Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 20
20 Tíminn Laugardagur 24. september 1988 DAGBÓK ÚTVARP/SJÓNVARP !¦! Ámað heilla Óskar Guðnason frá Höfn í Hornafirði er 80 ára í dag, laugardaginn 24. sept. Heimili hans er nú að Ljósheimum 22 í Reykjavík. Hafnarfjarðarkirkja Guðsþjónusta kl. 14:00. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnlaugur Garðarsson Prestafélag Hólastiftis 90 ára Prestafélag hins forna Hólastiftis er 90 ára á þessu ári, en það var stofnað 8. júní 1898 á heimili séra Árna Björnssonar á Sauðárkróki. Afmælishátíð verður haldin á Sauðárkróki nú um helgina. Hátíðin hefst með helgistund í Sauðár- krókskirkju í umsjá sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar. Síðan er kvöldverður í Safnaðarheimilinu, sr. Birgir Snæbjörns- son stjórnar kvöldverðinum, en Jóhann Már Jóhannsson syngur einsöng við undirleik Sigurðar Daníelssonar. Afmælisfundurinn verður sunnud. 25. sept. Hann hefst með morgunbæn sr. Guðna Þórs Ólafssonarprófasts. Sr. Bolli Gússtavsson flytur erindi, „Úr sögu fé- lagsins", en sr. Hjálmar Jónssonprófastur flytur erindi er nefnist „Staða prestafé- lagsins í nútíð og framtíð". Þá þiggja afmælisgestir hádegisverðar- boð prófastshjónanna á Sauðárkróki, frú Signýjar Bjarnadóttur og sr. Hjálmars. Hátíðamessa verður í Sauðárkrókskirkju kl. 14.00 á sunnudag. Þar predikar sr. Pálmi Matthíasson. Fyrir altari þjóna biskup fslands Herra Pétur Sigurgeirsson og sr. Sigurður Guðmundsson vígslubisk- up ásamt sr. Döllu Þórðardóttur, sr. Ægi Sigurgeirssyni og sr. Sighvati Karlssyni. Kirkjukór Sauðárkróks syngur undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar organ- ista. Prestafélag Hólastiftis er elstu presta- samtök í landinu. Núverandi stjórn skipa: Sr. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup á Hólum, formaður, sr. Bolli Gústavsson, sóknarprestur í Laufási, sr. Hjálmar Jóns- son prófastur á Sauðárkróki, sr. Guðni Þór Ólafsson, prófastur á Melstað og sr. Pétur Þórarinsson sóknarprestur á Möðruvöllúm. Bústaðasókn Haustferð aldraðra verður farin mið- vikudag 28. scpt. n.k. Farið verður austur fyrir fjall og m.a. farið yfir Óseyrarbrú. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 14. Dagmar sýnir í Nýlistasafninu í dag, laugardaginn 24. september kl. 16:00 verður opnuð sýning í Nýlistasafn- inu, Vatnsstíg 3B, á verkum listakonunn- ar Dagmar Rhodius. Dagmar Rhodius er vestur-þýsk mynd- listarkona, sem áður hefur sýnt á íslandi, í Nýlistasafninu 1983. Síðan þá hefurhún komið á hverju sumri og fcrðast um landið. Sýningin núna er einmitt innblásin af náttúru landsins. Listakonana kallar sýninguna í Nýlista- safninu STRAUMLAND, og cr hún sett saman af Ijósmyndum, teikningum, ís- lenskum steinum og orðum. Steinar og orð eru e.k. megininntak sýningarinnar. Sýningunni fylgir vönduð skrá, sem Goethe-Institut í Miinchen og Reykjavík hefur kostað. Sýning Dagmar Rhodius í Nýlistasafn- inu er opin daglcga kl. 16:00-20:00 og stendur hún til 9. október n.k. Sunnudagsferðir Utivistar 25. sept. Kl. 08:00 Þórsmörk-Goðaland. Stans- að við Nauthúsagil á heimleið (1200 kr.) Kl. 10:30 - Gamla þjóðleiðin yfir Mosfellsheiði. 