Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 19
Laugardagur 24. september 1988 Tíminn 19 lllllllillll ¦ :"!!.....Illil'llll llllllllll!liillllll!llll!lllll!i|||| lllllÍIIIIÍIIÍii; ! II III Guðmundur Arnason Fæddur 14. ágúst 1971 Dáinn 16; september 1988 Allir eru harmi slegnir. Enn einu sinni hefur orðið hræðilegt umferð- arslys hér á Suðurlandi. A síðustu 5 árum hafa 18 manns látist í umferð- inni í héraðinu, að miklum meiri- hluta ungt fólk. Við minnumst hér vinar okkar og frænda, Guðmundar Árnasonar, sem lést ásamt félögum sínum föstu- dagskvöldið 16. september. Guð- mundur var aðeins 17 ára, fæddur 14. ágúst 1971, sonurhjónannaÁrna Oddgeirs Guðmundssonar frá Odd- geirshólum í Flóa og Guðrúnar Guð- mundsdóttur frá Selfossi. Systkini hans eru Jóhann 15 ára og Árný Ilse 4 ára. Ein af fyrstu minningum okkar um Gumma frænda er af honum að leik á eldhúsgólfinu í Singasteini þar sem foreldrar hans bjuggu um tíma. Þá var hann lítið kríli. Síðan eigum við margar ljúfar minningar frá okk- ar kynnum við hann, sérstaklega Kári, jafnaldri hans og fyrrum bekkjarbróðir. Þeir léku sér mikið saman og oft með yngri bræðrum sínum, Jóa og Jóni. Guðmundur var hugmyndaríkur og frumkvöðull að mörgu því sem drengirnir tóku sér fyrir hendur. Þeir stofnuðu fótbolta- félagið Spyrni, gerðu sér dúfnakofa og voru með skræpur, toppara og hojara. Þá var vængjasláttur í þak- rennunum. Tíminn er fljótandi straumur og endalaus og tilvera mannsins fislétt grín í eilífðinni. Ég hefi nú lifað vel á fjórða áratuginn og er nú að kveðja hann afa minn, en við höfum átt samleið þau ár sem ég hefi lifað, en hann afi dó þann 13. september eftir mánaðar sjúkralegu á Landspít- ala og hafði þá lifað í rétt tæp 84 ár. Jónas Pálsson afi minn ól sína æskudaga í Höskuldsey á Breiðafirði og hóf þaðan sjóróðra á barnsaldri með föður sínum og bræðrum, sem varð og ævistarf hans lengst af á eigin báti, sem hann nefndi Kára. Ekki þarf að tíunda þær breytingar á öllu mannlífi frá morgni aldarinnar til dagsins í dag, sem afi minn og hans samferðamenn urðu vitni að. Slíkar breytingar hafa ekki orðið í landi hér og um víðan heim frá upphafi mannlífs og verða tæpast á næstunni. í æsku afa míns gilti það að afla matar og tekna fyrir stórt æskuheimili hans en systkinahópur hans var stór, eða 12 auk foreldra og annarra heimilismanna. Hið sama gilti er hann hafði stofnað sína eigin fjölskyldu í kringum 1930, er hann giftist Dagbjörtu Níelsdóttur frá Sel- látri á Breiðafirði og eignuðust þau fjórar dætur og afkomendahópurinn orðinn stór eða 31. Sem drengur dvaldi ég oft í Stykk- ishólmi í gamla daga hjá ömmu og afa á Staðarfelli, þar sem þau bjuggu frá því seint á fimmta áratugnum, hafandi búið frá upphafi búskapar í Elliðaey á Breiðafirði. Lífstakturinn á þeim bæ var góður og í minning- unni finnst mér alltaf hafa verið sólskin. Ótal góðar minningar koma í hugann um allar sjóferðirnar til Elliðaeyjar á sumrum og ég minnist bræðra hans afa, sem voru sjómenn og hans og hávaðans í þeim þegar þeir voru að landa í Hólminum en þetta voru allt kjarnakarlar, sem tæpast þurftu talstöð sakir hljóm- styrks raddarinnar. Það sem ein- kenndi þessa menn var hjartahlýja og gjafmildi og gott að reyna að taka þá sér til fyrirmyndar. Þarna fékk maður að þreifa á því atvinnulífi, sem Breiðfirðingar höfðu stundað um árabil. Ég vil þakka honum afa mínum þennan tíma, þegar maður fékk að tuðrast í kringum hann við sjóinn. Á þessum tíma lá fóll. ekki í ferðalögum heldur lék viss staðfesta í lífinu, sem breyst hefur á öld fjölmiðla og samgangnaaukningar. Enginn hefur bréf uppá hve lengi hann lifir ellegar hvert ferð er heitið að jarðlífi loknu. Ég vil biðja afa guðs blessunar. Nafni Guðmundur átti hugmyndina um endurreisn Frímerkjaklúbbs Selfoss, sem á aðild að Landssambandi ís- lenskra frímerkjasafnara, og fékk til liðs við klúbbinn gamalreyndan frí- merkjasafnara, Ernst Sigurðsson, sem veitti dygga aðstoð. Guðmund- ur var formaður klúbbsins. Um tíma voru um 20-30 félagar í klúbbnum. Guðmundur fékk snemma áhuga á því lífsstarfi sem hann stefndi