 11
10 Tíminn Þriðjudagur 30. ágúst 1988 Þriðjudagur 30. ágúst 1988 ‘Tíminn '11 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Knattspyma-Mjólkurbikarkeppnin úrslit: Oruggur sigur Valsmanna þrátt fyrir aðeins eitt mark Fögnuður Valsmanna var mikill eftir leikinn, þegar bikarinn var loks í höfn efilir 9 ára fjarveru fró Hlíðarenda. Yalsmenn urðu bikarmeistarar í knattspyrnu á laugardag, þegar þeir sigruðu Keflvíkinga, 1-0, í úrslitaleik mj ólkurbikarkeppninnar. Leikurinn var því miður ekki skemmtilegur á að horfa og lítið var um marktækifæri. Leikmenn voru greinilega mjög taugaspenntir framan af enda mikið í húfí fyrir bæði lið, en langt er síðan þau hafa sigrað í þessari keppni. Bikar punktar ★ Valsmaðurinn og landslið- smaðurinn í handknattleik, Jak- ob Sigurðsson, datt heldur betur í lukkupottinn á bikarúrslita- leiknum, en Jakob var þar meðal áhorfenda. Þegar dregið var í ferðahappdrætti í hálfleik, kom númer Jakobs upp, en aðgöngu- miðarnir giltu sem happdrættis- miðar. Það má því segja að ferðavanur maður hafi fengið ferðavinninginn og vafalaust kemur það sér vel fyrir Jakob að skreppa í afslöppunarferð, þegar baráttunni í Seoul er lokið. ★ Það vakti athygli blaðamanns, eftir leikinn á laugardag, að Vals- menn voru í óða önn að næla í sig barmmerkjum, sem á stóð: Valur, bikarmeistarar 1988. Sig- urvissir menn Valsmenn. BL Fyrsta færið kom á 16. mín. og téll það Keflvíkingum í skaut. Óli Þór Magnússon gaf góða sendingu inn fyrir vörn Valsmanna á Ragnar Margeirs- son, en Guðmundur Baldursson, markvörður Vals varði skot hans með góðu úthlaupi. Þar með rann besta færi Keflvíkinga í leiknum út í sandinn. Á 21. mín. náði Jón Grétar Jónsson knettinum af einum varnarmanni ÍBK, og sendi knöttinn fyrir markið á Sigur- jón Kristjánsson, sem skaut yfir úr ágætu færi. Varnarmenn ÍBK virkuðu mjög óstyrkir framan af leiknum og hvað eftir annað misstu þeir knöttinn klaufalega fyrir fætur Valsmanna. Aðeins mínútu eftir að Sigurjóni mis- tókst að skora áttu Valsmenn horn- spyrnu að marki ÍBK. Keflvíkingar náðu að skalla frá, en knötturinn fór beint til Hilmars Sighvatssonar, sem skaut föstu viðstöðulausu skoti að markinu, en Þorsteinn Bjarnason varði, glæsilegt skot og góð mark- varsla. í upphafi síðari hálfleiks fékk Sigur- jón annað tækifæri til þess að skora, en að þessu sinni skaut hann framhjá úr sannkölluðu dauðafæri. Stuttu síðar var Guðmundur Baldursson á ferðinni með góða fyrirgjöf, en Þorsteinn í Keflavíkurmarkinu varði lausan skalla Jóns Grétars. Á 59. mín. fengu Vals- IV- menn aukaspyrnu rétt utan vítateigs Keflvíkinga. Sigurjón tók spyrnuna, skaut þrumuskoti að marki, en Þor- steinn varði vel í horn. Sigurmarkið kom á 67. mín. Sæ^ar . Jónsson tók aukaspyrnu á vallarhelm- ingi ÍBK, inní teiginn þar sem Alli Eðvaldsson stökk manna hæst og skall- aði knöttinn fyrir fætur Sigurjóns sem skaut á markið, en Þorsteinn varði. Guðmundur Baldursson var ekki lengi að átta sig á því hvað væri á seyði, fylgdi vel á eftir og skoraði eina mark leiksins. Það sem eftir var leiksins drógu Valsmenn sig nokkuð aftar á völlinn, en Keflvíkingar gátu ekki fært sér það í nyt og sigur Valsmanna var ekki í hættu. Guðmundur Baldursson á mikið hól skilið fyrir snarræði, þegar hann skor- aði sigurmarkið, en lék einnig vel í leiknum, ef á heildina er litið, Sævar .lónsson og Atli Eðvaldsson