3. ferðin um þjóðleiðina til Þingvalla, er frestað var frá júní. Gengið frá Miðdal yfir heiðina að Vilborgar- keldu. (900 kr.) Kl. 13:00 Nýi Nesjavallavegurinn - Þingvellir í hanstlitum. Fyrst er ekið um nýja veginn á Nesjavelli og þaðan um Grafning á Þingvelli. Þjóðgarðurinn skoðaður í haustlitum. Létt ganga um gjár og fornar slóðir. (900 kr.) Ath. þetta er ekki söguskoðunar- ferð.Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Sími/ símsvari: 14606. Frítt fyrir börn með fullorðnum. Mánudagskvöldferð Útivistar Mánud. 26. sept. kl. 20:00: Tunglskins- ferð í Viðey. Brottför frá Kornhlöðunni Sundahöfn. Fyrst verður nýuppgerð Við- eyjarstofa skoðuð ásamt kirkjunni undir leiðsögn staðarhaldara, en síðan er létt ganga um eyjuna. Fjörubál. (400 kr.) Frítt fyrir börn yngri en 12 ára í fylgd fullorðinna. Félag eldri borgara í Tónabæ Opið hús í Tónabæ í dag, laugardaginn 24. sept. frá kl. 13:30. Kl. 14:00 er frjáls spilamennska. Kl. 20:00 Dans. Á mánudag: Opið hús í Tónabæ mánudaginn 26. sept. frá kl. 13:30. Félagsvist hefst kl. 14:00. Félag eldri borgara í Goðheimum Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, er á morgun, sunnudag 25. sept. kl. 14:00. Frjálst spil og tafl. KI. 20:00 - Dans til kl. 23:30. lOOOáraafmæli kristnitðku í Rússlandi Sunnud. 25. sept. kl. 16:00 segir sr. Rögnvaldur Finnbogason, sóknarprestur á Staðastað, frá hátíðahöldum þeim, sem fram fóru í Sovétríkjunum í sumar í tilefni 1000 ára afmælis kristnitöku í Rússlandi. Fyrirlesturinn verður haldinn í bíósal MÍR, Menningartengsla íslands og Ráðstjórnarríkjanna, Vatnsstíg 10. Rögnvaldur Finnbogason var boðsgest- ur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar við hátíðahöldin, ásamt biskupi íslands, hr. Pétri Sigurgeirssyni og konu hans Sól- veigu Asgeirsdóttur. Sr. Rögnvaldur mun einnig segja frá ferð að Jasnaja Poljana, ættarsetri skáldjöfursins Tolstojs, en um þessar mundir er þess minnst að 160 ár eru liðin frá fæðingu Tolstojs. Sýning á nokkrum eftirprentunum helgimynda og Ijósmyndum, sem tengdar eru starfi kristinnar kirkju og trúfélaga í Sovétríkjunum er nú í sýningarsal MIR, Vatnsstíg 10 og verður opnuð kl. 15:00 á sunnudag. og er síðan opin næstu vikur á mánudögum, miðvikudögum og föstu- dögum. kl. 17:00-18:30. Aðgangur að sýningunni og fyrirlestri sr. Rögnvaldar er öllum heimill. Að loknum fyrirlestrinum mun verða byrjað að afgreiða aðgöngumiða að kvik- myndasýningunni „Stríð og friður", sem sýnd verður 1. okt. Björn Gunnlaugsson. 