Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 14
14 'Tíminn Miðvikudagur 26. október 1988 AÐ UTAN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii lillillllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllH Hong Kong: Hvaða framtíð bíður báta- fólksins frá Víetnam? erfiðleika til að komast í vinnu og þurfa ekki að leita til opinberra aðila áður en árið er liðið. Dæmi um slíkan árangur er Hoa- vinh Hua, sem hóf ferðalagið til frelsis með 15 daga bátsferð, þar sem hvorki þurrt né vott var að hafa og tveir ferðafélaga hans létust. Fyrsta starf hans í London var sem hreingerningamaður á Hilton hótelinu. En hann fann upp hernaðarlegan taflleik, sem fram- leiðsla er nýhafin á og veitir honum sjálfum, konu hans og ungum breskum aðstoðarmanni vinnu. Annað dæmi er Tran Minh Hai, sem kom til Bretlands fyrir sex árum og er saga hans sögð dæmi- gerð. „Fyrst þegar við komum til Englands vorum við ákaflega einmana. En fólkið var mjög vin- gjarnlegt. Við umgöngumst alla.“ Einn þeirra sem hann umgekkst var Tyrki sem hann hitti á krá. Þeir hafa nú sett eigið fyrirtæki á stofn og eru farnir að framleiða fatnað í verksmiðju. Þessir tveir Víetnamar Hua og Tran hafa notið góðs af starfi Le sem rekur þjálfunarstöðina. Þar fá flóttamennimir þjáifun í iðngrein- um, ráðleggingar um viðskipti, húsnæði í eigu sveitarfélagsins þar sem leigan er felld niður í eitt ár, ódýr lán og styrki um allt að 2.500 sterlingspund. Að sögn Le fer opinber styrkur í formi launa, skrifstofukostnaðar og styrkja upp í 38.000 pund á ári en árangurinn er líka glæsilegur. Á tveggja ára tímabili hafa skjólstæðingar hans opnað tvær stórar kjörbúðir, tvö bílaverkstæði, tvær almennar hreingerningarstöðvar, einn matsölustað sem selur mat út, bakarí, þrjár fataverksmiðjur og framleiðsluna á hemaðarleiknum. Þar að auki hafa þeir opnað veit- ingastað og fljótlega fer á stúfana flutningavagn sem seldur verður úr víetnamskur matur. „Það væri ekki skynsamlegt fyrir okkur að halda áfram að vera á atvinnuleysis- styrk,“ segir Le. Svipað er að gerast víða annars staðar í Bretlandi. í Leeds hafa t.d. yfirvöld, eins og í Southwark, lagt sig fram um að mæta þörfum Víetnamanna og síðan hafa þeir sjálfir gert það sem á hefur vantað. í einum skólanum í Leeds hefur t.d. verið rekið námskeið þar sem sameinuð var fræðsla í matreiðslu og enskri tungu og 16 flóttamann- anna létu ekki á sér standa að taka þátt í því. Einn þeirra var ólæs og óskrifandi, jafnvel á sínu eigin máli, og hafði ekki lært nein vinnu- brögð sem hann gat notfært sér í vestrænum heimi. „Hann hafði verið fiskimaður og gat jafnvel ekki borið fram nafnið mitt,“ segir Kirsti Staindale sem veitti námskeiðinu forstöðu. „En það var sannkölluð ánægja að segja honum til, hann var svo óðfús að læra og hafði geysigott skopskyn." Eftir fjögurra mánaða nám voru 6 þeirra sem það stunduðu komnir í starf hjá bæjaryfirvöldum, aðrir tveir voru búnir að setja á stofn matsölu sem selur út, sex voru famir að vinna í brauðgerðarhús- um og einn þeirra hélt áfram námi í menntaskóla. Víetnamar fljótari að aðlagast nýjum siðum en aðrir flóttamenn 1 Bandaríkjunum hafa 500.000 víetnamskir flóttamenn fengið hæli og þar er reynslan líka góð. Kann- anir sýna að Víetnamar hafa verið fljótari að aðlagast en flestir hópar annarra innflytjenda. Þó að hlutfall Víetnama á opinberu framfæri sé hærra en með þjóðinni allri minnk- ar munurinn með hverju árinu sem líður. Það er hins vegar óheillavænleg þróun sem orðið hefur í Los Ange- les þar sem víetnamskir unglingar hafa tekið sér innfædda til eftir- breytni og stofnað glæpaflokka. að yfirvöld í Hong Kong hafa ein verið látin um að leysa vanda þessarar innflytjendabylgju, sem ekki væri allur leystur, jafnvel þó að farið verði að senda nýjasta flóttafólkið tilbaka. Það eru yfir 15.000 manns strandaðir í Hong Kong sem komu þangað fyrir dag- setninguna mikilvægu, 15. júní sl. Á tímabilinu frá janúar til sept- ember á þessu ári, þegar metfjöldi flóttafólks kom til Hong Kong, veittu Bretar aðeins 166 víet- nömskum flóttamönnum viðtöku, Kanada tók á móti 907, Bandaríkin 579 og Ástralía 289. Það eru ekki allir breskir áhrifa- menn sáttir við lélega hlutdeild Breta. ÞannigsegirsirPeterBlaker íhaldsþingmaður að Bretar ættu að taka á móti fleirum, það myndi vera gott fordæmi fyrir aðrar þjóðir sem á árum áður hafa tekið á móti víetnömskum flóttamönnum. Og talsmaður heimilis fyrir mun- aðarlaus víetnömsk börn í Bret- landi ber skjólstæðingum sínum vel söguna en segir: „Vestræn ríki taka ekki á móti nógu mörgum Víetnömum. Þeir eru sérstaklega duglegir að aðlagast nýja landinu og gætu gert því mikið gagn.