Tíminn - 28.10.1988, Page 8

Tíminn - 28.10.1988, Page 8
8 Tíminn Föstudagur 28. október 1988 Timiirn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9. Reykjavík. Sfmi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð' kr. 465,- pr. dálksentimetri. Orsakir gjaldþrota Gjaldþrotum rignir yfir þjóðfélagið, svo að það telst varla frétt lengur að minnast á slíkt. Þegar gjaldþrot gerast jafn tíð sem raun ber vitni, þá er eðlilegast að leita orsakanna fyrir ástandinu. Þó verður að viðurkennast, að engin heildarathugun hefur farið fram á því máli. Eigi að síður er hægt að hugsa sér, að orsakir gjaldþrota séu margs konar og eitt geti átt við í þessu tilfelli, þótt ekki eigi það við í hinu. Það er engan veginn víst að sömu ástæður valdi gjaldþroti sveitaverslunar á Hvammstanga og bíla- umboðs í Reykjavík. Það er ekkert sem segir að rekstrarerfiðleikar Kaupfélagsins á Kópaskeri séu sams konar og rekstrarvandi nýtísku gistihúss og samkvæmishallar í höfuðborginni. Ef til vill er hér eitthvað sameiginlegt, en meginvandi þessara ólíku fyrirtækja er sprottinn af mismunandi rótum. Það væri því eðlilegast, ef menn vilja komast að sannleikanum um gjaldþrotamergðina á íslandi að kanna hvert gjaldþrot um sig eða leita orsakanna fyrir því að fyrirtæki reyna að halda sér á floti með greiðslustöðvunum eða grundvallarbreytingu á starfsemi sinni eins og á við í þeim dæmum sem hér hafa verið nefnd. Ekki þarf um að deila að lánsfjár- og vaxtastefna á stóran þátt í rekstrarvanda fyrirtækja og veldur gjaldþrotum með beinum eða óbeinum hætti. Má reyndar segja fullum fetum, að lánsfjárbyrði og vaxtakostnaður sé nú banamein fyrirtækja á Islandi, þótt hinar samverkandi orsakir séu annars gerólíkar og fari eftir eðli fyrirtækjanna, breyttum rekstrar- skilyrðum, markaðsástæðum, gengisstefnu og efna- hagsþróun yfirleitt, a.m.k. þegar um er að ræða útflutningsfyrirtækin. Ranglæti vaxtastefnunnar felst ekki í viðleitninni til þess að örva sparnað almennings með því að sporna við verðrýrnun innistæðna á almennum sparisjóðsbókum. Ranglætið felst í því að raunvext- ir eru alltof háir og lánskjör fáránlega óhagstæð, svo að lánsfjárkostnaður fyrirtækja verður sligandi byrði. Hávaxtastefnan hefur komið sérstaklega hart niður á útflutningsgreinunum vegna þess að sam- tímis því sem vextir voru látnir hækka í sífellu, minnkuðu tekjur fyrirtækjanna vegna gengisþróun- ar og verðfalls á erlendum mörkuðum. Frjálsræði lánsfjármarkaðarins hefur gengið út í öfgar og átt drýgstan þáttinn í því að gera útflutningsframleiðslu ósamkeppnisfæra. Með því er einfaldlega verið að höggva stoðir undan þjóðarbúskapnum í heild. Hér verður síst fyrir það synjað, að glæfralegur fyrirtækjarekstur og vanhugsaðar fjárfestingar sé orsök margra gjaldþrota. Þess háttar kaupsýslu- framferði hefur beinlínis vaxið í skjóli við frjálsræði lánsfjármarkaðarins. Væri vel við hæfi, ef gerð verður úttekt á gjaldþrotabylgjunni, sem nú gengur yfir, að athuga tengslin sem þarna eru á milli. Slík úttekt myndi áreiðanlega leiða til áfellisdóms yfir frjálshyggjustefnunni eins og hún hefur verið fram- kvæmd í íslensku efnahagslífi. GARRI VAKT A POLNUM Þægilegur fagnaðarstraumur leið yfir heimsbyggðina í gær. Hvalirnir tveir, sem voru lokaðir inni I vök nálægt Alaska, eru loksins lausir úr prisundinni. Sam- eiginlegt átak bandaríska flotans og þess sovéska varð til þess að leysa málið. Grænfriðungar fagna nú sérstak- lega og telja sig hafa fullt tilefni til. Aðgerðir þeirra til hvalfríðunar hafa náð að bjarga heilum tveimur dýrum. Okkur er sagt að al- menningur vestanhafs hafi setlð sem límdur við sjónvarpstæki sín undanfarna daga til þess eins að fylgjast með björgunaraðgerðum. Nú er okkur líka sagt að þessi sami almenningur geti loksins andað léttara. Hvölunum hefur verið bjargað. Og nú hafa grænfríðungar sem sagt haslað sér nýjan völl. Nú andskotast þeir ekki lengur bara á íslendingum fyrir að leyfa sér þann ósórna að vilja grisja allt of stórar hvalahjarðirnar hér uppi undir norðurpólnum. Núna