200 ár frá fæðingu Björns Gunnlaugssonar: Vísindafélag íslendinga heldur fund í Norræna húsinu Vísindafélag íslendinga - Societas Sci- entiarum Islandica - boðar til almenns fundar í Norræna húsinu sunnudaginn 25. sept. til að minnast þess, að þann dag eru liðin 200 ár frá fæðingu Björns Gunn- laugssonar stærðfræðings og landmæl- ingamanns. Á fundinum, sem hefst kl. 14:00, verða fluttir fimm fyrirlestrar um ævi Björns og störf. Dagskrá: Kl. 14:00-15:15: Bergsteinn Jónsson: Ævi og störf Björns Gunnlaugs- sonar, Ottó Björnsson: Tölvísi Björns Gunnlaugssonar, Gunnar Harðarson: Njóla og íslensk heimspeki. Kl. 15:15-15:45. Kaffihlé. Kl. 15:45-17:00: Haraldur Sigurðsson: íslandskort Björns Gunnlaugssonar, Ág- úst Guðmundsson: Landmælingar og kortagerð Björns Gunnlaugssonar. Fundarstjóri verður Magnús Magnús- son prófessor. Bridgefélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 19. september sl. hófst vetrarstarf félagsins með eins kvölds tví- menningi. 16 pör skíáðu sig til leiks og voru spiluð 30 spil. Úrslit urðu þessi: 268 238 231 229 227 227 210 1. Björn - Guðlaugur 2. Njáll - Marinó 3. Ólafur- Sverrir 4. Árni - Guðjón 5.-6. Andrés - Stígur 5.-6. Magnús - Hörður Meðalskor Louis Andriessen. Árbæjí sjarsafn Árbæjarsafn er aðeins opið um helgar í septembermánuði. Opnunartími er kl. 10:00-18:00 Næsta mánudagskvöld verður aftur spilaður eins kvölds tvímenningur, en þar á eftir verður spilaður tveggja kvölda Mitchetvímenningur. Spilað er sem fyrr í fþróttahúsinu við Strandgötu (uppi) og hefst spilamennskan kl. 19:30. Hollensk-kanadísk vika hjáMUSICANOVA Hollenska tónskáldið Louis Andries- sen og kanadíski sellóleikarinn Frances- Marie Uitti verða gestir Musica Nova og Tónlistarskólans í Reykjavík dagana 25. sept. til 1. október. Haldnirverða tvennir tónleikar og tveir fyrirlestrar. Sunnudaginn 25. sept. kl. 20:30 verða haldnir tónleikar með verkum eftir Louis Andriessen í Norræna húsinu. Flytjendur verða Frances-Marie Uitti, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Hlt'f Sigurjónsdóttir, Maarten van der Valk, Þóra Fríða Sæ- mundsdóttir, Örn Magnússon og Þóra Kristín Johansen, sem kemur sérstaklega frá Hollandi til að taka þátt í þessum tónleikum. Frances-Marie l ilii verður með ein- leikstónleika í Norræna húsinu þriðjudag- inn 27. sept. kl. 20:30, þar sem hún mun leika verk fyrir einleiksselló. Eingöngu verða á dagskrá ný verk eftir þau Jona- than Harvey, Áskel Másson, Per Nor- gaard, Krzystof Penderecki, Giacinto Scelsi, Salvatore Sciannino, Iannis Xena- kis og Frances-Marie Uitti sjálfa. Tveir fyrirlestrar verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í „Stekk", húsnæði skólans að Laugavegi 178, 4. hæð. Mánudaginn26. septemberkl. 17:00 mun Francees-Marie Uitti halda fyrirlest- ur um nýja tónlist og nýjar hugmyndir í sellótækni ásamt sýnikennslu. Miðviku- daginn 26. sept. kl. 17:00 mun svo Louis Andriessen halda fyrirlestur um tónsmíð- ar sínar á sama stað. Aðgangur að fyrirlestrunum er ókeypis og öllum heim- ¦11. Háskólaerindi um umhverfismál í verkfræðideild Háskóla íslands verða á næstu vikum flutt 10 erindi um umhverf- ismál. Til þeirra er stofnað fyrir nemend- ur í deildinni, en aðgangur er öllum frjáls, eins þeim, sem ekki eru nemendur í háskólanum. Umsjón hefur Einar B. Pálsson, prófessor og veitir hann upplýs- ingar. Erindin verða flutt á mánudögum kl. 17:15 í stofu 158 í húsi verkfræðideildar, Hjarðarhaga 6. Mánudaginn 26. september: Unnsteinn Stefánsson, prófessor í haffræði: Sjórinn sem umhverfi. 