Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miövikudagur 26. október 1988 Blönduvirkjun: Útboð á 2/3 hlutum byggingaframkvæmda Lítil sem engin vinna verður við Blönduvirkjun í vetur en hjól þar fara aftur að snúast af krafti í apríl 1989. Landsvirkjun hefur nú óskað eftir tilboðum í byggingu annarsvegar Gilsárstiflu og hinsvegar Blöndu- og Kolkustíflu. Þau verða opnuð opin- berlega á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík föstudaginn 13. janúar nk. en áætlað er að ganga frá verksamningum við viðkomandi verktaka í mars 1989. Framkvæmdir munu síðan hefjast í apríl 1989. Þessar framkvæmdir eru miklar að umfangi. Um er að ræða jarð- stíflugerð, gröft veituskurða og byggingu tilheyrandi veituvirkja. Páll Olafsson, byggingastjóri hjá Landsvirkjun segir þessar fram- kvæmdir vera af allt annarri stærðar- gráðu en unnið hefur verið við Blöndu til þessa. „Til gamans má geta þess,“ segir Páll Ólafsson, „að þessar væntanlegu stíflur eru eins og tvær Sigöldustíflur.“ Sú byggingarvinna sem nú er verið að bjóða út er um 2/3 hlutar bygging- arvinnu við Blönduvirkjun. Gröftur og sprengingar við Gils- árstíflu er 1,1 milljón rúmmetra, fyllingar eru af sömu stærðargráðu og steypa er 8 þúsund rúmmetrar. í Blöndu- og Kolkustíflu er magn- tala fyrir gröft og sprengingar sú hin sama og við Gilsárstíflu, eða 1,1 milljón rúmmetra. Fyllingar eru hinsvegar 1,4 milljón rúmmetra og steypa 4 þúsund rúmmetrar. Samkvæmt verkáætlun verður unnið að byggingu beggja stíflanna til loka september 1991, þegar áætl- að er gangsetja fyrstu vél Blöndu- virkjunar. Starfsmenn verða mun fleiri í sumar við virkjunarfram- kvæmdirnar en til þessa. Ætla má að þeir verði allt að 400 í júlí og ágúst nk. en flestir hafa starfsmenn við Blönduvirkjun verið ríflega 100 frá því að framkvæmdir hófust við hana á árinu 1983. Vinna við stíflugerðina er þess eðlis að leggja verður höfuðáherslu á sumarmánuðina. Þá verður að sama skapi mestur fjöldi starfs- manna við virkjunarframkvæmdirn- ar. Páll Ólafsson segir að við stíflu- gerðina sé notast við þéttikjarna úr jökulleir sem krefst hagstæðra veðurskilyrða. Bæði votviðri og frost gerir mönnum t.d. lífið leitt við þessa vinnu. óþh Skástrikuðu svæðin í þessu súluriti sýna heildarfjölda mannafla, sem áætlað er að verði á virkjunarsvæðinu. Slökkviliðið að störfum í Fífuseli 38 í gær. Hurðin í dyragættinni þar sem slökkviliðsmaðurinn stendur brann og gluggarnir til hægri og fyrir ofan slökkviliðsmanninn sprungu. Tlmamynd Pjetur. Éídur í Fífuseii Slökkviliðið var kallað að Fífuseli 36 um hádegisbil í gær, en þar logaði eldur í svefnbekk sem stóð fyrir utan hjólreiðageymslu blokkarinnar. Tal- ið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Þegar slökkviliðið kom á vettvang hafði eldurinn læst sig í hurðina að geymslunni og var hún brunnin, auk þess sem reykur hafði borist um ganga hússins. Rúður á fyrstu og annari hæð hússins sprungu, auk þess sem plasteinangrun innan múr- húðar við dyrnar að hjólgeymslunni hafði brunnið og myndaðist við það mikill hiti. - ABÓ Fundur foreldrafélaga einkarekinna dagheimila mótmælir skerðingu á rekstrarstyrk borgarinnar: Rekstrar- grundvöllur fokinn út í veður og vind Foreldrafélög einkarekinna dag- vistunarstofnana segja í fréttatil- kynningu sem þau sendu frá sér í gær að ákvörðun borgarráðs um að breyta reglum um styrki til einkarek- inna dagheimila kippi grundvellin- um undan rekstri heimilanna. Samkvæmt ákvörðuninni skerðast þessir styrkir um tvo þriðju og þurfa foreldrar því nú að greiða átta þúsund krónum meir á mánuði fyrir heils dags vistun en áður, eða 24 þúsund krónur í stað sextán þúsund króna. Foreldrafélögin segja að mikið vanti upp á að dagvistunarþörf í borginni sé fullnægt og því skjóti skökku við einstaklingum, sem hafa létt hluta vandans af borginni með stofnun einkadagheimila, sé nú refs- að fyrir frumkvæði sitt. Brautryðjendaverðlaun bandaríska Jarðhitafélagsins: íslendingar heiðraðir Á aðalfundi bandaríska Jarðhita- félagsins (Geotherma Resources Council) í San Diego í Bandaríkjun- um, sem haldinn var þann 12 okt- óber sl. var tveimur íslendingum veitt svokölluð brautryðjendaverð- laun fyrir störf á sviði jarðhitarann- sókna og -nýtingar. Verðlaunahafar eru þeir Jóhannes Zoega, fyrrver- andi hitaveitustjóri í Reykjavík og dr. Gunnar Böðvarsson, prófessor við Ríkisháskólann í Oregon í Bandaríkjunum. Þeirgátu ekki ver- ið viðstaddir verðlaunaafhending- una. Að sögn Guðmundar Pálmasonar, jarðeðlisfræðings á Orkustofnun sem sat þennan fund GRC, eru þessi verðlaun tvímælalaust mikil alþjóð- leg viðurkenning á því starfi sem unnið hefur verið hér á nýtingu jarðhita. Gunnar Böðvarsson, starfaði hér á landi til 1964, þegar hann fluttist til Bandaríkjanna þar sem hann hefur búið síðan. Jóhannes Zoega hefur verið hita- veitustjóri í Reykjavík frá 1962 en hann lét af því starfi á sl. ári fyrir aldurs sakir. óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.