Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 5
Láugardagúr 24. september 1988 Tíminn 5 Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Samtaka um jafnréttl milli landshlutataki við á hádegi á morgun: Endaspretturinn á sléttum meirihluta ¦e' ¦"' "£ >v\ 1 ' ^^3 R . "A""? / *. ixM * Æi iSÍP Æi Æ H ¦¦¦*,:. sf ¥/ Mr f mWr,'.:i:. 1 Steingrimur Hermannsson, vænt- anlegur forsætisráðherra. Flest virðist nú benda til þess að ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar taki við stjórn landsins á hádegi á morgun, sunnudag. Unn- ið var fram eftir kvöldi í gær við frágang og vélritun málefnasamn- ings væntanlegrar ríkisstjórnar. Jafnframt því að nánar var gengið frá dagsetningum varðandi stærri efnahagsaðgerðir eins og t.d. gildi kjarasamninga og launafrystingu. í framhaldi af þeirri vinnu stóð til að ganga frá ýmsum hliðarverkum eins og að skipta störfum og ráðu- neytum niður á væntanlega stjórn- arflokka. Það kæmi svo í hlut hverrar flokksforystu að ákveða ráðherraefni sín, en þau verða Jón Baldvin Hannibalsson, maður Alþýðuflokksius. for- trúlega þrjú frá Framsóknarflokki, þrjú frá Álþýðuflokki og þrjú frá Alþýðubandalagi. í gærkvöldi var aðeins búið að ganga frá því hver yrði forsætisráðherra, en það er Steingrímur Hermannsson. Stefán Valgeirsson, frá Samtökum um jafnrétti milli landshluta, veitir stjórninni stuðning og er hann 32 þingmaðurinn að baki meirihluta- stjórninni. Samkvæmt heimildum Tímans var enn eftir að ákveða hvenær og hvernig samningsrétti launafólks yrði aftur komið á og átti að ganga til þess verks á fundi allra aðiia stjórnarsamstarfsins sem hófst kl. 21.00 í gærkvöldi. Um flest annað Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins. hefur þegar tekist samkomulag og ætti það einnig að líta dagsins ljós í dag. Þegar Tíminn ræddi við Stein- grím Hermannsson, sagðist hann vona að öll þessi vinna yrði búin um hádegisbil í dag, laugardag, þannig að væntanleg ríkisstjórn geti tekið við af starfsstjórn Þor- steins Pálssonar strax á hádegi á sunnudag. Ekki var enn lokið við frágang þess hvernig ráðuneytisstörf ríkis- stjórnarinnar röðuðust á þing- flokkana. Gera má þó ráð fyrir því að reynt verði að spara fjölda þeirra, eins og Steingrímur komst að orði, og binda þá við níu til tíu Stefán Valgeirsson, þingmaður Samtaka um jafnrétti milli lands- hluta. ráðherra. Er þá talað um að ráð- herrar hvers af þremur fjölmennari þingflokkunum fái skipað í þrjá ráðherrastóla, en Stefán Valgeirs- son veitir stuðning sinn án skilyrða um ráðherrastól. Ekki lá enn fyrir í gærkvöldi hvort ráðherrar yrðu 9 eða 10, en það gat oltið á því hvort framsóknarmenn yrðu fjöl- mennastir í stjórninni, eða fjórir alls. Möguleikar þessir voru enn óræddir í gær þar sem niðurstaðan var bundin því hvernig hægt væri að sameina ráðuneyti eða skipta upp. Staða Borgaraflokks hefur verið nokkuð breytileg í viðræðum stjórnmálamanna undanfarna viku, eða ailt frá því Þorsteinn Pálsson baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Staða borgara- flokksþingmanna hefur og verið breytileg í stjórnarmyndunarvið- ræðum Steingríms Hermannssonar alveg frá því hann tók við umboði sínu frá forseta Islands. Það sem gert hefur stöðu þeirra svona breytilega hefur Iíklega mót- ast eitthvað af þeim fundum sem þeir hafa jöfnum