að, matreiðslumannsstarfinu. Hann var eina önn á Hússtjórnarbraut Fjöl- brautaskóla Suðurlands en hélt síð- an áfram námi á Matvælasviði við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Þar var Guðmundur vel kynntur. Föstu- daginn 16. september bárust okkur einmitt fréttir þaðan af Guðmundi og félaga hans Tomasi Þóroddssyni. Bryndís Steinþórsdóttir, sviðsstjóri Matvælasviðs, sagði að piltarnir úr Fjölbrautaskóla Suðurlands væru byggðarlagi sínu til sóma, þeir stæðu sig vel í námi, kæmu vel fram og væru vinsælir af skólafélögum sínum. Frá síðastliðnu vori munum við eftir Gumma frænda er hann kom glaðlegur á svip og vildi fara í fjallgöngu. Tvær helgar í röð fóru þeir frændurnir á Ingólfsfjall. Guðmundur var tryggur vinur, hugmyndaríkur, glaðlegur og elsku- legur í viðmóti. Hans er sárt sakrlað. Við flytjum fjölskyldu hans allri, svo og öllum þeim öðrum sem um sárt eiga að binda vegna þessa hörmulega slyss, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Örlygur, Steingerður, Kári, Jón og Auður Laugardagurinn 17. september var sannkallaður sorgardagur. Sú harmafregn barst út að fjórir ungir piltar hefðu kvöldið áður látið lífið í hörðum árekstri austur í Gnúpverja- hreppi og fimmti pilturinn alvarlega slasaður. Hér á Selfossi blöktu fánar víða í hálfa stöng, bæði á fyrirtækj- um og í einkagörðum, laugaðir tárum himins í þungbúnu veðri. Bærinn og byggðin var harmi lostin. Frænd- garðurinn er stór hér í Árnesþingi, sem nú á um sárt að binda. Hér eiga þau við orð skáldsins: „Svo örstutt er bil milli blíðu og éls að brugðist getur lániðfrá morgni til kvelds". M.J. þýddi. Skeiðaréttadagurinn var að venju dagur gleði og samfunda í Flóa og á Skeiðum. Engan gat órað fyrir því að kvöldið bæri slíkan harm í skauti. Enn einu sinni hefur umferðin hirt fórn sína, eitt mannskæðasta bílslys aldarinnar að baki. Hraðinn, stálið og tækni nútímans ógna lífi og limum, agndofa stöndum við frammi fyrir slíkum atburðum. Allir ábyrgir aðilar verða nú að taka höndum saman. Hvernig er hægt að stöðva þessa ógn? Hrað- brautirnar mega ekki höggva svona skörð í mannlífið og allra síst unga fólkið, sem virðist í óskaplegri hættu á ákveðnu aldursskeiði. Einn hinna ungu pilta var góður nágranni, Guðmundur Árnason, f. 14. ágúst 1971, sonur Árna Oddgeirs Guðmundssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur, sem búa að Mið- engi 20 hér á Selfossi. Guðmundur var elsta barn þeirra hjóna, en þau eiga einnig fimmtán ára son og fjögurra ára dóttur. Sautján ára piltur á ekki langa sögu að baki. Segja má að Guð- mundur hafi verið staddur við morg- unverðarborð lífsins. Lífið virtist framundan með sínar vonir, vænti- ngar og þrár. Guðmundur varð snemma vinsæll af félögum sínum og jafnöldrum, glaðsinna og hrókur alls fagnaðar í góðum hópi. Hann var hlýr í viðmóti og aldrei brást það, yrði hann á vegi þess er þetta ritar, að hann heilsaði kurteislega að fyrra bragði og skipst var á nokkrum orðum. Ungt fólk sem kemur þannig fram ber það með sér að það hefur hlotið gott uppcldi og í því býr manndómur. Guðmundur var fríður sýnum, hár og grannur og samsvaraði sér vel. Hann var af hagleiks- og hæfi- leikafólki kominn og allt benti til þess að hann myndi erfa mannkosti frændfólks síns. Skarðið er stórt sem nú stendur autt á heimili hans, hér er „kvödd að fullu ein sumarsaga með sólbros og hamingjudaga". (Sigurður Einarsson). Lífið er ferðalag og byrðarnar eru þungar sem margir verða að bera á göngunni miklu. Kæru vinir. Þó öll sund virðist lokuð og gleðin horfin um sinn kemur nýr dagur og sárið tekur aðgróa. Þær eru hlýjar bænirn- ar sem margur biður ykkur til styrkt- ar í þessari sáru sorg. Ég og fjölskylda mín vottum ykk- ur samúð okkar og biðjum að sá sem öllu ræður gefi ykkur kraft og gleði að nýju. Blessuð sé minning Guðmundar Árnasonar. Guðni Ágústsson. Kveðja Enginn getur fylgt þér á göngu þinni upp himinbogann að hliðum Ijóssins. Pegar heimurínn hveríur þér eins og grein, sem fellur afsjálfu sér og tíminn og foríögin ríkja ekki lengur yfír þér, þegar þú stendur í skugga eilífðarinnar og hlustar á söng hinna