Tíminn - 19.10.1988, Side 19

Tíminn - 19.10.1988, Side 19
v ir 'i t t Miövikudagur 19. október 1988 Tíminn 19 SPEGILL lllllllilll lllllllllll Lucy örvæntir Gamanleikkonan Lucille Ball lifir nú í stöðugum ótta um að veikburða hjarta hennar gefist endanlega upp áður en hún nær að semja frið við börnin sín, Lucie og Desi Arnaz yngri. Opinberlega er sagt að hin 76 ára gamla sjón- varpsstjarna sé að jafna sig eftir minni háttar hjartaáfall, en hún var flutt í hasti á sjúkrahús í Los Angeles í maí. Þeir sem betur þekkja til segja þá aðra sögu. Lucy hefur lengi þjáðst af of háum blóðþrýstingi og vinir hennar segja að hún hafi fengið „slag“ og sé að nokkru leyti lömuð vinstra megin. Nú vilji hún fyrir alla muni semja frið við börn sín og koma þeim í skilning um að hún hafi alltaf unnað þeim, þó hún hafi verið ströng móðir. Margar sögur hafa verið sagðar af uppeldisaðgerðum Lucy gegn- um tíðina og í nýlegri ævisögu má lesa sitt af hverju. Eitt sinn neyddi hún dóttur sína unga til að slíta kunningsskap við bestu vinkonu sína vegna þess að henni fannst hin telpan of ráðrík og stjórna Lucie um of. Hún skammaði Desi og gerði grín að honum fyrir að eiga allt of fáa vini. Þegar hann kom svo með vinahóp heim, áminnti hún hann og sagði að hann yrði að velja þá betur, hann gæti ekki leyft sér að umgangast hverja sem væri. Piltur- inn hallaði sér að flöskunni þegar hann stækkaði en er nú óvirkur alkóhólisti. Desi segist hafa brotnað undan ráðríki móður sinnar og kosið að fá sér snafs til að bæla niður ótta sinn og einmanaleika. Lucy segir hins vegar að hún hafi verið hörð við börnin af ótta við að frami hennar spillti þeim. Hún skildi við föður þeirra 1960 og giftist gaman- leikaranum Gary Morton ári síðar. Bæði börnin fluttu snemma að heiman, úr draumahöllinni í Bev- erly Hills. Lucie býr nú ásamt síðari manni sínum, leikaranum Laurence Luckinbill, í New York og eiga þau þrjú börn. Hún segir: - Mamma keypti íbúð í New York til að geta dvalið í grennd við barnabörnin stöku sinnum, en þar er allt fullt af kristal og postulíni og enginn má snerta neitt, allra síst börnin, svo ég fer þangað aldrei. Lucie hafði á prjónunum að gera kvikmynd um stormasamt hjóna- band foreldra sinna, en það vildi gamla konan ekki heyra nefnt. Sagt er að hún hafi nú skipt um skoðun og vilji leggja fram það sem hún geti til aðstoðar. Fullyrt er að myndin eigi að sýna Kúbu- manninn Desi Arnaz eldri eins og hann raunverulega var: Drykk- felldur kvennabósi og fauti hinn mesti. Börn Lucy Ball, Lucie og Desi yngri. Samband þeirra við móður- ina hefur löngum verið stirt. :• • II* •< : Sagt er að Luciile Ball hafi fengið vægt hjartaáfall, en ástandið er víst mun alvarlegra. Einfætta sýningar- daman Ivy Gunter heitir ung stúlka í Bellevue í Ohio í Bandaríkjunum. Hún byrjaði sem sýningardama þegar hún var aðeins 15 ára að aldri. Ivy varð fyrir því að fá krabbamein og varð að taka af henni fótinn 1980. Eftir góðan bata og endurhæfingu byrjaði hún aftur tískusýningarstörf í heimaborg sinni. Hún lauk háskólanámi við háskólann í Louisville og vann með náminu. Hún þykir mjög góð sýningar- dama og hefur fengið verkefni í New York við að sýna fyrir fræga tískukónga eins og Calvin Klein og Yves St. Laurent. „Þegar ég var svo ráðin af „Wil- helmina Agency" til að sýna sól- og sundföt á sýningu, sem tekin var upp á Jamaica til nota við auglýs- ingar í sjónvarpi og víðar, þá fannst mér fyrst að ég hefði sigrað í erfiðri baráttu við veikindin. Ég var alveg í sjöunda himni,“ sagði Ivy í blaðaviðtali. Hún lýsir þar hvernig einhver reiði og þrjóska varð til þess, að hún fékk sér margar hárkollur - en hún varð hárlaus af geislameðferð- inni, - og hún sótti aftur um starf sem ljósmyndafyrirsæta og sýning- arstúlka. Fæstir trúðu því að hún færi að vinna aftur við þessi störf, en það fór betur en á horfðist. Nú sýnir Ivy jafnt samkvæmis- föt, sundföt og undirföt og allan venjulegan tískufatnað. Hún hefur æft sig í ýmsum íþróttum, svo sem skíðaíþróttinni og unnið til verð- launa á íþróttamótum fatlaðra í mörgum greinum. Ivy Gunter ferðast líka um land- ið á vegum Krabbameinsfélags Bandaríkjanna, þar sem hún talar um endurhæfingu og fleiri málefni krabbameinssjúklinga. Ivy Gunter hefur vakið athygli fyrir störf sín, bæði sem sýningardama og talsmaður tyrir Krabbameinsfélag Bandaríkjanna. 'kvv" Ekki þarf mikið til Vanna nokkur White varð vellrík og þekkt heima fyrir, fyrir að benda á lukkuhjól og bjóða góða nótt í bandarísku sjónvarpi. Síðan öðlaðist hún heimsfrægð fyrir að vera vin- kona Sylvesters Stallone í nokkrar vikur. Ekki nægði það henni þó, svo hún renndi sér allsnakin inn á síður Playboy og varð fyrir vikið dágóðri fúlgu ríkari. í hjáverkum með þessu skrifaði stúlkan bók sem rennur út eins og heitir hamborgarar. Þetta er doðrantur hinn mesti og inniheldur nokkur hundruð ráð um hvernig konur eigi að halda í fegurðina, ef þær hafa nú einu sinni fengið hana í vöggugjöf. Eftir öll þessi afrek gat ekki farið hjá að kvikmyndafram- leiðendur vissu af Vönnu og einn þeirra bauð henni hlut- verk. Gera má því skóna að hlutverkið hæfi, enda er það hvorki meiri né minni vera en sjálf ástargyðjan Venus.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.