Tíminn - 11.11.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.11.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 11. nóvember 1988 Bandarískir og þýskir skotveiðimenn sýna áhuga á pakkaferðum Flugleiða til skotveiða á íslandi: Gæsir og rjúpur lokka auðmenn til íslands Skotveiðimcnn. Flugleiðir íhuga nú að efna til sérstakra Veiðipakkaferða, fyrir skotveiðimcnn, til íslands. Þegar hafa nokkrir hópar skotveiði- manna, frá Bandaríkjunum og Þýskalandi, komið hingað til að skjóta gæsir og rjúpur. Fyrsti hópurínn á vegum Flug- leiða kom til rjúpnaveiða ■ fyrra. í haust komu Þjóðverjar til gæsa- veiða og sjö Bandaríkjamenn skutu rjúpur í Skagafirði fyrír skemmstu. Ekki verður um fleiri hópa er- lendra skotveiðimanna að ræða í ár, en að sögn Halldórs Bjarnason- ar hjá Flugleiðum gera menn sér vonir um fleiri slíka hópa á næsta ári og verði í framhaldi af því hægt að færa út kvíarnar á þessu sviði. Halldór Bjarnason, deildarstjóri Innkomudeildar Flugleiða, hefur umsjón með ferðum þessum og þróun þeirra. „Þetta er allt á tilraunastigi enn sem komið er. Við erum í góðu samstarfi við Magnús Sigmundsson bónda á Gýgjarhóli í Skagafirði og hefur hann séð um að útvega veiðileyfi og aðstoða veiðimenn- ina. Við erum ekki að selja veiðina fyrst og fremst, heldur þjónustuna í kringum veiðiferðina. Það er að segja: ferðirnar, fæði, uppihald og fararstjórn. Þetta gefur vissulega nokkuð í aðra hönd til þeirra sem hafa yfir slíkri þjónustu að ráða og geta seit hana. En þessir menn eru tilbúnir til að borga það sem þetta kostar," sagði Halldór. Segir hann ferðirnar kosta, miðað við fjögurra daga rjúpnaskytterí í Skagafirði, tæpar þrjátíu þúsund krónur. Það verð er miðað við að skotveiðimað- ur sé kominn til Reykjavíkur. Heildarpakkinn með flugfari kostar hátt í áttatíu þúsund krónur. Innifalið í verðinu eru ferðir frá og til Reykjavíkur, jeppi, fararstjórar og fæði. Halldór vildi taka fram að til- gangurinn með ferðum þessum væri í fyrsta lagi að koma fleiri farþegum í borð í vélar Flugleiða og öðru lagi að byggja upp öfluga þjónustu á landsbyggðinni, sam- fara auknum veiðimannaferðum sem þessum. Islenski fasaninn? Halldór sagði þá skotveiðimenn, sem þegar hafi komið erlendis frá, mjög áhugasama og ánægða með ferðina. Sagði hanp að vissulega væru önnur vinnubrögð viðhöfð en hjá íslenskum veiðimönnum. „Þeir hafa með sér aðstoðarmenn, sem leiðbeina þeim um svæðið og reka oft upp fugla fyrir skytturnar. Þess- ir menn skjóta ekki fugla nema á flugi. Þeir telja það ekki veiðiskap að skjóta á fugla sem kúra sig milli þúfna. Þeirra markmið er ekki að skjóta sem flesta fugla, heldur að skotin séu sem glæsilegust," sagði Halldór. Hann vildi meina að út frá fuglaverndunarsjónarmiðum væri upplagt að selja útlendingum veiðina. „Við sjáum dags daglega fréttir af veiðimönnum í Tímanum og víðar, sem skotið hafa svo og svo marga fugla. Þar skilur á milli íslenskra veiðimanna og sport- skyttnanna að utan,“ sagði Halldór Það að láta reka upp fyrir sig rjúpurnar og skjóta þær á flugi minnir óneitanlega á fasanaveiðar í nágrannalöndum okkar, þar sem hópar veiðimanna bíða eftir að aðstoðarmenn fæli fugla yfir þá, og þá er hleypt af. Svo virðist því sem rjúpan sé okkar fasani hvað veiðar snertir. Halldór sagði þetta vera hið áhugaverðasta mál fyrir bændur á íslandi. „Þeir bændur sem geta boðið upp á tilhlýðilega einkagist- ingu eiga á þessu sviði mikla mögu- leika.“ Vitnaði Halldór til þess að Flugleiðir væru nú með í smíðum sérstaka veiðipakka fyrir skotveiði- menn utan úr heimi. Veiðipakka- ferðirnar, sem væntanlega koma til með að heita Flug og rjúpa, eða bara rjúpa á flugi, verða byggðar upp í kringum bændur sem ráða yfir þjónustu sem uppfylla kröfur Flugleiðamanna. Vildi Halldór benda á að vel væru þegnar upplýs- ingar frá bændum sem teldu sig geta boðið slíka þjónustu. Jafngildir fuglafriðun Ákveðnar efasemdir voru uppi meðal Flugleiðamanna, þegar ákveðið var að fara af stað með veiðiferðir fyrir erlenda skotveiði- menn. Bjuggust menn allt eins við því að gagnrýni almennings