Tíminn - 14.10.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.10.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 14. október 1988 Bankar fjallhressir yfir innlánaaukningu Heildarinnstæður í bönkum námu 67,3 milljörðum um síðustu mánaða- mót. Á sama tíma árið 1987 námu innstæður 57,8 milljörðum og nemur aukningin frá áramótum 16,3 millj- örðum. Hér er um mikla aukningu að ræða og verður ekki annað séð en bankáV haldi vel sínum hlut þrátt fyrir samkeppni fjármagnsfyrirtækja utan bankakerfisins. Síðustu 12 mánuði nam aukning á heildarinnstæðum 26,5% og verður Á fjögurra klukkustunda fundi ríkisstjórnar í gær var fjárlagadæmið áfram til skoðunar. Engar stefnu- markandi ákvarðanir voru teknar en samkvæmt upplýsingum Tímans lagði Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, ekki fram tillögur á fundinum sem miða að 3,5 mill- jarða skattahækkun, en DV birti frétt þess efnis f gær. Samkvæmt upplýsingum sem Tíminn aflaði sér í gær er við vinnslu Nýmæli í starfsemi Stúdentaráös Háskólans: Starfsmiðlun í hlutastörf Stúdentaráð Háskólans hefur haf- ið starfsmiðlun sem útvega á stúd- entum hlutastörf eða verkefni sem þeir gætu tekið að sér meðfram námi. Þessi miðlun er talsvert einfaldari í sniðum en atvinnumiðlun náms- manna. Starfsmiðlunin á að starfa yfir vetrarmánuðina eða frá október og fram í apríl og er starfsemi hennar með afar einföldu sniði. Tilboð frá atvinnurekendum verða skráð á sérstök eyðublöð sem stúdentar geta flett í gegn um og sjá þeir síðan sjálfir um að setja sig í samband við þá. Listi yfir laus störf verður síðan hengdur upp reglulega víðs vegar um skólann. Þessi þjónusta verður bæði stúd- entum og atvinnurekendum að kostnaðarlausu. -sá Margrét formaður Margrét Frímannsdóttir (G. Suðurl.) var kjörin formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins á þing- flokksfundi þeirra síðdegis í gær. Hún er fyrsta konan sem gegnir þessu embætti innan flokksins og jafnframt fyrsti kvenkyns þing- flokksformaður fyrir utan Þórhildi Þorleifsdóttur hjá Kvennalista. -ág- það að teljast mjög góður árangur. Um síðustu áramót voru heildarinn- lán í bönkum sem hér segir: Landsbankinn . . .26,1 milljarður Búnaðarbankinn .15,7 - Útvegsbankinn . . 7,5 - Iðnaðarbankinn . 6,1 - Samvinnubankinn 5,3 - -Verslunarbankinn 4,1 - Alþýðubankinn . . 2,5 - fjárlagafrumvarpsins gengið út frá tölum í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um 2,5 milljarða tekjuaukningu og 1,5 milljarða niðurskurð á útgjöld- um ríkissjóðs. Fjármálaráðherra og hans menn í ráðuneyti fjármála munu enn miða sín reikningsdæmi við 500 til 1000 milljóna tekjuafgang ríkissjóðs. Fjármálaráðuneytismenn hafa síðustu daga velt upp fjölmörgum dæmum sem miða að því að ná Síðustu 12 mánuðina hefur inn- lánaaukning einstakra banka verið sem hér segir: Búnaðarbankinn............34,2% Útvegsbankinn.............31,0% Verslunarbankinn..........29,2% Landsbankinn..............23,2% Alþýðubankinn.............22,3% Samvinnubankinn...........22,0% Iðnaðarbankinn ...........21,3% takmarki ríkisstjórnarinnar um nefndan tekjuafgang ríkissjóðs. „Menn hafa farið upp og niður í vegasalti," voru orð viðmælanda Tímans í gær. Hann bætti við að það væri úr lausu lofti gripið að búið væri að ákveða hækkun tekjuskattsstigs. Þetta væri einungis eitt þeirra atriða sem komið hefðu upp í umræðunni að undanförnu, heildardæmið breyttist frá degi til dags. óþh Samkvæmt ákvæðum Seðlabanka skulu bankar hafa tiltæk 9% af ráðstöfunarfé sínu. Nái þeir ekki því marki þurfa þeir að