Tíminn - 14.10.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.10.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Föstudagur 14. október 1988 FRÉTTAYFIRLIT ALSÍR- Stjórnmálaskýrend- I ur sögðu í gaer að stjórnmála- foringjar sem um árabil hafi setið öryggir og óhultir á valda-J stólum megi nú búast við aq verða „hreinsaðir" þegar aðl forsetinn, Chadli Benjedi, hefst handa við að framkvæma yfir- lýst markmið sitt um að koma a auknum lýðréttindum og bættu stjórnarfari. BELGRAD - Yfirmaður ör- yggismála i lýðveldinu Svart- fjallalandi i Júgóslavíu sagði í’ gær af sér að því er virðist T því augnamiði að reyna að lægja öldur rósturs sem risið hafa síðustu daga. Um er að ræða yfirmanninn sem áður hafði fyrirskipað öryqgissveitum að ráðast gegn motmælendum. WASHINGTON - Reagan Bandaríkiaforseti og ríkisstjórn hans gerou í gær örvæntingar- fullar tllraunir til þess að full- vissa kaupsýslumenn um aðí efnahagslífið væri í þokkalegu lagi í tilraun til að stöðva um- fangsmikla sölu á dollurum. Þessi dollarasala upphófst þegar tölur um vlðskiptahalla Bandaríkjanna höfðu verið birtar en í Ijós kom að hann hafði aukist um 30% í ágúst. IIIIINIIHI UTLÖND - ^íílliihi!!;:- - ;-ill!ii:. .,,||||||!lj:: :il|íl!^ :ll;!!ll!l;i:'•..iiiilllllllll;' dlllllH^: Leiðtogafundur Kínverja og Sovétmanna í undirbúningi: Deng og Gorbatsjov funda á næsta ári Deng Xiaoping hinn aldni og spaki leiðtogi Kína segir að fyrsti leiðtogafundur Kínverja og Sovétmanna í þrjátíu ár muni verða haldinn á næsta ári. Deng tjáði Mauno Kovisto forseta Finnlands þetta á fundi þeirra í Alþýðuhöllinni í Peking, en Kovisto er nú í opinberri heimsókn í Kína. Deng sagði að utanríkisráðherra Kína muni halda til Moskvu seinna á þessu ári til að undirbúa leiðtogafundinn. Stjórnvöld í Moskvu staðfestu að leiðtogafundur ríkjanna væri á döfinnu í náinni framtíð. Embættismenn telja að Gorbat- sjov muni halda til Peking til fundar við Deng þar sem Deng er orðinn aldinn og lítið fyrir löng ferðalög. Hann er 84 ára gamall. Deng hefur á ferli sínum lifað tímana tvenna og tvisvar verið rek- inn í pólitíska útlegð, en virðist nú hafa nokkuð traust tök á stjórvöln- um í Kína. Pað var utanríkisráðherra Finna, Kalevi Sorsa, sem skýrði frá þessum ummælum Dengs, en hann hélt blaðamannafund eftir klukku- stundalangan fund þjóðarleiðtog- anna tveggja í Alþýðuhöllinni í gær. Hins vegar minntist hin opinbera fréttastofa Nýja Kína ekki á þetta mál í fréttum sínum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagðist ekki vita hvað Kovisto hefði rætt við Deng, en vildi hvorki játa né neita því að leiðtogafundur yrði haldinn á næsta ári. Hins vegar var skýrt tekið fram að samband Kína og Sovétríkjanna gæti aldrei orðið eins náið og það var á sjötta áratugnum, en þá stóluðu Kínverjar mjög á aðstoð Sovétmanna og fylgdu Kremlverjum sem leiðandi afli í kommúnisma í heiminum. Hins veg- ar snerist síðasti leiðtogafundur ríkj- anna upp í ringulreið, en það var árið 1959 þegar Nikita Khrushchev og Mao Tsetung hittust að máli. f kjölfar þess fundar skildu leiðir með ríkjunum tveimur og hafa samskipti þeirra verið bitur síðan. Deng hefur látið hafa eftir sér að leiðtogafundur Kínverja og Sovét- manna nú muni á engan hátt skaða hagsmuni annarra ríkja heldur yrði hann til að þróa sameiginlega hags- muni rxkjanna á jafnréttisgrundvelli. Deng Xiaoping hinn aldni leiðtogi Kínverja spilaði því út í gær að Kínverjar og Sovétmenn hyggist halda leiðtogafund á næsta ári. Ætli Deng hafi fleiri tromp á hendi? LOS ANGELES - Mikil' spenna ríkti í herbúðum beggja forsetaframbjóðend- anna í Bandaríkjunum i gær veana seinni sjónvarpskapp- ræðna þeirra sem fóru fram í nótt. Mikið lá við fyrir Dukakis að standa sig vel því hann nýtur aðeins minna fylgis en Bush. VARSJÁ - Mieczyslaw Rakowski, forsætisráðherra Póllands kynnti í gær stjórn sína þar sem sæti eiga um- bótasinnar í efnahagsmálum. Hann sagði hins vegar einnig að það gjald sem greiða þyrfti fyrir efnahagslegar umbætur væri að loka þyrfti nokkrum verksmiðjum með tilheyrandi atvinnuleysi um stundarsakir. BONN- Vestur-Þjóðverjar og Frakkar hyggjast styrkja enn frekar en oroið er stjórn- málaleg tengsl sín með því að opna sameiginlegt sendiráð, hið fyrsta sinnar tegundar, í Mongólíu. LONDON - Stjórnvöld í. Bretlandi töpuðu í gær endan- lega alþjóðlegri baráttu sinni vio að reyna að banna útgáfu á endurminningum fyrrum leyniþjónustumannsins Peter Wrignt, þó svo að reyndustu dómararnirsegðu að uppljóstr- anirnar ( bókinni væru ekkert annað en landráð. 