Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Þriðjudagur 30. ágúst 1988 Hvað er jafnrétti? Rabbfundur um samnorrænu jafnréttis áætlunina veröur haldinn að Hamraborg 5 3. hæö í Kópavogi fimmtudaginn 1. september n.k. kl. 20.30. Frummælendur verða: Elín Líndal varaþingmaöur. Guðni Ágústsson alþingismaður. Helga Jónsdóttir aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. Allir boðnir velkomnir. Stjórn Freyju og framkvæmdastjórn LFK. SUNNLENDINGAR SUF þing á Laugarvatni Félög ungra framsóknarmanna á Suðurlandi hvetja allt ungt fólk sem styður Framsóknarflokkinn til að skrá sig sem þátttakendur á afmælisþinginu á Laugarvatni, sem hefst föstudaginn 2. september n.k. Þeir sem vilja fá upplýsingar um þingið eða láta skrá sig hafi samband við einhvern eftirtalinna aðila: Erling Örn Árnason Sími33763 Guðmund Geir Sigurðsson .... Sími 66753 Sigurjón Karlsson Sími 78959 Berg Pálsson Sími 78591 Salvar Júlíusson Sími 71380 Guðbjörgu Jónsdóttur Sími71254 Oddnýju Garðarsdóttur Sími12635 Guðbjörgu Sigurgeirsdóttur . . . Sími12423 Brýr og ræsi krefjast sérstakrar varkárni. Draga verður úr hraða og fylgjast vel með umferð á móti. Tökum aldrei áhættu! ||umferðar Laus staða Staða deildarstjóra í Þjóðdeild Landsbókasafns íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist Menntamálaráðuneyt- inu fyrir 22. september næstkomandi. Menntamálaráðuneytið 26. ágúst 1988. Þakka innilega öllum þeim sem sýndu mér vinarhug með kveðjum og gjöfum á afmælisdegi mínum 19. ágúst sl. Friðrik Pálmason Svaðastöðum. ÍÞRÓTTIR Knattspyrna: Jafnt á Króknum Frá Erni Þórarinssyni fréttamanni Tímans: Tindastóll og Fylkir skildu jöfn, 2-2 á Sauðárkróksvelli í 2. deildinni í knattspyrnu á föstudagskvöld. Heimamenn sóttu meira í fyrri hálfleik, en gestirnir urðu fyrri tii að skora og var Guðjón Reynisson þar að verki. Hólmar Ástvaldsson jafn- aði fyrir Tindastól á 24. mín. og mínútu síðar náði Eyjólfur Sverris- son forystu fyrir heimaliðið. Bæði mörkin komu eftir ágætar sóknarlot- ur Tindastólsmanna. Árbæingar jöfnuðu á 47. mín. og var það frekar Stórsigur ÍR ÍR-ingar unnu stórsigur á Vest- manneyingum í 2. deildinni í knatt- spyrnu á heimavelli sínum í S-Mjódd í gærkvöldi. Eftir að hafa skorað 1 mark í fyrri hálfleik, bættu ÍR-ingar við þremur mörkum í síðari hálfleik og sigruðu 4-0. Bragi Björnsson gerði 2 mörk, cn þeir Hörður Theo- dórsson og Eggert Sverrisson gerðu báðir eitt mark. BL ódýrt mark sem Guðjón Reynisson skoraði. Fylkismenn sóttu meira í síðari hálfleiknum, en vörn Tinda- stóls stóð fyrir sínu og tókst að halda einu stigi eftir fyrir norðan. Fylkismenn þurfa nú aðeins eitt stig til viðbótar til þess að tryggja sér sæti í 1. deild næsta sumar. Feir geta tryggt sér það á föstudaginn kemur, þegar þeir fá FH-inga í heimsókn í Árbæinn. FH-ingar unnu öruggan sigur á Þrótturum í Krikanum á föstudags- kvöld. Mörk FH skoruðu Hörður Magnússon, Ólafur Jóhannesson og Kristján Hilmarsson. Þróttarar eru nú svo gott sem fallnir í 3. deild. Víðismenn sigruðu Breiðablik 2-0 á föstudagskvöldið og eru Blikarnir á svipaðri leið og Þróttur, þ.e.a.s á góðri leið niður í 3. deild. Mörk Víðis gerðu