Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 23. september 1988 Loðdýrabændur Þar sem ég ætla að hætta búskap á komandi hausti vil ég selja til lífs bestu minkana úr stofninum. Ég er með um 2700 minka alls, 550 fullorðnar læður, 40 fullorðna högna og 2100 hvolpa. Um 2000 minkar eru svartir, afgangurinn pastel, scanbrown (villiminkur) og hvítur. Stefnt er að því að slátra dýrunum eins snemma og kostur er og því þarf að ganga frá kaupum fyrir 25. nóvember 1988. Eftir þann tíma verður gengið á stofninn og öllu slátrað. Dýrin verða aðeins seld gegn staðgreiðslu og verðið áætlað 2000-2500 kr. á dýr. Þá vil ég selja fóðurvél af gerðinni MC 450, árgerð 1987, með bensínvél. Hún er með fóðurkassa úr ryðfríu stáli sem tekur 450 kg (hámark 470 kg) fóðurs. Fóðurdæla vökvaknúin, snýst bæði áfram og afturábak og hægt er að stilla snúningshraðann. Með fóðurvélinni fylgir „hjólbörukassi" með vökvasturtu sem setja má í stað fóðurkassans. Verð 400.000 kr. Enn fremur er til sölu: 1. Skítarennur, 34 cm breiðar, 6 m einingar, alls 20 ein. Verð á ein.: 2500 kr. 2. Hreiðurkassar, finnskir, 7 hólfa, 85 tommu langir fyrir 11 t búr. Með upphækkaðri framhlið. Alls 29 stk. Verð á kassa: 2200 kr. 3. Drykkjarkerfi, einingar með 6 ventlum f. 12-131 búr. Alls 30 einingar. Verð á einingu: 900 kr. Drykkjarkerfið er með FORELCO ventlum og meðfylgj- andi eru tengimúffur og búrfestingar. Þeir sem áhuga hafa, ættu að hafa samband við undirritaðan sem fyrst. Ragnar Eiríksson. Gröf, 566 Hofsós, Skagafirði. Sími 95-6309. Frá Grunnskóla Tálknafjarðar Ennþá vantar okkur kennara í ýmsar kennslugrein- ar næstkomandi vetur. Húsnæðishlunnindi í boði. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 94-2538 og formaður skólanefndar í síma 94-2541. Haugsuga óskast Óska eftir að kaupa vel með farna haugsugu, 2500-3500 lítra. Hafið samband við Arnór í síma (97) 4-13-12 á kvöldin. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Skoöunarferð um Reykjavík og nágrenni n.k. laugardag 24. sept. Farið verður frá B.S.Í. kl. 13.00. Kaffi drukkið í Skíðaskálanum Hveradölum. Nánari upplýsingar og skráning í síma 24480, Þórunn, til kl. 14.00 áföstudag. Leiðsögumaður Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi. Msetum vel. Stjórnin. AKRANES -BÆJARMÁL Fundur um bæjarmálin verður haldinn í Framsóknarhúsinu laugar- daginn 24. sept. n.k. kl. 10.30. Bæjarfulltrúarnir Kjördæmisþing Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Vestfjörðum verður haldið á Súðavik dagana 30. sept. til 1. okt. 1988. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Reglugerö um sjóövélar í verslunum: Auðveldar eftirlit með söluskattinum „Það er e.t.v. ekki nein byltingar- kennd breyting sem í þessu felst, því flestar verslanir hafa komið sér upp þessum kössum,“ sagði Bjarni Sig- tryggsson, blaðafulltrúi fjármála- ráðuneytisins. Samkvæmt nýrri reglugerð ráðuneytisins verða allir sem selja söluskattsskylda vöru og þjónustu að hafa komið sér upp svonefndum sjóðvélum fyrir I. októ- ber n.k. Sjóðvél er löggiltur búnaður í tengslum við búðarkassa, sem skráir alla lausasölu með dagteljara og uppsöfnunarteljara, á þann hátt að eftirlitsmenn með innheimtu sölu- skatts geta hvenær sem er átt aðgang að sundurliðuðu yfirliti yfir alla lausasölu. Talið er að það séu einna helst pylsusalar