hljóta þeir að halda áfram og fara að vaka yfir einstökum hvölum um allt pól- svæðið. Við hverja vök Það er mikill ís á norðurpólnum og margar vakir í honum. Ekki fer hjá því að öðru hverju komi það fyrir einstaka hval að lokast þar inni. Hætturnar á norðurslóðum eru margar. Og vágestirnir ýmsir. Vita menn til dæmis að háhyming- urinn, þetta Ijúfa leikfang dýra- garðanna og eftirlæti allra barna, er jafnframt eitt grimmasta rándýr norðurhafa? Hann stundar það jafnvel að ráðast í torfum á hinn stóra ættingja sinn steypireyðina og tæta hana í sig með tilheyrandi blóðbaði. Ef grænfríðungar ætla að verða sjálfum sér samkvæmir þá fara þeir núna að ganga vaktir á öllu norður- pólssvæðinu. Þeir hljóta núna að gera út þyrlur og menn til þess að vaka þar yfir hverrí vök. Og til að halda uppi eftirliti með béuðum háhyrningnum. Hann má auðvitað ekki frekar en Hvalur hf. fá að efna til stórfelldra blóðbaða á úthöfun- um. Fyrr mætti nú aldeilis fyrr vera, svona eins og kerlingin sagði. Og svo fylgja ijölmiðlarnir auð- vitað í kjölfarið og halda málinu vakandi. Heilar hjarðir myndavél- amanna verða sendar í öðrum þyrlum á eftir grænfríðungaþyrlun- um til að dekka hetjulega baráttu þeirra fyrír verndun og viðhaldi hvalastofnanna. Þá verður nú al- deilis fjör við pólinn. Og al- menningur vestan hafs liggur sem límdur við sjónvarpstækin til að fylgjast með öllu saman. Þar bíða menn spenntir í ofvæni eftir því hvort nú takist að bjarga þessum hvalnum úr þessari vökinni, nú eða hinum undan hjörð tannhvassra háhyrninga. En hvað með háhyrninginn? En alvara málsins liggur víst í því hve grænfriðungar og aðrír álíka virðast hafa mikil tök á því að spila á fjölmiðlana vestra. Þeir hafa lag á því að búa athafnir sínar í þann búning að þær togi til sín sjónvarps- menn með myndavélar. Þeir eru lagnir við að komast í blöðin og á skjáinn. Við eigum á hinn bóginn töluvert undir þvi líka að hafa af okkur í það minnsta sæmilega ímynd í þessum sömu fjölmiðlurn. Annað getur til dæmis leitt af sér, á tiltölulega skömmum tíma, að bandarískur almennirígur hætti að vilja borða íslenskan fisk og skipta við tslenska flugfélagið. Reynslan sýnir að fjölmiðlarnir vestra hafa mikil áhrif og geta verið býsna fljótir að hafa þau. Á móti kemur svo vitaskuld hitt að við megum ekki láta einhverja skammsýna hvalfriðunarmenn og tannlausar grænmetisætur í útlönd- um segja okkur fyrir verkum. Hvað sem öðru líður erum við sjálfstæð þjóð og getum undir engum kring- umstæðum látið útlendingum líð- ast að stilla okkur upp við vegg. Þess vegna verðum við núna að fara fram með fyllstu gætni í þessu máli og stíga þar engin skref fyrr en að vandlega íhuguðu máli. En hitt er annað mál að dæmið um háhyrningana er íhugunar vert. Manni er nú cinu sinni sagt að þessar skepnur hafi svo gott sem mannsvit, og kannski drjúgt betur. Hafa grænfríðungarnir athugað það? Er það sæmandi siðuðum hvalavinum að fara í dýragarða og horfa þar á þá hoppa og skoppa og leika listir sínar með bolta og skopparakringlur? Á ekki að benda grænfríðungunum á þetta? Hér er nú einu sinni á ferðinni skepnan sem hakkar í sundur sjálfa steypireyðina þegar hún fær tæki- færí til. Sjálfur höfuðóvinurinn í höfunum. Og er nokkur trygging fyrir því að utan við ísröndina við Alaska hafi ekki beðið gráðugar hjarðir háhyrninga eftir því að háma þar í sig hvalina tvo sem sameinaður flotastyrkur Rússa og Bandaríkj- anna hafði sem mest fyrir að frelsa úr prísundinni? Þetta mál þurfa grænfriðungar að athuga. Garri. VÍTT OG BREITT Gjaldþrota hagspeki Fréttir af gjaldþrotum og orð- rómur um að enn fleiri séu yfirvof- andi eru orðnar ærið fyrirferðar- miklar og er nú svo komið að farið er að tala um keðjuverkun og veit enginn í hvaða ósköpum alit þetta kann að lenda þegar upp verður staðið. Það er að segja ef aftur verður staðið upp. Fallíttin hafa aldrei verið talin til stórra yfirsjóna á íslandi og eru glæsileg dæmi um að menn hafa rétt úr kútnum, jafnvel aftur og aftur, eftir hvert gjaldþrotið öðru stórfenglegra. Síldarspekúlantarn- ir