“ Duglegt og eljusamt fólk Ef taka má mið af borgarhlutan- um sem Quan-fjölskyldan hefur sest að í hafa barnaheimilis- mennimir mikið til síns máls. Margir þeirra 2.500 Víetnama sem hafa sest að í Lundúnahverfinu Southwark, hafa verið fljótir að laga sig að menningu og tungumáli sem er allsendis ólíkt þeirra eigin. Quan, kona hans Nguyen Thi Lanh, Van dóttir þeirra og Phuong frænka þeirra, tala enga ensku og verða að lifa af félagslegum bótum sem nema 90 sterlingspundum á viku. En að sögn Kims Huong Le, sem stjórnar þjálfunarverkefnum fyrir flóttamennina í Southwark yfirstígur meðalnýliðinn geysilega Víetnamar í flóttamannabúðum í Hong Kong bíða þess nú milli vonar og ótta að ákvörðun verði tekin um örlög þeirra. Ekkert lát hefur enn orðið á fólksflótta frá Víetnam þrátt fyrir þá erfiðleika og hættur sem slíkum flótta fylgja. Fólk tekur sér far með meira og minna sjófærum bátum og skipum og á á hættu að verða fyrir árásum sjóræningja. Engum sögum fer af þeim sem ekki komast á leiðarenda, en raunum þeirra sem aftur fá fast land undir fætur er síður en svo lokið. Að undanförnu hafa flóttamenn flykkst til bresku nýlendunnar Hong Kong, en þar leyfir hvorki landrými né aðrir kostir slíka fólks- fjölgun. Það er líka vandkvæðum bundið að fá önnur vestræn ríki til að veita þessu hrjáða fólki viðtöku. Þess vegna hafa bresk yfirvöld nýlega gert samkomulag við víet- namska embættismenn um að senda þá flóttamenn aftur til síns heima, sem ekki geta fært óyggj- andi sönnur á að þar sæti þeir ofsóknum yfirvalda vegna skoð- anna sinna. Með öðrum orðum verður tekin afstaða til þess hvort það sé eftir- sóknin eftir auðveldara lífi á Vest- urlöndum sem hefur rekið fólk frá heimaslóðum frekar en því sé ekki vært þar vegna skoðana sinna. I The Sunday Times er nýlega rætt um þetta vandamál. Órvæntingarfullt fólk í 12.000 mílna ferðalag Velkomin til Bretlands, nýja fjölskyldan á númer 23. Veggfóðr- ið er rifið, húsgögn fyrirfinnast ekki og það er óviturlegt að hætta sér út fyrir hússins dyr eftir að skyggja tekur. En út frá póiitísku sjónarmiði eru íbúarnir frjálsir. Þau komu fyrir tveim mánuðum, voru í hópi þess víetnamska báta- fólks sem síðast hafa fengið leyfi til að koma til Bretlands. Ferðalagið þeirra, 12.000 mílna langt, hófst með örvæntingarfullri ferð til Hong Kong og lauk í fátækrahverfi í London. En Quan Thien Bon og fjölskylda hans eru ánægð. Eftir eru í Hong Kong 25.000 landar þeirra og komast hvergi úr ömur- legum flóttamannabúðunum. Að undanförnu hefur fólkið sem Quan skildi við í Hong Kong verið til ákafrar umræðu á alþjóðlegum vettvangi. Er það réttlætanlegt að þeir sem hafa flúið efnahagslegar og félagslegrar þrengingar í Víet- nam eigi að fá hæli á Vesturlönd- um? Eða á einfaldlega að snúa þeim aftur heim á leið? Quan-fjölskyldan er í hópi meira en einnar milljónar Víetnama sem hafa flúið land sitt eftir að komm- únistar komust þar til algerra valda 1975 eða vegna stríðsins við Kín- verja fjórum árum síðar. Flestir þeirra tóku áhættuna þrátt fyrir hættuna á því að lenda í höndum sjóræningja eða láta lífið í yfirfyllt- um bátunum sem báru þá í leitinni að tryggara lífi. Fleiri þessara flóttamanna hafa tekið land í Hong Kong, sem enn er bresk nýlenda, en á nokkrum stað öðrum. Loka Bretar dyrunum fyrir flóttafólkinu í apríl nk.? Bretland hefur veitt viðtöku yfir 20.000 af þessu víetnamska flótta- fólki á sl. 13 árum. En að undan- förnu hefur hámarksfjöldi þeiria sem fá að setjast þar að ekki verið nema 20 á mánuði og í apríl nk. má jafnvel búast við að dyrunum verði harðlokað fyrir fullt og allt. Bresk yfirvöld hafa komist að þeirri niðurstöðu að flestir nýjustu „flóttamannanna" hafi ekki orðið að sæta ofsóknum heima fyrir en séu einfaldlega að forða sér frá sárafátækt og leiti betra lífs á Vesturlöndum. Nú nýlega hafa Bretar komist að samkomulagi við víetnamska emb- ættismenn um að hefja heimsend- ingu nýkominna íbúa flóttamanna- búðanna, þeirra sem hafa komið eftir miðjan júní sl. Samkvæmt áætluninni má nýkomið flóttafólk gera allt eins vel ráð fyrir að vera sent aftur til baka ef það getur ekki gert óyggjandi grein fyrir því að það sé raunverulega á flótta. Þeir sem gagnrýna þessa ráða- gerð benda á að ef ekki liggi fyrir sannfærandi trygging fyrir því að bátafólkinu verði ekki refsað þegar það snýr aftur til heimila sinna og starfa, sé líf þess í hættu. Metfjöldi til Hong Kong á þessu ári Margir hafa líka áhyggjur af því

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.