Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 26. október 1988
Tíminn 5
Ný leið til að minnka áhættu við framsal á tékkum eftir niðurstöður í undirrétti í Reykjavík:
Greiðslubanki getur
ekki talist tékkahafi
Samkvæmt nýjum dómi í undirrétti í Reykjavík, er hægt
að framselja tékka til þess banka, sem selur viðkomandi
eyðublöð, án þess að eiga á hættu að verða krafinn um
greiðslu síðar sem framseljandi, ef tékkinn reynist inni-
stæðulaus. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að framselja
tékka til einhvers innlausnarbanka og sjá til hvort viðkom-
andi greiðslubanki, þ.e.a.s. bankinn sem seldi útgefanda
tékkheftið, gleymir að senda kröfu á hendur innlausnar-
bankanum innan 10 daga með því að endursenda tékkann.
Þetta þýðir að kaupmaður sem tekur við fjölda ávísana, án
þess að geta verið viss um innistæðurnar, getur firrt sig
nokkurri ábyrgð ef hann á annað borð fær greiðslubanka
viðskiptavinar síns til að taka við framseldum tékka frá sér
og gefa honum greiðslustimpil.
Gap þetta er til komið vegna bankinn, í þessu tilfelli Búnaðar-
þess að ný skilgreining liggur fyrir
eftir áðurnefndan dóm, þess efnis
að greiðslubanki geti ekki talist
tékkahafi, tékkahafi er sá sem
hefur viðkomandi tékka undir
höndum hverju sinni. Tékkahafi
einn hefur heimild til að krefja
framseljanda um greiðslu á tékkan-
um ef innistæða reynist ekki fyrir
hendi.
Dómurinn féll í Reykjavík fyrir
síðustu helgi og var stefnandinn
Búnaðarbanki íslands. Hafði hann
stefnt aðila vegna framsals á inni-
stæðulausum tékka, sem einn af
tékkareikniseigendum Búnaðar-
bankans gaf út. Stefnunni var hafn-
að á þeim forsendum að greiðslu-
bankinn, hafði ekki tilkynnt tékk-
ann innan tíu daga til viðkomandi
innilausnarbanka, en það er sá
banki sem tók við tékkanum frá
framsali þess sem Búnaðarbankinn
stefndi. Ekki liggur enn fyrir hvort
bankinn mun áfrýja dómi til
Hæstaréttar, en líkur eru á að það
geti orðið prófmál um hvort það sé
rétt að greiðsiubanki geti ekki
verið tékkahafi. Lögmaðurstefnda
var Ólafur Sigurgeirsson.
Niðurstaðan varðaði form stefn-
unnar, eins og Stefán Pálsson,
bankastjóri orðaði það, en ekki
efni stefnunnar. Þannig var Búnað-
arbankanum ekki fært að stefna
framseljanda, en hefði getað stefnt
innlausnarbankanum ef 10 daga
fresturinn hefði verið nýttur. Ekki
er deilt um rétt bankans til að
stefna vegna innistæðulausra
tékka.
Niðurstaðan hefur ekki fordæmi
hér á landi og er því ný af nálinni
á íslandi. f Skandinavíu hefur hins
vegar verið dæmt eftir þessari
formreglu um nokkurt skeið.
Að sögn lögmanna vekur þessi
dómur upp ýmsar spurningar um
hvort Búnaðarbankinn geti í raun
gengið að útgefandanum sjálfum
miðað við niðurstöðurnar. „Jú við
álítum að svo sé,“ sagði lögmaður
Búnaðarbankans í þessu máli,
Reynir Karlsson. Það sem er þó
alvarleg staðreynd eftir þennan
dóm, er að með þessum nýju
leikreglum tapast allir milliliðirnir
sem framselt hafa ávísunina.
Mjög erfitt er að segja til um
hver áhrifin verða til lengri tíma en
í fljótu bragði eru viðmælendur
blaðsins þeirrar skoðunar að öryggi
tékkhafa, annara en útgefenda,
hafi aukist með þessari nýju skil-
greiningu á stöðu greiðslubankans.
Að sama skapi hafi meiri kröfur
verið settar á herðar bankastarfs-
manna og erfiðara gæti orðið að fá
tékka framseldan í greiðslubanka
ef að líkum lætur.
