Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 26. október 1988 Tíminn 7 YL'riluiMirUiri líOm cn liinyl iiiii lii)iirs\ iiiiiUui(li i is- k iiskiiin fiskckliskcriiiir.’ Guðmundur Örn Ingólfsson, líffræðingur á Sauöárkróki, vill stækka íslenskafiskeldisflóru: Miðjarðarhafsf iskar í íslenskum eldiskerum? Byggðastofnun mun væntanlega í þessari viku afgreiða umsókn Guðmundar Amar Ingólfssonar, líffræðings á Sauð- árkróki, um styrk til að kanna flöt á eldi fiskitegundanna gullbrama og vartara hér á landi. Guðmundur öm hefur lengi haft hug á slíku eldi hér á landi sökum einstakra náttúruaðstæðna. Hann hefur kynnst eldi þessara sérstæðu fiska af eigin raun, vann t.d. í þrjú ár í Dönsku fiskeldisstöðinni að lokaverkefni til Cand. scient. prófs í líffræði um rannsóknir á fæðunámi og vexti gullbramaseiða. Vartari er algengastur sunnan Bretlandseyja og veiðist aðallega í Biskayaflóa, við Portúgal og í Mið- jarðarhafi. Sama má segja um gull- bramann. Hann er algengastur í Miðjarðarhafi. Þessir fiskar þykja mikill herramannsmatur og eftir því dýrir, vartarinn þó ívið dýrari. Gull- brami er algengur á jólaborðum ítala og báðar þessar tegundir eru vinsælar á t.d. fínum frönskum veit- ingahúsum. Ekki er fjarri lagi að lágmarksverð fyrir kíló af þessum fiskum sé um 700 krónur og markað- urinn fyrir þá er ótvírætt góður. Þessir fiskar hafa ekki þekkst í fiskeldi á Norðurlöndum. Þó eru nýhafnar tilraunir með þá í Noregi. Guðmundur Örn hefur til þessa beint sjónum að því að koma upp Yldisstöð þessara tegunda á Sauðár- króki. Það staðarval fyrir eldið er þó að hans sögn ekki endilega það hagstæðasta hér á landi. Hann segir það mögulegt t.d. víða við norður- ströndina og á Reykjanesi. Hvað varðar eldisstöð á Sauðár- króki segir Guðmundur Örn for- sendur þess að hún geti tekið til starfa vera byggingu 300-500 fm einangraðs stöðvarhúss, endurnýt- ingarkerfi fyrir hrygningarfisk og seiði, nauðsynlegan útbúnað til ræktunar á,. þörungum og lifandi fóðri og síðast en ekki síst kaup á 100-200 stk. af hrygningarfiski af tegundum gullbrama og vartara. Þegar talað er um endurnýtingar- kerfi í fiskeldi er átt við að vatninu er dælt í gegnum hreinsibúnað og það síðan endurnýtt. 1 fiskeldi hér á landi hefur til þessa eingöngu þekkst svokallað gegnumstreymiskerfi. f álaeldi í Danmörku, sem að mörgu leyti er sambærilegt við um- rætt fiskeldi, er endurnýtingargráða, sem þýðir hversu stór hluti vatns- massans er endurnýttur á hverjum sólarhring, um 90%. Guðmundur telur að endurnýtingargráðan yrði mun lægri hér á landi, eða um 50%. Þetta segir hann að þýði lægri fjár- magnskostnað, bæði hvað varðar lífhreinsi og allan búnað til stýringar á vatnsgæðum. Að sögn Guðmundar er eldi þess- ara fiska ekki flókið. Erfiðasti hluti þess eru fyrstu 1-2 mánuðirnir þegar fóðra þarf seiðin með lifandi fóðri. Síðan eru þau færð yfir á þurrfóður. Fiskurinn er þá alinn upp í slátur- stærð, 250-500 grömm. „Ástæðan fyrir því að ég hef sérhæft mig í þessu eldi er sú að ég tel að náttúruleg skilyrði hér séu til þess betri en annarsstaðar. Hér höf- um við sem dæmi innlenda orku- gjafa, gott fóður og kalt loftslag," segir Guðmundur. Hann segir að- spurður að menn hafi trúlega ekki áður beint sjónum að þessum mögu- leika í fiskeldi hér á landi vegna skorts á þekkingu á því. Til