Tíminn - 30.08.1988, Qupperneq 13

Tíminn - 30.08.1988, Qupperneq 13
Þriðjudagur 30. ágúst 1988 Tíminn 13 lllllllllllllllllllllllll AÐUTAN lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Hvað er að gerast í Eistlandi? Margir íbúar Sovétríkjanna horfa vonaraugum til þess að hin nýja stefna sem kennd er við perestrojku og glasnost skjóti þar varanlegum rótum. íbúar Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháens eru þar engin undantekning. En þeir sitja ekki bara með hendur í skauti og bíða þess sem að höndum ber. Þeir hafa sjálfir hafist handa um ýmsar umbætur í löndum sínum og fara þar Eistlend- ingar fremstir í flokki. Blaðamaður breska blaðsins The Sunday Times var á ferð í Eistlandi og segir frá ýmsu sem þar hefur verið að gerast að undanförnu. Gæti orðið annað „vorí Prag“ Þó að Eistland sé minnst hinna 15 lýðvelda Sovétríkjanna hefur eistneska þjóðin gripið perestrojik- una svo opnum örmum og útfærir hana svo hratt til hins ýtrasta, að hætta er á að þegar yfirvöld í Moskvu loks vakna upp af værum svefni finnist þeim of langt gengið og grípi harkalega í taumana. En það gæti verið hægara sagt en gert. „Þrýstingurinn á breytingar frá almenningi er svo gífurlegur að það yrði erfitt að stansa núna,“ segir háttsettur embættismaður eistnesku stjómarinnar. „Árangur- inn af breytingunum hérna gæti orðið undursamlegur, en þetta gæti líka orðið annað „vor í Prag“, bætir hann við. Eistlendingar hafa verið í farar- broddi um að setja á stofn „Iýðfylk- ingar“ víða um Sovétríkin til að stuðla að endurbótum. Lýðfylking- in í Eistlandi telur 100.000 félaga, fleiri en í Kommúnistaflokki landsins, en það skal tekið fram að margir eru meðlimir í báðum. Eistnesku fylkingunni hefur tek- ist að fá fram ýmsar tilslakanair sem til skamms tíma hefðu verið óhugsandi. Nú tala embættismenn um „tvíveldis ástand“ þar sem flokkurinn getur ekki hrint neinu í framkvæmd án samþykkis lýðfylk- ingarinnar. Eistland hefur algera sér- stöðu bman Sovétríkjanna Nú þegar hefur Eistland náð einstakri aðstöðu innan Sovétríkj- anna. Það er eina lýðveldið þar sem næst til sjónvarpsútsendinga frá Vesturlöndum og almenningur skilur það sem þar fer fram (sem kunnugt er eru fínnska og eistneska náskyld tungumál). Vegna þessa fylgjast Eistlendingar langbest með heimsmálunum af íbúum Sovét- ríkjanna. Það eru líka Eistlendingar sem gera sér best ljóst hversu stjórnar- farið í Sovétríkjunum hefur brugðist. Áður en landið var inn- limað í Sovétríkin 1940 var eist- neska þjóðin efnaðri en Finnar. En lögregluliðið sem hefur eftirlit með steinlögðum strætum höfuðborgar- innar, Tallinn, er nú rússneskt. Eistland ber nú svip rússneskrar nýlendu, enda er það nákvæmlega staða landsins nú. Eistlendingar hafa rutt leiðina I efnahags- legum tilraunum Það var Eistland sem ruddi leið- ina í mörgum þeim efnahagslegu tilraunum sem nú er verið að gera víða í Sovétríkjunum. í Eistlandi var fyrst gerð tilraun með sam- vinnufyrirtæki og þar eru nú þrisv- ar sinnum fleiri leigubílstjórar með eigin rekstur en þeir sem vinna á vegum ríkisins. Bændum er leyft að eiga landið sem þeir yrkja og þar eru Eistlend- ingar skrefi á undan áætlunum Gorbatsjovs sem hyggst leigja bændum land í 50 ár. „Hvaða gagn er fyrir okkur að leigu til 50 ára?“ segir Eistlendingur. „Bóndi hefur ekki áhuga á landinu sem hann ræktar nema hann eigi það sjálfur og geti látið það ganga áfram til barnanna sinna.“ Stjórnendur fyrirtækja beri ábyrgð frammi ffyrir eistnesku þjóðinni Nú eru Eistlendingar að ýta á að þau 91% af iðnaði í landinu sem stjómað er frá Moskvu verði sett undir stjórn landsmanna sjálfra eftir áætlun, þar sem ætlast er til að þeir sem fyrirtækjunum stjórna standi ábyrgð gerða sinna frammi fyrir fólki á staðnum. Samkvæmt þessu nýja kerfi, sem kalla mætti sjálfsábyrgð stjórnenda, mættu Eistlendingar sjálfir ákveða hvað þeir framleiddu, hversu mikið þeir framleiddu, hverjum þeir seldu afurðir sínar og á hvaða verði. Þeir myndu eiga. viðskipti við önnur lýðveldi Sovétríkjanna en ekki beygja sig undir boð og bönn frá Moskvu. Þetta nýja fyrirkomulag nýtur stuðnings Kommúnistaflokks landsins undir stjórn nýs foringja, Vaino Valjas. Valjas var félagi Mikhails Gorbatsjovs á háskóla- árunum og sendiherra Sovétríkj- anna í Níkaragúa þar til í júní sl., þegar hann var skyndilega kallaður til Moskvu án þess að honum væri sögð ástæðan. Tveim dögum síðar var hann orðinn forystumaður Eistlands. Þegar Valjas