Tíminn - 26.10.1988, Side 19

Tíminn - 26.10.1988, Side 19
Miðvikudagur 26. október 1988 Tíminn 19 Matthew og Pepp- er njóta lífsins rétt eins og jafnaldrar þeirra þegar þau eru ekki að boða orðið. Sjúkrahússögur Hjónakornin Demi Moore og Bruce Willis hafa verið töluvert í fréttunum og nú síðast fyrir að eignast litla dóttur og er ekkert nema gott um það að segja. Pegar þau giftu sig lét Demi það út ganga um heimsbyggðina, að Ekki bera þau Bruce og Demi beinlínis með sér á þessari mynd, að þau hafi ráð á að eyða og sóa aurunum sínum á báða bóga. hún ætlaði að siða Bruce töluvert, svo sem að sjá til þess að hann drykki minna og sóaði ekki pening- um í austur og vestur af litlu tilefni. Henni virtist ganga þetta sæmi- lega lengi vel, en svo gerði hún þá skyssu að sóa sjálf heldur betur svo meira að segja eiginmanninum þótti nóg um. Leikarinn James Garner, sem er mikill vinur Demi, lagðist inn á sjúkrahús nýlega og Demi fannst ekkert sjálfsagðara en senda honum vel útilátinn blómvönd. Það var svo sannarlega enginn arfi, heldur litfögur skraut- blóm, sem vaxa á Ha waii og herleg- heitin kostuðu litlar 220 þúsund ÍKR. Bruce æsti sig ekkert smávegis út af þessu og sagðist fyrir þennan pening hefði getað farið sjálfur til Hawaii og tínt blómin. Svo illa hittist á að rétt á eftir sprakk í honum botnlanginn og hann var fluttur í hasti á sjúkrahús. Sagt er að ekki hafi mátt tæpara standa, en ekki fylgir sögunni hvaðan eigin- konan pantaði blóm í það skiptið eða lét sér nægja að senda einhver strá úr garðinum heima. Predikararnir reknir úr skóla Strode-fjölskyldan predikar hvar sem er og hvenær sem er við misjafnar undirtektir. Matthew Strode er ekki nema 5 ára en þegar alvanur predikari. Predikarar í Bandankjunum hafa hvað eftir annað komið við sögu í fréttum á undanförnum mánuðum og þá í sambandi við vægast sagt vafasamt atferli. Þeir hafa gert sig seka um samneyti við konur sem ekki njóta mikillar virðingar og fjármálin hafa verið í hreinasta ólestri hjá þeim. Þetta þætti ekki gott hjá breyskum samborgurum og hjá þeim sem ættu að vera dyggðafyr- irmynd þykir þetta otækt. Það er ekki athæfi af þessu tagi sem hefur komið þrem börnum, systkinunum Matthew, Duffey og Pepper Strode, 5, 10 og 6 ára gömlum, í vandræði í skólanum, þó að satt sé að predikunarástríða barnanna eigi þar stærstan hlut að máli. Börnin hafa ýft skólastjórann sinn svo til reiði að hann hefur rekið þau úr skóla þrisvar í einum og sama mánuðinum. „Það eru ekki predikanirnar þeirra sem við erum að mótmæla, það er hávaðinn í þeim, öskrin," segir aumingja skólastjórinn. „Systkinin brutu skólareglurnar þegar þau héldu áfram að predika við útganginn af skólalóðinni." Pabbi systkinanna er sjálfur predikari og með sífelldar tilvitn- anir í biblíuna á vörunum. Hann hefur predikað á götum úti síðan 1984 og heldur því fram að af- sprengi hans séu ekki að gera annað en notfæra sér þann rétt til málfrelsis sem er í bandarísku stjómarskránni. Mamma krakkanna er enn reið- ari skólastjóranum. „Hann á eftir að iðrast þess dags þegar hann gerði þetta við börn Drottins," segir hún æf þar sem hún situr í bíl og hlustar á börnin sín predika. „Ég vona að Guð taki rækilega í lurginn á þeim sem ráku krakkana mína úr skólanum og refsi þeim. Þetta er ekkert nema samsafn af hræsnurum," segir hún. Skólayfirvöld eru samt ekki á því að gefa sig og segja að Strode- fjölskyldan, sem fluttist til fjalla- héraðanna í vesturhluta Norður- Karólínu frá Pennsylvaniu fyrir 16 mánuðum, sé að æsa til átaka. Kennurunum finnst nefnilega ekkert gaman að heyra krakkana æpa á sig á skólagöngunum orð eins og: melludólgur, hórkarl (eða hóra), fífl, siðspillt eða kynvilltur. Og alls ekki dag eftir dag. Nú em systkinin rekin í 10 daga og málið í biðstöðu. Skólayfirvöld segja þó að þeim sé velkomið að koma aftur í skólann hvenær sem er, svo framarlega sem þau lofi að hlýða skólareglunum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.