Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.10.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikúdágur 26. október 1988 Forstjóri K. Jónsson á Akureyri telur sölusamninga viö Aldi í hættu: Gildur sölusamningur við Aldi fram í júní Lausafregnir um að Aldi verslunarkeðjan þýska ætli að hætta að kaupa lagmeti af íslendingum hafa vakið talsverðan ugg. Fyrirspurn frá verslanakeðjunni barst sjávarútvegsráðu- neytinu um helgina varðandi h valveiðar íslendinga þar sem Aldi bað um skýringar og svör ráðuneytisins við fullyrðing- um, og að því er Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra kallaði rangfærslur, frá umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace sem verslanakeðjunni hafði borist. Tíminn ræddi við Kristján Jóns- son forstjóra K. Jónsson & Co. á Akureyri, en fyrirtækið hefur um langt skeið verið stærsti framleið- andi lagmetis hér á landi og átt stærstan hlut þeirrar lagmetisfram- leiðslu sem Aldi hefur keypt af íslendingum. Aldi hefur síðan um langt skeið verið lang stærsti kaup- andi Sölustofnunar lagmetis. Kristján sagðist helst ekki ræða málið við fjöimiðla þar sem það væri á háskafengnu stigi en hann sagði að ef Aldi hætti þessum viðskiptum við Sölustofnun þá þýddi það nokkur hundruð millj- óna tap. Kristján sagðist ekki hafa ástæðu til að ætla annað en hvalveiðar íslcndinga væru ástæða þess að bakslag virtist vera að koma í þessi viðskipti, en K. Jónsson hefði selt Aldi niðursoðna rækju fyrir 60 milljónir króna núna í október. Kristján sagði að milli Sölustofn- unar lagmetis og Aldi væri sölu- samningur sem gilti fram á mitt næsta ár. Hann sagði að Aldi hefði ekki rift þeim samningi en hefði gefið í skyn að verslanakeðjan myndi hugsanlega endurskoða hug sinn. Aldi er keðja iágvöruverðsversl- ana og er með verslanir um allt Þýskaland og í fleiri löndum Evr- ópu. Lögð er áhersla á að halda vöruverði lágu og eru verslanirnar venjulega í grennd við miklar um- ferðaræðar en þó utan hefðbund- inna verslunarhverfa. Vöruflokkar eru yfirleitt hvorki fleiri né færri en tíðkast í venjuleg- um matvöru- og nýlenduvöruversl- unum en sjaldan nema eitt til tvö vörumerki úr hverjum flokki. -sá Hvajveiðibannið til umræðu í dag Umræðu um frumvarp til laga um hvalveiðibann sem þau Hreggviður Jónsson (S.Rn.) og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir (S.Rvk.) lögðu fram í síðustu viku, var frestað á Alþingi í gær. Ástæðan var fjarvera Halldórs Ásgrímssonar sjávarút- vegsráðherra og Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra. Frumvarpið verð- ur tekið fyrir í sameinuðu þingi í dag og má búast við að umræður um það verði líflegar því skiptar skoðanir eru á milli þingmanna um þetta mál. Þá hefur Árni Gunnarsson (A.Nlv.) lagt fram tillögu í sameinuðu þingi þess efnis að Alþingi álykti gegn hvalveiðum íslendinga, þar með töldum vísindaveiðum. Þetta er sama tillaga og Árni hugðist leggja fram í síðustu viku, en eins og kunnugt er gaf hann ríkisstjórninni frest til að fjalla um málið með tilliti til þess hversu alvarlegt það væri. Hún felur í sér að Alþingi feli ríkisstjórninni að endurskoða hval- veiðistefnu íslendinga með það fyrir augum að hvalveiðar verði stöðvað- ar um a.m.k. þriggja ára skeið. Sá tími verði notaður til að ljúka nauð- synlegum vísindaransóknum án veiða og til kynningar á málstað íslendinga erlendis og fulltrúum um- hverfisverndarsamtaka leyft að fylgjast með og taka þátt f rannsókn- unum. Aðspurður kvaðst Árni ekki koma til með að styðja frumvarp þeirra borgaraflokksmanna, þar sem það gæfi ríkisstjórninni ekkert svigrúm til að leysa þetta mál farsællega. Hann vildi ekki meina að það fæli í sér uppgjöf af hálfu íslands heldur væri einungis verið að leita samstarfs við græningja. - ág. Viðræður um síldarsölu til Sovétríkjanna þokast hægt: Niðurstöður í vikulokin „Það er því miður lítið um viðræð- ur okkar að segja í bili,“ sagði Einar Benediktsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar, en viðræður við Sovétmenn um kaup á saltaðri síld standa nú yfir hér á landi. Einar sagði að málið þokaðist hægt og viðræðum yrði haldið áfram í dag. „Mér sýnist að nokkuð sé í land með að niðurstaða fáist, hvort sem hún verður jákvæð eða nei- kvæð,“ sagði Einar, „og ekki fyrr en í lok vikunnar sem einhvers er að vænta.