djúpu vatna sem eiga sér engar strendur. Enginn getur fylgt þér, þegar þú á göngu þinni upp himinbogann hlustar á sönginn, sem kallar á sál þína að hliðum Ijóssins. Gunnar Dal Við drúpum höfði hrygg í huga og hugsum um kæran vin, skólafélaga og nemanda sem hvarf svo skyndi- lega á brott í blóma lífsins. í upphafi vorannar 1988 bættust þrír piltar frá Selfossi í nemendahóp- inn á matvælasviði Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti. Þeir höfðu þá lokið hluta af grunnnámi í Fjölbrauta- skólanum á Selfossi og létu það ekki aftra sér að ferðast á milli heima- byggðar og Reykjavíkur daglega til að stunda nám sitt. Einn þessara pilta var Guðmund- ur Árnason sem við kveðjum nú með sárum söknuði. Guðmundur féll strax inn í nemendahópinn qg vann ötullega að því marki sem hugur hans stóð til, matreiðslunámi í Hótel- og veitingaskóla íslands. Guðmundur var glaðlyndur, hlý- legur og hjálpsamur féfegi. Hann naut trausts bæði nemenda og kennara. Við sendum foreldrum hans, systkinum, ættingjumogvinuminni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðmundar Arnasonar. Nemendur og kennarar á Matvælasviði Fjölbrautaskólans ¦ Breiðholti Ó sólarfaöir signdu nú hvert attga, en sér i lagi þau sem tárin lauga. Ogsýndu miskunn ölluþvísem andar, en einkttm þvtsem böl og voði grandar. Hann Gummi er dáinn, hrifinn burt svoallt of fljótt. Ævi 17 ára pilts er ekki löng. Hjá honum var lífið rétt að byrja. Lífið var svo bjart og hugurinn svo stór. Hann á lokaönn í Fjölbrautaskóla Breiðholts og stefndi á matreiðslunám. Hann sagði föðursystur sinni að hann ætlaði að sjá um næstu fermingarveislu fyrir hana. Alltaf birti yfir þegar Gummi kom í heimsókn, hann var svo kátur og hress, skildi eftir sig gott skap og létta lund. Gunni var alltaf einstak- lega blíður og hlýr og sérlega natinn við afa sína og ömmur. Guðmundur var fæddur á Selfossi, sonur hjónanna Arna O. Guð- mundssonar frá Oddgeirshólum og Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Sel- fossi. Hann átti tvö systkini, þau cru Jóhann f. 7. apríl 1973 og Árný Ilse f. 3. maí 1984. Þeirra söknuður er mikill og ekki síður hjá föðurforeldrum, Ilse og Guðmundi Árnasyni og móðurfor- cldrum Katrínu Ólafsdóttur og Guð- mundi Elíasí Guðmundssyni. Elsku Árni, Guðrún, Jói, Árný, ömmur og afar. Innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra. Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér ntí fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. V.Briem. Angelika, Magnús, Steinþór og fjölskyldur þeirra. ^Húsnæðisstofnun nkisins TÆKNIDEILD Simi 696900 Utboð Eyrarbakki Stjórn verkamannabústaða á Eyrarbakka óskar eftir tilboðum í byggingu tveggja einbýlishúsa og eins parhúss úr steinsteypu. Verk nr. A.40.01 og U.22.01. úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins Brúttóflatarmál húsa Brúttórúmmál húsa 313m2 4180m3 Húsin verða byggð við götuna Hulduhóll nr. 1-5 á Eyrarbakka og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðs- gögn. Afhending útboðsgagna er á Skrifstofu Eyrarbakka- hrepps, Túngötu 40, 820 Eyrarbakka, og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins, frá föstudeginum 30. sept. 1988 gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn, 11. okt. 1988 kl. 11:00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. Stjórnar verkamannabústaða á Eyrarbakka, tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins qpHúsnæðisstofnun ríkisins t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa Haraldar Sigurmundssonar Fossá. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Sigtryggs Runólfssonar Heiðargerði 11 Reykjavík Guðbjörg Sigurpálsdóttir Jón G. Sigtryggsson Fríða Sigtryggsdóttir Rósa Sigtryggsdóttir Magnús Sigtryggsson Sigrún Sigtryggsdóttir Vilberg Sigtryggsson Hreinn Sigtryggsson Svana Sigtryggsdóttir Runólf ur Sigtryggsson Svala Sigtryggsdóttir Garðar Andrésson Karl Karlsson Lovísa Biering Emil Karlsson Gerður Hjaltalín Ólafía Ottósdóttir Ingólfur Sveinsson Halldóra Sigtryggsdórtir Þórir Sigurðsson og barnabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.