Tíminn - 14.10.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.10.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 14. október 1988 AÐ UTAN Kínverskur milljónamæringur sækir um inngöngu í flokkinn, en... Hvernig Liu græddi milljón með því að þræða f lokkslínuna Nú eru æðstu menn Kína í klípu. Á Kommúnistaflokkur- inn að veita manni sem er orðinn milljónamæringur vegna eigin framtaks inngöngu? Sá sem öllu fjaðrafokinu veldur er Liu Xigui, 33 ára gamall, grannvaxinn og taugaóstyrkur. Reyndar hefur hann ekkert breyst frá þeim tíma þegar hann var vörubfl- stjóri. Á árinu 1987 voru eignir hans orðnar samsvarandi einni milljón sterlingspunda og hann segist ætla að eignast 20 milljónir sterlingspunda í viðbót áður en hann hættir störfum í vörubflafyrirtækinu, sem hann sjálfur kom á fót. En þá ætlar hann líka að njóta lífsins og ferðast. Lifnaðarhættir hans nú eru íburðarmiklir á kínverska vísu. Hann á sitt eigið heimili, tvo bíla, litasjónvarp og ísskáp, og hann og kona hans borða úti á hverjum einasta degi. Það liggur ekki ljóst fyrir hvað kom honum til að sækja um inngöngu í Kommúnistaflokk- inn á árinu 1985. Sjálfur segir hann aðspurður að hraðferð hans frá fátækt til auðæfa og velgengni megi þakka nýrri stefnu kínverska Kommúnistaflokksins og þar af leiðandi væri ekki nema sjálfsagt að hann yrði í forystusveit flokksins. En greinilega eru 'ekki allir á sama máli. Áköf umræða hefur farið fram um hann meðal þjóðar-' innar og sýnir það hversu miklar breytingar hafa átt sér stað í Kína í kjölfar endurbótastefnu Deng Xiaoping, leiðtoga landsins. Nú er í Kína fjöldi fólks sem getur talið persónulegar eignir sínar í svipuð- um tölum og Liu. Flestir þeirra leggja sig reyndar í líma við að halda þessum auði leyndum, þar sem milljónamæringar eru litnir hornauga og af mikilli tortryggni í landi þar sem meðalmánaðartekjur eru um 1560 kr. En Liu er ekkert á því að leyna því að hann er stórauðugur. Hann hefur gefið stórfé til góðra verka, svo sem til skólans í þorpinu sínu og annarra verðugra verkefna. Það er helst að sjá að aðrar Deng Xiaoping vildi koma á um- bótum í Kína og Liu fór að ráðum foringjans. Nú eru kommúnista- forkólfarnir tvístígandi um hvort Liu fái inngöngu í flokkinn. ástæður liggi að baki hegðunar hans, sem svo sannarlega er önnur en fjöldans. Ein skýringin er sögð sú að hann hafi sterkan vilja tii að tryggja sinn eigin hag. Þar sem stefna flokksins hafi umsnúist svo oft á liðnum áratugum virðist Liu hafa tekið þann pól í hæðina að hann nyti betri verndar innan ráð- andi stjórnmálaflokks en utan. Enn mikilvægari er sú staðreynd að mál hans er orðið að máli þjóðarinnar allrar og gefur það til kynna að hann eigi sér valdamikla stuðningsmenn úr röðum umbóta- sinna. Engu að síður hefur tilraun hans til að fá inngöngu í flokkinn ekki borið árangur enn, eftir þrjú ár. Flokksforingjarnir í Liaoning- hér- aði, heimahéraði Lius þar sem eru höfuðstöðvar iðnaðar í Kína, eru ekki á einu máli um hvort hann sé tækur í flokk öreiganna. Sumir líta svo á að Liu sé atvinnurekandi og mergsjúgi verkamenn. Aðrir gætu vel hugsað sér að komast í hóp yfirmanna hjá fyrirtæki hans og þiggja þau laun sem þar eru greidd, en 53 af 260 manns á launaskrá