Tíminn - 28.10.1988, Síða 11

Tíminn - 28.10.1988, Síða 11
10 Tíminn Föstudagur 28. október 1988 Föstudagur 28. október 1988 Tíminn 11 Aðalfundurfulltrúaráðsins í Reykjavík Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 5. nóvember n.k. að Hótel Lind og hefst kl. 10.00. Dagskrá fundarins nánar auglýst síðar. Stjórnin Suðurlandskjördæmi Kjördæmisþing verður haldið í Vestmannaeyjum 4. og 5. nóvember n.k. Þingið hefst kl. 19.30 föstudaginn 4. nóv. Athugið breyttan tíma. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið sunnudaginn 13. nóvember n.k. í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Dagskrá auglýst síðar. Stjórnin. Flokksþing 20. flokksþing framsóknarmanna verður haldið dagana 18.-20. nóv. n.k. að Hótel Sögu. Þingið hefst föstudaginn 18. nóv. kl. 10. Dagskrá auglýst síðar. Framsóknarflokkurinn. Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambandsins að Hamraborg 5 verður opin mánudag til fimmtudaga kl. 16-19. KFR Vesturland Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldið á Akranesi 5. nóvember n.k. KSFV Hafnfirðingar Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Hafnarfirði verður haldinn 3. nóv. kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu Hverfisgötu. Venjuleg aðalfundarstörf, kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Mætum öll og tökum með okkur gesti. Stjórnin. Keflavík - Suðurnes Aðalfundur Bjarkar, félags framsóknarkvenna í Keflavík og nágrenni, verður haldinn þriðjudaginn 8. nóv. kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu, Keflavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á flokksþing. 3. Ávarp Valgerðar Sverrisdóttur, alþingismanns. 4. önnur mál. Atlir velkomnir. Stjórnin Árnesingar Hinni árlegu 3ja kvölda Framsóknarvist Framsóknarfélags Árnessýslu verður fram haldið í dag, föstudaginn 28. október, og hefst kl. 21.00 í Þjórsárveri. Síðasta kvöld keppninnar verður 11. nóvember í Aratungu. Aðalvinningur er ferð fyrir 2 með Samvinnuferðum Landsýn. Einnig eru veitt vegleg kvöldverðlaun. Ljóðakvartettinn ásamt önnu Jórunni Stefánsdóttur skemmta í hléi. Stjórnin Húsavík Aðalfundur Framsóknarfélags Húsavíkur verður haldinn miðvikudag- inn 2. nóvember kl. 20.30 í Félagsheimili Húsavíkur. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulitrúa á kjördæmisþing. Kosning fulltrúa á flokksþing. önnur mál. Stjórnin. / /' / / i Róm. Rómverjar hyggjast kæra framferði áhorfenda á leik Partizan Belgrad og Roma í UEFA-keppn- inni í Belgrad í Júgóslavíu í fyrra- kvöld. Giuseppe Giannini fyrirliði Rómverja fékk sígarettukveikjari í hausinn þegar hann ætlaði að fara að taka hornspyrnu. Giuseppe fékk kveikjarann í sig rétt aftan við vinstra eyrað og féll við. „Við höfum þegar tilkynnt dómaranum og eftir- litsmönnum UEFA, að við munum senda inn skriflega kæru,“ sagði Dino Viola forseti Rómarliðsins í einu ítölsku blaðanna í gær. Róm- verjar muna fara fram á að úrslitum leiksins verði breytt í 3-0 fyrir Roma, en raunveruleg úrslit urðu 4-2 fyrir Partizan Belgrad. Smáhlutum rigndi yfir leikvanginn allan tímann og leikurinn stöðvaðist í 15 mín. vegna þess að eldur kom upp á vellinum. Ekki varð þó tjón á mönnum. Skíðaganga. skíðaféiag Reykjavíkur mun gangast fyrir nám- skeiðum í