Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Föstudagur 23. september 1988 ÍÞRÓTTIR ÓL-Sund: Gullin streyma til Matt Biondi - Janet Evans setti heimsmet í 400 m skriðsundi kvenna Eitt heimsmet leit dagsins Ijós í sundkeppni Ólympíuleikanna í gær, þegar keppt var til úrslita í fjölmörg- um greinum. Janet Evans frá Bandaríkjunum setti heimsmet í 400 m skriðsundi er hún synti á 4,03,85 mín. gamla metið átti hún sjálf 4,05,45 mín sett í desember 1987. Silfurverðlaunin í greininni hlaut Heike Friedrich frá A-Þýskalandi á 4,05,94 mín. og bronsið fékk Anke Moehring einnig frá A- Þýskalandi á 4,06,62 mín. Biondi fékk annað gull Bandaríkjamaðurinn Matt Boindi sigraði í 100 m skriðsundi karla á 48,63 sek. og tryggði sér þar með sín önnur gullverðlaun á lcikunum, hann hefur einnig hlotið 1 silfur og 1 brons. Silfrið í 100 m skriðsundinu hlaut Christopher Jacobs, einnig frá Bandaríkjunum, synti á 49,08 sek. og bronsið vann Stephan Caron frá Frakklandi á 49,62 sek. Polianski vann baksundið Sovétmaðurinn Igor Polianski heimsmethafi í 200 m baksundi vann gullverðlaunin í greininni í gær. Hann synti á 1.59,37 mín. en heims- met hans í greininni er 1.58,14 mín. Annar varð A-Þjóðverjinn Frank Baltrusch á 1.59,60 mín. Nýsjálend- ingar unnu til sinna fyrstu verðlauna á þessum Ólympíuleikum þegar Paul Kingsman hirti bronsverðlaunin í baksundinu, fékk tímann 2.00,48 mín. Kristín Otto fékk annað gull A-þýska stúlkan Krístín Ottó ÓL-úrslit Körfuknattleikur kvenna Ástrulía-Húlguría....... 63-57 Sovétríkin-S-Kórea ..... 69-66 Kína-Tékkóslóvakía...... 68-64 Bandaríkin-Júgóslavía . . . 101-74 Sovétríkin eru efst ■ hvorum riðli. Knattspyrna Sovétríkin unnu Bandaríkin í gær 4-2. Mikhailichenko gerði 2 mörk fyrir Sovétmenn og þeir Narbekovas og Dobrovolsky gerðu 1. Fyrir Bandaríkin skoruðu Brent Goulet og John Doyle. Argentínumenn unnu S-Kóreu 2- 1. Þessir leikir voru í C-riðli, en Sovétmenn eru elstir í honum með 5 stig. I D riðli unnu Brasilíumenn Júgó- slava 2-1 og Ástralir unnu Nígeríu- menn 1-0. Brasilíumenn eru efstir í D-riðli með 6 stig. Blak karla ftalía-Svíþjóð.............3-2 Sovétríkin-S-Kórea ........3-0 Frakkland-Japan............3-1 Holland-Túnis .............3-0 Bandaríkin og Sovétríkin hafa for- ystu, hvort ríki í sínum riðli blak- keppninnar. hlaut sín önnur gullverðlaun á þess- um leikum er hún sigraði í 100 m baksundi kvenna. Hún fékk tímann 1,00,89 mín. Silfurverðlaunin hlaut 14 ára ungversk stúlka, Krisztina Egerszegi, á tímanum 1.01,56 mín. og bronsið hlaut Corniela Sirch frá A- Þýskalandi á 101,57 mín. Og það þriðja Sveit A-Þýskalands sigraði í 4x100 m skriðsundi kvenna á 3,40,63 mín. Þar með fékk Kristín Ottó sín þriðju gullverðlaun á leikunum, en hún var í