í því tilfelli að tékkinn sé fram-
seldur í einhverjum öðrum banka
BBIaÐj
AÐAI.BANK1
ARBANKI ISLANDS
Pl—. 5 250183
Al!$Tl!«STÍWm <v
stMi asaoo
KRÓNOK
tj
5250183+ 10< 030126>
IfrRj' Hl. Í>|§"k.Ai. nr" I
■ Mí n MÁ SKBfí A BT5MK.
en þeim sem selur tékkheftin, þ.e.
í innlausnarbanka, geta bankarnir
auðvitað notað tíu daga frestinn til
að endursenda innistæðulausa
tékkann. Innlausnarbankinn getur
í öllum tilfellum gengið að fram-
seljanda. Því getur verið öruggara
í öllum tilfellum að framselja tékka
til sjálfs greiðslubankans, en nafn
hans geta menn alltaf séð á eyðu-
blaðinu. Þannig geta þeir eygt þá
von að hlaupa verði yfir þá sem
framseljendur ef tékki reynist inni-
stæðulaus. Þeir verði því stikk frí
sem milliliðir og tímabundnir tékk-
hafar. Þetta ræðst af því að þegar
búið er að stimpla tékkann í bank-
anum er litið á það sem kvittun
fyrir greiðslu, sem ekki er véfengj-
anleg gagnvart framseljanda. Þessi
greiðslukvittun er eingöngu vé-
fengjanleg gagnvart innlausnar-
banka í tíu daga.
Mál þetta er ekki tengt svok-
ölluðum „Víðistékkum" sem fræg-
ir urðu í haust. Dómur í þeim
málum er ekki fallinn enn og er þar
um að ræða þrjú mál. Að sögn
lögmanna er enn beðið eftir niður-
stöðum þeirra með nokkurri
óþreyju þar sem búist er við að þar
gæti litið dagsins Ijós efnislegur
dómur en ekki formlegur eins og
þessi hér. KB
Tollstjórinn í Reykjavík:
Tilgangurinn
ekki að loka
Á hverjum morgni fær Lögregl-
an í Reykjavík lista með nöfnum
10-15 fyrirtækja, sem loka á vegna
vangoldins söluskatts.
Þetta kom fram í samtali við
Bjöm Hermannsson, tollstjóra í
Reykjavík f gær. Lögreglustjóri
fær listana í hendur og síðan sér
einn maður um að framfylgja lok-
unum þeirra fyrirtækja, sem ekki
hafa greitt söluskattinn, og er það
gert með innsigli.
„Okkur finnst ekkert gaman að
standa í þessu. Og ég vil taka það
skýrt fram, að tilgangurinn með
þessu er alls ekki að loka, heldur
að fá greiðslur. Enda borga margir
þegar lögreglan birtist", sagði
Bjöm Hermannsson, tollstjóri.
Það eru jafnt gamalgróin sern
ung fyrirtæki, sem eiga lokun yfir
höfði sér, verði söluskatturinn ekki
greiddur í tæka tíð.
Ekki var hægt að fá upplýsingar
um hve mörgum fyrirtækjum hafði
verið lokað í gær. elk.
Hrossakjötsbirgöir:
Birgðirnar innan
við hundrað tonn
í frétt Tímans í gær um sölu á
hrossakjöti og birgðum þess í upp-
hafi stórgripaslátrunar skoluðust töl-
ur nokkuð til.
Ranglega er hermt að birgðir
hrossakjöts séu nú um 600 tonn. Þær
munu vera nú, samkvæmt upplýsing-
um Framleiðsluráðs landbúnaðar-
ins, innan við 100 tonn og ætla má
að þær verði nálægt 70 tonnum við
upphaf stórgripaslátrunar í vetrar-
byrjun.
Holiday Inn hóteliö í alvarlegum fjárhagsvanda:
Fékk greiðslu-
stöðvun í gær
Guðbjörn Guðjónsson h.f. sem á
og rekur Holiday inn hótelið við
Sigtún, fékk greiðslustöðvun í gær
og stendur hún næstu tvo mánuði.
Félagið fékk heimild til greiðslu-
stöðvunar vegna mikilla lausafjár-
erfiðleika sem stafa einkum af mikl-
um skammtímaskuldum og niður-
greiðslum á langtímalánum.
