Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 26. október 1988 Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- s Framtíð fiskeldis Sex þingmenn Framsóknarflokksins flytja á Alþingi tillögu til þingsályktunar um eflingu fisk- eldis. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Guð- mundur G. Þórarinsson, þingmaður Reykjavíkur. í greinargerð fyrir tillögunni segir, að engin at- vinnugrein búi yfir jafnmiklum og hröðum vaxtar- möguleikum og fiskeldi, engin atvinnugrein geti aukið þjóðartekjur jafnmikið á næstu árum og fiskeldi, enda sé fiskur að verða húsdýr. Fram kemur í greinargerðinni að Norðmenn áætla að framleiða 100 þúsund lestir af eldislaxi á næsta ári. Slík framleiðsla svarar til veiða á um 700 þúsund lestum af þorski eða u.þ.b. tvöfaldar þorskveiðar íslendinga. Segja flutningsmenn að þessar tölur gefi vísbendingu um, hvað Islendingar gætu gert á sviði fiskeldis á næstu árum, ef rétt er á haldið. Með skipulegri uppbyggingu gæti fiskeldi gefið helmingstekjur á við sjávartekjur innan fyrirsjáanlegrar framtíðar. í greinargerðinni er á það bent, að fiskeldi sé tiltölulega ung atvinnugrein hér á landi. Hún hefur eigi að síður vaxið hratt síðustu ár, enda er áætlað að framleiðsla á laxi 1988 verði um 1100-1200 lestir. Miðað við það, sem fyrr segir um möguleika fiskeldis sem stórrar atvinnugreinar, eru þetta þó lágar tölur. í þessum efnum eiga íslendingar framtíðina fyrir sér. Flutningsmenn segja, að aðstaða til fiskeldis sé að mörgu leyti hin ákjósanlegasta hér á landi. Þar kemur m.a. lega landsins til athugunar. ísland liggur norður við heimskautsbaug úti í miðju Atlantshafi, þar sem ætti að vera griðland fyrir mengun, sem hrjáir önnur lönd. M.a. af þessum sökum ætti ísland að geta lagt mikla áherslu á matvælaframleiðslu í framtíðinni. í greinargerðinni segir, að íbúar jarðarinnar muni í vaxandi mæli leita eftir hollri fæðu, sem framleidd er við bestu aðstæður án mengunar og geislunar. Á íslandi er gnægð af fersku, góðu og smitfríu vatni til fiskeldis. Sjór og loft eru hrein og ómenguð. Jarðhitinn gefur möguleika til þess að auka vaxtarhraða eldisfiska, og raforka er næg til dælingar og annarrar orkunotkunar. Þá benda flutningsmenn á, að það sé fiskeldi til hagsbóta að ísland er stórt land en þjóðin fámenn og segja, að mikið landrými og víðáttumikil strandlengja séu landkostir í þessu tilliti. Einangr- un landsins, fjarlægðin frá öðrum löndum, dregur úr áhættu af sjúkdómum. Það er einnig ómetanlegt hagræði að fóður til fiskeldis má framleiða innan- lands og slík framleiðsla engum sérstökum vand- ræðum bundin. Ekki verður annað séð en að flutningsmenn þessarar tillögu færi fullgild rök fyrir bjartsýni sinni á framtíð fiskeldis á íslandi, enda skylt að minnast þess, að það er stefna stjórnvalda að gera fiskeldi að öflugum atvinnuvegi. En stefnumarkið eitt nægir ekki. Án markvissra framkvæmda er það lítils virði. Þingsályktunartillaga sexmenninganna er áminning um, að orðum þurfi að fylgja gerðir í fiskeldismálum. GARRI Landsfaðir vor Hin faglegu viðhorf urðu ofan á á þingi BSRB nú fyrir helgina, þegar Ögmundur Jónasson var kjörinn formaður bandalagsins með yfirburðum. Einn af aðdácnd- um hans álti við hann tal í DV á laugardag og spurði á hátíðar- stundu: „Sennilega leikur lands- mönnum forvitni á að vita hvort þú hvcrfur af sjónvarpsskjánum eftir þctta?“ Og hátignin svaraði af ulvöruþunga: „Formennska í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja er alveg fullt starf.