Tíminn - 27.10.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.10.1988, Blaðsíða 3
Tíminn 3 Fimmtudagur 27. október 1988 Ný bóla í innflutningi bíla framhjá einkaumboðunum á íslandi: KOMA BAKREIKNINGAR FRÁ TOLLSTJÓRANUM Talsvert var um innflutning á notuðum bflum í gegnum aðila sem ekki höfðu umboð fyrir viðkomandi tegundir. í mars síðastliðnum lokaðist fyrir þennan flutning með nýrri löggjöf, þannig að ekki var lengur hægt að bjóða notaða bíla á lægra verði en hér á landi. Nú hefur ný bóla farið af stað og er það innflutningur á nýjum bílum í háum verðflokki (1,5-3 millj.), sem auglýstir eru á mun lægra verði en viðkomandi umboð getur boðið. Annað hvort eru verðlistar umboðanna of háir eða verðlagning á „sjóræningjabílunum“ of lágir fyrir tollafgreiðslu og álagningu bifreiðagjalds. Tollar á bflum eru nú 10% en bifreiðagjald er 47% og getur því mikill verðmunur myndast ef bókað kaupverð fæst lækkað erlendis með einum eða öðrum hætti. Rannsókn tollstjóra getur sett strik í reikninginn og kallað á bakreikninga. Tollstjórinn f Reykjavík, Björn Hermannsson, segist ekki taka mark á of lágum reikningum með þessum bílum og þeir fari ekki í gegn hjá sér. Ef aðilar þessir ná að koma bílunum inn í landið í gegnum tollafgreiðslu hjá öðrum tollstjórum, er ekki allt búið enn. Allir tollstjórar landsins senda reglulega skýrslur sínar til Ríkisstollstjóra til endurskoðunar. Rangir reikningar geta því þýtt bak- reikninga tollagjalda á hendur kaup- endum og innflutningsaðilum. Magnafsláttur til ónefndrar bílasölu BNA Nýjasta uppákoman í þessum mál- um er auglýsing Aðalumboðsins hf., en að baki því eru sömu eigendur og að Bílasölu Guðfinns. Það auglýsir Blazer-jeppa í dýrasta flokki á verði sem er íalsvert undir því sem GM- umboðið á íslandi, Bílvangur hf., telur mögulegt að bjóða. Er talið að í tilboði Aðalumboðsins sé verið að leika á tollyfirvöld með því að útbúa reikninga bílanna með stílfærðum úrteikningum. Svör Aðalumboðsins eru hins vegar þau að þetta sé til komið vegna magnkaupa frá verk- smiðjunum erlendis. Magnkaupin séu hins vegar möguleg vegna þess að Aðalumboðið sé aðeins lítil bíla- sala miðað við bílasöluna sem þeir eiga eignaraðild að í Bandaríkjun- um. Sú'bílasala kaupi það mikið af þessum bílum að þeir fái magnafslátt frá verksmiðjunum. Þessir bílar sem verið er að bjóða á íslandsmarkað eru því aðeins einn og einn bíll úr stórum pöntunum Aðalbílasölunnar fyrir Bandaríkjamarkað. Ekki fékkst uppgefið nafn á þessari bíla- sölu. Sérbúnir bílar kosta minna en staðlaðir Samkvæmt upplýsingum hjá Bíl- vangi er verð það sem Aðalumboðið býður, undir eðlilegu verði miðað við hversu ríkulega bíllinn er búinn. Auk þess gæti verksmiðjumenn þess Auglýsing sú sem Aðalumboðið hefur sent frá sér vegna Blazeranna sem það hyggst ekki selja á Bandaríkjamarkaði í gegnum bílasölu sína þar. að selja ekki til útflutnings framhjá einkaumboðum sínum. Tollstjóri hefur nýlega gert fyrirspurn hjá Bílvangi, sem er einkaumboð fyrir Blazerinn, þar sem óskað var eftir sundurliðuðum verðlistum vegna þessa innflutnings. Það var gert vegna rannsóknar tollstjóra á mál- inu. Samkvæmt nýjustu auglýsingu Aðalumboðsins er ekki annað að sjá en verið sé að bjóða mjög ríkulega útbúna bíla á verði sem er undir verði staðlaðri gerða. Spurningin er hvort þeim tekst að komast hjá því að borga eins mikið í tolla og umboðið og standa þannig við aug- lýsinguna. Tíminn leitaði einnig til annara umboða sem orðið hafa fyrir því að bílar hafa verið fluttir inn í einhverj- um mæli framhjá einkaumboðinu. Ekki hefur borið á því ennþá að hinir og þessir aðilar hafi verið að flytja inn nýja bíla af þeim gerðum sem þeir hafa umboð fyrir. Þó hafa verið fluttir inn fáeinir Ford Econo- line sendibílar með fjórhjóladrifi framhjá einkaumboði Ford á ís- landi, Sveini Egilssyni hf. Hefur verið nokkuð augljóst að verð það sem tollaálagning er miðuð við hefur verið líkust því að bílarnir væru af einföldustu gerð. í þessum tilfellum hefur verið um að ræða bíla sem keyptir hafa verið af verksmiðjunum úti og verið breytt þar með því að setja t.d. framhjóladrifið undir og hækka bílinn upp. Gatið sem verið