Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 5
Föstudagur 23. september 1988 Tíminn 5 Steingrímur J, Sigfússon, formaöur þifigflokks Aíþýðubandalagsins: „Ég vildi ekki vera í sporum Ólafs Ragnars Grímssonar núna ef hann bakkar út úr viðræðunum á þessu stigi,“ sagði Stefán Valgeirsson, alþingismaður, í viðtali við Tímann þegar hann yfirgaf fundarstað stjórnarmyndunarviðræðnanna við Skúlagötu seint í gærkvöldi. Sagðist hann ekki sjá annað en staðan væri flókin þótt ekki vildi hann kalla hana tvísýna á neinn hátt. í gærkvöldi var heldur ekki annað að sjá en að staðan væri flókin. Menn fóru af fundi og aðrir komu, en alls var fundað á þremur stöðum í einu þegar mest lét. Ýmsir voru dularfullir í svörum, eins og Karl Steinar Guðnason, Alþýðuflokki, þegar hann var að því spurður hvað væri að gerast. „Það er verið að mynda stjórn,“ sagði hann. Aðrir vildu fara varlegar í yfir- lýsingar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins, sagði í gærkvöldi að nú væri ögurstundin runnin upp. Það yrði tekin um það ákvörðun hvort Alþýðubandalagið gæti náð samkomulagi við þá sem eru með stjórnarmyndunarumboðið, um þau tvö atriði sem eftir standa, varðandi rétt til kjarasamninga og launafrystingu. Hann var þá stadd- ur á almennum félagsfundi Al- þýðubandalagsins þar sem hann og Ásmundur Stefánsson voru með framsöguerindi. Snerust umræð- urnar vitanlega um kjaramálin og launafrystinguna en einnig um al- menna þróun stjórnmála síðustu dægur. Seinna í gærkvöldi var fyrirhug- aður þingflokksfundur í Alþýðu- bandalaginu og þar átti að ákveða hvort flokkurinn gæti gengið að Steingríinur Hermannsson Steingrímur J. Sigfússon. einhverju samkomulagi um gildis- tíma launafrystingar. Samkvæmt heimildum Tímans lá þcgar fyrir um tíuleytið í gærkvöldi ákveðið og endanlegt tilboð frá Steingrími Hermannssyni um lausn á því vandamáli. Ekki náðist í Steingrím Her- mannsson í gærkvöldi til að bera þetta undir hann, en hann fór af fundinum við Skúlagötu og yfir í ráðuneytisskrifstofu sína til einka- viðræðna við Albert Guðmunds- son, formann Borgaraflokksins. Launafrystingin er auðvitað mjög stórt atriði í mögulegu sam- komulagi og því er þröskuldurinn enn sá sami og í gær. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður AI- þýðubandalagsins, var einnig vé- fréttarlegur við fréttamenn og sagði að eina sem hann gæti sagt á þessu stigi væri, að hann væri enn á fundum með fulltrúum Fram- sóknar og Alþýðuflokks. KB Fiskvinnslan: Búist við fleiri uppsögnum í dag Hraðfrystihúsin tvö í Olafsfirði hafa nú bæst í hóp þeirra vinnsluhúsa sem Tíminn greindi frá í gær að hefðu eða væru að stöðva sína framleiðslu. Óvíst er hvenær unnt verður að opna húsin að nýju. Fastlega er búist við að forráða- menn nokkurra fiskvinnsluhúsa í landinu afhendi sfnu fólki uppsagn- arbréf í dag um leið og það fær launaumslag í hendur. Forráðamenn fiskvinnslufyrirtækja víðsvegar um land, sem Tíminn hafði tal af í gær, vildu ekki segja til um hvort gripið yrði til uppsagna í dag en af orðum þeirra má álykta að til aðgerða verði gripið á næstu dögum. Það er samdómaálit manna að fyrirtækjunum hafi verið haldið gangandi á meðan unnt var að borga starfsfólki laun. Nú sjái menn hins- vegar fram á að það sé ekki lengur unnt. Samkvæmt heimildum Tímans hafa önnur fyrirtæki í fiskvinnslu en Kaupfélag Dýrfirðinga á Þingeyri haldið eftir staðgreiðslufé, sem greiða á til ríkissjóðs, til þess m.a. að greiða starfsfólki laun. Heimilda- maður Tímans sagði vanskil fisk- vinnslufyrirtækja á staðgreiðslufé til ríkissjóðs hafa aukist verulega á undanförnum vikum og mánuðum. Samkvæmt þessari sömu heimild er mjög algengt, á þessum síðustu og verstu tímum, að fyrirtæki fresti uppgjöri á lífeyrissjóðsgreiðslum í lengstu lög og nýti þá peninga í reksturinn. óþh Skotveiðifélag íslands 10 ára: Afmælishátíð Skotveiðifélag íslands, verður 10 ára gamalt á morgun, laugardag, en það var