Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 14
rnirn'T 14 Tíminn frY:' ív.j’ub oe 'lUQGbUjÓhf1 Þríðjudagur 30. ágúst 1988 FRÉTTAYFIRLIT ÚTLÖND 45 þegar látnir og tugir alvarlega slasaðir eftir árekstur ítalskra herþota í V-Þýskalandi: Flugsýning varð banvæn martröð Reuter - Ramstein, Vestur-Þýskalandi . Rangoon - Forystumenn í j. . Burma, þar á meðal síðasti \ lýðræðiskjörni forsætisráð-; herrann U Nu, hafa nú i fyrsta sinn í 26 ár myndað samein-* aða blokk stjórnarandstöðu, og, lýst yfir að þeir muni berjast' fyrir lýðræði. Yfirlýsingin um. myndun þessa „Bandalags i ' lýoræðis og friðar" eins og það heitir, kemur í kjölfar þess að óróa verður í vaxandi mæli; vart meðal almennings og kröf- j ur um að bráðabirgðastjórn sem almenningur geti sætt sig1 við verði sett á laggirnar undirl formerkjum lýðræðis. Genf- írakar segja nauðsyn-! legt að ná samkomulagi viði írani um að friðlýsa siglingar á Persaflóa og Sall al-Arab i skipaskurðinum áður en | árangur geti náðst í friðarvið- j ræðunum í Genf, að sögn' utanríkisráðherra íraka Tareq Aziz. Islamabad - Mohammad Khan Junejo, fyrrum forsætis- ráðherra Pakistan hefur nú gengið í lið með sívaxandi hópi stjórnarandstæðinga sem krefjast þess að embættis- menn sveitastjórna og ríkis- valdsins verði látnir hætta störfum til þess að koma í veg 1 fyrir kosningasvindl í þeim kosningum sem fyrirhugaðar1 eru í landinu í nóvember. NÍCOSÍa - Leiðtogi kúrdískra þjóðernissinna, Masoud Bar- zani hefur skorað á tyrknesk yfirvöld að opna landamæri sín fyrir fórnarlömbum efna- vopna sem hann segir að hafi nýlega verið beitt í írak. Læknar og hjúkrunarafólk börð- ust í gær við að bjarga lífi fjölda manns sem slösuðst lífshættulega þegar þrjár ítalskar orrustuþotur fórust á flugsýningu í Þýskalandi. Þoturnar rákust saman og steyptust logandi til jarðar og ein þeirra lenti inn í áhorfendaskarann með þeint afleiðingum að a.m.k. 45 manns létu lífið. Vestur-þýski varnarmálaráðherr- ann, Rupert Scholtz, hefur verið mikið gagnrýndur fyrir að leyfa flugsýninguna ogsagði hann í yfirlýs- ingu í gær að harmleikurinn á sunnu- dag verði til þess að ekki muni leyfðar fleiri flugsýningar af þessum toga og tók hann jafnframt fram að yfirstjórn Natóherja í Evrópu væri sama sinnis. Um 300.000 manns fylgdust með flugsýningunni á sunnudagseftirmið- daginn þcgar ítölsku þoturnar þrjár fórust. Slysið varð með þeim hætti að níu þotu sveit var að sýna þraut- æfðar flugkúnstir á lágflugi þegar ein vélanna scm skera átti fluglínu ann- arrar vélar varð sekúndubroti of sein og vélarnar tvær rákust saman. Þriðja vélin dróst síðan inn í þennan árekstur með fyrrgreindum af- leiðingum. Skelfingu lostnir áhorf- endur reyndu að flýja undan ósköpunum, en eldhafið læsti sig þegar í fjölmarga þeirra og aðrir gátu ekki varið sig gegn málmbrot- um og braki úr vélunum sem rigndi yfir þá af miklu afli, og a.m.k. einn áhorfenda missti höfuðið á þennan hátt. Embættismenn sögðu í gær að búist væri við að dánartalan ætti enn eftir að hækka, en fjöldi alvarlega slasaðra skiptir nú tugum. Banda- rískir sérfræðingar í læknisfræði voru í gær á leið til Þýskalands til þess að aðstoða við meðferð á hinum slösuðu. Flugvöllurinn þar sem flugsýning- in fór fram var hulinn dökkum reyk eftir slysið, sem torveldaði björgun- armönnum sem þustu til hjálpar starfið. Megin þorri áhorfenda var fjölskyldufólk sem hugðist njóta flugsýningarinnar á sunnudagseft- irmiðdegi. Harmleikur þessi hefur dregið á eftir sér pólitískan dilk og hefur Scholz, varnarmálaráðherra fengið á sig gífurlega gagnrýni fyrir að leyfa slíkt lágflug herþota. Stjórnarand- staðan í V-Þýskalandi gagnrýndi fyrr í sumar æfingaflug orrustuþota þar sem flogið er lágflug og var þá nokkuð dregið úr slíku flugi. Ljóst er að í kjölfar þessa slyss eiga gagnrýnisraddir enn eftir að magnast, ekki