þeir Heimir Karlsson og t Vilberg Þorvaldsson. I Selfyssingar sigruðu KS-inga, 3-1, og eru þar með sloppnir úr fallhættu. Mörk Selfoss gerðu þeir Sævar Sverrisson, Jón Birgir Kristjánsson og Gunnar Garðarsson. Fyrir KS skoraði Steve Rutter. Stjarnan úr Garðabæ tryggði sér sæti í 2. deild að ári í fyrsta sinn í sögu félagsins, með sigri á Gróttu 2-1 í A-riðli 3. deildar. Gaman verður að fylgjast með Garðbæing- unum í 2. deildinni næsta sumar, en þar mun liðið örugglega standa fyrir sínu. Hvort liðið fer beint upp í 1. , deild, eins og Leiftur og Fylkir skal ósagt látið, en liðið á örugglega eftir að standa sig vel. Mörkin á móti Gróttu gerðu þeir Valdimar Kristó- fersson og Ingólfur Ingólfsson. Mark Gróttu gerði Erling Aðalsteinsson. BL STADANí 2. DEILD FH ......... 14 12 1 1 41-13 37 Fylkir .... 14 9 5 0 34-20 32 Víðir...... 14 6 2 6 29-24 20 ÍR.......... 14 6 2 6 24-29 20 Selfoss ... 14 5 4 5 19-20 19 Tindastóll .14 5 2 7 21-26 17 ÍBV........ 14 5 1 8 26-30 16 KS.......... 14 3 4 7 30-40 13 UBK........ 14 3 4 7 19-29 13 Þróttur ... 14 158 19-31 8 Enska knattspyrnan: um þrennur Fyrsta umferð ensku knattspyrn- unnar var leikin um helgina. Mersey- liðin Livcrpool og Everton unnu bæði stóra sigra, en Manchester LJnited varð að sætta sig við jafntefli. John Aldridge hélt áfram að skora fyrir Liverpool, þegar liðið mætti Charlton á laugardag. Aldridge gerði öll mörk Liverpool í 3-0 sigrin- 6 íslenskir frjálsíþróttamenn tóku um helgina þátt í Norðurlandamóti unglinga í Stokkhólmi í Svíþjóð. Jón Arnar Magnússon HSK náði bestum árangri íslensku keppendanna. Hann varð í 2. sæti í langstökki, stökk 7,32 m. Sigurvegarinn stökk 7,36 m, en þriðji maður stökk 7,18 m. Jón Arnar keppti einnig í 100 m hlaupi. Hann varð í 8. sæti á 11,36 sek. í mótvindi, en sigurvegarinn hljóp á 10,91 sek. Súsanna Helgadóttir keppti í 100 m hlaupi og varð í 5. sæti á 12,51 sek. um og ætti hann því að geta sofið rólegur á næstunni, vitandi það að Kenny Dalglish fer varla að selja mann sem skorar2-3 mörk í leik. Ian Rush kom inn á sem varamaður undir lok leiksins og var nærri því búinn að skora. Tony Cottee, sem Everton keypti frá West Ham í sumar fyrir 2,5 í mótvindi. Sigurvegarinn hljóp á 12,19 sek. Súsanna varð í 6. sæti í landstökki, stökk 5,74, en sigur vannst á 6,11 m. Frímann Hreinsson FH varð 7. í 5000 m hlaupi á 15,52,45 mín., en besti tíminn í hlaupinu var 14,30,50 mín. Einar Kristjánsson FH varð 5. í hástökki með 2,00 m. Steinn Jó- hannsson FH varð 8. í 2000 m hindrunarhlaupi á 6,14,71 mín. sem er nokkuð frá unglingameti hans frá því í byrjun ágúst. Sigurvegarinn hljóp á 5,42,08 mín. Jón Kristjáns- son varð 8. í sleggjukasti með 49,20 m.ensigurvegarinn kastaði 68,16 m. milljónir punda, skoraði strax eftir hálfa mínútu gegn Newcastle. Hann bætti síðan við tveimur mörkum áður en yfir lauk, Graeme Sharp gerði eitt mark fyrir Everton, sem sigraði 4-0 í leiknum. Alan Smith gerði einnig þrennu fyrir Arsenal í 5-1 sigri gegn Wimble- don á útivelli. Brian Marwood og Paul Mariner skoruðu einnig fyrir Arsenal, en John Fashanu gerði mark bikarmeistaranna. Manchester United varð að láta sér 0-0 