3. október: Gísli Már Gíslason, próf- essor í líffræði: Ýmis undirstöðuatriði í vistfræði. 10. október: Ólafur K. Pálsson, fiski- fræðingur, Hafrannsóknastofnun: Auð- lindir sjávar og nýting þeirra. 17. október: Ingvi Þorsteinsson MS, Rannsóknastofnun landbúnaðarins: Eyð- ing gróðurs og endurheimt landgæða. 24. október: ArnþórGarðarsson, próf- essor í líffræði: Rannsóknir á röskun lífríkis. 31. október: Þorleifur Einarsson, próf- essor í jarðfræði: Jarðrask við mann- virkjagerð. 7. nóvember: Jakob Bjömsson, verk- fræðingur, orkumálastjóri: Orkumál og umhverfi. 14. nóvember: Vilhjálmur Lúðvíksson, verkfræðingur, framkvæmdastjóri Rann- sóknaráðs ríkisins: Verkfræðilegar áætl- anir og valkostir. 21. nóvember: Eyþór Einarsson, grasa- fræðingur, formaður Náttúruverndar- ráðs: Náttúruvemd í framkvæmd. 28. nóvember: Einar B. Pálsson, verk- fræðingur: Matsatriði, m.a. náttúrufeg- urð. Fundarsamþykkt Sjómannafélags Reykjavíkur Fundur í stjórn og trúnaðarmannaráði Sjómannafélags Reykjavíkur haldinn 21. sept. 1988 tekur ekki afstöðu til þeirra deilna sem upp hafa risið vegna söluand- virðis hlutabréfa Reykjavíkurborgar í Granda h.f. Fundurinn fagnar áframhaldandi út- gerð og rekstri Granda h.f. Einnig þeim áhuga sem fram hefur komið hjá forsvars- manni nýrra hluthafa í viðræðum við fulltrúa Sjómannafélags Reykjavíkur um frekari eflingu fyrirtækisins hér í Reykja- vík. B Rás I FM 92,4/93,5 Laugardagur 24. september 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Solveig Lára Guð- mundsdóttir llytur. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góoir hlustcndur". Pétur Pétursson sér um þáttinn. Fréttir sagöar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurtregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum heldur Pétur Pétursson áfram að kynna morgunlogin. 9.00 Frétlir. Tilkynningar. 9.05 Litli barnatíminn. „Alis i Undralandi" eftir Lewis Carroll i þýðingu Ingunnar E. Thorarens- en. Þorsteinn Thorarensen les (12). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Sígildir morguntónar. a. Divertimento i B-dúr K. 270 fyrir tvö óbó, tvö horn og tvö fagott eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Félagar úr Orpheus kammersveitinni leika. b. „Fantasie- Impromptu" í sís-moll op. 66 og „Mínútuvals- inn", vals í Des-dúr op. 64 nr. 1 eltir Friedrich Chopin. Arthur Rubinstein leikur á píanó. c. Adagio og allegro i As-dúr op. 70 eftir Robert Schumann. Heinz Holliger leikur á óbó og Alfred Brendel á píanó. d. Fyrsti þáttur úr konsert fyrir flautu og hljómsveit nr. 1 í G-dúr KV 313 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Wolfgang Schulz leikur á flautu með Mozarteum hljómsveitinni i Salzburg; Leopold Hager stjórnar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurtregnir 10.25 Ég fer í fríið. Umsjón: Pálmi Matthíasson. (Frá Akureyri) 11.00 Tilkynningar. 