greiða dráttar- vexti af því sem á vantar. í gær náði Tíminn í nokkra bankamenn og fékk upplýst hjá Landsbankanum, að þar væri staðan óhagstæð en færi batnandi. Þar þarf ráðstöfunarfé að nema 2,5 milijörðum svo þeir séu ekki í neikvæðri stöðu við Seðla- bankann. Nú vantar rúmar þrjú hundruð milljónir upp á að svo sé og greiðir bankinn miklu minna nú til Seðlabankans en fyrr á árinu. Hjá Búnaðarbankanum fengust þær upplýsingar að ráðstöfunarfé þyrfti að vera 1,457,8 milljarður til að vera í 9% mörkum. Ráðstöfunar- fé bankans er hins vegar 1,604,3 milljarðar og því 9,90% Verslunarbankinn þarf 513 millj- ónir í ráðstöfunarfé til að ná 9% mörkum. Um síðust mánaðamót, sem þessar niðurstöður eru bundnar við var bankinn 9,23 milljónum yfir markinu. í Alþýðubankanum er markinu náð við 248 milljónir og segja banka- menn þar að þeir séu yfir mörkum. Þá er Útvegsbankinn rétt undir 9% markinu. Ekki tókst að fá þessa marktölu gefna upp í Iðnaðarbank- anum eða Samvinnubankanum vegna þess að þeir sem höfðu með málið að gera voru ekki viðlátnir. Brenda Moore MiIIer, píanóleikari og Andrew Mark, sellóleikari. Islenska hljómsveitin Áttunda starfsár Islensku hljóm- sveitarinnar hefst með tónleikum, sem skipulagðir hafa verið í sam- vinnu við Menningarmiðstöðina Gerðubergi, Menningarstofnun Bandaríkjanna og Tónlistárskólann í Reykjavík. Brenda Moore Miller, píanóleik- ari og Andrew Mark, sellóleikari, verða sérstakir gestir hljómsveitar- innar og munu leika á kammertón- leikum í Gerðubergi, sunnudaginn 16. október n.k. kl.16.00. Flutt verða verk eftir Claude Debussy, Robert Schumann, Samuel Barber, Ludwig van Beethoven og Dmitri Sjostakovitsj. Tónlistarskólinn í Reykjavík efnir til námskeiðs með listamönnunum mánudaginn 17. október, kl. 15.00- '17.00. Námskeiðið fer fram í tón- leikasal skólans, að Skipholti 33, og er opið tónlistarnemum og tónlistar- kennurum á höfuðborgarsvæðinu. Breytingar í Lækjargötu: Lækjargata fjögur á safn Undirbúningur að því að flytja Lækjargötu 4 upp í Árbæjarsafn er hafinn. Húsið sem er bindiverks- hús var reist árið 1851 og var fyrst einlyft, en byggt var ofan á það fyrst árið 1884 en síðan aftur árið 1890. Margt þekktra manna hefur búið í húsinu, meðal annars Helgi G. Thordersen biskup og ritari hans Jón Árnason þjóðsagnasafnari, Jón Hjaltalín landlæknir og Ben- edikt Gröndal skáld. Bjarni Bjarnason frá Esjubergi eignaðist húsið um 1865. Ekkja Bjarna, Kristín Bjarnadóttir var fyrst kvenna í Reykjavík til að neyta atkvæðisréttar. Kristín rak um skeið kaffihúsið Café & Conditori Hermes í húsinu og þar var 17. júní í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur árið 1886. Þá starfaði í húsinu verslunar- skólinn fyrri undir stjórn Þorláks Ó. Johnsons og heildverslun Ó. Johnson og Kaaber var stofnuð og rekin í húsinu um langt árabil. Stúkan Einingin, Sjómannafé- lagið Báran, fyrsta verkalýðsfélag á Islandi, voru stofnuð í húsinu og sömuleiðis Verslunarmannafélag Reykjavíkur en síðustu árin hefur Hagkaup rekið verslun í húsinu. Borgarsjóður Reykjavíkur eign- Timamynd, Áml Bjarna aðist húsið árið 1960 Mikið verk verður að koma húsinu upp í Árbæjarsafn og þarf að tína múrsteinana úr grindinni og styrkja hana síðan áður en húsinu verður lyft af grunninum, en grindin er víða mjög fúin og sums staðar lítið eftir af bitunum. Þegar húsið er farið verður byggt fjögurra hæða bygging á lóðinni. sá Engar ákvarðanir liggja fyrir um auknar skattaálögur: FJARLAGAGERÐ Á VEGASALTI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.