Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 20
 Átján mán. binding RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 0 7,5% saivívínnubankínn| STRUMPARNIR HRESSA KÆTA * Ttminn Heilbrigðiseftirlitið gagnrýnir harðlega hundaeigendur í Reykjavík: Reglugerð um hunda- hald iðulega brotin í þessari viku fer fram skoðanakönnun um hundahald í Reykjavík. Könnun þessi er framkvæmd í samræmi við reglur um undanþágu frá banni við hundahaldi í Reykjavík, sem gilt hafa síðastliðin fjögur ár. Kosið er í anddyri Laugardalshallar og er kjörstaðurinn opinn á virkum dögum frá 16.00-19.00 en á laugardag og sunnudag kl. 14.00-20.00. Þessi beið í bílnum meðan húsbóndinn skrapp inn að kjósa um tilverurétt hans i höfuðborginni. T(mamynd:Pétur Spurningin á kjörseðlinum er: „Viljið þér leyfa hundahald í Reykjavík með þeim skilyrðum, sem gilt hafa síðustu fjögur árin?“ Áætlað er að framkvæmd þessar- ar skoðanakönnunar komi til með að kosta tæpar tvær milljónir króna. Á mánudag, sem var fyrsti kjör- dagurinn, kaus 0,5% af þeim sem eru á kjörskrá. Eitthvað hafði kjörsóknin aukist í gærdag, því þegar kjörstaður hafði verið opinn í eina klukkustund var tala þcirra sem hafði kosið komin upp í 0,75% eða samtals rúmlega 500 manns. Trassaskapur eða gefist vel? Skiptar skoðanir eru á því hvern- ig þessi tilraun til að leyfa hund- ahald í Reykjavík hefur tekist. Hundaræktarfélagið er ánægt en Heilbrigðiseftirlitið virðist hafa aðra sögu að segja. Það er fyrst og fremst Heilbrigð- iseftirlitið sem sér um að ákvæðum reglugerðarinnar er varða hunda- hald sé framfylgt. Hjá stofnuninni eru tveir eftirlitsmenn sem hafa þann starfa að ferðast um borgina og fylgjast með því til dæmis, að hundar séu ekki lausir. í samtali við Odd Rúnar Hjartar- son framkvæmdastjóra Heilbrigð- iseftirlitsins kom fram að það er iangt frá því að allir hundaeigendur fylgi settum reglum. Aðspurður sagði Oddur að tölu- vert væri um það að fólk kvartaði yfir lausum hundum, einnig væri þó nokkuð kvartað yfir því að fólk þrifi ekki upp skítinn eftir hund- ana, eins yfir hávaða í hundum sem eru skildir eftir einir í íbúðum meðan eigendurnir eru í vinnu. „Við reynum yfirleitt að tala fólk til en það fer ekki að okkar fyrir- mælum frekar en samþykktarinn- ar, ef því sýnist svo.“ Varðandi það hvort honum finndist misbrestur á því að fólk færi eftir þeim skilyrðum sem sett væru varðandi hundahaldið, sagði Oddur: „{ hreinskilni sagt þá finnst mér vera misbrestur þarna á. Hundar eru fyrir þá sem vilja halda hund, það er ekki gert fyrir hina. Til að fólki sé treystandi til að hafa hunda verður að setja það skilyrði að það fari eftir þeim reglum sem eru gildandi hverju sinni." Oddur sagði einnig: „Maður heyrir það oft að ef reglur eru ekki haídnar þá sé það eftirlitinu að kenna. Þetta er alrangt. Er það lögreglunni að kenna ef brotist er inn?“ Leyfisgjald fyrir að halda hund er núna 450 krónur á mánuði eða 5400 krónur á ári og skráðir hundar í Reykjavík eru um 860. Oddur var spurður að því hvort mikið væri um það að fólk trassaði að borga þetta gjald. „Það hefur farið versn- andi frá upphafi. Síðasti gjalddagi var fyrsti mars og eindagi var fyrsti apríl. Ég verð að segja eins og er, að í ár hefur gengið hvað verst að fá fólk til að borga. Einnig er mikið um það að fólk tilkynni ekki ef það flytur með hundana. Þannig að þessi innheimta verður gríðarlega erfið.“ Varðandi þau svæði eins og t.d. Geirsnef, þar sem ekkert hefur verið sagt við því þó hundarnir séu lausir, sagði Oddur. „Eigendurnir eiga auðvitað að hreinsa upp eftir hundana á þessum svæðum. Það eru sumir blettir sem börn vilja líka vera á, og mér er sagt að þau flýji þessa staði. Eigendur læðast þarna í tíma og ótíma og láta hundana skíta án þess að þrífa upp eftir þá. Það er voðalegt kæruleysi í þessu að láta hundana hlaupa lausa og skíta hingað og þangað. Þetta er vandamál." Að lokum sagði Oddur: „Það er fyrst og fremst þeirra sem eiga hunda að fara eftir samþykktinni, það er ekki hægt að kenna okkur um það að hinir séu að brjóta lög.“ Aukin frœðsla Guðrún Guðjohnsen formaður Hundaræktarfélags fslands hafði aðra sögu að segja. „Við erum mjög ánægð, okkur finnst þessi tilraun hafa tekist mjög vel. Það er lítið um kvartanir. Það sem okkur finnst þurfa að gera í þessum málum er að einbeita sér að fræðslu til hundaeigenda. Af þeim kvörtunum sem við höfum kannað er það vegna vankunnáttu og mis- skilnings sem eitthvað hefur farið úrskeiðis.“ Aðspurð um slæma innheimtu á leyfisgjöldunum taldi Guðrún það endurspegla ástandið í þjóðfélag- inu, fólk væri blankt. Það mætti ekki í öllum tilvikum túlka það sem trassaskap hjá hundaeigend- um. Varðandi óþrifnað eftir hundana sagðist Guðrún ekki hafa orðið vör við það í miklum mæli. „Á þessum námskeiðum sem við erum með, leggjum við mikla áherslu á að fólk þrífi upp eftir hundana. Höfum meðal annars verið með sérstaka poka sem við gefum, svokallaða „skítapoka". „Okkur finnst hafa náðst gífur- legur árangur á þessu fjórum árum og við ætlum að halda ótrauð áfram með okkar fræðslustarfsemi og uppbyggingu á góðu hunda- haldi. Við erum til dæmis algerlega á móti því að fólk sé að fá sér hunda og vinni svo úti allan daginn. Það nær ekki nokkurri átt og er slæm meðferð á hundinum." Að lokum sagði Guðrún: „í öllum hópum eru trassar, þeir eyðileggja fyrir hinum sem vilja gera vel.“ ssh.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.