Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 7
Föstudagur 23. september 1988 Tíminn 7 TANNLÆKNINGAR. Fast verð ársins 1986. MILLJ. KR. Mynd Gífurleg hækkun á tannlækna- kostnaði skólabarna eftir samning T.R. 1974 sést glöggt á þessari mynd. Hlutfallslega lítil hækkun er hins vegar eftir 1981. Ekki farið að lögum Hvað varðar almenna læknisþjón- ustu vs. sérfræðiþjónustu bendir landlæknir m.a. á að uppbyggingu heilsugæslustöðva í þéttbýli, sérstak- lega í Reykjavík, hafi ekki miðað eins og vonir stóðu til eftir lagasetn- inguna 1974. Þótt nokkrum stöðvum hafi verið komið á fót í borginni hafi lítið miðað í þá átt að bæta þjónust- una. Eftir 1980 hafi viðhorfin í sam- bandi við almenna læknisþjónustu breyst af eftirfarandi ástæðum: 1. Sérfræðingum starfandi á eigin stofum hafi fjölgað. 2. Eftir tilslökun áður var árið 1984 samið um að tilvísunarkerfið yrði lagt niður til reynslu í eitt ár - en tilvísanir hafa síðan ekki verið teknar upp aftur. 3. Árið 1984 gerði Tryggingastofn- un samning um nýtt launakerfi við heimilislækna starfandi á eig- in stofum og jafnframt um að fjölgun þeirra í Reykjavík yrði takmörkunum háð. „Af ofangreindum ástæðum er almennri læknisþjónustu nú sinnt af sérfræðingum í auknum mæli“, segir borgarlæknir. Eins og áður er komið fram hækkaði sérfræðikostnaðurinn um 55-60% frá 1984-1986, og var þá orðinn um þrefalt hærri upphæð en kostnaður vegna heimilislækna. Semur T.R. hjúkrunar- fræðinga út af sjúkrahúsunum? Borgarlæknir bendir á að með breytingu á almannatryggingalögun- um fyrir nokkru hafi möguleiki á að Tryggingastofnun semdi við hjúkr- unarfræðinga um störf utan sjúkra- húsa verið opnaður. Verði slíkur samningur gerður telur borgarlæknir líklegt að hann vekji áhuga hjúkrunarfræðinga á að starfa sjálfstætt „og við það gæti skipulag hjúkrunar, sérstaklega heimahjúkrunar og ungbarnaeftir- lits, riðlast. Væntanlega mun hjúkr- unarfræðingaskortur sjúkrahúsanna versna enn við þetta“, segir borgar- læknir. Hvort kerfið á að gilda? í lokaorðum ítrekar bogarlæknir að gamla kerfið sem enn er farið eftir, og nýja kerfið sem lögin frá 1974 gera ráð fyrir, eigi illa saman og stangist jafnvel á. „Höfuðatriðið er að tekið verði upp eitt kerfi og þjónustan skipulögð eftir því. Tvö kerfi sem stangast á útiloka að unnt sé að koma lagi á rekstur og upp- byggingu heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, sér í lagi í þéttbýli. Ríkisstjórn og Alþingi þurfa að ákveða hvort kerfið á að gilda“, segir borgarlæknir. - HEI Góð hönnun og glæsilegt útlit einkenna ritvélarnar frá TA Triumph-Adler NAMSMENN ATHUGIÐ! Ný hraðvirk, létt og handhæg TA Triumph-Adler skrif- stofuritvél á verði skólaritvélar. Sendum í póstkröfu • Prenthraði 13 slög/sek • ”Lift off” leiðréttingar- búnaður fyrir hvern staf eða orð. • 120 stafa leiðréttingarminni • Sjálfvirk: miðjustilling undirstrikun feitletrun • Handfang og lok. auk ýmissa annarra kosta sem prýða eiga ritvél morgun- dagsins. Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari upplýsingar. Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 686933

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.