Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 15
Föstudagur 23. september 1988 Tíminn 15 I ÁRNAÐ HEILLA Þorgils V. Stefánsson fyrrv. yfirkennari, Akranesi Það má með sanni segja um Þor- gils V. Stefánsson - sem í dag fagnar 70 ára afmæli, að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Á Uppsölum í Óiafsvík var fjölmennt menningar- heimili. Þarerhannfæddur23. sept. 1918. Foreldrar hans, Stefán Krist- jánsson frá Hjarðarfelli á Snæfells- nesi og Svanborg M. Jónsdóttir frá Bakkabúð í Ólafsvík, voru glæsileg að útliti og vel gefin dugnaðarhjón. Börn þeirra voru sex og báru öll svipmót foreldra sinna með ýmsum hætti. Fjórar dætur og tveir synir, sem öll fóru í meira og minna framhaldsnám. Fjögur systkinanna urðu t.d. kennarar. Á Uppsölum ríkti glaðvær andi menningarlífs, félagshyggju og heilbrigðra lífshátta. Stefán var eldhugi og ódeigur bar- áttumaður fyrir framfaramálum hér- aðsins, enda eindreginn samvinnu- og framsóknarmaður. Svanborg var mikilhæf húsmóðir, vel verki farin, sem margar stúlkur nutu góðs af. Hún átti ríkan þátt í þeirri reisn, sem einkenndi heimilið, svo orð fór af. Þorgils lauk prófi frá Héraðs- skólanum á Laugarvatni 1936 og Kennaraskóla fslands 1939 og hóf sama ár barnakennslu í Laugardaln- um. Hann gerðist kennari á Ölafsvík 1940 og kenndi þar í 13 ár og síðan á Akranesi í 25 ár. Mörg hin síðari ár var hann yfirkennari við bama- skólann á Akranesi og sá fyrsti, sem því starfi gegndi. Árið 1978 lét Þorgils af kennslu eftir nær 40 ára farsælt starf og gerðist skrifstofu- maður hjá Trésmiðjunni Akri á Akranesi og starfar þar enn. Þorgils naut alla tíð mikils álits sem kennari. Bar þar margt til. Hann var ágætur stjórnandi, bjó yfir fjölbreyttum kennarahæfileikum og fylgdist vel með öllum nýjungum í kennslumál- um. Auk þess var hann skylduræk- inn og samviskusamur og lét sér annt um nemendur sína á allan hátt. Hann ræktaði með þeim heilbrigða lífshætti og gaf þeim framtíðarsýn. Allir vissu að Þorgils er traustur félagsmálamaður og þeim störfum vel borgið, sem hann tók að sér. Hann er ágætur ræðumaður og rök- styður málflutning sinn á skýran og einfaldan hátt. Hann hefði því átt greiða leið til hinna hæstu trúnaðar- starfa, eins og Alexander bróðir hans alþm. og fyrrv. ráðherra. Á því gaf Þorgils hinsvegar aldrei neinn kost, þrátt fyrir óskir margra. Svo hlédrægur er hann og frábitinn því að vera í sviðsljósinu. Þrátt fyrir það hefur hann komið víða við og Iátið margt gott af sér leiða í félagsmálum. Hann hefur alltaf verið mjög virkur í starfi Góðtemplara á Akranesi og unnið þar mikið og fórnfúst starf. Hann var gæslumaður barnastúk- unnar Stjömunnar á Akranesi í nær 25 ár. Hann tók lengi þátt í störfum Leikfélags Akraness og gerði mörg- um hlutverkum þar eftirminnileg skil. Hin síðari ár hefur Þorgils starfað í Oddfellowreglunni á Akra- nesi. Bæjarstjórn hefur kjörið hann í ýmsar trúnaðarstöður, eins og fræðsluráð, barnaverndarnefnd, forstöðumann námsflokkanna og kjörstjórn. Margt er þó ótalið. Þá átti hann um árabil sæti í safnaðar- stjórn, og stjórn Kaupfélags Borg- firðinga. Af félagsstörfum sínum hygg ég að Þorgils hafi þótt vænst um gæslu- störfin fyrir barnastúkurnar í Ólafs- vík og á Akranesi. Þar lagði hann fram óhemju vinnu endurgjaldslaust í áratugi í þágu þeirra hugsjóna, sem 11111111 LESENDUR SKRIFA Dýrfirsku Alparnir og víðsýnið af Barða Með sannindi fer Hallgrímur Sveinsson skólastjóri á Þingeyri og bóndi á Hrafnseyri í blaðinu í vetur. Þar talar hann um fjöllin í Dýrafirði og ber saman hluta af þeim við fjöllin í Sviss og kallar þau „Alpana dýrfirsku". - Fjöllin eru marg strýtu mynduð með mörgum smá skálum, berum skriðuhryggjum og sett mörg- um standklettalögum og gróðurlítil. Þau hæstu heita: Kolturshorn - Kaldbakur. Kaldbakur er hæsta fjall á Vestfjörðum 998 m, næst er Lambadalsfjall 957 m, Hrollleifsborg 851 m, Gláma845, Klúka (Þverfjall) 676 m, Gnýpa við Núp Df. 624 m og Barðinn 624 m. Það var í munnmæl- um gamalla hákarlamanna að á miðju hafi milli íslands og Græn- lands sæist í besta skyggni til Kald- baks á Vestfjörðum og til Gárísank, sem er hátt fjall á Grænlandi. Fjallatindar „Dýrfirsku Alp- anna“, eru allbrattir og erfiðir til uppgöngu, þó veit ég til að fjall- göngugarpar hafa klifið þá til að njóta mikils víðsýnis þaðan um Vest- fjörðu og til að sjá dýrð miðnætursól- arinnar um Jónsmessuna 24. júní. Auk þess að sjá öll fjöllin sem umlykja Dýrafjörðinn með sín strýtumynduðu fjöll og skálamynd- uðu dali og Glámu fyrir botni fjarð- arins og sín láréttu beinbrúnuðu dalafjöll Gn>pur og hlíðar að aust- anverðu. Auk bessa alls á Dýrafjörð- urinn tvö sjá'fstæð innfjöll, Mýra- fellið og San ‘llið. Kringum I fellin má fara gang- andi, en ak; ímhverfis og rudda braut upp á lafellið, allt gert til að fá að njó ðsýnis yfir land og haf og dýrfii sveitabyggðir. Sé siglt fyrir núpa og fjörðu á Vestfjörðum sker Dýrafjörðurinn sig úr með sín sérstæðu fell, sem gera fjörðinn vel þekkjanlegan við fyrstu sýn. Fellin eru sem verðir og hollvinir fiski- (fiskimið) og far- manna, en glæsilegust frá hafinu að sjá, þá morgungyðjan gyllir efstu brúnir þeirra þá þau glóa, sem vitar upp úr skugga forsælunnar á láglend- inu. Fögur sýn. Víðsýnið er svo ríkt í eðli íslendinga. Þeir hafa alist upp við það að sjá til allra átta. Það sannast við að heyra ummæli íslenskra ferðamanna í útlandinu t.d. Noregi. Þeir segja: „Hér er allt fagurt og fallegt, en það vantar útsýnið, víðsýnið, skógurinn skyggir svo á“. En hvaðan er mesta víðsýnið af Vestfjarðarhálendinu? Trúlega af Snjófríði á Glámu. Þaðan er yfir hálendið mest að sjá, en minna sjávarströndina og hafið. Annar góður víðsýnisstaður gæti verið af tindi Kaldbaks eða Hljóða- bungu á Drangjökli. Þegar maður athugar línuna „Fyr- ir núpa“ á Vestfjörðum, skagar Barðinn lengst út í hafið og hefur þannig mikið sýni inn í mynni allra aðalfjarðanna á Vestfjörðum, frá Straumnesi að norðan og að Bjarg- töngum að vestan - einnig víða inn á fjallgarðana milli fjarðanna. Hugs- ið ykkur að vera þarna sólstöðudag- ana í júní í björtu og góðu veðri. Margir ferða- og heimamenn hafa komið upp á Barðann og prísað víðsýnið. Þeir hafa gengið á Barðann, frá Sæbóli á Ingjaldssandi um Skáladal upp Hnísur eða Kíkj- ann í dalbotninum. Að komast með léttu móti upp á Barðann er sterklega athugandi. Geta til dæmis Ernis flugvélar á ísafirði lent þar? - Nóg er sléttlendið og mest allt melborið, en hefta staksteinar lendingu? Alltaf gæti Helikoftervél lent þar. Ég hef minnst á þetta mál við Hörð Guðmundsson flugmann og meðeiganda Flugfélagsins Arna á ísafirði og virtist mér hann fá áhuga á málinu og vilja athuga þetta vand- lega á sínum mörgum ferðum vestur yfir firði og fjöll. - Ef vel til tækist gæti orðið um ferðamannaflutninga að ræða, atvinna flugmanna og flug- véla. Hver veit? Orðin eru til alls fyrst. 1 annan stað mætti hugsa sér að komast upp á fjallið með því að ryðja braut í klettalitla hlíðina, 150- 200 m háa úr Nesdalsskarðinu upp á fjallið með tveimur eða þremur vegbeygjum, t.d. braut fyrir litlu fjórhjólin upp á fjallið. Fjallið er víða slétt uppi og lárétt. Enda ekið af refaskyttum á fjórhjólsbíl, sem fara vítt og breitt um fjallið uppi. Ruddur er smalavegur upp í Skarðið og niður Nesdalinn. Mætti ekki hugsa sér fjárhagsaðstoð frá Ferða- málaráði og Vegamálasjóði Islands málinu til styrktar? Bót og hagur gæti þetta verk nokkuð orðið Ferðaþjónustu bænda á Vestfjörðum í framtíðinni. Hátúni 10, Reykjavík 8. september 1988 Guðmundur