Tíminn - 14.10.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.10.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föötudagur 14. október 1988 29. Kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi haldið í Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum dagana 14.-15. október 1988 Dagskrá: Föstudagur 14. október. 1. kl. 20:00 Þingsetning. 2. kl. 20:05 Kosning þingforseta og ritara. 3. kl. 20:10 Kosning Kjörbréfanefndar nefndar. 4. kl. 20:15 Skýrslur og reikningar. a. skýrsla stjórnar KSFA b. gjaldkera KSFA c. Austra d. starfsemi LFK innan KSFA e. frá aðildarfélögum KSFA 5. kl. 20:50 Umræður um skýrslur og afgreiðsla. 6. kl. 21.10 Ávörp gesta. 7. kl. 21:30 Stjórnmálaviðhorfið. a. Steingrímur Hermannsson b. Halldór Ásgrímsson c. Jón Kristjánsson d. Frjálsar umræður og nefnda- reikninga - Laugardagur 8. kl. 09:00 15. október. Sérmál þingsins, „Atvinnumál í dreif- býli“. Framsögumenn: a. Jón Helgason fyrrv. landbúnaðarráðherra. b. Kristján Skarphéðinsson fulltrúi í sjávarút- vegsráðuneytinu. Álit nefndarinnar. Mál lögð fyrir þingið. MATARHLÉ. Nefndarstörf. Nefndir skila áliti, umræður - afgreiðsla. Kosningar. önnur mál. Þingslit. ÁRSHÁTÍÐ KSFA. HÚSIÐ OPNAÐ KL. 19:30. Gestir þingsins. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Kristján Skarphéðinsson, fulltrúi í sjávarútvegsráðuneytinu. Guðmundur Gylfi Guðmundsson, ritari SUF. Unnur Stefánsdóttir, formaður LFK. Jón Helgason, fyrrv. landbúnaðarráðherra. 9. kl. 11:30 10. kl. 11.35 11. kl. 12:00 12. kl. 13:00 13. kl. 14.30 14. kl. 16:30 15. kl. 17:00 16. kl. 17.30 17. kl. 20:00 Árshátíð Árshátíð framsóknarmanna á Austurlandi verður í Hótel Valaskjálf laugardaginn 15. október nk. og hefst með borðhaldi kl. 20:00. Fjölbreytt heimalöguð skemmtiatriði. - Jóhannes Kristjánsson fer með gamanmál. - Söngur grín og gaman - dans. - Tríó Eyþórs sér um fjörið. Verð kr. 2.500,- Miðapantanir á Hótel Valaskjálf s. 11500, og á daginn í síma 11984 og á kvöldin í síma 11580 Vigdís og 11527 Guðbjörg fyrir föstudag 14. október. Fjölmennið. KSFA Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 19. október að Nóatúni 21. Fundurinn hefst kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Framsóknarvist Framsóknarvist verður haldin að Hótel Lind sunnudaginn 16. október kl. 14. Stutt ávarp flytur Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður. Framsóknarfélag Reykjavíkur Vesturland Kjördæmisþing framsóknarmanna Akranesi 5. nóvember n.k. KSFV á Vesturlandi verður haldið á Tuttugu og sex buðu í byggingu þjónustuíbúða Lægsta tilboðið 9 prósent undir kostnaðaráætlun „Tuttugu og sex tilboð bárust. Lægsta tilboðið var 99 milljónir og 400 þúsund krónur. Hæsta tilboðið var 129 milljónir og 700 þúsund en kostnaðaráætlunin var 109 milljónir“, sagði Garðar Þorateinsson hjá Hrafnistu. Tilboð þessi, sem opnuð voru í gær, voru vegna byggingar vernd- aðra þjónustuíbúða fyrir aldraða sem rísa eiga við Naustahlein í Garðabæ. Byggðar verða tuttugu og sex íbúðir alls, bæði sextíu fermetra einstaklingsíbúðir og hjónaíbúðir allt að níutíu fermetra stórar. Þetta verða verndaðar þjónustuí- búðir í eigu íbúanna sjálfra. Þær verða tengdar öryggiskerfi Hrafn- istuheimilisins og þaðan eiga íbúarn- ir að geta fengið alla þá þjónustu sem Hrafnistuheimilið veitir, svo sem læknisþjónustu, mat, endurhæf- ingu svo eitthvað sé nefnt. Tilboðin verða könnuð næstu daga og sagði Garðar að líklega yrði ákveðið á stjórnarfundi fljótlega eft- ir helgina hvaða tilboði yrði tekið. -sá Jón Baldvin lætur ýmislegt flakka í hressilegu uppgjörsviðtali í Alþýðublaðinu í gær: Sjálfstæðisf lokku ri nn máttlaus í stjórninni Jón Baldvin cjerir upp við stjorn Þorsteins Pálssonar^_ IRRARNIR iREI URÐU ISSTJÓRN Það er ekki ofsögum