11.05 Vikulok. Fréttayfirlit vikunnar, hlustenda- þjónusta, viðtal dagsins og kynning á dagskrá Útvarpsins um helgina. Umsjón: Sigrún Björns- dóttir. 12.00 Tilkynningar. Dagskrá. 12.20 Hádegistréttir 12.45 Veðurtregnir. 13.101 sumarlandinu með Hafsteini Hafliöasyni. (Einnig útvarpað nk. miðvikudag kl. 15.03). 14.00 Tilkynningar. 14.05 Sinna. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjon: Bergþóra Jónsdóttir og 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.30 Leikrit: „Lokaðar dyr" eftir Jean-Paul Sartre. Þýðandi: Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Útvarpsgerð og leikstjórn: Maria Kristjánsdóttir. Leikendur: Arnar Jónsson. Guðrún Gisladóttir, Edda Heiðrún Backman og Ámi Tryggvason. (Einnig útvarpað nk. þriðjudagskvöld kl. 22.30). 18.00 Sagan: „Útigangsbörn" eftir Dagmar Galin. Salóme Kristinsdóttir þýddi. Sigrún Sig- urðardóttir lýkur lestrinum (8). Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.35 Óskin. Þáttur í umsjá Jónasar Jónassonar. (Einnig útvarpaðá mánudagsmorgun kl. 10.30) 20.00 Litll barnatíminn. (Endurtekinn frá morgni). 20.15 Harmonikuþáttur. Umsjón: Sigurður Al- fonsson. 20.45 Af drekaslóðum. Úr Austfirðingafjórðungi. Umsjón: Ingibjörg Hallgrímsdóttir. (Einnig út- varpað nk. föstudag kl. 15.03). 21.30 islenskir einsöngvarar syngja atríði úr óperum. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Skemmtanalif - „Meinilla við loiuna 13". Ásta R. Jóhannesdóttir ræðir við tónlistarmenn- ina Gísla Helgason og Herdisi Hallvarðsdóttur. 23.10 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.10 Um lágnættið. Jón Orn Marínósson kynnir sigilda tónlist. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. & FM 91,1 02.00 Vbkulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og fiugsamgöngum kl. 4.55 og 6.15. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 4.00 Ólympíuleikarnir i Seúl - Handknattleik- ur. Lýst leik Islendinga og Svía. 5.15 Vökulögin, framhald. 8.10 Á nýjum degi með Erlu B. Skúladóttur sem leikur létt lög fyrir árrisula hlustendur, lítur í blöðin og fleira. Pistill frá Ólympíuleikunum í Seul kl. 8.30. 10.05 Nú er lag. Gunnar Salvarsson tekur á móti gestum i morgunkaffi, leikur tónlist og kynnir dagskrá Rikisútvarpsins. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Á réttri rás með Halldóri Halldórssyni. 14.00 Tekið á rás. Fylgst með siðustu leikjum sumarsins á Islandsmótinu í knattspymu, i 1. og 2. deild. 16.05 Laugardagspósturinn. Umsjón: Rósa Guðný Þórsdóttir. 17.00 Lög og létt hjal - Svavar Gests. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Út á lifið. Skuli Helgason ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.00 Vökulogin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttlr kl. 2.00, 4.00, 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.20,16.00,19.00, 22.00 og 24.00. SJÓNVARPIÐ Laugardagur 24. september 08.15 Ólympíusyrpa - Handknattlelkur. Island - Sviþlóð. 