Tíminn - 14.10.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.10.1988, Blaðsíða 9
Föstudagur 14. október 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR llllllll l!lillllllll!l!!!!llll!llllll!lll!ill!!!!llll Guöjón V. Guöjónsson: I tilefni af útvarpserindi Nýlega var fluttur þáttur um ísrael í Ríkisútvarpinu í samantekt Árna Sigurðssonar; ég held ég fari rétt með nafnið. Ekki veit ég deili á manni þessum enda skiftir það að sjálfsögðu ekki máli, en hitt skiftir máli og er reyndar mjög alvarlegur hlutur, þegar gróflega er sneitt hjá mikilvægum staðreyndum og þeir ofbeldismenn er ráða ríkjum nú og fyrrum eru bókstaflega lofsungnir. Það er brot á hlutleysisstefnu útvarpsins þegar svona áróður er fluttur þar á bæ. Það fór lítið fyrir þeirri sorglegu staðreynd að Ísraelsríki var stofnað með því að leggja annað ríki í rúst. Það land er í dag nefnist ísrael hét áður Palestína og íbúarnir Palest- ínuarabar sem höfðu búið í þessu landi mann fram af manni öldum saman. Þegar Bretar, sem fóru með stjórn mála þeirra, tóku þá ákvörðun að heimila gyðingum að hefja landnám í Palestínu þá voru þeir ekki að hafa fyrir því að spyrja íbúana álits á þessari ákvörðun. Allt frá upphafi landnáms sýndu gyðingarnir fádæma hroka og fyrir- litningu á frumbyggjunum, þeir vildu ekki blanda geði við þá, meinuðu þeim atvinnu, þátttöku í verkalýðsfélögum, samyrkjubúum og stjórnmálaflokkum og versluðu ekki við þá. Palestínuarabar mótmæltu aftur og aftur síaukunum innflutningi gyðinga. Óeirðir voru tíðar milli hópanna. Bretar gengu milli bols og höfuðs á Palestínumönnum í uppreisnum á árunum 1936-9 og drápu að eigin sögn um 3000 þeirra. Samkvæmt öðrum heimild- um féllu mun fleiri; allt að 30.000 segja sumar heimildir. Barátta gyðinga fyrir stofnun eigin ríkis í Palestínu snerist smám saman gegn bresku umboðsstjórn- inni. Hryðjuverkasamtökin Stern og Trgun, er lutu foyrstu Menac- hems Begin og Jitshaks Shamir, sem seinna urðu forsætisráðherrar ísraels, frömdu mörg ódæðisverk á breskum her og lögreglumönnum svo og óbreyttum borgurum t.d. með því að sprengja hótelið Davíð konungur og með morði á sátta- semjara SÞ Bernadotte greifa árið 1946, en sá maður vann gott og göfugt starf. Þegar seinni heims-, styrjöldin geisaði bjargaði hann mörgum föngum úr klóm nasist- anna. Þann 29. nóv. 1949 lögðu SÞ til að Palestínu yrði skift milli að- fluttra gyðinga og hinna arabísku íbúa landsins. Menn gæti að því að á þessum tíma átti stór hluti mann- kynsins ekki fulltrúa hjá þessum samtökum enda undir oki annarra og réðu engu um sín eigin mál hvað þá nokkru á alþjóðavettvangi. Þeg- ar SÞ lögðu til þessa skiftingu á landinu þá voru gyðingarnir ekki nema rétt þriðjungur íbúanna þrátt fyrir stanslausan straum til landsins, eða um 600.000, en ar- abarnir 1,2 milljónir og taki menn nú vel eftir; gyðingarnir áttu að fá rúman helming landsins. Hvílíkt himinhrópandi ranglæti! Ekki sá höfundur útvarpserindisins ástæðu til að fjalla um þessa óhugnanlegu staðreynd. Arabaríkin, sem þá voru hinn opinberi málsvari Palest- ínumanna, höfnuðu vitanlega al- gerlega þessari yfirgengilegu ákvörðun og lýstu því þegar yfir