einungis í Þýskalandi heldur víðar í Evrópu. en það er ekki lengra síðan en í júní að Airbus flugvél fórst á flugsýningu í Frakk- landi með þeim afleiðingum að þrír létust. Og síðan í maí á þessu ári hafa 19 breskar, franskar, banda- rískar, hollenskar, portúgalskar og v-þýskar orrustuþotur farist þegar verið er að æfa lágflug. í gær fór síðan fram rannsókn á slysstað sem lýtur stjórn þýskra, bandarískra, ítalskra og NATO að- ila. Reuters fréttastofan hafði í gær eftir bandaríska sendiherranum í V-Þýskalandi að nauðsynlegt væri að gjalda aðstandendum hinna látnu og slösuðu þá skuld að rannsóknin leiddi eitthvað það í ljós sem tryggt gæti að nokkuð þessu líkt myndi ekki endurtaka sig. Nairobi - Ríkisstjórnin í Bur- undi hefur.hafið herferð gegn öfgasinnuðum uppreisnar- mönnum sem hún kallar svo, og sakar þá um að bera á torg upplognar sögusagnir um af- tökur stjórnarhermanna á sak- lausu fólki. Ríkisstjórnin hefur þó viðurkennt að einhverjir saklausir borgarar hafi fallið fyrir slysni þegar stjórnarher- menn reyndu að stöðva stjórn- lausa öldu ættbálkadrápa í landinu. I Genf hefurtalsmaður flóttamannahjálpar Samein-1 uðu þjóðanna sagt að um 53.000 flóttamenn frá Burundi hafi flúið til nágrannaríkisins Rwanda til þess að komast undan slálmöldinni í landinu. Nokkuð hefur dregið úr flótta- mannastraumnum og nú fara aðeins um 1000 manns á dag frá landinu og u.þ.b. helmingur flóttamannanna er innan við 15 ára. HÖfðaborq - Deilur sem sþunnist hafa um aðskilnað . þeldökkra og hvítra í íbúðar-1 hverfum í S-Afríku hefur nú valdið mikilli pólitískri kreppu í ; þinginu. Jafnframt hefur þetta ' haft slæm áhrif á tilraunir for- setans, P.W. Botha, til að fara af stað með yalddreifingar- verkefni þar sem þeldökkum eru veitt aukin réttindi. Dusseldorf - Dómstóli í V-Þýskalandi hefur sýknað fyrrum SS-fangavörð af morð- inu á kommúnistaleiðtoganum Ernst Thaeleman. Dómsniður-, stöðunni var mótmælt af þeim sem fylgdust með á áhorfenda-: pöllunum í réttarsalnum. Moskva - Fyrsti afganski geimfarinn fór út í geiminn í , gær í sovésku geimfari sem i skotið var upp frá Baikonur geimvísindastöðinni í Sovét- ríkjunum. Geimskotið heppn- aðist vel og með Afgananum í ; för voru tveir sovéskir geimfar- ar Verkfallsmenn í Póllandi og stjórnvöld þreifa fyrir sér um samningaviðræður: Skilyrði að Samstaða komi inn í viðræður Jaruzelski segist hafa rétt út sáttahönd Uganda: Eyðnin ekki í kaleiknum Meðlimir biskupakirkjunnar í Uganda eni nú á ný farnir að bergja á bikarnum þegar þeir ganga til altaris, en leiðtogar kirkj- unnar hafa nú horfið frá breyttum siðuni sem teknir voru upp vegna hræðslu við eyðnismit. ( fyrra mæltu kirkjuyfirvöld svo fyrir að prestamir ættu ekki að láta sóknar- börn sín bergja á bikarnum heldur skyldi brauðbita dyfið í vínið og sóknarbörnum gefið það á þann hátt. Var þetta gert í kjölfar þess að nokkur fjöldi sóknarbarna hafði neitað að ganga til altaris sökum hræðslu við það að smitast af eyðni ef allir bergðu á einurn og sama bikarnum. Nú hefur þessu verið hafnað af kirkjuyfirvöldum sem hlýtt hafa á ráð vísindamanna sem segja að veiran geti ekki smitast með þessum hætti, heldur fyrst og fremst með kynmökum, blóðgjöf- um og eða margnota sprautum o.s.fr. Heræfingar Nato á Norður-Atlantshafi Lech Walesa, leiðtogi hinna ólög- legu verkalýðssamtaka Samstöðu í Póllandi sagði í gær að verkföllum myndi ekki linna né óróa á vinnu- markaði fyrr en stjórnvöld væru reiðubúin til að ræða um að aflétta banni á Samstöðu. Jaruzelski hershöfðingi, leiðtogi Póllands staðfesti nú um helgina tilboð af hálfu stjórnvaida um að komið verði af stað viðræðum deilu- aðila um verkföllin sem hrjáð hafa Pólland í u.