Lius fá yfir 110.000 yuan í árslaun, eða því sem næst 10 sinnum meira en meðalárslaun eru í Kína. Saga Lius er alger andstæða þess sem gerðist þegar kínverskt þjóð- félag var undirorpið menningar- byltingunni. Þá leyfðist engum ein- staklingi að eiga eigið fyrirtæki. Fjölskyldur í Liaoning-héraði, sem er í norðausturhluta landsins, unnu sér inn „vinnupunkta" á hrís- grjónaökrunum og hlutu laun sem nægðu til að skrimta og smámatar- skammta. Þegar kom fram á árið 1977 var ástandið ívið betra. Þá var fjöl- skyldum leyft að eiga nokkurn bústofn. Liu seldi blóð 30 sinnum til að geta keypt svín. Þegar Deng hófst handa um endurbætur rétt fyrir 1980 með því að losa um samyrkjubúaformið og leyfa einkarekstur, var Liu ekki seinn að nota tækifærið. Þegar hann lét til skarar skríða var það gegn ráðum bræðra hans og for- eldra. Eina manneskjan sem studdi hann var kona hans, segir hann. Fyrst keyrði Liu lítinn vörubíl og það tók hann skamman tíma að vinna sér inn nógu mikla peninga til að kaupa bílinn. Síðan eignaðist hann annan bíl, og enn einn. „Þetta hlóð utan á sig eins og snjóbolti,“ sagði hann. Nú á Liu 48 vörubíla og bræður hans 4 eru meðal yfirmanna við fyrirtækið. Hann rekur fyrirtækið með því kapitalistafrumkvæði sem umbótasinnaða forystan í Kína vill örva en gengur illa að koma ríkis- fyrirtækjum í skilning um. Hungursneyð í Súdan: Hjálparstofnanir hafa þagað þunnu hljóði af pólitískum ástæðum Alþjóðlegar hjálparstofnanir og stjórnvöld í vestrænum ríkjum hafa haft lágt um hve umfangsmikill sorgarleikurinn í suðurhluta Súdans er, þar sem tugir þúsunda manna hafa orðið fórnarlömb hungursneyðar og borgarastyrjaldar. Þessi þögn hefur ríkt í meira en ár að sögn ýmissa starfsmanna hjálparstofnana. Nú er augljóst að fólksfækkunin í suðurhéruðum landsins, þar sem borgarastyrjöld hefur geisað í meira en áratug, er jafnvel enn meiri sorgarsaga en hungursneyðin í Eþíópíu 1984. Stjórnvöld í Eþíópíu voru gagnrýnd - hvers vegna ekki stjórnin í Súdan? En hjálparstofnanir hafa þagað þunnu hljóði af ótta við að þær yrðu reknar úr landi eða yrðu að sæta öðrum refsingum sem gætu hindrað stórlega starf þeirra til aðstoðar sunnanmönnum. Stjórn- völd á Vesturlöndum voru fljót að grípa til gagnrýni á marxisku yfir- völdin í Eþíópíu fyrir hvernig þau stóðu að lausn á hungursneyðinni. En þau hafa verið treg til að setja út á stjórnvöld í Súdan, sem eru hliðholl Vesturlöndum. Starfsmaður hjálparstofnunar í Khartúm segir að starfsbræður hans hafi þagað um hversu stór- kostlegur harmleikur eigi sér stað í landinu „vegna stjórnmálalegrar hentistefnu" og vegna þess að þeir skömmuðust sín fyrir að takast ekki að koma hjálparvarningi til þeirra staða þar sem hans er mest þörf. Þessir starfsmenn hjálparstofn- ana segja að sú aðstoð sem hefur borist frá Vesturlöndum á þessu ári hafi ekki komist til þeirra sem mest þurfa á henni að halda. Og nú hafa talsmenn hjálparstofnananna loks tjáð sig opinberlega um um- fang neyðarinnar. í yfir eitt ár hafa þeir komið sér undan því að draga athygli að þeim hörmungum sem eiga sér stað í suðurhéruðum Súdans og eiga að miklu leyti rót sína að rekja til borgarastríðsins milli stjórnarhers- ins og uppreisnarmanna af Dinka ættbálki. Loks