Bernharðsson frá Ástúni stóðu hjarta hans næst og voru nátengd því uppeldisstarfi, er hann vann lengstan hluta ævi sinnar. Og þótt hann teldi árangurinn ekki alltaf sem skyldi er ég þess fullviss að oft hefur hann hlotið þakklæti margra - bæði foreldra og barna - fyrir störf sín í þeirra þágu, þegar mestu máli skiptir að hin rétta leið sé fundin til lífshamingju á ævibrautinni. Þar mun enn sem fyrr sannast hinn sígildi boðskapur skáldsins: „Að gengi er valt, þar fé er falt, fagna skaltu í hljóði. Hitt kom alltaf hundraðfalt, sem hjartað galt úr sjóði. (E. Ben.) Ég vona að hin fórnfúsu hljóðlátu störf muni lengi enn ylja afmælis- barninu um hjartaræturnar. Oft hef ég um það hugsað hvað mannlífið væri betra og allir umgengnishættir einfaldari, ef þær dyggðir, sem Þor- gils er svo ríkur af, væru almennt í hávegum hafðar. Heilbrigðar lífs- venjur, samviskusemi, trúmennska í störfum og lifandi áhugi fyrir þeim hugsjónum, sem hann tók tryggð við ungur að árum. í stuttu máli sagt: Vandaður mannkostamaður. Þetta fullyrði ég eftir náin samskipti við hann í áratugi. Slík mun reynsla þeirra, sem honum hafa kynnst. Þorgils er Snæfellingur að ætt og uppruna. í Ólafsvík lágu æskusporin og þar starfaði hann nokkur bestu ár ævi sinnar. Þar fæddust tvö elstu börnin. Þangað leitar hugurinn oft til þess fólks, sem barðist hörðum höndum við að gera litla fátæka þorpið, sem hann ólst upp í, að myndarlegum og vaxandi bæ. Hann á djúpar og sterkar rætur til sinna gömlu æskustöðva og fólksins þar. Lengi eftir að hann gerðist kennari á Akranesi vann hann á sumrin hjá vegagerðinni, einkum á Snæfells- nesi, og stjórnaði þar ýmsum verkum. Fannst honum þá jafnan að hann væri kominn heim. Slík er tryggð hans og tilfinning til æsku- stöðvanna. Efast ég um að nokkur Skagamaður horfi jafn oft yfir flóann, á jökulinn bjarta - djásnið á Snæfellsnesi - sem Þorgils. Bak við fjöllin bláu er byggðin sem hann ann. Þorgils kvæntist 23. sept. 1948, Ingibjörgu Friðriksdóttur Hjartar skólastjóra á Akranesi, vel gefinni öndvegiskonu, eins og hún á ættir til. Ingibjörg hefur starfað með Þorgils að ýmsum félagsmálum og þá einkum bindindismálum. Heimili þeirra er hlýlegt menningarheimili, sem margir eiga góðar endur- minningar um. Þar ræður gestrisni og góðvild ríkjum. Böm þeirra eru þrjú: Dagný, gift Neal Hermono- wicy lækni. Búsett í Madison í Bandaríkjunum. Þau eiga eina dóttur, Ásdísi. Hörður dr., sál- fræðingur í Reykjavík; og Fríða starfar hjá Pósti og síma á Akranesi. Ég flyt að lokum Þorgils og fjöl- skyldu hans einlægar heiltaóskir okkar hjóna á merkum tímamótum og vænti þess að hamingjusólin vermi afmælisbarnið og fjölskylduna því betur, sem árin færast yfir. Við höfum búið undir sama þaki í nær þriðjung aldar. Frá sambúð þeirri er eingöngu góðs að minnast og margt að þakka. Hjartanlegar hamingjuóskir. Daníel Ágústínusson. E.s. Þorgils og kona hans taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu á Akranesi eftir kl. 17. í dag. /jpjp-imX TÖLVU- NOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 BILALEIGA með útibú allt I kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum slað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bílaleiga Akureyrar BLIKKFORM Smiðiuveqi 52 - Simi 71234__ Öll almenn blikksmíðavinna, vatnskassavið- gerðir, bensíntankaviðgerðir, sílsalistar á alla bíla, (ryðfrítt stál), og einnig nælohhúðaðir í öllum litum. Póstsendum um allt land (Ekið niður með Landvélum). t Sonur okkar og bróðir Guðmundur Árnason Miðengi 20, Selfossi er lést af slysförum 16. september verður jarðsunginn frá Selfoss- kirkju, laugardaginn 24. september kl. 14. Guðrún Guðmundsdóttir Árni Guðmundsson og systkini hins látna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.