þessa hafi mpnn verið uppteknir af laxeld- inu fyrst og fremst. Guðmundur leggur á það áherslu að tækniþekking við þetta eldi, t.d. sem lýtur að.endumýtingu vatnsins, auk aðferða við seiðaeldi, geti nýst mun fleiri aðilum í íslensku fiskeldi, t.d. laxeldisstöðvum. óþh Ný bók eftir Indriða G. Þorsteinsson: „Húðir $vignaskarðs“ Komin er út ný bók eftir Indriða G. Þorsteinsson. Nefnist hún Húð- ir Svignaskarðs og er gefin út af bókaútgáfunni Reykholti. Hér er um að ræða leikrit, sem fjallar um Snorra Sturluson, rit- störf hans og veraldarvafstur, and- stæðurnar milli þess að skrifa og Indriði G. Þorsteinsson rithöfund- ur. verða að taka þátt í stjórnmálum dagsins. Það fjallar um baráttu um völd og fyrir sjálfstæði landsins gagnvart erlendum yfirráðum. Inn í þennan söguþráð er svo fléttað frægum atriðum úr Heimskringlu, sögum Noregskonunga. Leikritið kemur út í tilefni af því að 750 ár eru liðin frá Örlygsstaða- bardaga, en sá atburður réði mestu um endalok þjóðveldisins. Það er byggt á Heimskringlu Snorra og frásögnum íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Með þessu verki tekst Indriði G. Þorsteinsson á við nýtt form og tekst ekki síður upp en þegar hann beitir öðrum aðferðum. Bókin er myndskreytt af Einari Hákonar- syni myndlistarmanni. Bókaútgáfan Reykholt færði Ólafi V. Noregskonungi sérinn- bundið eiritak bókarinnar að gjöf þegar hann var hér fyrir skömmu í opinberri heimsókn. Indriði G. Þorsteinsson er fædd- ur 18. apríl 1926 á Gilhaga í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Hann hefur skrifað skáldsögur, smásögur. ljóðabók, skráð ævisög- ur nokkurra þekktra íslendinga, og nú síðast samið leikrit. Tvær af sögum hans hafa verið kvikmynd- aðar, og margar sögur hans hafa verið þýddar á erlend tungumál. Auk þess hefur hann tekið virkan þátt í íslenskum þjóðmálum og menningarlífi. HUDIRl SVIGNASKARDS iNDRIÐl G. PORSr&NSSON KHB yfirtekur verslun á Eskifirði: Pöntunarfélag Eskfirðinga hættir starfsemi Pöntunarfélag Eskfirðinga hætti rekstri sínum hinn 1. október. Frá sama tíma tók Kaupfélag Héraðsbúa á Egilsstöðum verslunarrekstur fé- lagsins á leigu til bráðabirgða fram að næstu áramótum. Pöntunarfélagið er meir en hálfrar aldar gamalt. Á Eskifirði starfaði einnig lengi Kaupfélagið Björk, en fyrir allmörgum árum sameinaðist það Pöntunarfélaginu sem gekk þá í Sambandið. Það hefur nú undanfar- ið rekið tvær verslanir á Eskifirði, matvöruverslun og sérvörubúð. í seinni tíð hefur reksturinn gengið heldur illa, félagið hefur átt við rekstrarfjárskort að stríða og var farið að eiga í erfiðleikum með að fá vörur. Ekki er þó talið að gjaldþrot sé yfirvofandi, því að Pöntunarfélag- ið mun eiga fyrir skuldum sínum. Þorsteinn Sveinsson kaupfélags- stjóri á Egilsstöðum sagði að frum- kvæði í þessu máli hefði komið frá Eskfirðingum, sem hefðu leitað til Kaupfélags Héraðsbúa um að það tæki að sér verslunina. KHB tók það að sér til bráðabirgða fram að ára- mótum, en síðan er talið trúlegt að félagsleg sameining verði þarna, þannig að Pöntunarfélagið sameinist KHB..Þorsteinn taldi að þessi breyt- ing mæltist heldur vel fyrir þar eystra, enda væru menn þar ekki óvanir samvinnu á milli staða, og til dæmis væri talsvert um að fiski væri ekið til vinnslu á milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.