Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.08.1988, Blaðsíða 5
Þ'ríðjúclágur 30. ágúst 1988 Tíminn 5 Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra segir niðurfærslu gefa möguieika á að lagfæra og hagræða Skattleggja ber óhóf* legan fjármagnsgróða Eftir að ríkisstjórnin hefur frestað um einn mánuð þeirri launahækkun sem átti að verða 1. september, fryst verðlag og ákveðið lækkun vaxta virðist teningunum kastað og Ijóst að niðurfærsluleiðin verður reynd til þrautar. Þetta eru mikil tímamót og afar mikilvægt að vel til takist. Framsóknarflokkurinn ákvað á fundi þingflokks og fram- kvæmdastjórnar s.l. miðvikudag að styðja niðurfærsluleið- ina. Á þeim fundi lagði Steingrímur Hermannsson fram tillögu um að þessi leið yrði farin og fylgdi henni ítarlegur rökstuðningur. Tíminn ræddi við Steingrím Hermannsson um fram- kvæmd niðurfærslunnar. Steingrímur kvað niðurfærslu- leiðina erfiða og hafa sína ókosti. Þeir væru stærstir að erfitt kynni að reynast að útfæra hana í gegnum allt efnahagskerfið. Niðurfærslan hefur hins vegar ýmsa kosti. Með henni er mjög hratt dregið úr verðbólgu og auðvelt á að vera að afnema lánskjaravísitölu og aðrar verðtengingar. Hvers vegna er horfið frá gengis- fellingaleiðinni? „Gengisfellingaleiðin erekki fær nema um leið séu gerðar víðtækar hliðarráðstafanir, einkum að hætta allri verðtengingu, m.a. á fjár- magni. Á þetta reyndi í maí. Þá samþykkti ríkisstjórnin að koma í veg fyrir allar víxlverkanir verðlags, launa, gengis og fjár- magnskostnaðar. Þrátt fyrir þessa samþykkt hefur í raun ekkert verið gert í þessum efnum. Lánskjara- vísitalan rauk upp og fjármagns- kostnaðurinn jókst. Með láns- kjaravísitölu á fjármagnið má segja að gengisfelling sé ekki nothæft hagstjórnartæki. Með niðurfærslunni lækkar verðbólga hins vegar mjög ört og þá á ekkert að vera því til fyrir- stöðu að afnema lánskjaravísitölu og koma fjármagnsmarkaðnum hér í eðlilegt horf. Það er ein megin ástæðan fyrir því,“ sagði Steingrímur, „að ég lagði til að þessi leið yrði farin.“ Nú er þessi leið afar erfið í framkvæmd. Hver eru þau atriði sem tryggt geta réttláta útfærslu? „Þingflokkur og framkvæmda- stjórn Framsóknarflokksins leggja á það höfuðáherslu að niðurfærslu- leiðin verði réttlátlega og undan- bragðalaust framkvæmd á öllum sviðum efnahagslífsins. Til þess að svo megi vera má nefna eftirgreind atriði: Draga verður mjög úr þenslunni og eins hratt og unnt er. Ef sú þensla heldur áfram sem verið hefur með umframeftirspurn eftir vinnuafli og fjármagni er alveg sama hvaða leið er farin, þær mistakast allar. f þessu skyni er nauðsynlegt að jafnvægi verði í ríkisfjármálum. Því verður ekki unnt að ná nema bæði með verulegum samdrætti og aukinni og bættri innheimtu skatta. Þá er óhjákvæmilegt að draga saman í þéttbýlinu þar sem þenslan er mest. Ég vil leyfa mér að vona að um það geti náðst samkomulag við slík sveitarfélög. Annars verð- ur að gera það eftir öðrum leiðum. Loks verður að draga mjög úr erlendri lántöku til nýrra fram- kvæmda." Fullyrt er að niðurfærsla launa muni aðeins ná til rúmlega 80 af hundraði launþega. „Þetta kann að vera rétt ef ekki eru sérstakar ráðstafanir gerðar og höfðað mjög til þeirrar skyldu manna að taka þátt í þessum mikilvægu efnahagsaðgerðum. Bæði atvinnurekendur og verka- lýðsfélög þyrftu að beita þrýstingi í þessu sambandi. Hins vegar rná alltaf búast við því að einhverjir litlir atvinnurekendur skerist úr leik.