Tíminn - 06.10.1988, Page 2

Tíminn - 06.10.1988, Page 2
2 Tíminn Fimmtudagur 6. október 1988 Kennsla féll niður hluta úr degi í tveim bekkjum í Foldaskóla í gær: Skólalæknir gerir úttekt á skólanum Kennslu fcll cnn á ný niður í tvcim áttundu bckkjum Folduskóla í gær, vcgna vinnu við innrcttingar á húsnæði skólans. I»á niun Gunnar Ingi Gunnarsson skólalæknir gera úttckt á skólanum í dag og senda sína skýrslu til Heilbrigðiseftirlitsins. Arnfinnur Jónsson skólastjóri Foldaskóla sagöi í samtali viðTím- ann að fella hefði þurft kennslu niður í tveim áttundu bekkjum, þar sent verið væri að setja klæðn- ingu á loftin í tveim skólastofun- um. í öðrum bekknum befði kcnnsla falliö niður í einum tíma m TTTT Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Aarhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla fimmtudaga Gautaborg: Alla föstudaga Varberg: Annan hvern miðvikudag Moss: Annan hvern laugardag Larvik: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell 8/10 Gloucester: Jökulfell Jökulfell 15/10 5/11 New York: Jökulfell Jökulfell 17/10 7/11 Portsmouth: Jökulfell 17/10 Jökulfell 7/11 SKIPADE/LD 'f&kSAMBANDSINS LINDAFfGÖTU 9A • 101 REYKJAVlk SlMI 698100 L X L A. 11 A 11. TÁKN TRAtJSTRA FLUTNINGA I en í binurn bckknum í tveim tímum. Aðspurður sagði bann að þar með væri búiö að ganga endan- lega frá öllum skólastofum nýju álmunnar. Hins vegar yrði eftir áramót unnið að fclagssvæði nem- cnda í skölanum. Þar sent ckki hefur verið gengið frá ióðinni við skólann bcrst sandur og mold inn á ganga hans, hcilbrigðiseftirlitið hyggist fara þess á leit að úrbætur verði gcrðar bvað þetta varðar, cnda illgerlegt að halda skólanum hreinum við þessar aðstæður. Enn- fremur sagði Arnfinnur að sér vitanlega væri ekki fyrirhugað að ganga frá unihvcrfi skólans nú í haust. Eins og fram kom í Tímanum í gær fór fulltrúi Heilbrigðiseftirlits- ins til að kanna aðstæður í nýjum áfanga skólans. Skýrsla fulltrúans var svört og varð til þess að fram- kvæmdastjóri eftirlitsins Oddur Hjartarson fór sjálfur í skólann til að taka út síðari hluta hans. Skól- inn stóðst ckki kröfur cftirlitsins og sagðist hann hafa oröið hissa á fráganginum. Oddur óskaði eftir því að skólalæknir Foldaskóla, Gunnar Ingi Gunnarsson færi og gerði úttekt á húsnæði skólans, þá hvort húsnæðið teldist heilsuspill- andi. Gunnar Ingi fer í sína eftir- litsferð í dag og bjóst við að skila skýrslu um málið til Odds Hjartar- sonar síðdegis. „Málið stendur þannig að ég er búinn að frétta af þessu vandamáli. Ég hef verið að undirbúa skóla- eftirlit á heilsufari barnanna, eins og gert er á hverju ári og ætlaði að líta á húsnæðið í leiðinni, en vegna þessa mun ég flýta athugun á húsnæðinu, enda hefur verið farið fram á það við mig,“ sagði Gunnar Ingi Gunnarsson skólalæknir Foldaskóla í samtali við Tfmann. Hann sagðist hins vegar dálítið hissa á því að árið 1988 ætti hann sem skólalæknir að fara að meta steinsteypu, hvort hús sé hæft til kennslu, sem liann hefði þannig séð ekki sérþekkingu á. „En sam- kvæmt lýsingu sem gefin var á ástandi húsnæðisins, þá finnst ntér eðlilegt að fara og skoða aðstæður. Málið virðist það alvarlegt," sagði Gunnar. Aðspurður sagðist hann fara í dag, fimmtudag og skoða skólann, en Oddur Hjartarson mun hafa beðiö hann unt að flýta rnálinu. „Ég mun meta hvort ég telji að ástandið sé þannig að heilsufari stafi hætta af húsnæð- inu,“ sagði Gunnar Ingi. Hann sagðist mundi gera stutta greinar- gerð um málið og senda það Oddi Hjartarsyni framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur- borgar. -ABÓ Umsjónarmaður gaf tjaldbúum frest fram til 30. september að fjarlægja óleyfilegt tjald úr Elliðaárdalnum: Tjaldað í óleyfi í rjóðri í Elliöaárdalnum í Reykja- vík hefur fjögurra manna tjald staðið í