Tíminn - 14.10.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.10.1988, Blaðsíða 13
Föstudagur 14. október 1988 Tíminn 13 llllllllllllllllllllllllllll ÚTLÖND lllllllllllllllllllllllllllllllllinilll Torínó: Líkklæði Krists voru ekki líkklæði Krists Hín frægu líkklæði Krists sem kennd hafa verið við Tórínó eru alls ekki líkklæði Krists. Það var Ana- stasio Ballestrero kardínáli í Torinó sem skýrði frá þessum sorgartíðind- um, en hávísindalegum aldursgrein- ingum þriggja viðurkenndra vísinda- stofnana í Englandi, Sviss og Banda- ríkjunum ber saman um að klæðið sé ofið á árunum 1260 til 1390. Þar með ætti að vera endi bundinn á aldalangar deilur vísindamanna og annarra um eðli líkklæðanna. Reyndareru taldir5% möguleikar á að aldursgreining vísindastofnan- anna þriggja sé röng og kraftaverk hafa gerst á minni líkum í gegnum tíðina. Svo hinir heittrúuðustu geta enn haldið í hálmstráið í þeim efnum. Hin gulnuðu klæði hafa verið helsti helgidómur dómkirkjunnar í Torínó um aldir, en á klæðunum hefur verið dauf mannsmynd sém sýndi skeggjaðan mann er þjáðist af samskonar sárum og Kristur var særður meðan á krossfestingunni stóð. Töldu menn að mannsmyndin hefði myndast vegna útgeislunar Krists þegar hann reis upp frá dauð- um á þriðja degi eins og segir í guðspjöllunum. Það var í aprílmánuði síðastliðn- um sem þrír bútar úr líkklæðinu voru sendir til kolefnagreiningar í hinum þrem vísindastofnunum. Með þeim voru einnig sendar pjötlur úr öðrum klæðum frá elleftu til fjór- tándu öld og vissu rannsóknar- mennirnir ekki hvaða pjötlur voru hvað. Aldursgreiningamar voru all- ar samhljóða um aldur klæðisins, enginn bútur var eldri en frá elleftu öld. Vísindamenn hafa viljað fá að Nú hefur verið sannað að klæðin frá Tórínó sem talin voru líkklæði Krists eru ekki líkklæði Krists þar sem þau voru ofin á tímabilinu 1260 til 1390, en Kristur var krossfestur nokkru fyrr. aldursgreina klæðin um áratuga- skeið en kirkjuyfirvöld hafa ekki viljað láta vísindin skera úr um aldur klæðanna fyrr en nú. Líkklæðin hafa í gegnum aldirnar verið geymd í silfurskríni í dóm- kirkjunni í Tórínó þar sem fólk hefur komið í þúsundatali að skoða helgidóminn. Líkklæðin munu áfr- am verða geymd í dómkirkjunni sem einn helsti dýrgripur hennar þó klæðin séu ekki „nema“ frá því á miðöldum og myndin sé ekki mynd- uð af útgeislun Krists. Klæðin eru merkileg þrátt fyrir það. |B Rannsóknarnefnd skilar áliti eftir tíð járnbrautarslys: Oryggisreglur sovésku járnbrautanna hertar Mjög hertar öryggisreglur járnbrauta í Sovétríkjunum eru nauðsynlegar þegar í stað. Þetta er niðurstaða rannsóknar- nefndar er sett var á fót eftir að lest fuli af sprengiefni fór út af teinunum og lagði hluta bæjarins Sverdlovsk í rúst á dögunum. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að handvömm verkamanna járnbrautanna væri or- sök lestarslyssins í Sverdlovsk, en það slys kostaði fimm manns lífið auk þess sem á níunda hundrað manns slösuðust. í skýrslu nefndar- innar kemur í ljós að öryggisreglur voru þverbrotnar þegar jámbrautar- lestin var flutt til á jámbrautarstöð- inni í bænum, auk þess sem ekki var gengið rétt frá hættulegum farmin- um í lestarvögnunum. Telur nefndin ekki það einasta að herða þurfi öryggisreglumar heldur komi til greina að banna lestum er flytja hættulegan farm að aka í gegnum þéttbýliskjama og erilsamar braut- arstöðvar. Sprengingin í Sverdlovsk var eng- in smásprenging, því heimili rúm- lega ellefuhundruð manns vom rúst- ir einar eftir að röng brautarskipting sendi sprengjulestina beint í fang kolalestar rétt fyrir dögun 4. októ- ber. Um eitthundrað verslanir og fjöldi bygginga eyðilögðust í spreng- ingunni. Alls hafa 123 látist í Iestarslysum í Sovétríkjunum á undanförnum mánuðum. í júní létust rúmlega áttatíu manns þegar önnur lest, einnig full af sprengiefni sprakk í loft upp á lestarstöðinni í Arzamaz, iðnaðarborg austur af Moskvu. í ágúst létust síðan tuttugu og átta í farþegalestarslysi. Úthlutaö úr dýnamítsjóði Alfreös Nóbels: , NAGUIB MAHFOUZ FEKK BÓKMENNTAVERDLAUNIN Egypski rithöfundurinn Naguib Mahfouz hlýtur bókmenntaverð- laun Nóbels árið 1988. Er hann fyrsti rithöfundurinn sem ritar á arabísku sem hlýtur þessa viður- kenningu. Sænska bókmenntaaka- demían sem hefur það hlutverk með höndum að útnefna