09.45 Hlé. 16.00 íþróttir. Umsjón Jón Óskar Sólnes. 17.00 Olympiusyrpa. M.a. sýndur leikur Islands og Sviþjóðar i handknattleik. 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfróttir. 19.00 Mofli - siðasti pokabjörninn. (Mofli El Ultimo Koala) Spænskur teiknimyndaflokkur fyrir bórn. Leikraddir Arnar Jónsson og Anna Kristín Arngrimsdóttir. Þýðandi Steinar V. Árna- son. 19.25 Barnabrek. Umsjón Asdis Eva Hannesdótt- ir. 19.50 Dagskrárkynning 20.00 Fréttir og ve&ur. 20.30 Lottó. 20.35 Já, forsætisráðherra. (Yes, Prime Minister). Nýr flokkur - Fyrsti þáttur. Breskur gaman- myndaflokkur í átta þáttum, framhald fyrri þátta um stjórnmálaferil Jim Hackers forsætisráð- herra og aðstoðarmenn hans, þá Sir Humphrey Appleby og Bernard Woolley. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.00 Maður vikunnar. 21.15 Rooster Cogburn. (Rooster Cogbum). Bandariskur veslri frá 1975. Leikstjóri Stuart Millar. Aðalhlutverk John Wayne og Kalharine Hepburn. Þegar miklu magni af sprengiefni er stolið er hörkulólinu Cogburn falið að veita þjófunum eflirför. I lör með honum slæst kona sem hefur harma að hefna þar sem sömu menn myrtu föður hennar. Þýðandi Jón O. Edwald. 23.05 Ólympíusyrpa. Ýmsar greinar. 00.20 Útvarpsfréttlr. 00.30 Ólympiuleikarnir '88 - Boin útsending. Frjálsar íþróttir, fimleikar, dýfingar og sund. 06.30 Útvarpsfréttir i dagskrárlok. ¦JW/ Laugardagur 24. september 08.00 Kum, Kum. Teiknimynd. Þýðandi: Sigrún Þorvarðardóttír. 08.25 Einherjinn.Lone Ranger. Teiknimynd. Þýð- andi: Hersteinn Pálsson. Filmation. 08.50 Kaspar. Teiknimynd. Þýðandi: Guðjón Guðmundsson. Worldvision. 09.00 Mei Afa. Meðal efnis i þættinum hans Afa i dag erteiknimyndaröðin Oskaskógur. I hverjum þætti af Óskaskogi fær bam sem á við óham- ingju og vanda að striða tæklfæri til þess að ferðast inn i Óskaskóg þar sem það fær ósk sina uþpfyllta. Óskaskógur er með islensku tali eins og allar myndir sem afi sýnir. Aðrar myndir i þættinum eru Lafði Lokkaprúð, Jakari, Dopill, Emma litla, Selurinn Snorri og fræðsluþattaroð- in Gagn og Gaman. Leikraddir: Guðmundur Ólafsson, Guðný Ragnarsdóttir, Guðrún Þórð- ardóttir, Júlíus Brjánsson, Kolbrún Sveinsdótlir, Pálmi Gestsson og Saga Jónsdóttir. 10.30 Penolópa punturós. The Perils of Penelope Pitstop. Teiknimynd. Þýðandi: Alfreð S. Böðv- arsson. Worldvision. 10.55 Þrumukettir. Thundercats. Teiknimynd. Þýðandi: Ágústa Axelsdóttir. Lorimar. 11.20 Ferdinand f IJúgandi. Leikin barnamynd um tíu ára gamlan dreng sem getur flogið. Þýðandi: Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir. WDR. 12.05 Laugardagsfár. Tónlistarþáttur. 12.50 Viðsklptaheimurinn. Wall Street Joumal 13.15 Sofið út Do not Disturb. Gamanmynd um eiginkonu sölumanns á faraldsfæti sem leiðist einveran og bregður á það ráð að gera eigin- manninn afbrýðisaman til að vekja athygli hans. 14.55 Ættarveldið. Dynasty. 