að þau myndu grípa til vopna og hindra að þetta óréttlæti næði fram að ganga. í stríðinu sem stóð 1947-8 fóru arabaríkin halloka enda gyðing- arnir mun betur þjálfaðir og höfðu yfir ógrynni vopna að ráða - og það sem réði úrslitum - með Bandarík- in á bak við sig. Um ein milljón Palestínumanna var hrakin úr landi á þessum ógnartímum og gerð að flóttamönnum og heimili þeirra lögð í rúst. í nefndu útvarpserindi fór höf- undur mörgum orðum um Ben Gurion fyrrum leiðtoga ísraels. Hann hefði átt að vitna í eftirfar- andi orð leiðtogans er hann við- hafði eitt sinn sem oftar: „Væri ég arabískur leiðtogi, myndi ég aldrei undirrita samkomulag við Israel. Það er eðlilegt, við höfum tekið land þeirra. Það hefur verið gyð- ingahatur, nasistarnir, Hitler, Auswitz, en var það þeirra sök? Þeir sjá aðeins eitt, við komum og stálum landi þeirra, hví skyldu þeir sætta sig við það." Svo mörg voru þau orð. f títt nefndu útvarpserindi var farið mörgum orðum um stuðn- ing íslands við stofnun fsraelsríkis og inngöngu þess í SÞ. Það er og verður þeim íslendingum, er studdu það ranglæti, til ævarandi skammar. Þegar innganga ísraels í SÞ var samþykkt var það bundið þeim skilyrðum að þeir Palestínu- menn, er þess óskuðu, fengju að snúa heim. Ályktun þessa efnis hefur verið samþykkt æ ofan í æ á þingurn samtakanna. Ísraelsríki hefur hundsað allar þessar ályktan- ir, því markmið þess er og hefur alltaf verið að tryggja full yfirráð gyðinga í landinu. Með þessu brýtur ísrael eina helgustu grein mannréttindasáttmála SÞ þess efnis, að hver maður á rétt til að yfirgefa og að hverfa aftur til síns heimalands. Þegar samið var um vopnahlé milli herja araba og ísraela árið 1949 hafði gyðingaríkið bætt við sig 11% af flatarmáli Palestínu umfram það sem SÞ úthlutuðu gyðingum með ályktun sinni í nóv- ember 1947 og var þá orðið 67% af flatarmáli allrar Palestínu. Árið 1955 réðist Ísraelsríki á Ghaza- svæðið, árið 1956 á Egyptaland. Árið 1967 réðst Ísraelsríki aftur fyrirvaralaust á nágranna sína og hertók allt land Palestínu svo og stór landssvæði í Sýrlandi, Jórdan- íu og Egyptalandi. f lok títt nefnds útvarpserindis var viðtai við nokkra fsraelsmenn og vitanlega viðurkenndu þeir ekki að neitt ranglæti hefði verið framið, en sem betur fer er allstór hópur ísraelsmanna, sem viður- kennir opinberlega að stefna stjórnvalda og meginþorra lands- manna sé röng og að Palestínu- menn verði að fá að stofna sitt eigið ríki. Þessi hópur vex hægt og sígandi en hvort hann verður nógu öflugur til að hafa veruleg áhrif getur sjálfsagt enginn svarað á þessu stigi, það eru meira að segja þingmenn þar í landi sem berjast gegn ódæðisverkunum sem stöðugt eru framin á Palestínufólkinu. Þingmaður að nafni Yossi Sarid sagði eitt sinn í ræðu á þinginu meðal annars: „Sumir mótmæl- enda eru barðir löngu eftir hand- töku og aðrir rifnir út af heimilum sínum og barðir án þess að hafa nokkuð til saka unnið." Annar þingmaður, Yari Tzaban að nafni, heldur því fram að ísraelskum menntaskólanemum hafi verið boðið að misþyrma palestínskum föngum á meðan nemarnir voru við herþjálfun á landssvæði vestan Jórdanárinnar; nokkrir hafi þáð