bók- menntaverðlaunahafa Nóbels op- inberaði val sitt í gær. f umsögn hennar segir að hinn 77 ára rithöf- undur hljóti verðlaunin fyrir „verk rík af blæbrigðum, kristaltærum raunveruleika og margræðni". Naguib fær sem samsvarar um 20 milljónir í sinn hlut auk upp- hefðarinnar og aukinnar frægðar sem þessi útnefning veitir. „Verk hans tala fyrir okkur öll,“ sagði í umsögn sænsku bókmennta- akademíunnar sem oft á tíðum hefur vakið athygli fyrir óvæntar og sérstæðar útnefningar. Útnefn- ing Naguibs Mahfouz er ein þeirra sem kemur verulega á óvart, en sögur höfðu gengið fjöllum hærra um að kvenmaður fengi bók- menntaverðlaun Nóbels í ár, en ekki hafði hvarflað að neinum að Egypti yrði sá er dytti í lukkupott- inn. Hafnarfjörður Páll Pétursson ræðir baksvið stjórnmálaumróts síðustu mánaða og spáir í framtiðina á fundi í Hafnarfirði þriðjudagskvöldið 18. þ.m. kl. 21 að Hverfisgötu 25. Fundur, opinn öllum liðsmönnum Framsóknarflokksins, verður hald- inn af Fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði þriðjudaginn 18. október að Hverfisgötu 25. Fundarefni: I. Innri mál, kl. 20.30 til 21. Formaður fulltrúaráðsins setur fundinn og kynnir fulltrúaráðsmönnum m.a. tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum, sem fyrirhugað er að leggja fyrir aðalfund fulltrúaráðs- ins, sem haldinn verður í byrjun nóvember. Formaður Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Reykjaneskjör- dæmi ræðir um undirbúning Kjördæmisþings, sem haldið verður sunnudaginn 13. nóvember, og flokksþings, sem haldið verður dagana 18. til 20. nóvember. II. Stjórnmálaumræður. Páll Pétursson þingflokksformaður mætir kl. 21 og ræðir m.a. ástæður stjórnarslita, myndun og stefnumörkun nýrrar ríkisstjómar og viðfangsefnin á nýbyrjuðu þingi. Má vera að frummælandi og framkvæmdastjóri fulltrúaráðsins lumi á einhverjum stjórnarmyndunar-kveðskap og þingvísum handa mönnum með kaffinu. Almennar umræður og fyrirspurnir meðan kvöldið endist. Brýnt er fyrir fulltrúaráðsmönnum að mæta stundvíslega kl. 20.30 og öðrum fundarmönnum að mæta eigi síðar en kl. 21. Stjórnin Framsóknarfélag Kjósarsýslu Fundarboð Aðalfundur Framsóknarfélags Kjósarsýslu verður haldinn að Hlé- garði, Mosfellsbæ, sunnudaginn 23. okt. n.k. kl. 17.00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, þar með talið kjör fulltrúa á kjördætnisþing og flokksþing. Kjör heiðursfélaga. Að aðalfundi loknum er gert hlé til skrafs og viðræðna til kl. 19.00, en þá hefst kvöldverður. Matseðillinn býður upp á: Blómkálssúpu, lambalæri (Bernaise) og kaffi á eftir. Verð er kr. 1.595,00. Gestir fundarins verða: Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra Jóhann Einvarðsson, alþingismaður, og eiginkonur þeirra. Fólki, sem ekki hefur tök á að sitja aðalfundinn, er bent á, að það er velkomið til kvöldverðarins. Vinsamlega hafið samband vegna matarpantana eigi síðar en þremur dögun^fyrir aðalfundinn við: Gylfa, vs. 985-20042, hs. 666442. Helga, vs. 82811, 985-21719, hs. 666911. Stjórnin Sunnlendingar - viðtalstími Guðni Ágústsson alþingismaður verður til viðtals á eftirtöldum stöðum föstudaginn 14. október n.k.: Selfossi að Eyrarvegi 15 frá kl. 10 til 12, sími 98-22547. . ' Hvolsvelli að Hlíðarenda frá kl. 15 til 17, sími 98-78187. Árnesingar Hin árlega 3ja kvölda framsóknarvist Framsóknarfélags Árnessýslu hefst föstudaginn 21. okt. n.k. kl. 21.00 að Flúðum, föstudaginn 28. okt. I Þjórsárveri og lýkur 11. nóv. í Aratungu. Aðalvinningur er ferð fyrir 2 með Samvinnuferðum/Landsýn. Einnig vegleg kvöldverðarlaun. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Framsóknarfélags Árnessýslu verður haldinn að Eyrar- vegi 15, Selfossi þriðjudaginn 25. okt., n.k. kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar. önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur launþegaráðs Aðalfundur launþegaráös framsóknarmanna í Suðurlandskjördæmi verður haldinn laugardaginn 15. okt. kl. 14, að Eyrarvegi 15, Selfossi. Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar, kosning fulltrúa á kjördæm- isþing og önnur mál. Stjórnin. Norðurlandskjördæmi vestra Kjördæmisþing verður haldið dagana 29. til 30. okt. n.k. I félagsheimil- inu á Blönduósi. Þingið hefst kl. 14. Dagskrá auglýst síðar. KFNV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.