Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn' Þriðjudagur 30. ágúst 1988 Alþjóðleg siglingakeppni milli Islands og Frakklands: 16 manna hópur að kanna aðstæður Byrjað er að skipuleggja alþjóð- lega siglingakeppni á milli Gravelin- es í Norður-Frakklandi og íslands árið 1990, sem mun eiga sér stað annað hvert ár þaðan í frá. Að þessari keppni stendur franskt vikublað sem heitir „V.S.D“ og er gefið út í 350 þúsund eintökum. Einnig stendur að keppninni franskt félag, Laxalón og sveitastjórn Dun- kerque í Frakklandi. Búist er við að um 60 bátar, bæði fjölskrokka og einskrokka, taki þátt í keppninni. Stjórnandi verður fræg- ur franskur siglingakappi. Áætlaður kostnaður við keppnina er um 100 milljónir ísl.kr., en verið er að gera endanlega kostnaðaráætlun sem verður tilbúin í lok september. Þann 27.ágúst kom hingað til lands 16 manna hópur til að kanna aðstæður fyrir keppnina, hópurinn fer svo af landi brott 2.september. Hópurinn er m.a. skipaður Albert Denvers, sveitarstjóra Dunkerque, þingmanni og bæjarstjóra Gravelin- es. Einnig er í hópnum Caillavet, fyrrverandi ráðherra og núverandi senator. Svo eru í hópnum eigandi „V.S.D" blaðsins, blaðamenn og Ijósmyndarar og stjórnarmenn í fé- laginu „Laxalón" ásamt fleirum. -gs Nýir garðar Um helgina voru afhentar fyrstu íbúðirnar í nýjum Hjónagörðum við Suðurgötu. í þessum áfanga voru afhentar 15 íbúðir tveggja og þriggja herbergja, en alls verða 93 íbúðir í húsinu. í vetur verður lokið við 60 íbúðir, en 30 síðustu íbúðirnar vera svo afhent- ar haustið 1989. Auk íbúðanna 15, sem nú verða teknar í notkun, eru í þessum áfanga lesstofa og önnur sameiginleg aðstaða. Ibúðirnar voru opnar almenningi til sýnis á laugardaginn. Félagsstofnun stúdenta leigir nú út 100 herbergi í einstaklingsgörðum og 69 tveggja og þriggja herbergja íbúðir í hjónagörðum. Alls bárust um 400 umsóknir um garðvist næsta vetur, svo enn er langt í land með að eftirspurn eftir húsnæði sé fullnægt, en einungis 5% háskólastúdenta fá inni á garði. -gs „Þjóðarrétturinn“ innbyrtur. Tíminn: Gunnar. Verð Prins Pólós 230% hærra en innkaupsverð Ef svipaðri álagningu er „klínt“ á allar vörur sem seldar eru í sjoppum landsins eins og gert er á Prins Póló þarf kannski engan að undra hve sjoppurekstur er vinsæl atvinnugrein á íslandi. Á leiðinni frá skipshlið og upp á sjoppuborðið hækkaði verðið á hverju stykki úr 7,35 kr. í 24,40 kr. að meðaltali í fyrra, eða um 230%. Að frádregnum söluskatti urðu 19,50 kr. eftir í sjoppunni, sem er 165% hækkun frá cif. verði. Þótt lítið hafi borið á lofi um pólska umbúðahönnun, ntarkaðs- setning þeirra sé tæplega í takti við vestrænar aðferðir og Prins Póló sjáist aldrei auglýst virðist ekkert lát á stöðugum vinsældum þessarar vöru hérlendis. Meira var flutt inn af Prins Póló heldur en öllu öðru súkkulaðikexi samanlögðu. Af þessum „þjóðarrétti" keyptu ís- lendingar um 182 tonn á síðasta ári, samkvæmt verslunarskýrslum. Séu umbúðir áætlaðar um 15% af þunga eru eftir um 158 tonn, sem þá eru 3.160.000 stykki af Prins Póló. Innflutningsverðið var tæplega 23,2 milljónir króna, eða um 7,35 kr. fyrir hvert stykki. f Hagtíðindum kemur fram að smá- söluverð á Prins Póló var um 24.40 kr. stykkið í fyrra, eða sem fyrr segir 230% hærra en innkaupsverð- ið. Samtals hefur þjóðin þá varið rúmlega 77 milljónum króna til kaupa á Prins Pólói í fyrra. Af þessum 77 milljónum ættu um 15,5 milljónir að hafa skilað sér í söluskatti til ríkissjóðs. Athygli- vert er að það er aðeins um 4 milljónum minna heldur en Pól- verjarnir fengu í sinn hlut, þ.e. fob. verðið var tæpar 19,5 milljón- ir. Ef marka má innflutningsskýrsl- ur virðist át landsmanna á öðru sætu kexi hafa aukist um 27% á síðasta ári. Alls voru flutt inn 983 tonn af öðru