“ Er þá Ijóst, að faglegrar þekkingar Ög- mundar nýtur ekki lengur við i sjónvarpi, en Þjóðviljinn rómaði hana mjög um það leyti sem Ög- niundur sótti um að verða frétta- stjóri fréttastofu Sjónvarps. Þá töldu stefnubræður Ögmundar að það ætti að ráöa úrslitum um ráðningu manns í stað Ingva Hrafns, að liann hefði faglega þekkingu á fréttastjórn. Las okkur textann Þegar Ögmundur byrjaöi sem fréttamaður á Sjónvarpi var hann settur í eriendar fréttir, sem bárust ■ inyndum um klukkan fimin síð- degis. Venjan hafði verið aö er- lendir fréttamenn Sjónvarps sneru sér að því að þýða tal erlendra fréttamanna með þessum myndum og texta þær, en ónci, ekki hann Ögmundur. Hann settist við að horfa á myndirnar og bjó síðan sjálfur til sinn eigin texta og flutti hann með sýningu myndanna. Stundum var hann svo lengi að iðja þetta, að komið var að útsending- artíma, þegar hann Ioksins birtist, og rifu tæknimenn í hár sitt út af tímaþrönginni, sem þeir höfðu ekki átt að venjast. En þetta var nú Ögmundur, og Níkaragva og fleiri staðir voru mikið í fréttum fyrir að berjast fyrir kommúnisma. Þjóð- viljanum var augsýnilega kunnugt um faglegu vinnubrögð frétta- mannsins. Ekki félagi fréttamanna Ögmundur er enginn nýliði í félagsmálum. Nú síðast var hann fréttamaður á Norðurlöndum og sendi frá sér kynstrin af skandinav- ísku félagsmálapípi. En þótt Ög- mundur hafi verið fréttamaður Sjónvarps þangaö til hann var kjörinn forystumaður opinberra starfsmanna, hefur hann ekki verið í félagi fréttamanna Ríkisútvarps- ins sem er i BHMR. Hann hefur verið í einhverju sem heitir Starfs- mannafélag Sjónvarpsins, en þar eru félagar ásamt Ögmundi m.a. sendisveinar, þvottakonur, síma- stúlkur og dyraverðir. Þótt Ög- mundur sé í þessu félagi naut hann sömu réttinda og meðlimir í BIIMR á fréttastofum. Þannig komst hann í launum og kjörum nokkuð upp fyrir scndisveina fyrir- tækisins. Kosturinn fyrir Ögmund að vera í Starfsmannafélagi Sjón- varpsins er sá, að félagið er í BSRB, en á formennskuna virðist Ögmundur hafa stefnt lengi. Fyrsti nefndarformaður Í viðtalinu í DV var spurt hvort hann væri ekki flokksbundinn. Þá svaraði Ögmundur: „Ég er hvergi flokksbundinn og mín pólitík er sú að bæta lífskjörin í landinu... “ Vel má vera að ögmundur sé ekki flokksbundinn, en Þjóðviljinn tók kosningu hans með forsíðufögn- uði, sem hann eyðir ekki á óvini sína. Þá er vert að geta þcss, að núverandi menntamálaráðherra, fyrrverandi formaður Alþýðu- bandalagsins, skipaði nefnd til að skoða hvað væri til úrbóta fyrir Ríkisútvarpið, og skipaði þá Ög- niund formann nefndarinnar. Hann varð þannig fyrsti nefndar- formaður sem ráðhcrrann skipaði. Getur hver sem vill reiknað út af hvaða ástæðum það var gert. Ögmundur landsfaðir Hinn hluti svarsins er þó forvitni- legri. Ögmundur ætlar að bæta lífskjörin í landinu. Fyrir ekki löngu hafði kaupmátturinn aukist um 9% og aldrei verið meiri. Nú stefnir í að hann falli niður um 6% og verða það mikil viðbrigði, sem sprottin eru af margvíslegum ástæðum og óviðráðanlegum. Heil ríkisstjórn og ótal stofnanir, sem reikna út líkur á stöðu hagvaxtar eða samdráttar, getur oft og tíðum litlar yflrlýsingar gefið. Hins vegar getur formaður á borð við Ögmund Jónasson lýst yfir að hann ætli að bæta lífskjörin. BSRB er launþega- félag og á allan rétt sem slíkt, en það verður varla á færi þess að „bæta lífskjörin í landinu“, og þá ekki á færi formanns þess eins. Hér er á ferðinni karlagrobb og drýldni af verstu tcgund, scm ekki er með ncinu móti hægt að skilja. Ætlist Ögmundur eitthvað annað fyrir en að sinna formennsku í samtökum opinberra starfsmanna, og stefni hann hærra en ríkisstjórnin, þá er það alveg nýr flötur á málinu. Þótt íslenskt samfélag sé fremur einfalt í sniðum, þá lýtur það ekki enn stjórn og geðþótta BSRB eða for- manns þess, Ögmundar landsföð- ur. Garri llllllllllllllllllllllllllll VÍTT OG BREITT Utvarpsráð og hinir vammlausu Starfsmaður Ríkisútvarpsins var nýverið kosinn formaður BSRB við mikinn fögnuð. Það fer ekki á milli mála að formaðurinn er úr röðum ríkisstarfsmanna og hljóta allir starfsmenn Ríkisútvarpsins að vera ríkisstarfsmenn og njóta rétt- inda og hlýta skyldum sem slíkir. Að einu leyti skera útvarps- starfsmenn sig úr öðrum starf- smannahópum sem eru í ríkisþjón- ustu, en það er að þeir sitja sig sjaldnast úr færi um að úthúða stjórn stofnunarinnar sem er kjör- inn eftir þeim lýðræðisreglum sem þingræði og fulltrúakjör lýðveldis- ins byggir á. Þeir ríkisstarfsmenn sem sitja á Olympustindinum á Háaleiti mis- nota alla þá aðstöðu sem þeim