höndum átt við Sjálfstæðisflokk og Steingrím Her- mannsson. Líklegt er að ráðherr- um f væntanlegri ríkisstjórn Stein- gríms muni þykja gott að eiga einhvern stuðning borgaranna vís- an í stórum málum á þingi. Hins vegar er ekki eins víst að samstarfið verði mjög náið með væntanlegum stjórnarflokkum og borgurum. Það hefur t.d. verið látið að því liggja að ekki sé ósennilegt að hlutverk þeirra verði mikilvægara fyrir væntanlega ríkisstjórn innan nokk- urra vikna eða þegar fer að draga að því að Alþingi verður kallað saman til haustþings. Það hefur verið mikill hraði á þessari stjórnarmyndun og hefur það mótast mjög af þeim aðkall- andi vanda sem mest allt atvinnulíf þjóðarinnar stendur frammi fyrir. Samkomulagsdrög þau sem nú þegar liggja til grundvallar og verða endanlega mótuð á enda- sprettinum, miða enda öll að því, að stjórnin hrindi í farmkvæmd nauðsynlegum efnahagsaðgerðum strax á fyrsta starfsdegi. KB Gránaði efstí Esjuna Esjan bar þess merki í gærmorgun, þegar Reykvíkingar risu úr rekkju að haustið er komið. Gránað hafði efst í hlíðar Esju og er viðbúið að á næstu mánuðum skrýðist hún vetrar- búningnum. Ekki hefur verið ýkja kalt í veðri það sem af er, en búast má við að helgin verði köld. Fleiri haustboða hefur verið getið í Tíman- um að undanförnu. Fé streymir af fjalli, gæsir eru að koma af heiðum og setjast í tún og daginn styttir Óðum. Tímamynd Á.mi lijarua Interpplis skákmótið í Tilburg: Jóhann gerði jafntefli Jóhann Hjartarson samdi um jafn- tefli við Nikolich í 59. leik í 11 umferð skákmótsins í Tilburg í gær. Staðan eftir 11 umferð er þá þessií Efstur er Karpov með 8 vinninga^ annar Short með 7 vinninga, þriðji Nikolich með 6 vinninga, í fjórða, fimmta og sjötta sæti eru Hubner, Portisch og Timman með 5 vinninga, sjöund" er Jóhann Hjartarson með fjóra og hálfan, og í áttunda sæti er Van der Wiel með þrjá og hálfan. í dag verður 12 umferð tefld og eigast þá við Karpov og Portisch, Timman og Nikolich, Jóhann og Van der Wiel og Short og Hubner. -sá Matjurtaframleiðendur vilja selja Síðumúla 34 Síðumúli 34 í Reykjavík, húseign Sölusamtaka íslenskra matj- urtaframleiðenda, er nú til sölu. Um er að ræða 5.621 fm húsnæði sem samanstendur af verslunarhæð,- skrifstofuhæðum, íbúð og vöru- geymslum. Afsal þessarar húseign- ar, sem áður var í eigu Grænmet- isverslunar landbúnaðarins, var af- hent í ágúst sl., í kjölfar laga þess efnis á síðasta þingi. Húsið hefur verið leigt út til fjölmargra aðila, m.a. hefur kar- töfludreifingarfyrirtækið Ágæti hf. haft um 1000 fermetra á leigu í húsinu fyrir sína starfsemi. Að sögn Árna Vilhjálmssonar hdl, sem annast sölu á húseigninni, vilja matjurtaframleiðendur með sölu hennar losa fé til þess geta lokið við uppgjör á skuldum SÍM. Hann áætl- ar verðmæti þessar húseignar SÍM á bilinu 120-160 milljónir. Árni segir nokkra hafa sýnt húsinu áhuga án þess þó að neitt tilboð hafi komið í það. Hann segist þó búast við formlegum tilboðum á næstu dögum. Hrafnkell Karlsson bóndi á Hrauni í Ölfusi, stjórnarformaður Ágætis hf., segir að fyrirtækið muni gera tilboð í hluta húseignar mat- jurtaframleiðenda. Hann segir þó ekki ráðið hvort leitað verði eftir- kaupum á jafnstóru rými í húsinu og Ágæti hf. hefur leigt að undanförnu. óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.