meðferð gönguskíða á mánudaginn kemur, 31. október og fimmtudaginn 3. nóvember að Amt- mannsstíg 2 Reykjavík. Námskeiðið hefst kl. 20.00 bæði kvöldin og stendur til kl.22.00. Kennari á nám- skeiðinu verður Ágúst Björnsson. Stokkhólmur. Ráðstefna um lyfjanotkun íþróttamanna verður haldin í Borlange í Svíþjóð um helgina. Ráðstefnuna sækja íþrótta- frömuðir frá 30 löndum og þar munu menn ræða aðgerðir til að stemma stigu við sívaxandi lyfjanotkun íþróttamanna. íþróttir og lyf hafa verið mjög í sviðsljósinu eftir Ólym- píuleikana í Seoul, en þar voru 10 íþróttamenn uppvísir að lyfjanotk- un, þar á meðal aðalstjarna leik- anna, Ben Johnson. Eftir ráðstefn- una, sem ríki jafnt austan járntjalds og vestan sækja, er búist við að áætlun um lyfjaeftirlit verða hrundið af stað, þar sem íþróttamenn verða fyrirvaralaust kallaðir í lyfjapróf, óháð því hvort stórmót er í aðsigi eða ekki. Það er einmitt á æfingatím- abilinu sem hættan er mest á að íþróttamenn séu á lyfjum, en þeir hætta oft að taka iyfin þegar stórmót nálgast. Talsmenn ráðstefnunnar segja að eina leiðin til þess að stemma stigu við ört vaxandi lyfja- notkun séu fyrirvaralaus próf, bæði á æfingatímabili og keppnistímabili. Hnefaleikasamband Kúbu hefur ákveðið að taka þátt í Vináttuleikunum í Seattle í Bandaríkiunum 1990. Sem kunnugt er mættu Kúbverjar ekki til leiks í Seoul í haust og hnefaleikalið þeirra hefur ekki látið sjá sig í alþjóðakeppnum, þar sem Bandaríkin og Sovétríkin ásamt öðr- um austantjaldsríkjum mæta. Lið þeirra hafði yfirburði á Pan Americ- an leikunum í fyrra. „Þátttaka Kúbumanna í hnefa- leikum á Vináttuleikunum er tákn- ræn fyrir hve sterk keppnin í hnefa- leikum verður í Seattle," segir Rex Lardner framkvæmdastjóri leik- anna. Vináttuleikarnir voru fyrst haldnir í Moskvu 1986, en 8 fremstu menn eða lið í hverri grein eiga rétt á að keppa á leikunum. „A Vináttuleikunum 1986 fékk ég eitt af mínum fyrstu tækifærum til að taka þátt í alþjóðakeppni, eftir Ól- ympíuleikana í Los Ángeles 1984. Fyrirkomulagið, að aðeins 8 bestu menn í hverri grein fái að keppa er frábært, ég hlakka til að mæta í Seattle 1990,“ segir bandaríski grindahlauparinn Ed Moses um Vin- áttuleikana. Á leikunum, sem fara munu fram frá 20. júlf til 5. ágúst 1990, verður keppt í eftirtöldum greinum: Hafna- bolta, körfubolta, hnefaleikum, hjólreiðum, dýfingum, listdansi á skautum, fimleikum, íshokkí, judó, nútfma fimmtarþraut, nútfma ftm- leikum, róðri, sundi, samhæfðu iist- sundi, handbolta, tennis, frjálsum íþróttum, blaki, sundknattleik, lyft- ingum, fjölbragðagímu, og sigling- um. BL Körfuknattleikur: Léttur sigur Hauka Haukar fóru létt með að sigra Grindvfkinga í Flugleiðadeildinni í körfuknattleik í Hafnarfirði í gærkvöld. Lokatölurnar voru 104- 86, eftir að staðan í hálfleik var 46-38. Það voru fyrst og fremst hraða- upphlaup Hauka sem Grindvíking- úm tókst ekki að stöðva, en Haukum tókst að sama skapi ekki að hemja Guðmund Bragason. Þar sem Guð- mundur hitti illa, var aðeins með 33 % nýtingu þá fór sem fór og sigur Hauka var aldrei í hættu. Steinþór, Jón Páll og Rúnar stóðu sig vel hjá UMFG og Guðmundur var sterkur í fráköstunum, en hjá Haukum voru LeÍkunHatkaríJMPG 10486 Lið: Haukar