Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 15
Miövikudagur 26. október 1988 Tíminn 15 Vandamálin í breskum stórborg- um eru annars eðlis. Upphaflega var atvinnuleysi meðal flótta- manna um 80% og þó að það hafi minnkað sums staðar, eins og í Leeds, er það ennþá mikið í borg- um eins og Manchester, þar sem borgaryfirvöld hafa ekki komið á fót þjónustu í jafnmiklum mæli. Aðstæður í Hong Kong ómanneskjulegar En jafnvel mestu erfiðleikar í útlegðinni verða smáir þegar þeir eru bomir saman við ástandið í Hong Kong þessa dagana. f San Yick búðunum deila 4000 flótta- menn 12 hæða verksmiðjubygg- ingu, dimmum herbergjum þar sem allt þefjar af mannlegum úr- gangi. Þar eru þrengslin slík að hver fjölskylda hefur pláss sem svarar einu rúmi og getur ekki staðið upp. Aðeins tjald skilur á milli rúmstæðanna. Það em varð- mennirnir sem þarna hafa öll völd og hefðbundin verkaskipting innan fjölskyldnanna er farin veg allrar veraldar, feður vinna ekki, mæður elda ekki mat, fatnaðinum úthluta starfsmenn búðanna. Margir hafa samúð með Hong Kong-búum sem til þessa hafa hjálparlaust orðið að leysa flótta- mannavandamálið og margir Bret- ar sem stunda hjálparstarf eru þeirrar skoðunar að breskum stjómvöldum beri að koma til hjálpar. Þó að margir flóttamannanna sem komist hafa heilu og höldnu til Bretlands sjái nú framtíðina í bjartara ljósi, á fólk eins og Quan- fjölskyldan enn langt í land. Phuong, frænkan 11 ára, gerir sér ekki vonir um að líta foreldra sína framar augum. Hún segir, með aðstoð túlks: „Ég er taugaóstyrk og hjálparvana. Eg skammast mín líka fyrir sjálfa mig vegna þess að ensku vinimir mínir geta talað saman sín á milli og ég verð útundan.“ C* Vj jr Jk.. . jr 'k 'v' f X wL í 1 f jgg+Jm Steingrimur Sigurður Geirdal Bjarni Einarsson Gissur Pétursson Guðrún Jóhannsdóttir Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi vestra verður haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi dagana 29. og 30. október 1988. Dagskrá: laugardaginn 29. október. 1. kl. 13:00 Þingsetning og kosning starfsmanna. 2. kl. 13:15 a. Skýrsla stjórnar KFNV, blaðstjórnar Einherja og reikningar. b. Frá laganefnd. c. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga - af- greiðsla. 3. kly 14.00 Ávörp gesta: a. Guðrún Jóhannsdóttir. b. Gissur Pétursson. 4. kl. 14.15 Stjórnmálaviðhorfið: Steingrímur Hermannsson. 5. kl. 15.30 Kaffihlé. 6. kl. 16.00 Frjálsar umræður. 7. kl. 18.15 Kosning nefnda og nefndarstörf. 8. kl. 20.00 Kvöldverður á Hótel Blönduós. Kvöldskemmtun (Félagsheimilinu. Sunnudagur 30. október: 9. kl. 11.00 Nefndarstörf. 10. kl. 12.30 Matarhlé. 11. kl. 13.30 Sérmál þingsins, uppbygging og fjármögn- un atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni í nú- og framtíð. Framsögumaður Bjarni Einarsson. 12. kl. 15.30 Nefndir skila áliti - Umræður - Afgreiðsla. 13. kl. 17.00 Kosningar. 14. kl. 18.00 Önnur mál. 15. kl. 18.30 Þingslit. Gestir þingsins: Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Bjarni Einarsson, framkvæmdastjóri hjá Byggðastofnun. Gissur Pétursson, formaður SUF. Guðrún Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri LFK. Jón Guðni Skaftfellingar Aðalfundur Framsóknarfólags Vestur-Skaftafellssýslu verður haldinn laugardaginn 29. okt. í Tunguseli og hefst kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf, kosning fulltrúa á kjördæmisþing og flokksþing. Alþingismennirnir Jón Helgason og Guðni Ágústsson mæta áfundinn. Stjórnin Aðalfundur Framsóknarfélags Mýrarsýslu verður haldinn í húsi félagsins fimmtudaginn 27. okt. kl. 21. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Alexander Stefánsson alþingismaður kemur á fundinn. Stjórnin. Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambandsins að Hamraborg 5 verður opin mánudag til fimmtudaga kl. 16-19. KFR Vesturland Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldið á Akranesi 5. nóvember n.k. KSFV Akranes Aðalfundur Framsóknarfélags Akraness verður haldinn að Sunnu- braut 21 fimmtudaginn 27. október kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Kosning fulltrúa á flokksþing. Önnur mál. Stjórnin. Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi eystra verður haldið að Hótel Reynihlíð, Mývatnssveit, dagana 4.-5. nóv. Þingið hefst föstudaginn 4. nóv. kl. 20. Sérmál þingsins: Áhrif efnahagsstjórnunar á þróun byggðar. Nánar auglýst síðar. Stjórn KFNE. Aðalfundur Framsóknarfélags Selfoss Aðalfundur Framsóknarfélags Selfoss verður haldinn að Eyrarvegi 15, Selfossi, fimmtudaginn 27. október n.k. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar, kosning fulltrúa á kjördæmisþing og flokksþing. önnur mál. Stjórnin. Suðurlandskjördæmi Kjördæmisþing verður haldið í Vestmannaeyjum 4. og 5. nóvember n.k. . Þingið hefst kl. 19.30 föstudaginn 4. nóv. Athugið breyttan tíma. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið sunnudaginn 13. nóvember n.k. í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Dagskrá auglýst síðar. Stjórnin. Aðalfundurfulltrúaráðsins í Reykjavík Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 5. nóvember n.k. að Hótel Lind oq hefst kl 10.00. Dagskrá fundarins nánar auglýst síðar. Stjórnin Flokksþing 20. flokksþing framsóknarmanna verður haldið dagana 18.-20. nóv. n.k. að Hótel Sögu. Þingið hefst föstudaginn 18. nóv. kl. 10. Dagskrá auglýst síðar. Framsóknarflokkurinn. Aðalfundur Aðalfundur Framsóknarfélags Árnessýslu verður haldinn að Eyrar- vegi 15, Selfossi þriðjudaginn 25. okt., n.k. kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur fulltrúaráðsins í Kópavogi Steingrímur Haukur Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Kópavogi verður haldinn þriðjudaginn 1. nóv. kl. 20.30 að Hamraborg 5. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Ávarp: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Fundarstjóri: Haukur Ingibergsson. Kaffiveitingar Aðalfundur F.R. f . Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 27. október að /jp s Nóatúni 21 kl. 20.30. Dagskrá: f 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Stjórnmálaviðhorfið: Finnur Ingólfsson. Stjórnin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.