“ Sovéska sendinefndin, sem telur þrjá menn, kom hingað til lands um síðustu helgi og hófust viðræður á mánudag. Auk Einars eiga þeir Birgir Finnsson varaformaður Síld- arútvegsnefndar og Sigurður Stef- ánsson stjórnarmaður sæti í íslensku viðræðunefndinni. Viðræðunum við Sovétmenn um kaup á saltaðri síld var frestað fyrir um mánuði síðan, þar sem sovéska viðræðunefndin hafði aðeins heimild til að semja um kaup á 100.000 tunnum. I viðskiptasamkomulagi þjóðanna er gert ráð fyrir að Sovét- menn kaupi árlega 200 til 250 þúsund tunnur. - ABÓ Þyrlan sótti sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann um borð í rækjuskipið Pétur Jónsson RE 69 | í gærmorgun, en skipið var að rækjuveiðum á Dohrnbanka, djúpt út af Vestfjörðum, þegar slysið varð. Hann mun hafa slas- ast á fæti. Þyrlan lagði af stað frá Reykja- vík klukkan 9.40 í gærmorgun og var flogið til móts við skipið, en strax eftir slysið voru veiðarfæri tekin um borð og stefnan tekin á land. Þyrlan var lent við Borgar- spítalann klukkan 12.25. -ABÓ Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, heilsar hér eiginkonu kirkjumálaráðherra, Sigurjónu Sigurðardóttur, við upphaf setningarmessu kirkjuþings, en Halldór Ásgrímsson, ráðherra, stendur á milli. Tímamynd Gunnar Halldór Ásgrímsson, kirkiumálaráðherra, við setningu 19. kirkjuþings Þjóðkirkjunnar: Lög verða að veita kirkjunni svigrúm Halldór Ásgrímsson, kirkjumála- ráðherra, sagði í ávarpi við setningu kirkjuþings í gær að starf kirkjunnar yki þroska og bætti manninn. „Ég vænti þess að kirkjan fái nauðsynleg- an stuðning þannig að hún geti áfram stutt okkur sem best til meiri þroska og hamingju.“ Sagði hann að til greina komi að auka á sjálfstæði Þjóðkirkjunnar í ýmsum innri málum. Þá komi einnig til álita hvaða málum kirkjunnar skuli skipa með lögum. „Löggjöf er nauðsynleg, en mjög nákvæm lagaleg skipan í málefnum kirkjunnar hefur oft gengið út í öfgar. Lögin verða að veita svigrúm til að mæta breyttum þjóðfélagshátt- um og taka tillit til þess vilja sem er ríkjandi innan kirkjunnar á hverjum tíma,“ sagði Halldór. Ávarp ráðherra var flutt eftir að biskup íslands, herra Pétur Sigur- geirsson, hafði sett þetta 19. kirkju- þing Þjóðkirkjunnar í Bústaðakirkju að lokinni messu. Bauð herra Pétur ráðherrann velkominn til starfa og þakkaði jafnframt fyrrverandi kirkjumálaráðherra, Jóni Sigurðs- syni, fyrir gott samstarf og unnin störf í þágu kirkjunnar. Sagðist bisk- up ekki eiga von á öðru en að Halldór yrði staðfastur og góður ráðherra kirkjulegra mála. Halldór sagði í ræðu sinni að hann væri andvígur því að skipta landinu upp í þrjú biskupsdæmi, en skildi og virti sjónarmið þeirra manna sem teldu það æskilegt. Vék hann einnig að því hvernig markmið sitt um að sameina tvær tillögur, um starfs- menn Þjóðkirkjunnar og um skipan prestakalla og prófastdæma, í eitt frumvarp sem koma ætti fyrir þetta kirkjuþing. Tillögur Halldórs og þeirra manna sem unnið hafa að máli þessu í nefnd, ganga skemmra en fyrri tillögur kirkjuþings og prestastefnu. KB Dráttarvextir lækka Dráttarvextir breytast frá og með 1. nóvember n.k. og verða þá 27,6% á ári í stað 33,6% sem þeir eru nú. Sama dag gengur í gildi ákvæði 20. gr. nýsettra bráða- birgðalaga, sem er breyting á 9. gr. vaxtalaga nr. 25, 27. mars 1987, svohljóðandi: „Dráttarvextir skulu ætíð reikn- ast sem dagvextir, nema á annan veg sé sérstaklega mælt fyrir í lögum.“ Samkvæmt þessu skal hætta að reikna dráttarvexti heils mánaðar fyrir brot úr mánuði þegar vanskil verða. í stað þess reiknast dráttar- vextir í réttu hlutfalli við þann dagafjölda sem vanskil standa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.