120 Jamaikamenn handteknir í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn hafa handtekið 120 Jamaikamenn sem eru grunaðir um að vera meðlimir eiturlyfjahrings sem staðið hefur fyrir víðtæku smygli á kókaíni og vopnum. Sveitir alrík- islögreglumanna, ásamt fylkislög- reglumönnum og héraðslögreglu- mönnum handtóku Jamaikamenn- ina í áhiaupi sem fram fór í tuttugu fylkjum Bandaríkjanna samtímis. „Klíkur frá Jamaika hafa átt stóra hlutdeild í eiturlyfja- og vopna- smygli til Bandaríkjanna,“ sagði Richard Thornburgh yfirmaður í alríkislögreglu Bandaríkjanna. Kærur á hendur mönnunum 120 voru meðal annars fyrir mannrán, rán, líkamsárásir, alþjóðlegt vopna- smygl, „peningaþvott“ og fjársvik. Hafa rúmlega fjögurhundruð hand- tökuskipanir verið gefnar út í tengsl- um við þetta mál og er gert ráð fyrir að handtökum verði haldið áfram næstu daga. Thornburgh sagði að handtökurn- ar væru mikilvægt skref í baráttunni gegn glæpaklíkunum sem gert er ráð fyrir að hafi um 10 þúsund manns innan sinna vébanda í Bandaríkjun- um. Talið er að glæpaklíkur Jamaika stjórni um 40% af „krakk“ markaði í Bandaríkjunum, en „krakk“ er eitt hættulegasta form kókafns. Viðskipahalli Bandaríkjanna eykst til muna Viðskiptahalli Bandaríkjanna jókst nokkuð í ágústmánuði og var þá orðinn 12,18 milljarðir dollara, en hafði verið 9,47 milljarðir doll- ara í júlímánuði. Hafði viðskipta- hallinn aukist nokkuð meira en kaupsýslumenn í Wall Street höfðu gert ráð fyrir. Vegna þessa féll dollarinn í verði á alþjóða gjaldeyr- ismörkuðum og hefur ekki staðið eins lágt í langan tíma. Aukinn viðskiptahalli nú getur skapað nýjum forseta Bandaríkj- anna nokkra erfiðleika í upphafi starfs síns því ef þróun þessi heldur áfram þarf hann að líkindum að reka harða efnahagsstefnu til að draga úr bilinu milli innflutnings og útflutnings í Bandaríkjunum, en sumir efnahagssérfræðingar telja viðskiptahallann í Bandaríkj- unum alvarlegustu ógnunina við efnahagskerfi heimsins. Skýrsla þessi um viðskiptahall- ann sem er sú síðasta sem birtist fyrir forsetakosningarnar í Banda- ríkjunum sem fram fara 8. nóv- ember olli nokkru róti á fjármagns- mörkuðum í Bandaríkjunum og hækkuðu vextir nokkuð þar í landi. Umrót á fjármagnsmarkaðnum er eitur í beinum repúblikana nú þar sem það gæti komið George Bush varaforseta illa í kosningabarátt- unni þar sem hann ber nokkra ábyrgð á efnahagsstefnunni. Indland: Þrettán látast í flokkaátökum Suöur-Afríka: Elding banar átta börnum Átta börn iétu lífið í Suður- Afríku í þegar eldingu laust niður í strákofa þar sem þau lágu sofandi. Þessi sorglegi atburður átti sér stað í þorpinu Giyani í sjálfstjórnarhéraðinu Gazan- kulu. Það var ríkisútvarpið í Suður-Afríku sem skýrði frá þessu í gær. í frétt útvarpsins sagði að fimm drengir og þrjár stúlkur á aldrinum eins til níu ára hefðu orðið fyrir eldingunni. Þá sagði einnig að níu aðrir strákofar á sömu slóðum hefðu orðið fyrir eldingum en ekki hefðu orðið slys á mönnum þar. Það virðist vera helst til of mikil harka í átökum stjórnmálaflokka á Indlandi. í gær létust þrettán manns í bænum Birchandramandu í Tri-' puraríki á Norðaustur-Indlandi þeg- ar stuðningsmenn Kommúnista- flokks Indlands og Kongressflokks- ins áttust við eftir kröfugöngu kommúnista. Tíu kommúnistar, tveir lögregluþjónar og einn stuðn- ingsmaður Kongressflokksins létu lífið í átökunum sem stóðu í nokkrar klukkustundir. Þess má geta að Kongressflokkurinn er við stjómvöl- inn I Indlandi með Rajiv Gandhi í farabroddi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.