“ Afar mikilvægt er að launþegar sjái og finni að verðlag lækki. Hvernig telur þú að tryggja eigi það? „Lækkun launa á að sjálfsögðu að leiða til lækkunar verðlags en sömuleiðis hlýtur lækkun á ýmsum aðföngum að hafa slíkar verkanir. í þessu sambandi er mikilvægt að opinber þjónusta ríkis og sveitar- félaga og m.a. raforkan og hitinn lækki um að minnsta kosti fjóra af hundraði. Almennt vöruverð þarf einnig að lækka um sem næst a.m.k. fjóra af hundraði. Einhverjar undan- tekningar hljóta þó að verða en þær verða að vera sem fæstar. Ég tel óhjákvæmilegt að lögbinda slík- ar lækkanir eða veita Verðlags- stofnun með lögum heimild til að krefjast slíkrar lækkunar vöru- verðs.“ Þú hefur lagt mikla áherslu á að fjármagnskostnaður lækki. Telur þú það tryggt með niðurfærsluleið- inni? „Það er sannfæring mín að hinn mikli fjármagnskostnaður á einna mesta sök á erfiðleikum atvinnu- veganna. í íslenskum fyrirtækjum er lítið eigið fé en mikið lánsfé. Hár fjármagnskostnaður verður þeim því óbærilegur. Nafnvextir munu lækka rnjög hratt. Það er góðra gjalda vert og léttir á greiðslubyrðinni. Hins veg- ar verða raunvextir einnig að lækka. Ég tel í því skyni mjög athugandi að ákveða hámark á innlánsvöxtum og vaxtamun. Jafnframt er sjálfsagt að afnema lánskjaravísitölu strax og verð- bólga er komin niður fyrir við skulum segja tíu af hundraði. Það ætti að geta gerst mánuði eftir að niðurfærslan er hafin. Mjög mikilvægt er að ná jafn- framt tökum á hinum svonefnda gráa markaði. Mér finnst sú hug- mynd sem Ásmundur Stefánsson hefur hreyft að skylduskrá öll verðbréf mjög athugandi. Einnig tel ég mjög koma til greina að skattleggja fjármagns- tekjur umfram ákveðna raunávöxt- un, eins og t.d. er gert í Finnlandi, Bandaríkjunum og víðast hvar. Það mætti gera með því að skylda innlánsstofnanir, verðbréfasölur o.s.frv. til þess að halda eftir ákveðnum hundraðshluta af raun- vaxtatekjum. Þettaergert í Banda- ríkjunum. Til þess að þetta sé framkvæmanlegt er að sjálfsögðu nauðsynlegt að létta þagnarskyld- unni af innlánsstofnunum gagnvart skattayfirvöldum. Þetta þarf að sjálfsögðu ítarlegrar athugunar við og tryggja verður að eðlileg raun- ávöxtun sé skattfrjáls þannig að hún stuðli að sparnaði en óhóflegan tjármagnsgróða á ekki síður að skattleggja en vinnuna og sumir mundu segja jafnvel fremur. Niðurfærsluleiðin skapar þannig möguleika til að lagfæra og hag- ræða mörgu í þjóðfélaginu. Mikil- vægast er að hún sé framkvæmd undanbragðalaust og réttlátlega,“ sagði Steingrímur að lokum. Verðlagsstofnun af stað með eftirlit með verðstöðvuninni: Segið til verðbrjóta! Það má jafnvel búast við því að Verðlagsstofnun hefji birtingu nafna þeirra aðila sem hækkað hafa vöru- verð sitt frá því um miðjan ágúst, strax í dag. Verðstöðvun tók sem kunnugt er gildi 27. þessa mánaðar til 30. september nk., með undirrit- un bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinn- ar sl. föstudag, og hefur Verðlags- stofnun verið falið að framfylgja þessari ákvörðun, með viðmiðun við verðlagningu um miðjan ágúst sl. Stofnunin framkvæmdi þá verðlags- könnun sem verðstöðvunin miðaðist við. Allar verðhækkanir eru óheimilar á verðstöðvunartímabilinu, án tillits til af hvaða ástæðum kostnaðartil- efni kunna að stafa. Hér er sem sagt um algjöra verðstöðvun að ræða og Verðlagsstofnun kynnti það starf sem stofnunin mun hafa undir hönd- um á tímabilinu á blaðamannafundi í gær. Starfsmenn stofnunarinnar munu fara í fyrirtæki og sannreyna hvort leikreglum sé fylgt. Komi í ljós að fyrirtæki gerist brotlegt við lögin verður þegar gripið til viðeigandi ráðstafanna í formi nafnbirtingar og kæru. Viðurlög kveða á um sektir og jafnvel varðhald. Hvað snertir verðhækkanir sem orðið hafa frá miðjum ágúst fram að gildistöku verðstöðvunarinnar mun Verðlagsstofnun eins og kostur er greina frá nöfnum þeirra fyrirtækja sem hafa hækkað og