Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 26. október 1988 Bátar seldir burtu úr Grindavík: Launþegar á Vesturlandi Aðalfundur launþegaráðs framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldinn í Snorrabúð, Borgarnesi, mánudaginn 31. okt. kl. 20.30. Dagskrá: Kosning stjórnar launþegaráðsins og fulltrúa á kjördæmisþing. Sérstakur gestur fundarins verður Guðmundur J. Guðmundsson, form. Verkamannasambands íslands, sem mun ræða „Tengsl stjórnmálaflokka og verkalýöshreyfingarinnar". Einnig munu Stefán Guðmundsson, alþm., og Sigurður Geirdal, frkv.stj. Framsóknarflokksins, ávarpa fundinn. Allir stuðningsmenn Framsóknarflokksins velkomnir á fundinn. Stjórnin Hafnarfjörður Aðalfundur Framsóknarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn miðviku- daginn 2. nóv. kl. 20.30 aö Hverfisgötu 25. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing 13. nóv. og flokksþing hinn 18.-20. nóv. 3. Önnur mál. Að loknum aðalfundi F.H. kl. 21.30 hefst aðalfundur Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Hafnarfirði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillögur stjórnar um lagabreytingar (tvöföldun fjölda fulltrúa í fulltrúaráðinu). Stjórnirnar Flokksþing 1988 Undirbúningur - samræming Samband ungra framsóknarmanna boðar til sérstaks fundar ungra framsóknarmanna til að stilla saman strengi fyrir flokksþing 18.-20. nóv. Tími: þriðjudagur 1. nóv. kl. 20.00. Staður: Nóatúni 21, Reykjavík. Stjórn SUF Aðalfundur FUF Árnessýslu Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Árnessýslu (framhalds- aðalfundur) verður haldinn að Eyrarvegi 15, Selfossi, sunnudaginn 30. okt. og hefst kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Gissur Pétursson, formaður SUF, og Egill Heiðar Gíslason, starfsmaður SUF, mæta á fundinn. Stjórnin Viðtalstími-Vestur-Skaftafellssýsla Guðni Ágústsson, alþingismaður, verður til viðtals á eftirtöldum stöðum: Föstudaginn 28. okt. nk. í Vík - Víkurskála - kl. 10-12 f.h. Sími 98-71230. Kirkjubæjarklaustri sama dag í Kirkjuhvoli frá kl. 15-17. Sími 98-74621. Konur Árnessýslu Aðalfundur Félags framsóknarkvenna í Árnessýslu verður haldinn að Eyrarvegi 15, Selfossi mánudagskvöldið 31. okt. kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar, önnur mál. Fjölmennum Stjórnin Aðalfundur FUF Kópavogi Aðalfundur FUF í Kópavogi verður haldinn að Hamraborg 5 mánudaginn 31. okt. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Stjórnin Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla Aðalfundur Framsóknarfélags Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu verður haldinn mánudaginn 31. október kl. 21.00 í kaffistofu Hróa h.f. Ólafsvík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Alexander Stefánsson alþingismaður kemur á fundinn. Allt framsóknarfólk velkomið. Stjórnin Smáfiskadrápið banabiti bátanna Svo gæti farið að útgerðarbærinn Grindavík verði innan skamms tveimur bátum fátækari. Þreifingar eru nú í gangi með sölu á tveimur bátum Hraðfrystihúss Þórkötlustaða, Þorbirni GK og Þórkötlu GK. Þetta eru 75 tonna eikarbátar, smíðaðir í V-Þýskalandi 1959 og 1960. Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Þórkötlustaða, segir að ekkert liggi enn fyrir með sölu bátanna, nokkur tilboð hafi komið í þá en nú sé verið að kanna hvaðfelist íþeim. Guðmundursegist ekki kannast við að bátarnir verði að líkindum seldir til Skagastrandar, en frétt þess efnis birtist í síðasta tölu- blaði Fiskifrétta. Guðmundur Guðmundsson segir það vissulega uggvænlega þróun þegar bátar séu seldir frá rótgrónum útgerðarstað eins og Grindavík, en ef af sölu báta Hraðfrystihúss Þór- kötlustaða verður hafa fimm bátar verið seldir burtu úr plássinu á stuttum tfma. Hinir bátarnir eru Vörðunes GK, sem var seldur til Þorlákshafnar, Már GK sem fór til Tálknafjarðar og Hvammsvík GK til Akureyrar. Guðmundur tekur þó fram að miðað við núverandi rekstr- arskilyrði sé mjög óhagkvæmt fyrir sjávarútvegsfyrirtæki á Suðurnesj- um að gera út báta af stærðargráðu Þórkötlu GK og Þorbjarnar GK. Hann segir að þeir verði að sækja aflann langt og kostnaður við veið- arnar verði því mjög mikill. „Gegnd- arlaust smáfiskadráp undanfarin ár á hefðbundnum heimamiðum hefur fyrst og fremst orsakað að bátar héðan hafa þurft að sækja fiskinn langt í burtu. Þetta hefur kippt grundvelli undan rekstri báta af þessari stærð,“ segir Guðmundur. Aðspurður sagði Guðmundur það ekki útilokað að í stað bátanna tveggja myndi verða keypt fiskiskip til Grindavíkur. „Þessi mál eru öll í skoðun og allt of snemmt að segja til um hver niðurstaðan verður." Jón Gunnar Stefánsson, bæjar- stjóri í Grindavík, segir að í raun geti bæjarfélagið lítið gert til þess að koma í veg fyrir að bátar séu seldir burt með tilheyrandi kvóta. Hann segir þessa þróun auðvitað mjög slæma fyrir byggðarlagið en á meðan smáfiskurinn sé drepinn eins misk- unnarlaust og verið hefur, sé engin von til þess að rekstur smærri báta í Grindavík beri sig. óþh Utflutningur hitaveituþekkingar til Ungverjalands: Tveir farnir til að afla upplýsinga Fyrir nokkru var fjallað um það í Tímanum að tímamótasamningur hefði verið gerður á milli íslendinga og Ungverja um hönnun og gerð arðsemisáætlana vegna lagningar hitaveitu í borginni Hódmezövásár- hely, sem er 55 þúsund manna borg í suðurhluta Ungverjalands. Reikn- að er með að þessi samningur geti gefið af sér tugi eða hundruði mill- jóna á næstu árum og áratugum, ef áframhaldandi markaðssetning gengur vel. Er þá fyrst og fremst átt við önnur Austur-Evrópuríki og jafnvel Mið-Afríku. Útflutningsverðmæti íslenskrar tækniþekkingar nemur um 200 þús- und dollurum í þessu fyrsta verki samkomulagsins, en einnig var sam- ið um að staðið skuli að stórtækum sameiginlegum útflutningi á ís- Ienskri tækniþekkingu, ungverskri verktakaþekkingu og norrænni al- þjóðlegri fjármögnun. Staða þessa máls í dag er þannig, að sögn Andrésar Svanbjörnssonar hjá Virki h/f, að á sunnudaginn fara þeir Einar Tjörvi Elíasson frá Orku- stofnun og Oddur B. Björnsson frá Fjarhitun til Hódmezövásárhely til að safna gögnum og líta á aðstæður. Andrés sagði einnig að ákvörðun um framkvæmdir verði tekin á grundvelli þessara gagna en stefnt sé að því að framkvæmdir geti hafist innan hálfs árs. Alþýðuleikhúsiö: Koss kóngul- óarkonunnar Önnur frumsýning leikársins hjá Alþýðuleikhúsinu var á sunnudag- inn. Frumsýnt var í kjallara Hlað- varpans, Vesturgötu 3 leikritið Koss kóngulóarkonunnar eftir argent- ínska rithöfundinn Manuel Puig. Leikritið gerist í fangaklefa í Villa Devoto fangelsinu í Buenos Aires. Þar eru saman í klefa þeir Luis Alberto Molina, sem setið hefur inni í tæpt ár, dæmdur til átta ára fangels- isvistar fyrir að „afvegaleiða ung- linga“ og Valentin Arregui Paz, sem tekinn var fastur vegna stjórnmála- skoðana sinna fyrir tæpum þremur árum og hefursetið í gæsluvarðhaldi síðan. Manuel Puig fæddist árið 1932 í smábæ í Buenos Aires héraðinu. Hann lagði stund á heimspeki og húsagerðarlist í heimaborg sinni, en hætti námi þar og hélt til ltalíu. Þar hóf hann nám í kvikmyndaleik- stjórn. Síðar fluttist hann til New York og hóf ritstörf. Með hlutverk fanganna í sýningu Alþýðuleikhússins fara þeir Árni Pétur Guðjónsson og Guðmundur Ólafsson. Leikstjóri er Sigrún Val- bergsdóttir, búninga og leikmyndir gerir Gerla. Tónlist er eftir Lárus Halldór Grímsson, en Árni Bald- vinsson hannar lýsingu. Ingibjörg Haraldsdóttir, rithöfundur hefur þýtt leikritið. dr/par GljátíkKjarnakona Merkilegar ordaskýringar voru gefnar í ágælum saniræðuþætti í Stöft 2. s.l. sunnudagskvöld. Jón Óttar stýrfti samræðuni að vanda, eins og honum cinum cr lagið. Hann kynnti viðmælcndur sina með hástemmdum lýsingum á verðleikum þeirra og einum taldi hann það til ágætis að vera gljátík. Eitthvuð hummaði í pcrsónunni sem svona var kynnt og stjórnandi hóf að útskýra hve ágætum eigin- leikum sú kona hljóti að vera, sem vseri þcss verð að vera kynnt með þessu ágæta heiti. Svo vel vildi til að Ingvi Hrafn var þarna nærstaddur og hann er luginn að grípa fram í fyrir fólki og taka orðið og sleppa því ekki meir. Af inikilli fimi greip hann til þeirra málrisinda sem kennd cru við sam- heiti og það rann upp úr honum að gljátík þýddi nákvæmlega hið sama og kjarnakona, og blaðraði sig svo út í aðra sálma. Auk þess að hafa gefið íslenskri tungu nýja vídd hefur Ingi Hrafn enn einu sinni sýnt og sannað að oft ratast kjöftugum satt á munn. Eða hvað? Úr handbolta í hnefa- leika? Greint var frá því dagblaði fyrir skömmu að yrði Bogdan áfram þjálfari landsliðsins, gæti svo farið að vinstri liandar skytta - og jafn vel fleiri - gæfu ekki kost á sér lýrir B-keppnina í Frakklandi. Dropa- teljari hefur hcyrt að þessi hótun vinstri handar skyttunnur sé til komin vegna eymsla í vinstri hend- inni, eftir að hafa rétt þjálfara og liðsstjóra liðsins einn á lúðurínn, eftir keppnina í Seoul. Dropateljari vcit að liðsstjórinn snýtti rauðu, eftir að hin skotfasta skytta hafði beitt vinstri hendi, sem annars var hvíld mjög í keppn- inni. Hvort skyttan hafl uppgötvað nýja hæfíleika hjá sér sem íþrótta- maður skai ósagt látið, en margir frægir hnefaleikakappar hafa verið örvhentir. Líklegt er að augu Bogdans hafi nú opnast fyrir hæflleikum skytt- unnar, sem vurnarmanns, en hann hefur lítið ieikið mcð liðinu í vörninni. Ekkí fyrir matvælafræðingi... Jón Óttar, matvælafræðingur og sjónvarpsstjóri á Stöð 2, hefur mætt nokkrum mótbyr við gerð þátta sinna „Rödd fóiksins“. Jón er íklæddur dómaraskikkju í þátt- unum og kallar fyrir sig fólk úr ýmsum áttum. Dropateljari hefur heyrt að Jón Óttar hafí ætlað að kalla fyrir sig tvo þekkta lögfræðinga, Svölu Thorlacíus og öm Clausen. Var þeim gert að mæta í skikkjum sínum og hneigja sig fyrir Jóni Óttari í dómaralíki. Þegar nálgaðist útsendingartima hringdi Svala Thorlucíus og boðaði veikindaforföll. Örn Clausen hafði samband við umsjónarmann þátt- arins og sagðist ekki mundi koma. Hann, lögfræðingurinn, gæti ómögulega farið að hneigja sig fyrir matvælafræðingnum og það í sjónvarpi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.