yrði á þeim nótum að nú ætti að flytja inn erlenda skotveiðimenn, svo endan- lega mætti gera út af við fuglastofna þá er veiddir eru hér á landi. „Sannleikurinn er hinsvegar sá að það jafngildir allt að því fuglafrið- un að hleypa þessum skyttum í veiðilendurnar. Við íslendingar erum aflamenn." Halldór var spurður hvort hann hefði kynnt sér afstöðu íslenskra skotveiðimanna til þessa, eða heyrt frá skotveiðimönnum. Hann sagðist ekkert hafa heyrt frá þeim enn sem komið væri. „íslenskir skotveiðimenn labba hér um landið með tugþúsundir skota og drita til hægri og vinstri og borga engum fyrir þessa þjónustu. Þeir hafa, undanfarin ár, verið siðlausir í sinni veiði og stundað hana óskipulagt. Hugsun okkar er þó alls ekki að fara inn á svið íslenskra skotveiðimanna, enda skipta skot þessara erlendu veiðim- anna er hingað koma engu máli í þeim efnum. Til leiðsagnar þarf íslenska skotveiðimenn og þannig tengjast þeir málinu," sagði Hall- dór Nýtt greiðslukort í gildi eftir viku: Samkort - greiðslukort fyrir samvinnuverslun „Samkort", fyrsta alíslenska greiðslukortið, verður tekið í notkun föstudaginn 18. nóvember, eftir rétta viku. Kortið verður gjaldgengt í versl- unum og fyrirtækjum samvinnu- hreyfingarinnar innanlands en smám saman er fyrirhugað að víkka gild- issvið þess með samningum við valin fyrirtæki utan hreyfingarinnar. Handhafar Samkorta geta valið um tvö greiðslutímabil; annarsvegar hið hefðbundna eins og tíðkast hjá kortafyrirtækjunum sem fyrir eru, eða frá 18.-17. hvers mánaðar, og hins vegar frá fyrsta til síðasta dags hvers mánaðar. Ódýrara verður að nota Samkort en önnur kort. Stofngjald verður 800 krónur, endurnýjunargjald verður 1000 krónur og kortið gildir í tvö ár. Þá verður ekkert útskriftar- gjald tekið af korthöfum. Svipaðar reglur gilda um notkun Samkortsins og hinna kortanna og þegar kort er stofnað semur korthafi um úttektarheimild á bilinu 40-200 þúsund krónur á mánuði og undirrit- ar tryggingarvixil fyrir þrefaldri um- saminni úttektarheimild sinni þannig að ekki er um það að ræða að fólk samþykki óútfylltan víxil. Upphafið að Samkortinu má rekja til ársins 1983 en þá leitaði þáverandi forstjóri Sambandsins, Erlendur Einarsson, til Margeirs Daníelsson- ar sem þá sat í stjórn Visa ísland og bað hann um greinargerð er varðaði notkun, hagræði og hagkvæmni af notkun greiðslukorta. Síðan lá málið niðri um skeið eða þar til á fyrri hluta árs 1987 þegar núverandi forstjóri Sambandsins, Guðjón B. Ólafsson, skipaði í starfs- hóp sem kanna átti möguleika á að stofna til greiðslukorts sem gilti innan fyrirtækja samvinnumanna. Starfshópurinn leitaði fanga bæði hér og erlendis, einkum í Englandi og á Norðurlöndunum. Niðurstöður þessa starfshóps urðu þær að kort myndi styrkja stöðu samvinnuhreyf- ingarinnar, efla tengsl milli fyrir- tækja Sambandsins og spara þegar fram í sækir vinnu og kostnað við reikningsviðskipti hjá kaupfélögun- um. Seinnihluta árs 1987 var fyrirtækið Samkort stofnað og Halldór Guð- bjarnarson skipaður framkvæmda- stjóri. Halldór Guðbj arnarson sagði þeg- ar Samkortið var kynnt fréttamönn- um að áætlað væri að korthafar yrðu um 18 þúsund að loknum fyrstu tólf starfsmánuðum fyrirtækisins og gera mætti ráð fyrir að um helminguf kortaviðskipta sem fram fara í sam- vinnuverslunum verði á Samkort. Til vinstrí á myndinni er Margeir Daníelsson stjómarformaður Samkorts og framkvæmdastjórinn, Halldór Guðbjarnarson, til hægri. Tímumynd: Gunnar Hann sagði að gert væri ráð fyrir að Samkort gæti tengst erlendum kortafyrirtækjum innan næstu tveggja ára. Ætlunin væri að semja sérstaklega við fyrirtæki utan samvinnuhreyfing- arinnar, eitt í hverri grein þjónustu, og yrði samið um sérstakan afslátt eða sérkjör sem koma myndu kort- höfum til góða í formi endur- greiðslu. Samkort er sérstakt félag innan samvinnuhreyfingarinnar og er til húsa að Ármúla 3. Samvinnulífeyris- sjóðurinn annast ellt reikningshald og tölvuvinnslu fyrir fyrirtækið. Stjórnarformaður er Margeir Daní- elsson. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.