hvetja þau til þess að færa verðlagninguna í fyrra horf. Takist það ekki strax með þeim hætti mun stofnunin leggja til við verðlagsráð að gripið verði til beinna aðgerða, t.d. að sett verði ákvæði um hámarksverð. Stofnunin hefur fengið vilyrði frá stjórnvöldum fyrir aukinni fjárveit- ingu á meðan verðstöðvunin varir og sagðist Georg Ólafsson, forstöðu- maður stofnunarinnar, eiga von á því að 5-8 stöðugildum verði bætt við á næstu dögum í verðgæslu. Samtals yrði þá á fjórða tug manna starfandi við eftirlitið en stofnunin leggur ríka áherslu á það að verkefn- ið verði ekki leyst á árangursríkan hátt nema með víðtækri samvinnu við fjölmiðla, neytendur og fyrir- tæki. Það gefur augaleið að svo fámenn- ur eftirlitshópur nær ekki að fylgjast með þeim þúsundum fyrirtækja sem verðstöðvunin nær til og því reiðir stofnunin sig í ríkum mæli á neytend- ur sjálfa, að þeir hafi augun opin fyrir verðhækkunum og tilkynni stofnuninni um slík tilfelli. Erfitt er að spá fyrir um hversu vel það eigi eftir að skila sér og mun miklu ráða hversu gott verðskyn neytendur hafa. Mun sérstakt símanúmer stofnunarinnar, sem taka á við ábendingum, verða auglýst á næstu dögum. Þá hefur stofnunin átt viðræður við forsvarsmenn stærstu fyrirtækj- anna og verslanakeðja og hafa þeir lýst sig reiðubúna til að leggja sitt af mörkum. Einnig hefur verið leitað eftir samvinnu við samtök neytenda og verkalýðs og hafa þau einnig brugðist vel við, að sögn Georgs Ólafssonar. Verðlagsstofnun er að vinna að úrvinnslu nýrrar verðkönnunar og verða niðurstöðurnar bornar saman við þær niðurstöður sem fengust úr könnun um miðjan mánuðinn. Verður upplýsingum úr þeim saman- burði komið á framfæri til fjölmiðla á næstu dögum. Augljóslega er hér um mjög flókið verk að ræða þar sem verð er oft á tíðum ákaflega misjafnt eftir útsölu- stöðum og vörutegundir fjölmargar. Því er ekki hægt að taka mið af einni ákveðinni upphæð á hverja vöruteg- und. Þá hefur stofnunin eðlilega ekki náð að skrá hjá sér verð í hverri einustu verslun eða fyrirtæki, heldur hcfur hún einbeitt sér að stærstu söluaðilunum sem taldir eru vera leiðandi í vöruverði. Treystir hún á að verðákvörðun þessara aðila þvingi hina til að fylgja á eftir og eru neytendur hvattir til að fylgjast með því að sú verði raunin. Lögbindingin tekur sem fyrr segir gildi 27. ágúst en miðað er við verð frá því um miðjan mánuðinn. Erfið- ara er því að framfylgja verðstöðv- uninni svo langt aftur í tímann en Verðlagsstofnun treystir á jákvæð viðbrögð kaupmanna. Hjá þeim rík- ir algjör verðstöðvun þannig að ef heildsali hefur hækkað verð á sinni söluvöru á þessu tímabili er treyst á það að þeir annaðhvort bregðist vel við og lækki verðið strax, eða að kaupmenn beinlínis skili vörunni til baka til heildsalanna og þrýsti þann- ig á verðlækkun. JIH Fjorir a slysadeild úr bílveltu Bílvelta varð á Gjábakkavegi á laugardag. Ökuntaður og þrír farþegar bílsins voru fluttir á slysadeild, og bifreiðin er gjör- ónýt. Tveir farþegar, sem sátu í aftursæti bifreiðarinnar, köstuð- ust út úr bifreiðinni við veltuna. Þeir voru ekki með öryggisbelti. Ökumaður var ölvaður. Einnig varð bílvelta á Krísu- víkurvegi um helgina. Tveir menn voru fluttir á slysadeild nokkuð meiddir. Bifreiðin er tals- vert skemmd, en hún valt um 70-80 metra áður en hún nam staðar. Brotist inn í Fósturskólann Brotist var inn í Fósturskólann í Reykjavík á sunnudag. Engu var stolið, en spellvirki voru unnin. M.a. voru loftljós rifin niður, ritvélum var kastað í gólfið, speglar brotnir og vaskar eyðilagðir. Ekki var búið að ná í skemmdarvargana þegar síðast fréttist. -gs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.