jafntefii lynda gegn QPR, en Derby County sigraði Middlesbro, 1-0, á heimavelli. Sigurmarkið gerði Paul Goddard í sínum fyrsta leik fyrir Derby. Úrslit urðu annars þessi: 1. dcild Aston Villa - Milwall..................2-2 Charlton - Liverpool...................6-3 Derby - Middlesbro.....................1-0 Everton - Newcastle ...................4-8 Man. Utd. - QPR........................6-0 Norwich - Nott. Forest.................2-1 ShefT. Wed. - Luton ...................1-8 Southampton - West Ham.................4-8 Tottenham - Coventry.............. frcstaö Wimbledon - Arsenal....................1-5 2. dcild Brighton - Bradford....................1-3 Chelsea - Blackburn ...................1-2 Hull - Man. City.......................1-8 Leeds - Oxford.........................1-1 Leicester - West Bromwich..............1-1 Oldham - Barnsley .....................1-1 Shrewsbury - Portsmouth................1-2 Stoke - Ipswich........................1-1 Sunderland - Bournemouth...............1-1 Swindon - Crystal Palace ......... frestaö Walsall - Plymouth.....................2-2 Watford - Birmingham...................1-8 Frjálsar íþróttir: Jón Arnar varð 2. í langstökki UMSS bikarmeistari FRÍ í tugþraut 1988 Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) sigraði í bikarkcppni FRÍ í tugþraut, sem haldin var í hinu versta veðri á Laugardalsvelli um helgina. Sveit UMSS skipuðu þeir Gunnar Sigurðsson og Friðrik Steinsson og hlutu þeir samtals 11,616 stig. Þorsteinn Þórsson varð stigahæst- ur einstaklinga, en fimm keppendur af sjö luku keppni. Keppni í sjöþraut kvenna var hætt vegna veðurs þegar tvær greinar voru eftir. Stjórn FRÍ mun úrskurða hvort úrslitin verða látin standa eins og þau voru þegar keppni var hætt, eða hvort þráðurinn verður tekinn upp síðar. Úrslit í tugþrautinni urðu þessi: 1. Þorsteinn Þórsson ÍR........6310 stig 2. Gunnar Sigurösson UMSS...... 6276 stig 3. Friðrik Steinsson UMSS...... 5348 stig 4. Guömundur Ragnars. USAH . . . 5231 stig 5. Halldór Matthíasson KR...... 3654 stig BL 3. deild Brentford - Huddersfield ...............1-8 Bristol Rov. - Wigan....................S-2 Bury - Wolves ..........................3-1 CardifT - Fulham........................1-2 Chester - Blackpool.....................1-1 Chesterfield - Aldershot................2-1 Gillingham - Swansea ...................2-3 Mansfield - Northampton.................1-1 Notts County - Bristol City.............8-8 Preston - Port Vale.....................1-3 Reading - Sheff. Utd....................1-3 Southend - Boltou.......................2-8 4. deild Burnley - Rochdale......................2-1 Cambridge - Grimsby ....................4-1 Carlisle - Peterborough ................2-2 Colchester - York.......................1-8 Darlington - Stockport..................1-4 Exeter - Wrexham........................8-2 Leyton - Crewe .........................8-8 Lincoln - Hartlepool ...................8-1 Rotherham - Doncaster...................3-8 Scarborough - Tranmere..................8-8 Torquay - Halifax.......................8-2 BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.