Tíminn - 14.10.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.10.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn 1 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Ástir viðreisnar Þegar menn byrja að skrifa söguna áður en þeir eru stignir út úr henni, getur farið svo, að upplýsingarnar verði næsta stórskornar álitum. Svo er um pistil um stjórnarsamstarfið í síðustu ríkisstjórn sem hafður er eftir Jóni Baldvin Hannibalssyni í Alþýðublaðinu í gær. Þar er sagt frá ráðherrum, öllum nema Jóni Baldvin, og mun þessi orðræða eiga að vera nokkurskonar innlegg í útbreiðsluherferð. Jón segir: „Sú staðreynd að framsóknarmenn höfðu horn í mína síðu og ég hafði horn í þeirra síðu olli því að Þorsteinn Pálsson varð forsætisráð- herra.“ Þetta er mikil einföldun, eins og fleira í þessum skrifum. En um ófarnað ríkisstjórnarinnar gefur Jón Baldvin þá skýringu, að engir samningar við fyrrum forsætisráðherra hefðu haldið vegna þess að þingflokkur forsætisráðherra hefði alltaf komið í bakið á honum. Aftur á móti hefðu samningar við Framsóknarflokkinn haldið. Má líka sjá í palladómum um ráðherrana, að fyrir utan ráðherra Alþýðuflokksins, finnst Jóni Bald- vin mest hafa komið til ráðherra Framsóknar- flokksins. Hefur því komið fram, sem áður var vitað, að engir viðreisnarkærleikar voru með íhaldi og krötum í stjórn Þorsteins. Ástæðuna má að sumu leyti rekja til eftirfarandi viðhorfa Jóns Baldvins: „Ég vissi í stórum dráttum af togstreitu andstæðra fylkinga Engeyjarættar og Thoroddsena, framsóknarmanna (sic) og frjáls- lyndra, landsbyggðar og borgarríkis, fyrirgreiðslu- potara og frjálshyggjumanna. í minni mæli er þessa togstreitu að finna í öllum flokkum. En í þingflokki Sjálfstæðisflokksins hafa prófkjörin veikt svo stöðu formannsins, að frjálslyndið hefur snúist upp í andhverfu sína: stjórnleysið.“ Það eru auðvitað mikilsverð tíðindi þegar stjórnmálamenn blása út á miðjum ferli og taka til við að sálgreina þau apparöt, sem eru þeim andstæð í stjórnmálum. Og auðvitað var ljóst að samskiptaörðugleikar í stjórn Þorsteins voru orðn- ir slíkir, að lengur varð ekki við unað. Vegna þess að ástir viðreisnar héngu enn yfir leiksviðinu var ekki að búast við að kratar hefðu uppi orð um ósamkomulag. Það var hins vegar að heyra á Steingrími Hermannssyni áður en stjórnin féll, að samstarfið væri orðið erfitt. Hann er þó sá ráðherra og flokksformaður, sem hefur lýst því yfir síðan, að hann kæri sig ekki um að tíunda það sem aflaga fór, enda vanari hinni pólitísku glímu en Jón Baldvin. Hins vegar virðast slitin á ástum viðreisnar ekki vera sársaukalaus. Jafnvel sú aðferð, sem kona ráðherrans ráðlagði, að Þor- steinn byði samráðherrum heim til sín á fyllirí, var fjarri Þorsteini að mati Jóns Baldvins. „Það hefði Ólafur Thors gert.“ Enda eftir að vita hvort þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði samþykkt slíka sáttabraut. Föstudagur 14. október 1988 GARRI Hrynur Þjóðleikhúsið? Nokkrar atrcnnur hafa verid gerðar að því að hindra að Þjóð- leikhúsið hrynji á næstu árum eða áratugum. Sú meinsemd leikhúss- ins sem blasir við gestum og gang- andi er svo augljós, að ástand byggingarinnar hefur verið á vit- orði ieikhúsgesta í meira en áratug. Samt hefur ekki verið hægt að fá því framgengt að þetta leikhús þjóðarinnar fengi viðhlítandi viðhald. Mál leikhússins hafa aftur á móti drabbast niður við ræðuhöld og yfirlýsingar, nú síðast undir þremur ráðhernim menntamála, sem teljast yfirmenn leikhússins hverju sinni. Þeir ráðherrar sem hafa látið nefndir gera athuganir, jafnvel starfshópa, hvað sem það nú þýðir, á ástandi hússins, eru Sverrir