Nótn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stig Pálmar 13-5 5-3 - 2 2 2 10 25 Henning 7-3 1-0 1 1 2 1 2 15 ólafur 5-2 2-0 - 1 - 2 2 5 JónAmar 9-6 1-0 - 1 1 3 4 14 Ingimar 4-3 - 4 7 4 1 1 6 Tryggvi - - - 3 - - _ 0 ívar 11-5 - 1 5 2 4 _ .12 Eyþór 7-6 - 1 2 2 1 - 13 Reynir 9-7 - 2 4 - 4 1 14 LeÍkUR HaukaMJMFG 104-88 Uð:UMFG Nötn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stifl Sveinbjöm 4-1 - 2 1 _ _ _ 4 Dagbjartur - 1-1 - - - - - 3 Guðmundur 21-7 - 5 6 2 1 4 27 Rúnar 6-4 - 2 1 6 1 - 7 Guðlaugur 1-0 - - 1 1 - 1 0 JónPáU 15-7 - 3 2 - 2 1 15 Eyjólfur 2-0 - 1 - 1 - - 1 Ólafur 2-2 - - - 1 - - 4 Ástþór 6-3 2-1 1 2 1 - 1 11 Steinþór 10-5 2-0 2 - 4 1 - 14 Söfnun til styrktar byggingu íþróttahúss fatlaðra í Reykjavík: „Sýnum stuðning - hefjumst handa“ - Ríkistjórnin veitir íþróttasambandi fatlaðra 10 milljón króna fjáveitingu Guðmundur Bragason Grindvíkingur hefur gríðarlega langar hendur og er því sterkur vamarmaður. Hér stöðvar hann Ivar Ásgrímsson Haukamann. Jón Páll Haraldsson Grindvíkingur fylgist spenntur með. Tfmamynd Pjetur. Vináttuleikarnir 1990: Kúbverskir hnefaleikakappar mæta til leiks í Seattle Á morgun, föstudag, hefst fjár- söfnum Iþróttafélags fatlaðra í Reykjavík fyrir byggingu íþóttahúss félagsins. Bygging hússins hefur leg- ið niðri frá árinu 1984, að lokið var við grunn þess, en húsið mun standa við Hátún. Áætlaður byggingarkostnaður hússins var áætlaður um síðustu áramót, 50-55 milljónir, en ÍFR þarf á séstakri fjárveitingu að halda ár- lega, svo koma megi húsinu upp. Ekki dugar að fá fé úr íþróttasjóði, því það skilar sér seint og án vaxta. ÍFR, mun beita sér fyrir sérstakri fjársöfnun til buggingar hússins, frá 28. október til 2. nóvember. Rás 2, í ríkisútvarpinu, tekur á morgunn þátt í söfnuninni, með því formi að fólk getur hringt í síma 91-687123 í Reykjavík, 96-27123 á Aureyri, 94- 4404 á ísafirði og 97- 11456 á Egils- stöðum og tilkynnt framlög. Dagskrá Rásar 2 verður því helguð þessari fjársöfnun, en íslensku Ól- ympíufararnir koma til landsins í dag og lenda á Keflavíkurflugvelli kl.7.30. Bein útsending verður frá komu afreksmannanna og viðtöl tek- in við þá. Þá er einnig hægt að styrkja bygg- ingu hússins með því að leggja beint inná póstgíróreikning númer 32000-5. Á fundi rfkisstjórnarinnar í gær var ákveðið að hún beitti sér fyrir sérstakri fjárveitingu í viðurkenn- ingarskyni fyrir frammistöðu ís- lenska keppnisflokksins á Ólympíu- leikum fatlaðra í Seoul. Lögð verður til 10 milljón króna fjárveiting til Klippið hér íþróttasambands fatlaðra til íþrótta- mála og endurhæfingar. Þessi kærkomna fjárveiting mun þó ekki endilega renna beint til byggingar húss ÍFR, því milljónirnar 10 voru veittar fþróttasambandi fatl- aðra, en það er íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík, sem stendur að bygg- ingu hússins. Allir stjórnarmenn sambandins eru staddir erlendis sem stendur, en vonandi munu þeirr verja drjúgum hluta fjárveitingar- innar til íþróttahúss ÍFR. ÍFR hefur á síðustu árum orðið að vísa fólki frá, því aðstöðu vantar fyrir starfsemi félagsins. Á næstu árum er búist við því að sxfellt fleiri snúi sér að íþróttum, ekki hvað síst þeir sem eru fatlaðir og fólk sem er sjúkt og þarfnast hreyfingar sér til heilsubóta. BL Sýnum stuöning - hefjumst handa ! Fjársöfnun til styrktar byggingu íþróttahúss Í.F.R. Greiðslufonn: Kr. □ Eurocard _________ I | VISA ___________ I I Gíró 32000-5 Gildistími: Gildistími: Nafn nafnnr. Heimili Póstnúmer , Sveitafélag_ Þökkum veittan stubning. Byggingasjóbur íþróttafélags fatlaóra í Reykjavík Pósthólf 5427, 125 Reykjavík. Með því að fylla út seðilinn hér að ofan og senda hann til Iþróttafélgs fatlaðra, leggur þú þitt af mörkum til þess að fatlaðir íþróttamenn í Reykjavík öðlist í framtíðinni aðstöðu til að stunda íþróttir. Stórsigur ÍBK Keflvíkingar unnu stórsigur á Valsmönnum « Flugleiða- deildinni i körfuknattleik í gærkvöld, 83-49. 1 húlfleik var staðan 43-34, en í síðari hálfleik var aðeins 1 lið á vellinum og Keflvíkingar rúlluðu Völsurum upp. Valsmenn gerðu því að- eins 15 stig í síðari hálfleik, þar af gerðu þeir þriggja stiga körfu þegar 3 sekúndur voru eftir. Magnús Guðflnnson var langbesti maður vallarins, með 23 stig og 23 fráköst, Guðjón Skúlason gerði 23 stig og Sig- urður Ingimundarson 16. Hjá Val gerði Tóntas Holton 13 stig, en þeir Hannes Haralds- son og Einar Ólafsson gerðu 8 stig hvor. BL þeir Reynir, Eyþór og Jón Arnar bestir, en Pálmar, Henning og ívar voru einnig skæðir. Þá var Ingimar aðvenjusterkurífráköstunum. BL London. í fyrrakvöld var leikið á Evrópumótunum í knattspyrnu. Úrslit í nokkrum leikjum komust ekki í fimmtudagsblaðið og fara þau því hér á eftir: Evrópukeppni bikarhafa: Roda JC Kerkrade Hollandi . . 1 Kharkov Sovétríkjunum........0 Dundee United Skotlandi . Dinamo Búkarest Rúmeníu Barcelona Spáni . . . Lech Poznan Póllandi UEFA keppnin: FC Liege Belgíu . . . . Benflca Portúgal . . . , Hearst Skotlandi......... Austria Vín ............. Juventus Italíu ......... Atletico Bilbao Spáni . . . Sportin Lissabon Portúgal Real Sociedad Spáni . . . 0 1 1 1 2 1 0 0 5 1 1 2 Tokyo. Forseti hollenska knatt- spyrnuliðsins PSV Eindhoven segist vera vongóður um að lið hans sigri í úrslitaleik heimsmeistarakeppni fé- lagsliða en sá leikur mun fara fram í Tokyo 11. desember n.k. Það eru Evrópumeistararnir og S-Ameríku- meistararnir sem Ieika til úrslita, en síðan 1980 hefur úrslitaleikurinn ávallt verið leikinn í Tokyo. Mót- herjar PSV, sem unnu Benfica í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Evr- ópukeppni félagsliða í vor, verða Nacionals frá Uruguay, en liðið vann Newells Old Boys í úrslitum S-Ameríkukeppninnar fyrir skömmu. Nacionals liðið vann heimsmeistaratitil félagsliða 1980, með því að leggja Nottingham For- est frá Englandi að velli í Tokyo. Ted Tumer sjónvarpskóngur, Jackie Joyner-Kersee og Edvin Moses frjálsíþróttastjöraur taka höndum saman til að gera vináttuleikana sem glæsilegasta. Timiim □ ER ÁSKRIFANDI □ NÝR ÁSKRIFANDI I Dags.: • BEIÐNi UM MILLIFÆRSLU ÁSKRIFTARGJALDS Kortnr.: nnnnnnnnnnnnnnm Gildir út: □□□□□ Nainnr.t mU - □□□□ Undirritaður óskar þess að áskriftargjald Tímans verði mánaðarlega skuldfært á VISA-greiðslukort mitt UNDIRSKRIFT. ÁSKRIFANDI:............................................ HEIMIU:............................................... ' PÓSTNR. — STAÐUR:................. SÍMI:............... SENDIST AFGREIÐSLU BLAÐSINS LYNGHÁLSI 9. 130 REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.