og torgsalar sem leggja þurfi í kaup nýrra afgreiðslu- kassa. Öllum seljendum vöru og þjón- ustu ber að afhenda kassakvittun við hverja afgreiðslu. Sjóðvélum skal koma fyrir þar sem viðskiptavinir geta óhindrað fylgst með skráningu á hana. Skylda til að nota sjóðvélar er einn þáttur í verulega hertu sölu- skattseftirliti. En slíkt eftirlit verður miklu öruggara eftir að ein sölu- skattsprósenta (25%) er orðin á öllum vörum, í stað þriggja (0%, 10% og 25%) áður. Fljótlega upp úr mánaðamótum mega seljendur vöru og þjónustu eiga von á heimsókn eftirlitsmanna frá rannsóknardeild ríkisskattstjóra sem munu kanna hvort farið sé eftir því sem reglugerð mælir fyrir. -HEI 500 hross auk folalda: Laufskálarétt á laugardaginn Frá Erni Fórarinssyni, fréttaritara Tímans í Fljótum: Ein vinsælasta og fjölsóttasta stóð- rétt landsins, Laufskálarétt í Hjalta- dal verður næstkomandi laugardag. Þar munu koma í rétt um 500 fullorðin hross auk folalda, sem er nokkuð fleira en undanfarin ár vegna þess að auk stóðsins úr Kol- beinsdal verður nú réttað hrossum úr Viðvíkursveit sem gengið hafa í Ásgarðslandi í sumar. Aætlað er að réttarstörf hefjist kl. 12 á hádegi, sem er nokkru fyrr en undanfarin ár. Sífellt feira fólk víðs vegar að af landinu kemur til að fylgjast með stóðréttinni og ávallt er eitthvað um verslun á hrossum við þetta tækifæri en flestir koma þó til að sjá og kynnast hinni einstæðu réttar- stemmningu af eigin raun og telur fólk ekki eftir sér að aka nokkra vegalengd af þessu tilefni. Pegar fréttaritari ræddi við bónda í Viðvík- ursveit í gær höfðu 20 manns boðað komu sína til gistingar um helgina og voru í þeim hóp auk Reykvíkinga fólk sem kemur frá Bolungavík og Stöðvarfirði gagngert til að fara í réttirnar. Hann var óheppinn eigandi þess- arar Benz bifreiðar sem kviknaði í þegar eigandinn var að aka til Kefla- víkur fyrir skömmu. Þegar komið var á móts við Voga fann ökumaður- inn einkennilega lykt. Hann stöðv- aði því bílinn og opnaði vélarhlífina.' Það var ekki að sökum að spyrja, eldur var laus í vélarhúsinu og breiddist fljótt út. Innan skamms stóð bíllinn, sem var af árgerð 1983 í björtu báli. Ekki var við neitt ráðið og brann allt sem brunnið gat, bæði sæti sem og aðrar innréttingar og dekk. Eigandinn getur þó huggað sig við það að bíllinn var kaskó- tryggður og hefur hann fengið bílinn bættan. -ABÓ ísafjarðarprófastsdæmi: Öflugt starfí uffldæmi Baldurs Á liðnu ári voru sungnar 349 messur í ísafjarðarprófastsdæmi. Þá voru 107 börn fermd, 144 börn skírð og 22 pör pússuð saman í hjónaband. Þessar talnaupplýsingar komu frdm í máli síra Baldurs Vilhelms- -sonar prófasts á héraðsfundi ísa- fjarðarprófastsdæmis, sem hald- inn var á ísafirði nýverið. Á fundinum voru samþykktar tvær ályktanir. í þeirri fyrri, sem 'var borin upp af Gunnlaugi Finnssyni Hvilft, er lýst stuðningi við ályktun síðasta kirkjuþings varðandi lög um fóstureyðingar og almannatryggingar. I seinni ályktuninni, sem síra Jakob Hjálmarsson á ísafirði fylgdi úr hlaði, er ítrekuð nauðsyn þcss að kristinfræðikennslu í grunnskól- um sé sinnt af kostgæfni. Bent er á mikilvægi þess að prestar fái viðurkenningu sem sérgreina- kennarar, enda hafi þeir menntun sem fullnægi þeim kröfum sem til þeirra séu gerðar. óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.