er að spda á er að koma bílnum í gegnum toll án þess að þurfa að borga tolla og bifreiðagjald af breyt- ingunum eða aukabúnaðinum. KB Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir fregnir um óstjórn fjármála bæjarins rangar- HAFNARFJARÐARBÆR ER EKKI í KRÖGGUM Hafnarfjörður. „Ég verð að fá að setja gæsalappir um orðið fréttir um umfjöllun Fjarð- arpóstsins um stöðu bæjarsjóðs Hafnarfjarðar“, sagði Guðmundur Ámi Stefánsson bæjarstjóri í Hafn- arfirði. í Fjarðarpóstinum sem út kom í síðustu viku er sagt frá slæmri fjár- hagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar, rúm- lega 85 milljóna króna yfirdrætti hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar, að kostn- aður við ýmsar framkvæmdir bæjar- ins hafi farið mjög úr böndum og að rúmlega 85% af því fé sem ætlað var til verklegra framkvæmda á öllu þessu ári hafi verið uppurið á fyrstu níu mánuðum ársins. Guðmundur Ámi Stefánsson bæjarstjóri sagði það alls ekki óeðli- legt að yfirdráttur ætti sér stað á aðal framkvæmdatímanum sem væri sumarið. Nú þegar vetur nálgast þá hægir á framkvæmdum og sagði Guðmundur að þessi yfirdráttur yrði úr sögunni um áramótin. Þá sagði Guðmundur Ámi: „Við höfum á þessu ári ráðist í meiri og fjárfrekari framkvæmdir á vegum bæjarins en ráð var fyrir gert við gerð fjárhagsáætlunar. Þetta höfum við þó gert án þess að fara í lántökur. Hafnarfjarðarbær hefur hvorki tekið framkvæmdalán né önnur lán til rekstrar bæjarins. Velta bæjarins verður að líkindum um einn og hálfur milljarður á árinu. Þar af verða verklegar framkvæmdir og mannvirkjagerð fyrir um 500 milljónir. Þessar framkvæmdir em meðal annars gatnagerð, malbikun, fegrun ýmisleg og umhverfisbætur, bygging skóla, æskulýðsheimilis og menningarmiðstöðvar. Það bæjarfélag sem ræður við að nota þriðjung heildarútgjalda sinna til nýframkvæmda eins og hér er gert, það er ekki á flæðiskeri statt“, sagði Guðmundur Ámi Stefánsson. Guðmundur sagði aðspurður það ekki rétt að ýmsar framkvæmdir hefðu farið langt fram úr áætlun vegna óstjórnar. Ástæður þess væru í lang flestum tilfellum þær að þegar fjárhagsáætiun var gerð vom ekki fullgerðar teikningar né fram- kvæmdaáætlanir, eins og til dæmis vegna viðbyggingar við Engidals- skóla. Þegar teikningar og áætlanir lágu fyrir var ákveðið að hefjast handa þrátt fyrir að ljóst væri að farið yrði fram úr fjárhagsáætlun að því leyti sem hún snerti skólann. Guðmundur sagði að það hefði verið talið skynsamlegra að ljúka verkinu fremur en að sitja uppi mánuðum og ámm saman með hálf- kláraða byggingu. Slíkt væri bæði dýrt og óhagkvæmt eins og fjöldi dæma sönnuðu. -sá Vinnutímiverka- fólks styttist Vinnutími hefur styst hjá verkafólki og iðnaðarmönnum á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Vinnutími verslunarfólks er svip- aður og í fyrra, en vinnutími opinberra starfsmanna hefur hins vegar lengst. Þetta kemur fram í nýútkomnu fréttablaði VSÍ. í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá í ágúst var gerð úttekt á þróun mannahalds á tímabilinu janúar- júní 1987 til sama tíma 1988 hjá þeim A- hlutastofnunum sem launadeild Fjármálaráðuneytis- ins annast afgreiðslu á. í skýrsl- unni kemur fram að reiknuðum stöðugildum hefur fjölgað um 725, úr 13.895 í 14.620, eða um 7,7%. Með hliðsjón af þessu má ráða að vinnutími hafi lengst um rúmlega 1,5% og má ætla að meðalvinnutími hafi lengst um nálægt einni stund og tekjuauki vegna þessa verði á bili 2-3%. Mest hefur vinnutíminn styst hjá verkamönnum, um rúmar þrjár klukkustundir á viku, um tæpar þrjár klukkustundir hjá iðnaðarmönnum og um tæpa eina og hálfa klukkustund hjá verka- konum. Meðalstytting vinnutíma verkafólks og iðnaðarmanna er 2,7 stundir á viku, en að verslun- armönnum meðtöldum er meðal- stytting vinnuviku ASÍ meðlima um tvær stundir. Tvær ástæður eru einkum nefndar til skýringar á styttingu vinnutíma, þ.e. að staðgreiðslu- kerfi skatta hafi dregið úr áhuga manna á yfirvinnu og versnandi efnahagsástand með minnkandi umsvifum. Bent er á að tveggja tíma styttingu vinnutíma hafi í för með sér meira en 5% samdrátt í atvinnutekjum. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.