var gerður æðsti maður Eistlands var hann svo utan gátta um málefni landsins að hann hefur ekki ennþá haldið neina meiri háttar ræðu um þau. En í síðasta mánuði var hann í farar- broddi sendinefndar lands síns á fundi Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna í Moskvu. Á þeim fundi tókst honum að koma hugmyndinni um sjálfs- ábyrgð stjórnenda fyrirtækja heima fyrir að í einni ályktun fundarins, næstum með leynd. Nýir siðir með nýjum forystumanni Síðan Valjas tók við yfirstjórn- inni í Eistlandi hafa atburðir þar farið fram úr ótrúlegustu draumum þjóðarinnar. Eistneski fáninn, blár, svartur og hvítur, hefur verið lögleyfður eftir 48 ára bann. Lýð- fylkingin gefur út eigið blað sem er prentað á löglegan hátt í 13.000 eintökum. Fyrir Iiggja ákveðnar áætlanir um að taka Eistland út úr ■ Moskvu-tímabeltinu og samræma það Finnlandi. Einnig að jóladagur verði almennur frídagur og að rússneska stafsetningin á nafni höfuðborgarinnar víki fyrir þeirri eistnesku og verði héðan í frá skrifuð Tallinn, með tveim n-um. Það hefur vakið mikla athygli og þykir sýna meiri háttar tilslökun, þegar Rahva Haal, opinbert mál- gagn Kommúnistaflokksins birti nýlega í fyrsta sinn innan Sovét- ríkjanna, leynisamning Molotovs og Ribbentrops 1939 þar sem frá því er gengið að Eystrasaltsríkin 3, Eistland, Lettland og Litháen, skyldu tilheyra Sovétríkjunum. Nú er það látið viðgangast að talað sé og skrifað opinberlega um „hernám" Sovétmínna 1940 í stað „almennrar eistneskrar byltingar og atkvæðagreiðslu" um að ganga í Sovétríkin. Eistlendingar hugsa hærra Nákvæmar áætlanir Valjas um efnahagsmál liggja ekki Ijóst fyrir. En virtir hagfræðingar í Eistlandi hvetja til þess að landið verði gert að „sérstöku efnahagssvæði" sam- kvæmt fyrirmynd frá Kína. Tiit Made, einn þeirra fjögurra hagfræðinga sem lagði fram hug- myndina um sjálfsábyrgð fyrir- tækja í héraði í september sl., segir að Eistland ætti að hafa eigin gjaldmiðil sem skipta mætti hæg- lega fyrir erlendan og afla sér smám saman viðskiptafélaga á Vesturlöndum, bjóða vestrænum bönkum og fyrirtækjum að fjár- magna endurfæðingu eistnesks efnahagslífs og hvetja til þess að „þau hundruð og þúsundir verka- manna af öðrum þjóðernum sem flykkst hafa til Eistlands í kjölfar miðstýringarinnar frá Moskvu flytji aftur til Rússlands." Varðandi vopnaiðnaðinn sem settur hefur verið niður í Eistlandi „verður yfirvöldum í Moskvu frjálst að fá vopnabúnað frá verk- smiðjum okkar, en auðvitað aðeins gegn því að greiða fyrir í hörðum gjaldeyri“. Við fyrstu sýn eru hugmyndir af þessu tagi eins og óraunhæfur draumur og hættulega líkar skiln- aðarstefnu. En það sama hefði mátt segja fyrir örfáum mánuðum um hugmyndina um sjálfsábyrgð- ina í héraði. Og hið sama gildir um hugmyndina um að lögleiða fánann á ný eða birta á prenti leynisamn- inginn. Baráttan snýst fyrst og fremst um að forða eist- nesku þjóðinni frá glötun Lýðfylkingin er fulltrúi „Dubcek-arms“ Kommúnista- flokksins. Hún berst fyrir lýðræðis- legum sósíalisma og, umfram allt, fyrir.því að forða eistnesku þjóð- inni frá því að verða rússneskum áhrifum að bráð og hverfa sem sjálfstæð þjóð. Nú eru Eistlendingar aðeins 900.000 en íbúatala landsins er 1,5 milljón. Óformlegir hópar hafa skotið upp kollinum í flestum öðrum hlutum Sovétríkjanna. Þeir eru tiltölulega fámennir, ósamstæðir og andófsmenn eða námsmenn ráða þar ferðinni. í Eistlandi er aftur á móti lýðfylkingin sameinuð fjöldahreyfing sem nýtur stuðnings 97% Eistlendinga, þ.m.t. em- bættismanna flokksins, menntam- anna, rithöfunda og blaðamanna. Miðstýrða sovéska pressan hefur verið allt að því ískyggilega þögul um það sem hefur verið að gerast í Eistlandi og er þá ekki síst hafður í huga viðgangur lýðfylkingarinn- ar. Fréttaritari sovéska sjónvarps- ins í Eistlandi kvartaði nýlega und- an því að frétt hans af geysifjöl- mennum fjöldafundi í febrúar, þar sem minnst var yfirlýsingarinnar um stofnun sjálfstæðs lýðveldis í Eistlandi 1918, hefði hlotið svo hraksmánarlega meðferð áður en hún birtist á skjánum, að hann „hefði skammast sín til dauða“ við að horfa á það. Ýmsir velta því fyrir sér hvort yfirvöld í Moskvu geri sér raun- verulega grein fyrir því hversu sterk samstaða ríkir nú í þessu litla landi á útjaðri Sovétríkjanna við Eystrasalt. Ljósið kann að renna upp fyrir ráðamönnum Sovétríkj- anna í kosningunum á næsta ári þegar lýðfylkingin ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.