Hermannsson, Birgir Isleif- ur Gunnarsson og nú síðast Svavar sjálfur Gestsson, sem auk þess að ætla að gera eitthvað fyrir Þjóð- leikhúsið áður en það hrynur yfir gesti, ætlar að koma Listaháskóla á fót og endurreisa Ríkisútvarpið úr dróma yfirmönnunar og dag- skrárleiða. Frekar í gegnum fjöll En fieiri eru að fást við stórátök en Svavar Gestsson. Meðráðherra hans, Steingrímur J. Sigfússon, studdi á dyrabjöllu í Ólafsfirði klæddur að hætti öreigaráðherra og hóf göng í gegnum Múlann upp á nær sjö hundruð milljónir. Mamma hans sagði honum að verða samgönguráðherra og áður en við er litið er hann farínn að tala um göng í gegnum aðskiljanleg fjöll á Austfjörðum. Það eru því litlar likur til þess að fé verði aflögu í bili til að bjarga leikhúsi þjóðar- innar frá hruni, eða fjárveitinga- nefnd verði knúin til að veita peninga til Listaháskóla. Hins veg- ar skaðar ekki að láta sig dreyma, eins og segir í frægum sönglaga- texta. Þegar stjórnarsáttmálinn er les- inn kemur f Ijós áætlun um að Ijúka byggingu Þjóðarbókhlöðu á næstu fjónim árum. Þetta er merkileg yfiriýsing og þörf, fáist einhver til að trúa henni. Það er búið að gefa svo margar yfirlýsingar um bygg- ingu Þjóðarbókhlöðu, allt frá því fyrir þjóðhátíð 1974, að engu skipt- ir svo sem hvort ný stjóm tekur upp á að raulajþetta gamla vöggu- Ijóð að nýju. I síðustu stjóm var lagður á sérstakur skattur til að geta lokið byggingu bókhlöðunnar sem sárvantar. Þessi skattur hefur verið innhcimtur síðan, en fjár- munir lentu i höndum fjárveitinga- nefndar og hafa síðan ekki mnnið til bókhlöðunnar, sem þó er skylt. Það er einmitt af þessum sökum, þ.e. vegna hins algjöra hirðuleysis um menningarstofnanir, sem því er haldið fram, að allar líkur eru til þess að Þjóðleikhúsið hrynji áður en fé til cndurreisnar þess fæst hjá fjárveitinganefnd, sem áreiðanlega er mikið skotnari í jarðgöngum í gegnum fjöll af því mamma sagði það. Meðvituð leikhús Þjóðleikhúsið sjálft er auðvitað ekki saklaust af þvi niðuriagi sem á það er fallið. í raun hefur enginn þjóðleikhússtjórí starfað þar síðan Guðlaugur Rósinkranz hætti. Leikritaval er með eindæmum óbermilegt og vekur hvergi áhuga, aðsókn dregst sainan, og svo illa er komið fyrir leikuram, að blaðafull- trúi hússins skrifaði rítstjóra hér í borg og lýsti yfir undran sinni út af misritun á nöfnum leikara undir myndum, og spurði með þjósti hvernig það væri: hvort blaðamenn væru svo vitlausir að þekkja ekki til nafna á frægum ieikuram. Þetta nafnabrengl var auðvitað leiðrétt, en það leiddi til umhugsunar um hvort blaðamönnum er skylt að vita deili á öllu því leikarastóði, sem nú er í umferð, og hverjir era frægir í þvi liði og hvar og hverjir ekki frægir. Síðasta verk í Þjóð- leikhúsinu, sem einhver ánægja var af að sjá var útfærsla á Vesa- Ungunum eftir Victor Hugo. Bæði Iðnó og Þjóðleikhúsið era orðin svo þjóðfélagslega meðvituð, að það verða jól og páskar hvenær sem fram kemur verk sem ekki er á sömu nótum og bðaverkstæði Badda og önnur ræflastykki handa hinum meðvituðu. Hluti af hruni Þjóðleikhússins er einmitt leikríta- valið, þarsem áhugasamir leikarar, sem tala mikinn um sósíalisma í matar og kaffihléum og era rosa- lega þjóðfélagslega meðvitaðir fyr- ir utan sérþekkingu á launaskölum, eru áhrífaaðilar um val á leikverk- um. Leikhúsgesti kemur auðvitað ekki við hverskonar innrætingu leikarar vilja ástunda, enda halda þeir að leikarar innrætingar eigi að vera á skrifstofum fagfélaga. Hundrað þúsund sýningarstundir á bðaverkstæði Badda breytir engu um það. En fyrst leikarar með meiningar út fyrír leiksviðið og slakir stjórnendur vilja vinna að því að almenningur missi