Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 26. október 1988 Tíminn 3 Eldvarnareftirlit Brunamálastofnunar ríkisins gerði úttekt á saltfiskverkunarhúsi Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar hf. í sumar: ATHUGASEMD GERÐ VID FJÖGUR ATRIÐI Eldvarnareftirlitið gerði í júní sl. úttekt á saltfiskverkunar- húsi Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar hf. sem brann aðfaranótt laugardags og var farið fram á að endurbætur yrðu gerðar á fjórum þáttum. Þeim óskum hafði ekki verið sinnt þegar húsið brann, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Eldvarnareftirlitinu. Framkvæmdastjóri hússins kannast ekki við athugasemdir Eldvarnareftirlits. Hraðfrystihús Stöðvar- fjarðar er ekki einsdæmi, þar sem Eldvarnareftirlitið hefur gert athugasemdir við á annað hundrað hús, þar sem fram fer fiskvinnsla. Rétt er að taka fram að ekkert hefur verið gefið upp um eldsupptök, þannig að ekki er unnt að fullyrða um hvort eða hversu miklu máli þau atriði sem Eldvarnareftirlitið benti á skiptu í þessum tiltekna bruna. Sveinbjörn Sigtryggsson hjá Eld- varnareftirliti Brunamálastofnunar ríkisins sagði í samtali við Tímann að í sumar, nánar tiltekið 2. júnt si. hefði farið fram úttekt á því húsi sem brann aðfaranótt laugardags og ver- ið gerðar fjórar athugasemdir, sem ekki höfðu verið gerðar endurbætur á þegar eldurinn kom upp. „Fyrir lágu athugasemdir við klæðningu í loftið auk ófullnægjandi einangrunar þar. Einnig vantaði neyðarútgang í vesturenda hússins og reykræstilúg- ur í þak. Þá var ekki sérstakur hleðsluklefi fyrir rafmagnslyfta," sagði Sveinbjörn. Hleðsluklefinn á að vera þannig útbúinn að lyftarinn og hleðslutækið rúmist bæði í klefan- um og honum á að vera hægt að loka. Veggir og loft klefans eiga að vera með styrkleikann B 60 og B 30 hurð sem er eldverjandi hurð, auk þess sem loftskipti eiga að fara fram sex sinnum á klukkustund í klefan- um. Slíkur klefi var ekki til staðar í húsinu. „Þessar skýrslur voru sendar slökkviliðsstjóra staðarins sem sér síðan um útdeilingu á skýrslunum til viðkomandi aðila, auk þess sem stofnunin sendir skýrslurnar til við- komandi aðila,“ sagði Sveinbjörn. Á annað hundrað hús fá aðvörun Sveinbjörn sagði að húsnæði væri víða mjög ábótavant, einkanlega í fískvinnslustöðvum og allvíða í opin- beru húsnæði. Hraðfrystihús Stöðv- arfjarðar er síður en svo einsdæmi, því á undanförnum mánuðum og misserum hefur Eldvarnaeftirlitið gert athugasemdir við á annað hundrað húsa sem eru í þessari atvinnustarfsemi. Aðspurður sagði Sveinbjöm að vissulega væru ráð til, en erfitt væri að fara og loka húsun- um. „Umnokkurtskeið hefurmönn- um verið gefinn kostur á aðlögunar- tíma, en það gengur mjög misjafn- lega að koma hlutunum í kring frá þeirra hendi. Þetta er vandamál á litlum stöðum þegar fyrirtæki er aðalvinnuveitandi staðarins og hefur nær allt fólkið í byggðinni í vinnu. Ef á því væri tekið harkalega, eins og raun ber vitni að þarf að gera, þá leggst atvinnulífið niður. Á hinn bóginn þegar svo kviknar í á þessum stöðum úti á landsbyggðinni verður atvinnulífið lamað af sjálfu sér, þannig að þetta er margþætt vanda- mál,“ sagði Sveinbjörn. Hann sagði að með hliðsjón af þeim athuga- semdum sem gerðar hefðu verið víða á síðustu mánuðum, þá hefðu viðbrögð verið góð miðað við það sem áður var. Bjarni Gíslason slökkviliðsstjóri á Stöðvarfirði sagði í samtali við Tím- ann að honum væri kunnugt um þær athugasemdir sem Brunamálastofn- un ríkisins hefði gert við viðkomandi hús og að honum hefði verið send skýrsla þess efnis. Spurður