Tíminn - 26.10.1988, Qupperneq 12

Tíminn - 26.10.1988, Qupperneq 12
12 Tíminn Miðvikudagur 26. október 1988 UTLOND l!l! __ 75 taldir af og 50 þúsund heimilislausir á Fiíippseyjum af völdum fellibylsins Ruby: Ferja fórst með 470 farþegum innanborðs Á mánudag fórst ferjan Dona Marlyn, er var í siglingum milli eyja á Filippseyjum, í stórsjóum sem orsökuðust af felUbylnum Ruby. Með skipinu voru að minnsta kosti 470 manns og hefur aðeins átta verið bjargað. Voru farþegar 412, en áhöfn nærri 60 manns, að sögn útgerðarinnar. Slysið átti sér stað 475 km. suðaustur af Manilla, en Dona Marlyn var á leið frá Manilla til eyjarinnar Leyte. Að sögn héraðsstjórans á mið- hluta Filippseyja, Samuel Cortez, höfuðsmanns, sendi skipið, sem var 2855 lestir, út neyðarkall, þegar bylurinn reið yfir af mestum ofsa á mánudag. Höfðu skip þá þegar hald- ið til hjálpar og björguðust þessir átta um borð í flutningaskip við eyjuna Maripipi. Vindhraði var þá 185 km á klukkustund. Skip leita nú á svæðinu, ef vera mætti að fleiri hefðu komist af. Hér er um að ræða annað stóra sjóslysið á tíu mánuðum á Filipps- eyjum. Það var í desember sl. að systurskip Dona Marlyn, Dona Paz, sökk eftir árekstur, þar sem 2000 manns létu h'fið og var þar um að ræða versta sjóslys sögunnar á friðar- tímum. Ruby hefur valdið Filippseyingum miklum hörmungum og tjóni, en hann stefndi út á suðurhluta Kína- hafs í gær. Höfðu þá gífurleg flóð orðið í slóð hans og borgir og byggðir rafmagns og símasambands- lausar. Miklar rigningar og storm- viðri hömluðu enn björgunar- og hjálparstarfi. Álitið er að 73 hafi farist af völdum bylsins á eyjunum og að 50 þúsund hafi misst heimili sín, en þetta var 17. fellibylurinn sem ríður yfir þær á árinu. Verst mun ástandið vera í Manilla og þar í grennd, þar sem slík flóð hafa orðið til að 6000 eru heimilislausir og vatn nær upp að þökum húsa í sumum hverfum. Þar heimsótti Corazon Aquino, forseti, nauðstatt fólk í gærdag og deildi út peningum og vistum. Þyrlur hafa bjargað fólki sem í flóðunum hafði leitað upp í tré eða lét fyrirberast á húsþökum. 14 þús- und manns hafast við í neyðarskýl- um. í héraðinu Antique fór rúta með 53 farþegum út af brú í storminum og týndu 35 lífi. Ellefu manns fórust í flóðbylgju á eyjunni Mindanao og 25 er saknað. Áðrir ellefu, þar á meðal nokkur börn, drukknuðu í héraðinu Marikina af sömu orsök- um. Tvær vikur til forsetakosninga: Dukakis sakar Bush um Ivgar Nýjustu skoðanakannanir í Bandaríkjunum um fylgi forseta- frambjóðendanna sýna að enn hef- ur George Bush yfirburði yfir Mi- chael Dukakis. Og nú er Dukakis farinn að sýna meiri hörku í kosn- ingabaráttunni í þeirri von að hann eigi enn möguleika á að sigra í kosningunum 8. nóvember. En síðustu skoðanakannanir gefa til kynna að nú sé nokkuð seint fyrir frambjóðanda demó- krata að taka upp nýjar baráttuað- ferðir. Bush segir að nýr talsmáti Dukakis sýni að hann sé að fyllast örvæntingu. Á mánudaginn sakaði Dukakis Bush, frambjóðanda repúblikana, um að hafa farið með „hreina lygi“. Og í sjónvarpsviðtali lýsti hann þvf yfir að hann ætlaði að svara sumum þeirra neikvæðu auglýsinga sem Bush hefði staðið fyrir fullum hálsi. Bush svaraði fyrir sig með því að segja að hann sæi merki örvænting- ar í herbúðum andstæðinganna þegar þeir væru farnir að birta auglýsingar þar sem hann og hans menn væru sakaðir um lygar, „bara vegna þess að Dukakis er orðinn vonlaus...