Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 26. október 1988 Tíminn 13 AÐ UTAN lllllllllllll Nýjar rannsóknarniðurstöðurtveggja norskra lækna markatímamót: Súrefnisskortur orsök vöggudauða Tveir norskir Iæknar segjast hafa gert mikilvæga uppgvötun sem hjálpað gæti til við að leysa gátuna um vöggudauða. Vöggudauði dregur u.þ.b. tvö af hverjum eitt þúsund börnum til dauða strax á fyrsta ári þeirra. Það eru læknarnir Torleiv Ole Rognum og Ola Didrik Saugstad sem halda því fram að vöggudauði stafi af súrefnisskorti hjá barninu. Niðurstöður þeirra birtast í oktoberhefti hins virta bandaríska læknisfræðitímarits „Pediatrics“, og læknarnir segja niðurstöður sínar ekki hvað síst merkilegar fyrir þær sakir að nú hafi verið afsannaður fjöldi mismunandi kenninga um skyndilegan dauða ungbarna af, að því er virðist, engri sjáanlegri ástæðu. Þar sem enginn læknisfræðileg skýring hefur verið fyrir hendi á vöggudauða hefur því stundum verið haldið fram að foreidrarnir hafi beinlínis kæft barnið. I samtali við Reutersfréttastofuna sagði Rognum að hér væri stigið stórt skref fram á við. „Við höfum einangrað frum dánarorsökina þó svo að við vitum ekki enn hvað gerist sem takmarkar súrefnisstreymið til barnsins," sagði Rognum. Rognum sem hefur unnið með Saugstad við rannsóknir í Osló undanfarin 4 ár segir að vöggudauði sé stærsta einstaka orsökin fyrir barnadauða í hinum vestræna heimi í dag. Hann segir að 2-3 börn af hverjum 1000 deyi vöggudauða ár- lega og að þessi tala sé sífellt að hækka. Hann benti á að læknavís- indin hafi staðið á gati gagnvart vöggudauða m.a. vegna þess að ekkert kæmi í ljós um dánarorsök við krufningu. Norsku læknarnir uppgvötuðu í rannsóknum sínum að óvenju mikið magn af efni sem kallast hypoxantin fannst í táravökva barna sem dáið hafa vöggudauða. Vitað er að fram- Ieiðsla líkamans á hypoxantini eykst verulega ef súrefnisskortur gerir vart við sig í einhverjum mæli. Rann- sóknarniðurstöðurnar leiddu í ljós að hypoxantinmagn reyndist sex sinnum meira í börnum sem dáið höfðu vöggudauða en í börnum sem dáið höfðu af öðrum orsökum. Rognum segir að þessar niðurstöður styðji þá kenningu að vöggudauða megi rekja til öndunarörðugleika „og þá er hægt að afskrifa margar aðrar kenningar" segir hann. Áður hafa komið fram kenningar um að vöggudauða megi rekja til öndunar- erfiðleika og að dánarorsökin felist í því að litlu lungun vinni ekki með eðlilegum hætti. Aðrir hafa hins vegar talið að hjartað hafi á einhvern hátt gefið sig. Niðurstöður norsku læknanna styðja sem sagt fyrri kenn- inguna. „Vöggudauði hefur verið rannsakaður í áratugi en skortur á raunhæfum svörum hefur leitt til þess að fram hafa komið margar furðulegar kenningar," sagði Rognum. Meðal furðukenninga sem Rognum vísar til má nefna eina sem segir að barnið deyi vegna sjokks sem það fær þegar hvellt hljóð heyrist í nágrenninu. Drápu Frakkar Kennedy? í nýrri breskri sjónvarpsmynd er því haldið fram að Kennedy forseti hafi verið myrtur af þremur frönskum leigumorðingjum á mála hjá bandarísku mafiunni. Þessa nýju heimildamynd, „Mennirnir sem myrtu Kennedy“, átti að sýna í sjónvarpi í Bretlandi á þriðjudagskvöld, eftir því sem framleiðandinn, Central Television sagði, að væri meira en tveggja ára