boðið. Þetta kemur ennfremur fram í viðtali við pilt í dagblaðinu Hadashot. Piltur þessi Yuval Afl- alo segir frá: „Við komum auga á þrjá araba sem voru bundnir á höndum og fótum, einnig var bundið fyrir augu þeirra. Við spurðum hermann hvort við mætt- um berja þá að vild og hann svaraði vitaskuld „Hví ekki það“. Eftir kvöldmat kom ég auga á fangann... ég tók bindið frá augum hans og kýldi hann í andlitið. Hann grátbað mig að berja sig ekki og þá fór ég og sótti kylfu og sló hann með henni í andlitið. Annar fangi æpti. Nú fauk í mig. Ég tók járnstykki og barði hann í klessu. Hann var eins og grautur, eiginlega • kjöt og beinaklessa, þegar ég hafði lokið mér af.“ Þetta er hluti úr lýsingu hins ísraelska æskumanns. Gyðingum víða um heim ofbýð- ur framferði ísraelsmanna gagn- vart Palestínufólkinu, t.d. segir Sara Roy, sem er bandarískur gyðingur og starfar við Harvard- háskóla, meðal annars á einum stað. „Við getum ekki varðveitt okkar minni með því að afneita minningu Palestínumanna. Um leið og við neituðum að vera áfram fórnarlömb sögunnar gerðum við aðra að fórnarlömbum og þegar við neitum að horfast í augu við þetta þá gerist ekki annað en við verðum fórnarlömb á nýjan leik.“ Gyðingurinn og skáldið Erich Fri- ed sendi ísraelsmönnum kveðju í ávarpi er hann kallar „Gyðingur ávarpar stríðsmenn síonista“, en þar segir meðal annars: „Viljið þið nú beita aðra sömu gömlu pynting- unum, blóði drifnum saurugu brögðunum með ruddalegri nautn pyndaranna sem feður okkar máttu þola?“ Höfundur útvarpserindisins forðaðist að vitna í þetta fólk eða aðra gyðinga, sem ofbýður grimmd ísraelsku dátanna og hún er ekki orðum aukin. íslenskur blaðamaður var á ferð á svæðunum vestan Jórdan og í Ghaza fyrir nokkrum mánuðum og segir í blaðagrein m.a. „Ég hef fylgst með þessu máli í gegnum fjölmiðla um árabil og skrifað um það fjölmarga fréttapistla og grein- ar. Veruleikinn kom hinsvegar yfir mig eins og köld vatnsgusa. Hvern- ig var þetta mögulegt? Ég sá fórn- arlömb barsmíðanna sem ísraels- her beitir gegn aröbum. Ég hitti limlest börn, ekkjur og sveltandi flóttamenn. Ég sá hermenn beita skotvopnum gegn börnum og ungl- ingunt og ég sá táragasskýin leggj- ast yfir flóttamannabúðirnar. Ég sá heimili sem höfðu verið lögð undir jarðýtur, ég hitti menn sem höfðu sætt misþyrmingum í fanga- búðum herstjórnarinnar og ég heyrði óteljandi sögur af óhæfu- verkum ísraelska hersins." Þetta er í reynd ásjóna ísraels- ríkis, þó margir reyni að sýna annað. IIIIIIIIIIIHHIll veidimahiihi- .;;iiiiiiiiii;;ii':' .:íí;:;;íi:ii:b"- ,.!|||II!II'- ............................... ................................................... ............................................................. ............................................................ .......................................