stofnað 24. september 1978. Þessara tímamóta hyggst fé- lagið minnast með veglegri afmælishátíð, sem standa mun yfir í tvo daga, laugardag og sunnudag. Skotveiðimenn hyggjast brydda upp á ýmsum nýjungum fyrir hinn almenna borgara, svo og alla áhugamenn um skotveiðar og skot- fimi. Meðal dagskrárliða má nefna ráðstefnu um veiðar í fortíð, nútíð og framtíð sem fram fer á Hótel Sögu. Fjallað verður fræðilega um veiðar og veiðimenn frá upphafi og til dagsins í dag. Samhliða ráð- stefnunni verður sýning á vörum til skotveiða, auk annars búnaðar frá öllum helstu skotveiðiverslunum landsins. Þá verður einnig útihátíð fyrir almenning á æfingasvæði Skotreinar að Grafarholti. Al- mennum borgurum verður gefinn kostur á að skjóta úr alvöru byssu undir leiðsögn færustu manna. -ABÓ Gæsaveiðimaður mundar byssuna. Tímamynd Eggert Frá slysstað á homi Sætúns og Steintúns. Ökumaður og farþegi annars bílsins VOrU fluttir á Slysadeild. Timamynd Gunnar Tveir fluttir á slysadeild Harður árekstur varð milli tveggja fólksbifreiða af Fiat og Daihatsu- gerð á horni Sætúns og Steintúns um klukkan 15.30 í gærdag. Ökumaður og farþegi annars bílsins voru fluttir á slysadeild, en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. Báðir bílarnir skemmdust talsvert og þurfti að flytja þá á brott með kranabíl. -ABÓ Hallgrímur Sveinsson, formaður stjórnar Kaupfélags Dýrfirðinga: Er bjartsýnn á að lausn sé í augsýn Staða mála á Þingeyri er nánast óbreytt. Þó var í gær rofíð innsigli á afgreiðslu Ríkisskips. I gær hófust viðræður forráðamanna Kaupfélags Dýrfírðinga og talsmanna fjármálaráðuneytis um hugsanlega frestun eða breytingu á formi greiðslna Kaupfélagsins á staðgreiðslufé og söluskatti. Að sögn kaupfélagsmanna er þama í allt um að ræða nálægt 15 milljónum króna. Hallgrímur Sveinsson, formaður stjórnar Kaupfélagsins segir að ekki séu komnar neinar niðurstöður úr þessum viðræðum en þeim verði væntanlega fram haldið í dag. Hall- grímur segist vænta þess a.ð niður- stöður fáist í þessum málum á allra næstu dögum þannig að atvinnulíf á Þingeyri geti færst aftur í eðlilegt horf. Stjórn Kaupfélagsins kom saman til fundar í gær og segir Hallgrímur að þar hafi komið fram sterkur vilji hennar tH að vinna bug á erfiðleikum þess svo framarlega sem menn fengju eitthvert land til þess að standa á. „Við horfum björtum aug- um til þess að hægt verði að ná samkomulagi við stjórnvöld. Það er langt í frá að sé einhver bilbugur á stjórn Kaupfélags Dýrfirðinga þó svo sumir hafa látið sér detta það í hug,“ segir Hallgrímur. Ekkert verður aðhafst með togara Fáfnis hf., Sléttanes og Framnes að svo stöddu, að sögn Péturs Kr. Hafstein, sýslumanns á ísafirði. Sléttanesið hefur verið á veiðum undanfarna daga og Framnesið hélt til veiða í gær eftir löndun á ísafirði. Sýslumaður segir að sú ákvörðun að kyrrsetja ekki Framnesið við bryggju hafi verið tekin í trausti þess að Kaupfélag Dýrfirðinga geri upp skuldir sínar við ríkissjóð á næstu dögum. Ljóst er að skuldir vegna þessara tveggja skipa Fáfnis hf., dótturfyrir- tækis Kaupfélags Dýrfirðinga, er einn stór liður í þeim rekstrarvanda sem það hefur átt við að etja. Framnes; sem smíðað var í Noregi árið 1973, var endurbyggt fyrir hálfu öðru ári. Magnús Guðjónsson, kaupfélagsstjóri, áætlar að kostnað- ur við hana hafi verið tæpar 100 milljónir á núvirði. Sléttanes var smíðað í Slippstöðinni á Akureyri á árinu 1983 og var sú smíði, að sögn Magnúsar, fjármögnuð nær alfarið með innlendu iánsfé á tímum óða- verðbólgu. Fiskveiðisjóður lánaði drjúgan hlut til smíði á Sléttanesi og nemur það nú um 230 milljónum króna. Magnús segir að á undanförn- um árum hafi verið unnt að greiða af þessu láni á réttum tíma. „Það má segja að rekstur á togurum fyrir- tækisins hafi gengið þokkalega en hinsvegar er fjármagnskostnaður að drepa það eins og önnur fyrirtæki,“ segir Magnús Guðjónsson. óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.