Óstaðfestar heimildir segja að
skuldir hótelsins nemi allt að 600
milljónum króna og dugi rekstrar-
tekjur hótelsins einar sér hvergi
nærri til að standa undir greiðslu-
byrði lánanna.
Ætlun stjórnenda hótelsins er að
reyna til þrautar þessa tvo mánuði
sem greiðslustöðvunin varir, að
forða því frá gjaldþroti og verður
reynt til þess, að taka langtímalán til
að greiða upp skammtímalán, auka
hlutafé Guðbjarnar Guðjónssonar
h.f. og endurskipuleggja reksturinn.
Þá er einnig ætlunin að reyna að
selja hótelið á greiðslustöðvunar-
tímabilinu ef um allt annað þrýtur.
Stjórnendur félagsins segjast vilja
vinna að lausn á vandræðum hótels-
ins af heilindum þannig að flestir fái
fullnustu krafna sinna hvort sem
björgunaraðgerðir takast eða ekki.
Birgðir hrossakjöts hafa minnkað
verulega að undanfömu. í máli
Hauks Halldórssonar, formanns
Stéttarsambands bænda, á aðalfundi
sambandsins á Akureyri kom fram
að birgðirnar hafi verið 212 tonn 30.
júní í sumar. Mánuði síðar, eða í lok
júlímánaðar voru hrossakjötsbirgðir
168 tonn.
Það sem gert hefurhrossabændum
mjög erfitt fyrir með sölu sinna
afurða fyrri hluta þessa árs er aðal-
lega tvennt: Annarsvegar var gerð
leiðrétting á verðlagningu hrossa-
kjöts haustið 1987 sem hækkaði
dýrustu flokka þess langt umfram
verð á sambærilega kjötvöru. Þetta
var gert á sínum tíma sökum þess að
smásöluversiunin hafði tekið í sinn
hlut stóran hluta af heildarverði
kjötsins. Leiðréttingin var m.ö.o.
gerð í þeirri trú að unnt yrði að bæta
hlut framleiðenda. í ljós hefur hins-
vegar komið að verslunin hefur lítið
sem ekkert gefið eftir sinn hlut.
Það sem þó fyrst og fremst hefur
orsakað samdrátt í sölu hrossakjöts,
að sögn Halldórs Gunnarssonar for-
manns markaðsnefndar Félags
hrossabænda, er álagning 25% sölu-
skatts um sl. áramót, sem einungis
lagðist á hrossakjöt.
Þær upplýsingar fengust hjá Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins að verð á
FOl, þ.e. 1. flokks folaldakjöti
hupps og síðu, til bænda væri 159,94
krónur. Þetta er síðan greitt niður
um 8 krónur. Heildsöluverðið er um
195 krónur. Þær upplýsingar fengust
í kjötverslun á höfuðborgarsvæðinu
í gær að verð á kíló af folaldakjöti í
hálfum skrokkum væri 359 krónur.
Til samanburðar má geta þess að
verð til bænda fyrir kíló af Dl-
lambakjöti er 311,42 kr. en fyrir kíló
af UNl nautakjöti fá bændur 259,97
kr.
Hjá Verðlagsstofnun fengust þær
upplýsingar að hámarksverð á kílói
af Dl-lambakjöti í smásölu (miðað
við hálfa og heila skrokka) væri
369,80. Heildsöluverð á dilkakjöts-
kílói er hinsvegar 265,20 kr., miðað
við heilan skrokk ósundurhlutað.
Hámarksverð á nautakjötskílói í
smásölu er 386,70 kr.
Útflutningur sláturhrossa á þessu
hausti hefur gengið mjög vel að sögn
Halldórs Gunnarssonar. Hann segir
að nú þegar hafi verið fullbókað í
þrjár ferðir, 95 hross í hverri ferð.
Hrossin koma víða að af landinu en
bróðurpartur þeirra kemur þó úr
Húnaþingi, Skagafirði og Borgar-
firði.
Hrossin eru flutt með flugvélum
til Belgíu, þar sem þeim er lógað.
Grundvallarverð fyrir hrossið er
hálft sautjánda þúsund og dragast
frá 500 krónur í tilfallandi kostnað
við útflutninginn.
Næsta „hrossaflugferð“ verður
farin innan skamms og er nú þegar
fullbókað í þá ferð. óþh
^GASx