- .................................. ........................................... ............................................................................................... Danskir fiskibátar við sjóræn- ingjaveiðar á laxi í Atlantshaf i Fyrir nokkru komst upp um töluvert umfangsmiklar laxveiðar á alþjóðlegu svæði í Norður-Atlantshafi út af Noregi. Talið er að þessar veiðar hafi verið stundaðar um langt skeið. Koma við þessa sögu sex danskir fiskibátar með danska fiskimenn innanborðs, sem höfðu veríð leigðir til þríggja félaga í Panama. Það voru danskir tollverðir, sem komu upp um þessar ólöglegu lax- veiðar þegar „Panama“ laxinn var fluttur til Danmerkur, sem hafði verið landað í Þýskalandi. Er talið að verðmæti aflans sé um 20 milljón- ir danskra króna. Kom þetta illa við dönsk yfirvöld, sem líta þetta mál alvarlegum aug- um. Á sínum tíma undirrituðu Danir alþjóðlegan samning um verndun Atlantshafslaxins í úthafinu. Fyrr á þessu ári var uppi orðrómur um, að stundaðar væru ólöglegar laxveiðar á norðanverðu Atlantshafi og mun íslenska landhelgisgæslan hafa verið beðin um að huga að þessu. En veiðislóðirnar, sem dönsku fiskibátamir stunduðu sjó- ræningaveiðar á, eru býsna fjarri Islandi, enda í hafinu út af strönd Noregs. Algert laxveiðibann í norðurhiuta Noregs eftir miðjan ágústmánuð Norsk stofnun sem fer með mál- efni nýtingar náttúruauðlinda beitti sér fyrir því seinni hluta sumars að algert laxveiðibann kæmi á svæðið frá Hörðalandi og norður til Finn- merkur. Var gripið til þessa örþrifa- ráðs til að bjarga laxastofnunum á þessu svæði. En veiðin hafði verið ákaflega rýr í sumar. Eins og kunnugt er, hefur verið ákveðið í Noregi að banna rekneta- veiðar á laxi frá og með árinu 1989 og reyndar þurfa þeir sem stundað hafa veiðiskap í svonefndar kílanæt- ur við ströndina að sækja um leyfi til áframhaldandi veiða. Það eru því þeir landlausu sem missa atvinnuna Talið er að danskir fiskibátar hafi við laxveiðar í sjó. Allt er þetta gert til þess að styrkja laxastofnana í ánum, sem hafa orðið veitt lax á svæði merkt X. fyrir töluverðum skakkaföllum vegna ofveiði, sníkjudýrsins, sem hefur þegar náð til 32 norskra lax- veiðiáa og drepið nær allan stofninn og síðan kemur súrt regn við þessa sögu. Þá er ótalinn kvíalaxinn, sem sleppur úr kvíunum, en talið er að 13% af laxi í norskum ám séu komin úr kvíunum. Óttast menn erfða- mengun af þessum sökum, ekki síst þar sem villti stofninn sé mjög veik- ur. Ráðstafanir sem gripið hefur verið til eru því til þess ætlaðar að styrkja laxastofninn og draga þannig úr erfðamengunarhættunni. Töluverðar deilur hafa verið í , Noregi vegna laxveiðibannsins og telja landlausir laxveiðimenn sig vera beitta órétti þar sem þeir hafi haft þennan veiðiskap að atvinnu og geti ekki horfið að öðru, þar sem veiðar á öðrum fiskum í sjó séu ekki í því ástandi að mikið sé þar að hafa. Það er athyglisvert að fylgjast með því sem er að gerast í Noregi í laxveiðimálum. Þar hefur um langt skeið verið tekið 85% af laxinum í sjó eða við strendur landsins, en aðeins um 15% í ánum. Nú eru horfur á að breyting verði á þessu í þá veru fyrst að styrkja stofnana í ánum og síðan væntanlega að auka hlutdeild ánna í veiðinni. Þetta gerist ekki átakalaust, eins og reynslan sýnir. En víst er, að þessi verðmæta auðlind gefur meira af sér með nýtingu í ánum heldur en að afli sé tekinn í sjó eða við ströndina, eins og dæmin sanna hér á landi. eh.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.