sætu kexi en súkkul- aðihúðuðu. Komið á hafnarbakka liefur það kostað að meðaltali í kringum 115-120 krónur kílóið, eða sem svarar 17-18 krónur hver 150 gr., sem er mjög algeng stærð á pökkum með sætu kexi. Innflutningur á öllu kexi og kök- unt var samtals 2.200 tonn á árinu 1987, sem var um 12% aukning frá árinu á undan. Pað svarar til þess að vísitölufjölskyldan hafi keypt um 31 kíló af innfluttu kexi og kökum á síðasta ári, auk innlendu framleiðslunnar. Innflutningsverð- ið var samtals 252 milljónir króna. HEI _ Ekkert lát á samskiptaöröugleikum í Ölduselsskóla: Foreldrar íhuguðu að koma á fót einkaskóla ,Ég hef fylgst með því með vaxandi áhyggjum sem er að gerast í þessum skóla. Þetta er framtíð barnanna okkar sem er þarna í veði og maður er hreint ekkert ánægður með það sem er að gerast,“ sagði Leifur Benediktsson, einn af foreldrum þeirra barna sem senn hefja skólaárið í Öldusels- skóla, í samtali við Tímann. Eins og kunnugt er voru kennarar og foreldrar ósáttir við skipun Sjafnar Sigurbjörnsdóttir í stöðu skólastjóra skólans, í stað Daníels Gunnarssonar, sem hafði stuðning þessara aðila. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi: Upplýsinga- spjöld sett á almennings- salerni Sigrún Magnúsdóttir borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins lagði fram tillögu í borgarráði í vikunni þar sem lagt er til að prentuð verði upplýsingaspjöld sem dreift verði á öll almennings- salerni í borginni og á salerni í veitingahúsunum. Á þessum spjöldum verði gefið upp á áber- andi hátt símanúmer sem fólk geti hringt í og fengið upplýsingar um eyðni og ýmislegt sem tengist jjeim sjúkdómi. Á spjaldinu yrði jafnframt upplýsingar um hvar og hvernig unnt er að láta mót- efnamæla sig. Málinu var vísað til heilbrigðis- ráðs. Leifur segir að til tals hafi komið að setja á fót einkaskóla í hverfinu. „Það var rætt og það var vissulega vilji fyrir því en við náum því ekki fyrir haustið. Bæði þyrftum við að sækja þetta undir þessa ágætu ráða- menn, Ragnar Júlíusson og Birgi Isleif Gunnarsson, og fá samþykki þeirra, og ekki var nægur tími til undirbúnings. Auk þess hefði það orðið mjög dýrt,“ sagði Leifur. „Ég hef af því verulegar áhyggjur að þarna sitji eftir óánægðir kennar- ar sem gegni ekki störfum sínum með sínum létta og starfsviljuga anda, eins og þeir hafa gert hingað til, að andrúmsloftið á vinnustaðn- um verði meira eða minna óbærilegt. Það hlýtur að koma niður á börnun- um fyrr eða síðar. Mér líst illa á þetta í upphafi skólaárs." Það hefur því lítið dregið úr samskiptaörðugleikum milli foreldra og Sjafnar og var Leifur harðorður í garð hennar. „Mér skilst m.a. að Sjöfn hafi alls ekkert komið til starfa við skólann fyrr en 1. ágúst og hvorki haft samband við kóng né prest. Sem stjórnandi gef ég svoleið- is fólki algjört núll, þegar það veit að vandamál eru í hvarvetna, að bíða bara í rólegheitum þar til einhverjar formlegar reglur segja að nú sé tími til kominn að taka til starfa. Hún gerir ekki eina einustu tilraun til að reyna að greiða úr þessu,“ sagði Leifur. Heyrst hefur að nokkrir kennara hafi ákveðið að segja upp eða færa sig milli skóla. Tíminn hafði sam- band við Sjöfn Sigurbjörnsdóttur og bar þetta undir hana. „Það hefur enginn sagt upp hér en það eru átta kennarar sem hafa annaðhvort fært sig til milli skóla eða farið í önnur störf. Þetta er mjög algengt og er þetta nákvæmlega sama tala og í fyrra. Þetta gerist í öllum skólum," sagði Sjöfn. Um gagnrýni Leifs vildi hún lítið segja. „Ég kom til starfa 1. ágúst og skólaárið hefst 1. september. Það hefur enginn úr foreldrafélaginu haft samband við mig en ég ræði ekki málefni Ölduselsskóla opinberlega að svo stöddu.“ JIH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.