er veitt af ríkisvaldinu til að ráðast að útvarpsráði og kenna því allar vammir og skammir sem upp koma og yfirleitt allt það sem verr fer hjá stofnuninni. Ríkisstarfsmennirnir sem of- mata þjóðina af hinu andlega fóðri eru sífellt að heimta hlutleysi sér til handa og eiga þá aldrei við annað hlutleysi en það að lýðræðislega kjörnir fulltrúar komi aldrei og hvergi nærri neinu því sem ríkis- starfsmennirnir sem eru ofar öllum þingræðishefðum þóknast að taka sér fyrir hendur og hverju þeir dæla út úr áróðursmaskínunum. Þeirra hugmyndir um hlutleysi er aðeins flokkspólitískt hlutleysi, en öll önnur skoðanamyndun á að vera í höndum frjálsra fjölmiðla og allra þeirra áróðursafla, sem þar hafa hreiðrað um sig. Velþóknun Margir þeirra sem klifa á því í tíma og ótíma að útvarpsráð sé til mikillar óþurftar og sé kosið af hinu ólýðræðislega Alþingi, og því af hinu illa, hafa sjálfir gengið álútir bónarveg að meðlimum sama ráðs ti! að fá þá til að líta með velþóknun á umsókn sína, þegar þeir voru að komast í starf hjá stofnuninni. í umræðuþætti á Stöð 2. voru útvarpsráði ekki vandaðar kveðj- urnar af fyrrum starfsmanni. Fjöl- miðlarýnir Mogga tekur upp um- mælin í gær með mikilli velþóknun, þar sem haldið er fram að útvarps- ráð, sem sé pólitísk nefnd, vinni beinlínis gegn hagsmunum Ríkis- útvarpsins. Talað er um fráleita afskiptasemi pólitíkusanna í út- varpsráði og moggarýnir endar mál •sitt með frómri ósk: „Það er ekki hægt að bjóða hinu ágæta starfs-- fólki Ríkisútvarpsins öllu lengur að vinna undir eftirliti austantjalds- nefndar." Útvarpsráð og stjórnmálaflokk- arnir hafa ávallt setið þegjandi undir ávirðingunum og grófum ásökunum um að vera að skipta sér af því sem þeim kemur ekki við. En hvað á að koma í stað útvarpsráðs hefur aldrei komið fram skynsamleg tillaga um. Að- eins það að pólitískt kjörið ráð hlýtur að vera ósamboðið öllum þeim hlutlausu snilldarverum sem fylla stöðurnar hjá Ríkisútvarpinu. Aldreispurtogengusvarað Frjáls og hlutlaus fjölmiðlun er eitthvað sem er utan og ofan við allt það stjórnkerfi sem lýðveldið byggir á. Frjálsu útvarpsstöðvarnar eiga sér náttúrlega enga stjórendur og enn síður eigendur, sem starfs- menn þurfa að taka tillit til. Hægt er að bera upp spurningu eins og þá hvernig stjórn Stöðvar 2 eða Bylgjunnar tækju því ef starfs- menn færu að úthúða allri yfir- stjórninni og kenna þeim um léleg- an rekstur og lélega dagskrá og að ekkert sé hægt að gera vegna ofríkis þeirra og hve naumt pening- ar séu skammtaðir. Það fæst ekkert svar við slíkri spurningu. Það fást heldur engin svör við spurningum um hlutleysið gagn- vart auglýsendum og þeim sem borga útsendingar lengri og skemmri dagskrárliða. Samkvæmt kokkabókum þeirra sem hæst garga um hlutleysið, frelsið og óhæðið, eru það ein- göngu stjórnmálaflokkar landsins og fulltrúar þeirra sem sitja yfir hlut frjálsrar hugsunar og skoðana- myndunar í landinu. Svo lengi er búið að japla á þessari tuggu að hún hlýtur að vera orðin sönn. Hins vegar er aldrei rætt það vald sem fréttamenn og dagskrár- gerðarmenn taka sér með fréttavali og efnistökum sem oft eru beinlínis skoðanamyndandi á einn hátt eða annan. Þeim er t.d. í sjálfsvald sett hvaða stjórnmálamenn fá að koma frm í ljósvakamiðlunum, hvenær, um hvað þeir tala, hve lengi og hvernig mál þeirra er klippt niður og sent út eftir höfði einhverra klippara og stjórnenda, sem ýmist eru á launum hjá ríkinu eða hluta- félögum. Svo kvarta sömu aðilar yfir ofríki stjórnmálamannanna. Vel má vera að útvarpsráð sé dragbítur á Ríkisútvarpinu og eigi ekki að vera að skipta sér af fréttaflutningi ættuðum frá Tangen, eða öðrum snilldartöktum hinna hlutlausu. En ósköp er linnulaus áróður gegn útvarpsráði og þar með full- trúalýðræðinu orðinn þreytandi. Það er þó huggun að til eru frjálsar stöðvar sem stjórnir hluta- félaga ráðskast með og heilu dag- skrárliðirnir eru seldir hæstbjóð- anda. Það eru draumavinnustaðir hinna vammlausu, enda hlutleysið í hávegum haft. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.