sagt að Sjálfstæðisflokkurinn fái heldur dapra einkunn hjá Jóni Baldvin Hannibalssyni, utanríkisráðherra, í ítarlegu viðtali við Alþýðublaðið í gær, en þar rifjar hann upp daga ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar og gefur einstökum ráðherrum hennar umsögn. Jón Baldvin segir það ekkert launungarmál að sjálfstæðismenn hafi verið grútmáttlausir í ríkis- stjórninni og ekki lagt fram eitt einasta þungavigtarmál á sama tíma og Kratar hafi haft forgöngu um einhverjar þær stærstu kerfisbreyt- ingar sem um getur í íslensku efna- hagslífi. „Ég veit ekki enn í dag, hvort meiru réði, löngun borgar- stjórans í Reykjavík til að sprengja ríkisstjórnina og skapa sér betri vígstöðu í borgarstjórnarkosningun- um, æðibunugangur Halldórs Blöndal eða skammsýni forsætisráð- herrans fyrrverandi," segir utanrík- isráðherra orðrétt í Alþýðublaðsvið- talinu. Stærsta muninn á Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem samstarfs- flokka í ríkisstjórn segir Jón Baldvin vera að við Framsókn hafi verið hægt að gera bindandi samninga sem stóðust en slíkt hafi ekki verið unnt þegar Sjálfstæðisflokkurinn átti í hlut. „Um Framsókn er nefnilega það að segja, að hann er að vísu kerfisflokkur, en hann er orðinn stjómvanur og nokkuð vel þjálfað fótgöngulið. Þeir marsera í takt. Steingrímur er húsbóndi á sínu heimili og fer sínu fram, eins langt og hann kemst með Halldór Ás- grímsson-sem er auðvitað „klettur- inn í hafinu.“ Um samflokksráðherra, Jóhönnu og Jón Sig., hefur utanríkisráðherra að vonum góð orð. Jóhanna fær þá einkunn að hún sé meira en karl- mannsígildi, með stefnufestu þrjósku og vinnusemi að leiðarljósi. Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra segir Jón Baldvin að sé og hafi verið gáfnaljósið í ríkisstjórninni, vinnu- hestur, hófsamur og háttvís. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, fær góðan vitnisburð utanríkisráðherra: „Kannski besti strákurinn í þessu gengi; þungur á' brún, fastur fyrir, þrjóskur, óbifan- legur.“ Um Jón Helgason, fráfarandi landbúnaðarráðherra, hefur utan- ríkisráðherra þau orð að hann sé mjólkurdrykkjumaðurinn sem sífellt hafi verið kvartandi um styrki til landbúnaðarins. „Jón er að upplagi reiknishaus og fræðimannsefni. Hann gat reiknað hin ótrúlegustu dæmi. En hann hafði hinsvegar aldrei forsendur til að sjá að dæmið var vitlaust lagt fyrir.“ Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, fær þá einkunn að hann sé ekki skörungur en vænn maður „og meinar í alvöru það sem hann stefnir að.“ Jón Baldvin segir um Steingrím Hermannsson að honum megi líkja við Lyndon B. Johnson. Hann tali við fjölda fólks og endurrómi skoðanir og upplýsingar sem hann fái í gegnum sín sambönd. Fráfarandi forsætisráðherra, Þor- steinn Pálsson, fær þau orð frá fyrrverandi kollega hans, fjármála- ráðherra, að hann sé „sléttur og felldur á ytra borði en lokaður og dulur.“ Af Birgi ísleifi hefur Jón Baldvin það að segja að hann sé dagfarsprúð- ur en seinþreyttur til átaka. „Mér fannst Birgir ísleifur einhvernveginn ekki nenna að lyfta sér upp úr stól kontóristans. Á góðum stundum spilar Birgir fsleifur listilega kaldan jazz á sitt píanó. Þær stundir hefðu mátt vera fleiri -með öllu ráðherra- genginu og spúsum þeirra." Matthías Á. Mathiesen, sam- gönguráðherra, segir Jón Baldvin að hafi haft náðuga daga. Vegagerðin hafi séð um „þá sjoppu.“ „Langlífur maður í pólitík að hætti Mykoyans og Kosygins." Jón Baldvin segir í nefndu Alþýðublaðsviðtali um Friðrik Sop- husson, fyrrverandi iðnaðarráð- herra, að hann hafi haft lítið að gera í iðnaðarráðuneytinu og því flutt lítilvæg mál. „En sem málsvarnar- maður Sjálfstæðisflokksins var hann harðskeyttastur." óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.