hvort hann fylgdi því eftir að lagfæringar væru gerðar sagði Bjarni: „Ég vita- skuld færði húseigendum þessar skýrslur og við ræddum um þetta. Þetta voru nú tiltölulega smávægileg atriði, nema kannski eitt og það var í sambandi við loftaklæðningu í húsinu." Aðspurður sagði Bjarni að lyftaraklefinn hefði m.a. verið eitt af því sem ekki hafi verið fullnægjandi. „Þeim var alveg kunnugt um þetta hjá húsinu,“ sagði Bjarni. „Ég af- henti þessar skýrslur strax eftir að þær bárust hingað á Stöðvarfjörð og þá ræddi ég við framkvæmdastjór- ann um þetta,“ sagði Bjarni. Guðjón Smári Agnarsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stöðv- arfjarðar hf. sagði í samtali við Tímann að hann kannaðist ekki við athugasemdirnar frá Eldvarnareftir- litinu vegna hússins sem brann að- faranótt laugardags. Spurður hvort Eldvarnareftirlitið hafi ekki sent honum niðurstöður úttektarinnar frá 2. júní og hvort slökkviliðsstjórinn hefði ekki að auki kynnt honum innihald sömu skýrslu. „Við höfum rætt saman, ég og slökkviliðsstjór- inn. Það höfum við gert oftar en einu sinni,“ sagði Guðjón, en sagðist ekki muna eftir neinum athugasemd- um varðandi húsið, hvorki þá frá hendi slökkviliðsstjórans, né Bruna- málastofnunar. „Við höfum rætt um öryggismál almennt, og t.d. á verk- stæðunum, sem hann hefur gagnrýnt helst hjá okkur, og við höfum verið Höskuldur Einarsson ritstjóri Slökkviliðsmannsins og kennari i bruna- vörnum hja SVFI segir aó stjorn brunamala í landinu se öll i molum: Skylt að tryggja _ ■ J__- ' 1-- Eins og lesendur muna hefur komið fram hörð gagnrýni á eldvarair í landinu m.a. ,t Tímanum. Svo virðist sem bruninn á Stöðvarfirði ætli að verða innlegg í þá umræðu. að tala um slökkvitæki og einmitt verið að endurbæta það samkvæmt hans óskum," sagði Guðjón. Gamall kyndiklefi undir lyftara Aðspurður um ofangreindar fjór- ar athugasemdir sagði Guðjón: „Varðandi einangrunina þá veit ég nú ekki hvað um er að ræða. Lyftara- klefinn er gamall kyndiklefi sem er með steyptum veggjum og rennihurð fyrir. Lyftarinn og hlcðslutækið komast bæði fyrir í klefanum og ég skil því ekki hvers vegna það ætti ekki að vera fullnægjandi. Varðandi neyðarútgöngu, þá eru ekki neyðar- útgöngudyr í vesturendanum. Þarer kæligeymsla, en það eru einar stórar dyr á húsinu að austanverðu. Síðan eru inngöngudyr á suðurhlið hússins og svo eru nokkrir hlerar sem hægt er að opna," sagði Guðjón Smári. Þórður H. Jónsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri Brunabótafélags ís- lands sagði í samtali við Tímann að eini möguleikinn hjá þeim væri að hækka iðgjaldið, en að öðru leyti gætu þeir ekkert gert. „Við erum skyldugir til að tryggja húsið og ráðum ekki einu sinni iðgjaldinu," sagði Þórður. BÍ er skyldugt að tryggja húsnæði, óháð því hvort Eldvarnareftirlitið hafi gert athuga- semdir, eins og í þessu tilfelli. Þórð- ur sagði að búið væri að efla Bruna- málastofnun með auknum framlög- um til hennar og væri með því skapaðir möguleikar til að sinna þeirri starfsemi sem ætlast væri til og sagðist hann vonast til að svo yrði. - ABÓ Massey-Ferguson Kostaboð örugg vél ending endursala Tegund vélar væntanl. verft kr: verð núkr. MF 390-2,83 hö 1162 þús. 1098þús. MF 365-2,68 hö 1006 þÚS. 958 þús. MF 355-2,58 hö 818þús. 780 þús. MF 350-2,52 hö 753 þús. 717þús. MF 240-2,47 hö 625 þús. 595 þús. Bjóðum bændum, sem panta nýja dráttarvél fyrir 15. nóvember vaxtalaust hálft kaupverð í 3 mánuði! V v7 w M ASSE Y- FERGUSON . BÚNADARDEILD KAUPFÉLÖGIN OG ARMULA3 REYKJAVÍK SIMI 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.