voru einnig sterkir í vörninni, en Atli var færður í fremstu víglínu á 64. mín. þegar Jón Grétar var tekinn út af fyrir Þorgrím Þráinsson. Aðrir leikmenn Vals léku einnig ágætlega, en Sigurjón hefði gjarnan mátt nýta sín færi betur. Sagt eftir leikinn: Guðmundur Baldursson „Ég er mjög ánægður með letk- inn. Það var sérstaklega gaman að sjá á cftir boltanum í markið. Við vorum nokkuð taugaspenntir í byrjun, en eftir það höfðum við öll tök t leiknum. Það var aldrei spuming hvort iiðið sigraði. Það var gaman að sigra, enda höfum við stefnt að þessu lengi,“ sagði Guðmundur Baldursson, sem skoraði sigurmark Valsmanna. Frank Upton „Ég er ekki nógu ánægður með leikinn, við töpuðum. Annars var þetta þokkalegur leikur, Valsmcnn voru betri aðilinn, þeir skoruðu eina mark ieiksins og áttu því skílið að sigra. Okkar leikmenn eru margir ntjög ungir og án reynslu í svona leik, en þeir lögðu sig alla frant. Ég vil nota tækifærið til þess að óska Valsmönnum góðs gengls í Evrópukcppninni gcgn Monaco,“ sagði Frank Upton þjálfari Kell- vfkinga. Hörður Helgason „Ég er vitaskuld mjög ánægður með þcssi úrslit, bctra liðið vann. Það vantaði bara fleiri mörk. Við settum stefnuna strax í vetur á það að vinna bikarinn og það tókst. Strákarnir léku vel eins og ég átti von á,“ sagði Hörður Helgason þjálfari Valsmannu. Hilmar Sighvatsson „Það var ekki spurning hvort liðið væri betra í dag. Við sórum þess eið eftir leikinn gegn Viði í fyrra að standa okkur betur í bikarkeppninni í ár og það tókst, við spiluðum vel og unnum. Næsta verkefni er leikurinn við Monaco,“ sagði Hilmar Sighvatsson fyrirliði VaLs. Ragnar Margeirsson „Það er agalegt að meiðast á þessum, við áttum jafna möguleika á sigri í leiknum, eftir markalausan fyrri hálfleik. Ég var óhcppinn að meiðast og þar var óheppni að fá þctta mark á okkur í síöari hálf- leiknum. Þetta kemur á versta tíma fyrir mig, mikiö framundan og ég missi örugglega af leiknum við Sovétmenn á miðvikudag. Valsmenn voru sterkir í þessum leik, en við höfðum heppnina ekki með okkur,“ sagði Kagnar Mar- geirsson. Þorsteinn Bjarnason var bestur í liði ÍBK og varði oft vel. Keflvíkingar urðu fyrir því áfalli undir lok fyrri hálfleiks að Ragnar Margeirsson varð að yfirgefa leikvöllinn, meiddur á fæti. Kjartan Einarsson tók stöðu hans á vellinum. Það að Ragnar færi útaf veikti Keflavíkurliðið mjög. En ekki hvað síst var það þeim andlegt áfall að missa hann útaf. Dómari Ieiksins var Baldur Scheving og var dómgæsla hans ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. Sérstaklega voru Keflvíkingar óánægðir með frammi- stöðu hans. BL VXNígoo ÞGt^? 1. 2. Vinningstölurnar 27. ágúst 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 3.980.808,- vinningur var kr. 1.994.970,- Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur. vinningur var kr. 597.000,- og skiptist hann á 200 vinningshafa, kr. 2.985,- á mann. vinningur var kr. 1.388.838,- og skiptist á 5.739 vinningshafa, sem fá 242 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111 Hilmar Sighvatsson fyrirliði Vals lyftir bikarnum, sigurlaununum í Mjólkurbikarkeppninni. Skemmtileg mynd úr leiknum. Tfmamyndlr pjetur. Sigurjó Kristjánsson í harðri baráttu við einn leikmann Keflvfldnga. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: oo xll

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.