voru flestum öðrum fremri í því að rísa margefldir upp úr rústum gjaldþrota fyrirtækja. . Lánastofnanir hafa sjaldnast þurft að viðurkenna að plataðar hafa verið mikilar fúlgur út úr þeim af þrotamönnum og það heyrir til hreinna undantekninga að for- stöðumenn þeirra hafi þurft að svara til saka vegna aulalegrar lánastefnu. í árdaga peningaum- svifa hér á landi rúllaði íslands- banki og í nútímanum er það eingöngu í sambandi við gjaldþrot Hafskips að farið er fram á að stjórnendur banka geri grein fyrir bullandi tapi vegna ótæpilegra lána til fyrirtækis sem auðvelt átti að vera að sjá að riðaði til falls. Blankir skuldarar Gjaldþrotahrinan er farin að koma víða við. Sjóði'r og lánastofn- anir tapa stórfé. Ríkið og sveitar- félög sömuleiðis þar sem skattar og opinber gjöld skiíast ekki. Þá verða mörg önnur fyrirtæki fyrir miklu tjóni þar sem þrotafyrirtækin geta ekki greitt fyrir vöru eða þjónustu sem búið er að selja eða inna af hendi. Svona gengur þetta koll af kolli og hvarvetna blasir við tap og alls kyns vandræðagangur vegna glataðra fjármuna. Oftar en ekki eru engar eignir í búinu þegar skuldunautar ætla að ganga að fé sínu-hjá þrotamönn- um. Sé um stærri fyrirtæki að ræða er reglan sú að skuldirnar eru margfalt meiri en eignirnar og því eftir litlu að slæðast fyrir kröfu- hafa. Vaxtastefna, verðtrygging og góðæri er það sem einkum má kenna þá gjaldþrotastefnu sem hér er fylgt. Framkvæmdamenn á flest- um sviðum athafnalífsins hafa ekki látið sér skiljast að greiða þarf þá fjármuni til baka sem fengnir eru að láni. Og með hávaxtstefnu allra síðustu ára þarf að greiða gott betur en tekið er til láns. Á það sérstaklega við um þá sem borga eiga herkostnað fjármögnunarfyr- irtækjanna. En svo undarlegt sem það er, hefur engin athugun farið fram á því hvaða þátt hávaxtalánin utan bankakerfisins eiga í þeirri gjald- þrotabylgju sem er að ríða yfir með sívaxandi þunga. Þekkingarbankar í landinu er fyrir hendi mikil þekking á hagfræði, viðskiptum, stjórnun og fjármunafærslum alls konar auk yfirgripsmikillar tækni- þekkingar sem óspart er notuð til flókinna og fjárfrekra fram- kvæmda. Þá er til svakalega mikil þekking á verðbréfa- og þjónustu- viðskiptum og á hvaða hátt á að herma eftir uppunum í útlöndum. Ráðgjafafyrirtæki í rekstri og hagkvæmum fjármagnsviðskiptum eru mýmörg og hefur ekki heyrst annað en þau hafi nóg að gera ekki síður en allar opinberu og hálfopin- beru hagfræðideildirnar, sem reikna og ráðleggja út og suður af lærdómi og kunnáttu. Svo merkilegt sem það er, sýnist sem nokkurra milljarða mismunur á tekju- og gjaldalið ríkissjóðs komi öllu liðinu á óvart nú á haustmánuðum, en höfuðástæðan er minnkandi þensla og minnkandi verðbólga ásamt staðgreiðslukerfi skatta. Kenning um þá staðreynd hefur ekki séð dagsins ljós. Sum sveitarfélög eru komin á hvínandi kúpuna vegna minnkandi umsvifa og gjaldþrota fyrirtækja, og þora menn varla að stynja því upp opinberlega hvaða þróun er í augsýn verði ekkert að gert. Fjárfestingafyllirí undangeng- inna ára og stigmögnun þess í margauglýstu góðæri er auðvitað ein af aðalorsökum þeirrar gjald- þrotaskriðu sem enginn sér fyrir endann á eða veit yfir hvað á eftir að ryðjast. Lausnin á þessu vandræða- ástandi er líklega ekki önnur en sú, að setja ástandið aftur í kunnuglegt horf. Magna upp verðbólgu og þenslu, gera vexti neikvæða á ný, afnema alla kvóta og umfram allt að fara aftur að verðlauna skuldara með því að láta þá aldrei greiða nema hluta þess til baka sem þeir fá að láni og fella gengið reglulega eftir þörfum. Slíkt ástand gafst mörgum vel hér áður fyrr og er fjármálaviska mörlandans öll miðuð við svoleiðis hagkerfi og með því að fara að breyta því var því gjaldþrota- ástandi sem nú blasir við boðið heim. Eða að kannski væri bara best að láta brjóstvitið duga og reyna að eyða ekki meiru en aflað er. En það er einfaldari hagfræði en svo, að hún sé gild í flóknum heimi yfirgripsmikillar þekkingar. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.