rannsóknir. Það var Lee Harvey Oswald sem var talinn hafa myrt Kennedy 22. nóvember 1963. Hann varskotinn til bana á lögreglustöð í Dallas af næturklúbbseigandanum Jack Ruby, áður en hann kom fyrir rétt. Framleiðandi myndarinnar, Nigel Turner, sagði fréttamönnum að í henni væri staðhæft að þrír glæpa- menn úr hafnarhverfi Marseille hefðu náð “samningi" við skipulögð bandarísk glæpasamtök um að myrða Kennedy. í myndinni ereinn þeirra nafngreindur, og er það Luc- ien nokkur Sarti, sem síðar á að hafa verið myrtur í Mexíkó 1972. Turner sagði að hinir tveir morðingjarnir væru enn á lífi og væru nafngreindir í myndinni. í myndinni er því haldið fram að morðið hafi verið tilraun banda- rískra glæpasamtaka til að stöðva herferð þá gegn glæpum sem Kennedy hafði fyrirskipað, og sem síðan var stjórnað af bróður hans, dómsmálaráðherranum Robert Kennedy, sem aftur var myrtur af Palestínumanninum Sirhan Sirhan árið 1968. „Loksins getum við sýnt fram á að allir þeir Bandaríkjamenn, sem í 25 ár hafa trúað á sakleysi Oswalds og sekt glæpasamtakanna, hafa haft rétt fyrir sér,“ sagði Turner. Hann sagði líka að franskur eiturlyfja- smyglari, sem hafi fengið tilboð um að fremja morðið, og fyrrverandi eiturlyfjasali beri vitni um það í myndinni að kenningin um maft'u- samsærið sé rétt. í myndinni er því haldið fram að Sarti hafi verið dulbúinn sem lög- regluþjónn og staðið í um 45 metra fjarlægð frá opnum bíl Kennedys er hann ók í gegnum Dallas. í myndinni er sýnd Ijósmynd, sem á að vera tekin af nálægum áhorfanda sek- úndubroti eftir að banaskotið reið af. Því er haldið fram að myndin sýni mann í lögreglubúningi standandi á grashólnum, þaðan sem mörg vitni hafa á liðnum árum haldið því fram að þau hafi séð skotreyk berast. í myndinni er þess getið til að hún sýni blossa eftir byssuskot beint fyrir framan andlit lögregluþjónsins. „Engin einstök rannsókn á málinu hefur hingað til náð svona langt, vegna þess hve mörg lykilvitnin hafa verið hrædd og hikandi við að koma fram í dagsljósið" sagði Turner. „Eftir að við höfðum verið mánuð- um saman í Texas og áunnið okkur traust þeirra kom sannleikurinn smám saman og ekki alltaf sársauk- alaust í ljós.“ Flokksstarf ■ ^ Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna í Vesturlandskjördæmi 29. þing K.S.F.V. 5. nóvember 1988 Kl. 10.00 Þingsetning: Guðrún Jóhannsdóttir Kjömir starfsmenn þingsins: a) Þingforsetar b) Ritarar c) Kjörbréfanefnd d) Uppstillinganefnd Skýrsla stjórnar og reikningar: Guðrún Jóhannsdóttir Reikningar Magna: Davíð Aðalsteinsson Umræða og afgreiðsla. Kl. 11.00 Byggðamál: Guðmundur Malmquist Ávörp gesta: Sigurður Geirdal Fulltrúi L.F.K. Gissur Pétursson formaður SUF Kl. 12.15 Hádegisverður Kl. 13.30 Stjórnmálaviðhorfið: Steingrímur Hermannsson Alexander Stefánsson Almennar umræður Kl. 16.00 Kaffihlé Kl. 16.20 Drög að stjórnmálaályktun lögð fram Framhald almennra umræðna Kl. 17.00 Nefndastörf Kl. 17.45 Afgreiðsla mála Kosningar Kl. 19.00 Þingslit ENDURSKINSMERKI ERU NAUÐSYNLEG FYRIR ALLA! Best er að hengja tvö merki, fyrir neðan mitti - sitt á hvora hlið. UMFERÐAR RÁÐ Á skjólfatnaði er heppilegt að hafa endurskinsrenninga fremst á ermum og á faldi að aftan og framan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.