15.45 Ruby Wax. Breskur spjallþáttur þar sem bandaríska gamanleikkonan og rithöfundurínn Ruby Wax tekur á móti geslum. Umræðuefnin eru hversdagsleg mál eins og kynlífið, dauðinn og peningar og gestirnir úr ýmsum stéttum og atvinnuhópum þjóðlélagsins. Channel 4/NBD. 16.20 Listamannaskálinn. The South Bank Show. Saga Boogie-Woogie. Umsjónarmaður er Melvyn Bragg. Þýðandi: Örnólfur Árnason. LWT. 17.15 Torfærukeppnin. Umsjón: Birgir Þór Braga- son. 17.45 Snóker. Snillingurinn Stephen Hendry kepp- ir við nokkra af okkar bestu mönnum. Umsjón: Birgir Þór Bragason. 18.05 íþróttir á laugardegi. Heimir Karlsson i beinni útsendingu. Fréttir af lokaumferðinni i SL-deildinni og sýnt frá Kraft '88 þar sem Bill Kazmeyer, Jón Páll og Hjalli Úrsus og fleiri jötnar taka á honum stóra sínum. Umsjón: Heimir Karlsson og Birgir Þ6r Bragason. 19.19 19.19 Fréttir og frétlalengt elni ásamt veður- og íþróttafréttum. 20.30 Verðir laganna. Hill Street Blues. Spennu- þættir um líl og slörf á lögregluslöð í Bandaríkj- unum. Aðalhlutverk: Michael Conrad, Daniel Travanti og Veronica Hamel. NBC. 21.25 Séstvallagata 20. All at No 20. Við hittum aftur ekkjuna ráðagóðu og leigjendur hennar í þessum vinsæla breska gamanmyndaflokki. Aðalhlutverk: Maureen Lipman. Þýðandi: Guð- mundurÞorsteinsson.ThamesTelevision1987. 21.50 Lagarefir. Legal Eagles. Þau Robert Red- ford og Debra Winger fara með aðaihlutverkin i þessari margbrotnu, gamansömu spennumynd og glima við svik, prettí og morð. Það var leikstjórinn Ivan Reitman sem valdi Robert í hlutverk harðjaxlsins og aðstoðarsaksóknar- ans, sem dansar steppdans til að vinna bug á svefnleysi og Debru i hlutverk hugmyndarika verjandans, sem meðal annars kallar á hund i vitnaleiðslu. Eftir margra ára karp í dómsölunum standa þau dag einn frammi fyrir þvi að vera á sama máli þegar verja þart mál léttgeggjaðrar listakonu, sem leikin er af Daryl Hannah. Ekki við hæfi barna. 23.45 Saga rokksins. The Ston/ of Rock and Roll. Áhrif rokksins á stjórnmál og sögu verða kynnl í þessum þætti. Meðal þeirra sem koma fram eru Bob Dylan, Peter. Paul and Mary, The Byrds, Simon and Garfunkel, John Lennon og aðslandendur hljómplötunnar „We are the World". Þýðandi: Björgvin Þórisson. LBS. 00.10 Eftirförin. Trackdown. Unglingsstúlka hleyp- ur á brott frá heimili sínu og fer til Los Angeles þar sem hún flækist í miður góðan félagsskap. Bróðir hennar hyggst hafa upp á henni og neytir allra bragða til þess. Hörkuspennandi mynd. Aðalhlutverk: Jim Mitchum, Karen Lamm, Ann Archer, Erik Estrada og Cathy Lee Crosby. Leikstjóri: Richard T. Hetfron. Framleiðandi:. Bernard Schwarz. United Artists 1976. Sýning- artimi 100 mín. Ekki við hæfi barna. 01.50 Saga hermanns. A Soldier's Story. Spennu- mynd sem fjallar á áhrifamikinn hátt um kynþátt- ahalur meðal svertingja i Bandarikjunum. Aðal- hlutverk: Howard E. Rollins Jr., Adolph Caesar, Dennis Lipscomb og Art Evans. Leikstjóri: Norman Jewison. Þýðandi: Ingunn Ingólfsdóttir. Columbia Pictures 1983. Sýningartlmi 95 mín. Ekki ætluð börnum. 03.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.