áhuga á leikhúsi fylgir hitt á eftir, að enginn áhugi er á því að halda sbkum leikhúsbyggingum við. Spumingin er því sú, hvort bðaverkstæðin séu ckki hæfarí byggingar fyrír þá ör- eigalist sem nú er svo í hávegum cn hinn glæsilegi minnisvarði Guð- jóns Samúelssonar yfir íslenska list við Hverfisgötu. Ljóst er að hrynji Þjóðleikhúsið, þá er það að hluta vegna þess, að > húsinu fer fram starfsemi sem stendur ekki undir kastala stuðlabergsins. Garrí VÍTT OG BREITT Dýrkeypt bindindi 189. tölublað 69. árgangs Alþýð- ublaðsins er mikið pólitískt plagg, ber jafnvel keim af stórmennsku- brjálæði því það er prentað í Moggaupplagi og dreift um borg ogbý. í Alþýðublaði hinu stóra ber hæst viðtal við Jón Baldvin þar sem hann kryfur menn og málefni þeirra umbrotatíma sem hrista hann og skekja manna mest. Palla- dómar flokksforingjans um sam- ráðherra sína eru einsdæmi og illt er að greina á milli hvort þau eru pólitík eða bókmenntir. Jón Baldvin segir sína veraldar- sögu af síðustu ríkisstjórn og upp- lýsir það sem fæstir skiija, hvers vegna hún hrökk upp af standinum og ruglað íhald lenti í spássitúr úti á eyðimörkinni, þar sem jafnvel tainakassi Alþingis vill ekkert af því vita. Óhófleg bindindissemi Trúverðugasta skýringin á mis- sætti í siðustu ríkisstjóm og örlög- um hennar er óhófleg bindindis- semi. Utanríkisráðherra veður á súð- um þegar hann kveður upp sinn palladóm um Þorstein Pálsson og segir hann m.a. vera lokaðan og illa sýnt að laða að sér fólk og illa gekk honum að „beisla og samhæfa náunga eins og Steingrím og Jón Baldvin". Af innsýn og hyggjuviti sá Bryndís hvað landsfeðrunum leið og að ríkisreksturinn leið vegna þess hvað þeir voru þurrpumpuleg- ir hver við annan og hún vék sér að forsætisráðherra og gaf honum ráð: „Heyrðu Þorsteinn, af hverju dreg- ur þú ekki þessa stráka heim til þín og ferð á fyllirí með þeim?“ En Þorsteinn, sem hélt að stjórnmál samanstandi af vísitöl- um, prósentum og vergu hagfræð- ingasnakki, bar ekki gæfu til að skilja þegar talað var til hans af viti og honum ráðið heilt, og því fór sem fór. Og oftar voru Þorsteini gefin góð ráð, sem hann hafði ekki rænu á að fara eftir. „Ég sagði eitt sinn við Þorstein Pálsson að forsætisráðherra ætti aðallega að verja tíma sínum uppi í sóffa og nota símann... Hann þarf að vera íhugull, spekúlatífur." Þama gætir einhvers misskiln- ings hjá Jóni Baldvin. Er ekki fullfrekt að heimta að Finnbogi Rútur, föðurbróðir hans, persónu- gervist í Þorsteini Pálssyni né nein- um öðrum forsætisráðherra. Og Finnboga Rúti hefði aldrei látið sér detta í hug að rísa upp af sóffanum á Marbakka til að fara að vasast í stjómarráðinu. Langlífi framundan En hugmynd Bryndísar er góð. Þegar sjóða fer upp úr í stjórnar- samstarfi er upplagt að forsætisráð- herra bjóði óróaseggjum heim til sín á fyllirí. Sá galli er á núverandi stjórnar- samstarfi að formaður Alþýðu- bandalagsins er bindindismaður, en kann vel að vera með glöðum í góðum hóp og er sagður ekki lakari gleðimaður þegar svo ber undir en þeir sem dmkknastir verða. Því er það að sú stjómkænska sem stóra Alþýðublaðið boðar er í fullu gildi þótt einn og einn bind- indismaður leynist í ráðherraliði. Þegar nú liggur ljóst fyrir að síðasta stjóm, með allan sinn þingstyrk, sprakk á óhóflegu bind- indi ætti að vera auðvelt að koma fyrir að slíkt endurtaki sig og hafi Steingrímur lesið okkar nýkvikn- aða Marchiavelli ætti hann að geta setið á forsætisráðherrastóli eins lengi og hann lystir. En hvað hann Halldór góðvinur minn á Kirkjubóli hefur um stjórn- viskuna að segja vil ég helst ekki vita. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.