þ.b. tværvikur og kvaðst hann vilja ná sáttum við þau öfl sem á annað borð væru tilbúin til að fallast á lausn sem byggðist á grund- velli stjórnarskrárinnar. Áður liafði talsmaður Kommún- istaflokksins tilkynnt að stjórnvöld myndu vel geta hugsað sér að Jæch Walesa ætti sæti í slíkri viðræðu- nefnd þó aldrei yrði fallist á að hann væri þar sem forystumaður í ólögleg- um samtökum. Walesa sagði hins vegar að hann væri tilbúinn til við- ræðna án skilyrða við stjórnvöld. Hann gaf út þessa yfirlýsingu í Lenín-skipasmíðastöðinni í Gdansk en verkfallið þar hefur verið lýst ólöglegt af stjórnvöldum. Því virðist vera grundvöllur fyrir því að viðræð- ur geti farið af stað en hins vegar virðist enginn grundvöllur fyrir því að deiluaðilar geti komið sér saman um umræðuefni. Stjórnvöld neita algerlega að ræða stöðu Samstöðu, en Walesa sagði í gær að um leið og horfur væru á því að viðræður við stjórnvöld myndu snúast um raun- verulega lausn vandamála yrðu verk- föll afboðuð. En hluti þess sem Walesa flokkar undir raunveruleg vandamál er einmitt staða Sam- stöðu. Þar virðist hnífurinn standa í kúnni. Reuterfréttastofan hafði m.a. þetta eftir Walesa í gær: „Eining er órjúfanlegur hluti af okkar baráttu og án þessara samtaka munum við ekki færast millimetra fram á veginn.“ Og einnig: „Það skiptir ekki máli við hvern ég tala í slíkum viðræðum það gæti allt eins verið skúringakona ef hún hefur umboð frá stjórnvöldum," og undirstrikaði þannig að umræðuefnið væri það sem máli skiptir en ekki viðræður viðræðnanna vegna. Verkföll halda áfram að lama mikilvæga atvinnustarfsemi í Pól- landi og Reutcrs fréttastofan hefur eftir áhrifamanni í Samstöðu í Gdansk að útilokað sé að verkfalis- inenn muni sætta sig við að aflýsa verkfallinu án þess að hafa fengið einhverjum krafna sinna framgengt, en helstu kröfurnar snúast um opin- bera viðurkenningu á Samstöðu og um kauphækkanir. Fréttaskýrendur telja að þrátt fyr- ir ágreininginn um það hvort Sam- staða fái einhvers konar opinbera viðurkenningu sé enn möguleiki á að viðræður geti farið af stað milli deiluaðila. Jaruzelski sagði t.d. á miðstjórnarfundi Kommúnista- flokksins á sunnudaginn að hann biði enn með útrétta sáttahönd og væri reiðubúinn til þess að gera sitt til þess að ná fram aukinni þjóðarsátt í Póllandi. Áhrifamiklir leiðtogar Samstöðu hafa látið hafa eftir sér að þeir eygi möguleika á gagnlegum viðræðum þó jafnan fylgi slíkum yfirlýsingum af þeirra hálfu ýmsir fyrirvarar og efasemdir. Níu aðildarríki NATO munu taka þátt í heræfingum á Norður- Atlantshafi dagana 31. ágúst til 21. september. Æfingarnar hafa hlotið yfirskriftina „Samvinna 88“, „Teamwork 88“, og munu fleiri en 500 flugvélar, 200 skip og 45,000 manns taka þátt í þeim. Æfingam- ar miða að því að sýna og bæta viðbragð og virkni heraflans og höfuðstöðva hans í hernaði á sjó, í tengslum við almennar varnaráætl- anir NATO. Er þeim ætlað að sýna staðfestu og fælingarvirkni beit- ingu flotans á Noregshafi og munu æfingarnar ná frá austurströnd Bandaríkjanna og Kanada til vest- urstrandar Evrópu, Noregshafs og strandlengju Noregs. Æfingarnar byggja á stuðningi við varnarhernað á landi í Norður- Noregi og hernaðaráætlun NATO um framvirka vörn. Þessar marg- hliða æfingar munu m.a. fela í sér landtöku í Noregi af herafla Hollands, Bretlands og Bandaríkj- anna, stuðnings aðgerðir, og breytt svið sjávarhernaðaraðgerða gegn óvinveittum kafbátum, skipum, flugvélum, flugskeytum og tundur- duflum. Skipulagning og framkvæmd æfinganna, sem fram fara á tveggja ára fresti, er undir forystu Lee Baggett Jr., flotaforingja, yfir- manns Atlantshafsflotans. Sam- ræmingu æfinga land-, sjó- og loft- herafla Belgíu, Kanada, Dan- mörku, Vestur-Þýskalands, Hollands, Noregs, Bretlands og Bandaríkjanna verður stjórnað frá höfuðstöðvum hans í Norfolk, Virginia. Frakkland mun einnig taka þátt í æfingunum þótt herafli þess sé ekki formlega samofinn áætlunum NATO-heraflans. JIH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.