a-þýsku sveitinni. Silfurverðlaunin hlaut sveit Hollands á 3.43,39 mín og bronsið hlaut bandaríska sveitin á 3.44,25 mín. Verðlaunastaðan Sovétrikin gull 14 silfur 3 brons 11 Austur Þýskaland 6 7 6 Bandaríkin 5 4 4 Búlgaria 4 5 3 Ungverjaland 4 3 1 Vestur-Þýskaland 3 3 4 Bretland 2 3 3 Italía 2 2 1 Júgóslavía 2 0 1 Kina 1 4 4 Suður-Kórea 1 3 3 Pólland 1 2 1 Ástralía 1 2 0 Rúmenia 1 2 0 Tékkóslóvakia 1 1 0 Nýja Sjáland 1 0 2 Noregur 1 0 0 Surinam 1 0 0 Tyrkland 1 0 0 Sviþjóð 0 2 2 Japan 0 2 1 Frakkland 0 1 2 Finnland 0 1 1 CostaRica 0 1 0 Holland 0 1 0 Belgia 0 0 1 Grikkland 0 0 1 ÓL-Úrslit Handknattleikur A-riðill: Ísland-Alsír...........22-16 Sovétríkin-Svíþjóð22-18 Bandaríkin-Júgóslavía . . 23-31 Staðan á A-riðli ísland..........2 Sovétríkin . Júgóslavía . Svíþjóð . .. . Alsír...... Bandaríkin 44-31 46-36 49-47 39-40 34-43 38-53 B-riðill. S-Kórea-A-Þýskaland . Spánn-Japan........... Tékkósl.-Ungverjal. . . . Staðan í B-riðli Tékkóslóvakía .2 2 0 0 S-Kórea...... 2 2 0 0 A-þýskaland .2101 Spánn ..........2 1 0 1 Ungverjaland .2 0 0 2 Japan.......... 2 0 0 2 23-22 25-19 19-16 39-33 45-42 47-41 42-39 36- 41 37- 50 Matt Biondi frá Bandaríkjunum er farínn að sópa til sín verðlaununum. Lyftingar. Búlgarinn Mitko Grablev, sem sigraði í 56 kg flokki, varð að skila gullinu, þar sem í ljós kom að hann hefði neytt ólöglegra megrunarlyfja. Annar Búlgari, sem varð í öðru sæti, hreppti gullið í stað hins og Kínverjar færast upp í silfur- sætið og bronssætið. í millivigt (75 kg) flokki sigraði Borislav Gydikov frá Búlgaríu, A- Þjóðverjinn Ingo Steinhöfel vann silfrið og Alexander Barbanov frá Búlgaríu vann bronsið. Hestaíþróttir. Mark Todd frá Nýja-Sjálandi vann gullið í hestaí- þróttunum og Ian Stark frá Bretlandi hlaut silfrið. Bronsið hreppti Virgin- ía Lcng frá Bretlandi. f sveitakeppni sigraði V-Þýskaland, Bretland tók silfrið og Nýja-Sjáland bronsið. Grísk-rómversk glíma. Mikha- il Mamiashvili sigraði í millivigt í glímunni. Tibor Kamaromi frá Ung- verjalandi hlaut silfrið, Kim Sang- kyu frá S- Kóreu vann bronsið. í yfirþungavigt (130 kg) sigraði Alex- andér Karelin frá Sovétríkjunum. Ranguel Guerovski frá Búlgaríu vann silfrið og Tomas Johannsson frá Svíþjóð vann bronsið. í 57 kg flokki sigraði Andreas Sike frá Ungverjalandi, Stoyan Balov frá Búlgaríu vann silfrið og Charalamb- os Holidis frá Grikklandi vann bronsið. í léttvigt sigraði Levon Dzhulfalaky- an frá Sovétríkjunum, silfrið hlaut Kim Sung-moon frá S-Kóreu og Tapio Sapila frá Finnlandi vann bronsið. Eggert Bogason kringlukastari og Pétur Guðmundsson kúluvarpari með lukkudýrí leikanna á götu í ÓL-þorpinu. Pétur keppir nú í dag, föstudag, í kúluvarpi. simamynd Pjetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.