“ Dukakis notaði mánudag og hluta af þriðjudeginum til að leita stuðnings í Kaliforníu, en þar eru kjörmenn flestir eða 47 og stuðn- ingur þeirra því mikilvægur vænt- anlegum forseta. Síðan hélt hann í kosningaferð til Colorado. Bush var þá á kosningaferðalagi í iðnað- arríkinu Ohio. Dukakis sýndi klærnar í Kali- forníu, þar sem hann sagði á fundi: „Mark Twain sagði eitt sinn að lygi geti ferðast um hálfan hnöttinn á meðan sannleikurinn er enn að fara í skóna. George Bush hlýtur að hafa lesið Mark Twain vegna þess að hann rekur kosningabar- áttu sem byggist á því að skekkja hlutina og draga athyglina frá því sem máli skiptir-og jafnvel hrein- um lygum." í viðtali sem sjónvarpað var á mánudagskvöld lýsti Dukakis yfir óbeit sinni á því hvaða blæ kosn- ingabaráttan hefði fengið. Dukakis sagði: „Ég held að margir í þessu George Bush. Dukakis segir hann segja ósatt. Dukakis hefur nú sett aukinn kraft í kosningabaráttu sína. landi séu óánægðir með þessa teg- und kosningabaráttu, þann tón sem ríkir í baráttunni.“ Dukakis nefndi sem dæmi aug- lýsingu úr herbúðum Bush þar sem rætt er um dæmdan svartan morð- ingja sem nauðgaði hvítri konu meðan hann var í leyfi frá fangelsi skv. skipulagi sem Dukakis, ríkis- stjóri í Massachusetts hefur lagt blessun sína yfir. Bush hélt því fram að þetta dæmi sýndi að Duka- kis beitti sér ekki gegn glæpum. í öðru sjónvarpsviðtali sagði Dukakis að hann væri sammála meðframbjóðanda sínum, Lloyd Bentsen öldungadeildarþingmanni frá Texas, um að finna mætti „merki um kynþáttamismunun“ í kosningaherferð Bush, og kallaði það „meðal þess kaldhæðnislegasta og hræsnisfyllsta sem ég hef kynnst.“ Bush sagði fréttamönnum að hann stæði heils hugar að baki •þessum auglýsingum. „Þar erengin kynþáttamismunun, það er hlægi- legt að halda því fram,“ sagði hann. Mótmæli í Tíbet gegn kínverskum yflrráðum. Viðræður milli Kínverja og Dalai Lama fyrirhugaðar í Genf í janúar: Báðir virðast hafa mildast Dalai Lama, hinn landflótta leið- togi Tíbetbúa, tilkynnti frá aðsetri sínu í Nýju-Delhi á Indlandi í gær, að fyrirhugaðar væru viðræður við Kínverja um framtíð Tíbet. Dalai Lama leggur til að viðræð- urnar fari fram í Genf í janúarmán- uði næstkomandi en Kínverjar höfðu áður sett það sem skilyrði fyrir viðræðum við Dalai Lama að hann léti af kröfum um að Tíbet hlyti sjálfstæði. Gerði hann það seldu þeir honum sjálfdæmi um stað og tíma viðræðnanna. Aðilar virðast nú hafa mildast í afstöðu sinni hvor til annars því í tilkynningu frá Dalai Lama segir að hann muni senda fulltrúa sína til fundar við embættismenn Kínverja og myndu fulltrúarnir ganga til við- ræðnanna af fullum heilindum og að hann vænti hins sama af Kínverjum. Fyrir nokkru hélt Dalai Lama ræðu á fundi Evrópuráðsins í Stras- bourg og í henni lét hann í ljós ósk um viðræður við Kínverja. Hann lagði þá til að Kínverjar færu með utanríkismál Tíbet en íbúarnir hefðu sjálfsstjórn í innanríkismálum. Þessum hugmyndum sem grund- velli umræðna höfnuðu kínversk stjórnvöld þá og sögðu þau ódulbúna kröfu um sjálfstæði héraðsins. Dalai Lama sagði fréttamönnum Reuters að viðræðurnar væru kær- komnar og hann vonaðist til að þær bæru árangur. „Við sjáum til hvað við komumst langt“, sagði hann. Dalai Lama var andlegur og ver- aldlegur leiðtogi Tíbetbúa. Hann flýði frá Tíbet eftir misheppnaða uppreisn gegn Kínverjum árið 1959. Flestir Tíbetbúar telja hann enn leiðtoga sinn og tákn frelsisbarátt- unnar gegn yfirráðum Kínverja. Sjálfur sagði Dalai Lama í gær að hann hefði áhyggjur af að einhverjir Tíbetbúar teldu fyrirhugaðar við- ræður í Genf vott um undanslátt hans gagnvart Kínverjum. Það væri ekki raunin. Hann sagðist ekki telja að til umræðu yrði á fundinum að honum yrði leyft að snúa aftur til Tíbet þar sem Kínverjar hafi sagt að þá fyrst sköpuðust vandræði í landinu, yrði honum leyft það. Hann sagðist jafnan hafa bent á að það væri ekki höfuðatriði þótt hann og hundrað þúsund manns væru landflótta frá Tíbet, heldur réttur sex milljón íbúa landsins sem Kínverjar træðu fótum. Kfnverjar neita því að hafa nokkru sinni kúgað Tíbetbúa og vísa á bug skýrslum mannréttindahreyf- inga um að mótmælaaðgerðir gegn yfirráðum þeirra hafi þráfaldlega verið barðar niður með hervaldi. -sá

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.