ríflega hálfan rnánuö. Stranglega er bannaö að tjalda á svæðinu, sem er útivistarsvæði borgarbúa. Pegar hafa verið gerðar athugasemdir við staðsctningu tjaldsins og hangir miði, undirskrifaður af umsjónar- manni, þar scnt tjaldbúum er bent á að taka saman föggur sínar, clla vcrði þær fjarlægðar með lögregju- valdi. Lítill umgangur er við tjaldið og cr fulltrúar Tímans voru á ferð við það var ekki nokkra hreyfingu að líta í nágrenninu. Það cr hinsvegar athyglisvert að tjaldstæðið hefur ver- ið valið gaumgæfilega og felur skóg- ur tjaldið. Tómar áfcngisflöskur og umbúðir af matvælum hafa fundist við tjaldið og í næsta nágrenni. Lögreglu hefur ekki enn vcrið tilkynnt um tjaldið, en Björn Haraldsson kcrfisstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur sagði í gær að það yrði gert í beinu fram- haldi af fyrirspurn Tímans. Vissi Björn, sem erumsjónarmað- ur með Elliðaárstöðinni, af tjaldinu, Sem sjá má er ýmislegt nýtilegt að finna í tjaldinu. Prímus, svcfnpokar, skór og ýmislegt fatakyns. Miðinn frá umsjónarmanninum tiltekur frest fram til 30. september, eða fyrir viku. Enn hefur tjaldið ekki verið hreyft og viðbúið að bráðum verði kölluð til lögregla. Tímamynd: Árni Bjarna en hélt að þegar hefði eitthvað verið gert í málinu. Fulltrúi Björns, Kjartan Sveins- son, sem eftirlit hefur með Elliðaár- dalnum hafði fyrir nokkru tilkynnt um vistarverur óþekktra íbúa og í framhaldi af því var áðurnefndur miði ritaður og hengdur upp í tjald- inu. Nokkur brögð hafa verið að því síðari ár að tjöld hafi verði sett upp í Elliðaárdalnum. Þareru íslending- ar engir eftirbátar útlendinga. Reynt er að stugga við tjaldbúum í dalnum jafnóðum og frést hefur til þeirra. Umgengni unt dalinn er góð að sögn Björns og lítið um skemmdar- verk. Viðbúið er að í dag eða næstu daga muni lögreglan í Árbæ fá það verkefni að taka niður tjaldið í Elliðaárdalnum. Ástæðuna fyrir því að ekki hefur verið gengið harðar fram í þessu máli segir Björn Har- aldsson vera að þeir vilji fyrst fara þá leið að gefa viðkomandi tækifæri til að sjá að sér, áður en gripið er til þess ráðs að kalla til lögreglu. Stefán Valgeirsson, alþingismaður: AFSTAÐA HULDUMANNANNA TIL VANTRAUSTS ÓÞEKKT Stefán Valgeirsson, alþingismað- ur sagði Tímanunt í gær að huldu- mennirnir (maðurinn) sem hann á sínum tíma sagði að myndu tryggja ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar meirihluta í báðum deildunt sætu í ncðri deild Alþing*. Nokkrar umræður hafa spunnist um lögmæti þess að Skúli Alexand- ersson þingmaður Alþýðubandalags hyggst santvisku sinnar vegna, víkja af þingi ef vantrauststillaga kemur frant á ríkisstjórnina, en ef slíkt væri talið ólöglegt hefði ríkisstjórnin ekki meirihluta í sameinuðu þingi til að verjast vantrausti. Því sneri Tíminn sér til Stefáns Valgeirssonar og spurði hann hvort huldumennirnir myndu verja ríkisstjórnina van- trausti þannig að örlög stjórnarinnar yltu ekki á Skúla. Stefán sagði að það yrði að koma í ljós því hann hafi aldrei sagst geta tryggt stuðning við stjórnina gegn vantrauststillögu. Benti hann á að hann hafi einungis sagt að hann gæti tryggt meirihluta í báðum deildum í meiriháttar málum. „Þegar ég sagði þetta á sínum tíma þá var meirihluti fyrir hendi í sameinuðu þingi ef flokkarn- ir stæðu saman. Unt vantraust var aftur á móti aldrei talað af mér og ég hef ekki hugmynd um livað þeir gera gagnvart því. Það voru meiriháttar mál sem ég talaði um og jafnframt meiriháttar mál sem ég myndi á annað borð styðja," sagði Stefán. Aðspurður unt þá skoðun sem viðr- uð hefur verið að engir huldumenn væru á þingi sagði Stefán að slíkt væri ekki rétt. Kvaðst hann mundu svara slíkum ásökunum ómyrkur í máli og vísa þcim til föðurhúsanna. -BG

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.