birt skýrsla Fyrir rúmum tveim mánuðum voru birtar niðurstöður úr fyrstu rannsókninni á manndrápum og hungursneyð í Suður-Súdan. Hún er unnin úr gögnum vestrænna manna og nokkurra Súdana sem heppnaðist að rjúfa þann leynd- armúr sem súdönsk yfirvöld hafa byggt um ástandið í suðurhluta landsins. En að mati hjálparstofn- anastarfsmanna er umfang neyðar- innar slíkt að 80% íbúa landshlut- ans, sem áður töldust 6 milljónir, hafa flúið heimili sín og gengið mörg hundruð mílna leið í leit að skjóli í bæjum norðar í Súdan, og einnig í Eþíópíu og Úganda. í fyrstu voru talsmenn alþjóð- legra stofnana tregir til að ræða innihald skýrslunnar þar sem þeir óttuðust að starfsmenn þeirra yrðu þá fyrir árásum. Ekki dró það úr á þessum ótta þegar 5 Bretar, þ.á m. 2 starfsmenn hjálparstofnana, voru drepnir í sprengjuárás á hótel í Khartúm í maí sl. Dinka-menn hafa orðið verst úti Mest hefur mannfallið verið meðal Dinka ættbálksins, en stríðs- Það er ekki óalgengt að súdanskar mæður selji syni sína til að geta keypt mat fyrir aðra í fjölskyld- unni. En þá er hungurvofan orðin ískyggilega nærgöngul. menn úr þeirra hópi voru liðsmenn í nýlenduherjum Breta á sínum tíma. Þeir eru nú meginstyrkur Frelsishers súdönsku þjóðarinnar (SPLA), sem nú hefur 40.000 menn innan sinna vébanda og berst fyrir aðskilnaði suðurhluta landsins frá súdanska ríkinu. 1. maí sl. birtist í The Sunday Times viðtal við sænskan trúboða sem skýrði frá því að hann hefði séð flóttafólk við landamæri Eþí- ópíu sem „liti út eins og gangandi beinagrindur". Á þessum slóðum sagði trúboðinn að væru saman- komnir 266.000 grindhoraðir Dinkar í fernum búðum og rétt utan búðanna væru hraukar af líkum félaga þeirra. Hann sagði líka að fréttir væru á sveimi um að vopnaðar sveitir hefðu drepið 20.000 manns í Dinkahéraðinu Bahr el Ghazal og að yfir 50.000 stúlkur hefðu verið hnepptar í þrældóm. Hann sagðist álíta að 20.000 af 60.000 drengjum á aldrinum 5 til 15 ára, sem hefðu komist undan fjöldamorðinu, hefðu dáið á göngunni til Eþíópíu. Sagt er að mæður af Dinka þjóðflokki selji bændum eldri syni sína til að kaupa mat og fargjald á öruggari stað fyrir aðra meðlimi fjölskyldunnar. Söluverð drengj- anna er að meðaltali 37 ensk sterl- ingspund fyrir hvern þeirra. Vonir um úrbætur vöknuðu í vor - eru farnar að kulna Vonir vöknuðu í þessum hrjáðu héruðum í maí í vor um að gripið yrði til aðgerða til að draga úr þjáningum fólksins, en þá sam- þykkti Sadiq al Mahdi, forsætisráð- herra Súdans, að leyfa tveim læknasveitum frá Rauða krossin- um að heimsækja suðurhéruðin. En enn í dag bíða læknarnir eftir því að fá endanlegt leyfi til farar- innar. Hið gífurlega umfang neyðar- innar hefur orðið til þess að hjálp- arstofnanimar eru nú farnar að íhuga að hafa samskot á þeim úrræðum sem þær hafa yfir að ráða og taka upp loftflutninga til neyð- arsvæðanna. Fæðuskortur er líka gífurlegur. Þó liggja birgðir af neyðarvarningi í lestarvögnum sem sitja fastir nokkrum mílum austar neyðar- svæðanna. Og enn heldur fólk áfram að hrynja niður, 270 á viku við E1 Meiram í héraðinu Kordofan, og 100 á dag í Aweil í Bahr el Ghazal. Flestir hinna látnu eru mjög ung börn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.