Tíminn - 11.11.1988, Blaðsíða 9
Föstudagur 11. nóvember 1988
Tíminn 9
VETTVANGUR
Askell Einarsson:
Hugmyndir um tekju-
stofna sveitarfélaga
Með tilliti til þess að nú er að
störfum nefnd á vegum Félags-
málaráðuneytisins, sem fjallar um
endurskoðun tekjustofnalaga
sveitarfélaga og skipan tekjustofna
sveitarfélaga þykir rétt að kynna
almenningi betur þær hugmyndir
um skipan þessara mála, sem hlutu
samþykki síðasta Fjórðungsþings
Norðlendinga.
Meginatriði um
nýskipan tekjustofna
sveitarfélaga eru þessi:
1. Byggt verði á gjaldheimtukerfi
við innheimtu tekjustofna sveitar-
félaga.
2. Álagningargrundvöllur fast-
eignaskatta verði samræmdur í
landinu.
3. Almennur fasteignaskattur verði
jafn flatur skattur á allar fasteignir
í hverju sveitarfélagi.
4. Horfið verði frá breytilegu að-
stöðugjaldi á kostnaðarveltu.
Tekjuútsvar af atvinnurekstri verði
flatur skattur miðaður við tekjur
og verði sá sami fyrir allan atvinnu-
rekstur í viðkomandi sveitarfélagi.
5. Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitar-
félaga verði tvíþætt. Landsútsvör
verði aukin svo að þau standi undir
jöfnunarhlutverk-sjóðsins, bæði til
tekjujöfnunar og til framlaga
vegna verkefnatilfærslu milli ríkis
og sveitarfélaga. Ríkið greiði
útsvar, sem hundraðshluti af launa-
greiðslum ríkiskerfisins. Pað standi
undir sameiginlegum útgjöldum úr
Jöfnunarsjóði og almennum fram-
lögum miðað við íbúa, eins og
verið hefur.
6. í tekjustofnalögum séu ákvæði
um óháða tekjustofna, svo sem
þjónustugjöld vegna fasteigna og
endurgjald fyrir ýmiskonar aðra
þjónustu.
7. Ákvörðun aukaframlaga til
tekjujöfnunar milli sveitarfélaga,
byggist á samanbutói á heildar
tekjumöguleikum sveitarfélaga,
sem miðist við byggðastig og verk-
efni sambærilegra sveitarfélaga.
Greinargerð:
Samræmdur verði álagning-
argrundvöllur fasteignaskatta
Nauðsynlegt er að öll sveitarfé-
lög noti sama álagningargrundvöll
við ákvörðun fasteignaskatta og
við álagningu tengdra gjalda. Eðli-
legast er að fundinn sé meðaltals-
grundvöllur hvers matsflokks sam-
kvæmt fasteignamati. Þessi breyt-
ing þýðir í raun að allar sambæri-
legar fasteignir í landinu verði
hliðstæðar við ákvörðun fasteigna-
skatta og tengdra gjalda. Notaður
verði einn álagningarstigi fyrir allar
fasteignir í sama sveitarfélagi.
Þannig verður fasteignaskattur al-
mennur tekjustofn og óháður
þeirri þjónustu er sveitarfélagið
lætur fasteignaeigendum í té. Kjósi
sveitarfélag, sem lætur í té marg-
víslega þjónustu við fasteignir að
krefja endurgjalds fyrir hana, er
það heimilt, og lendir sá gjaldaauki
eingöngu á þeim fasteignum, sem
þjónustunnar njóta. Þetta er í
samræmi við hugmyndir um fast-
eignaskatta frá árinu 1937.
Tekjuútsvar af atvinnu-
rekstri í stað aðstöðugjalda
Með öllu er óeðlilegt að inn-
heimta mismunandi aðstöðugjald
eftir tegund atvinnureksturs á sama
tíma og tekjuútsvar einstaklinga er
lagt á, sem sami hundraðshluti á
allar tekjur, án tillits til h'vernig
þeirra er aflað eða fjárhags gjald-
enda. Lagt er til að innheimtur
verði ákveðinn hundraðshluti af
tekjum atvinnurekstursins, og
verði sami hundraðshluti fyrir allan
atvinnurekstur í viðkomandi sveit-
arfélagi.
Tekjustofnar sveitarfélaga
aðlagist gjaldheimtukerfinu
Svo virðist sem að þrátt fyrir
sameiginlegan hundraðshluta stað-
greiðsluútsvars fyrir landið í heild
verði mögulegt, að hver sveitar-
stjórn geti ráðið sínum eigin hundr-
aðshluta. Eðlilegast er, að með
sama hætti geti hvert sveitarfélag
ákveðið hundraðshluta útsvars á
atvinnurekstur og hundraðshluta
almenna fasteignaskattsins, þó að
notaður sé sami hundraðshlutinn
fyrir landið við staðgreiðsluinn-
heimtu. Sveitarfélögin munu fá í
sinn hlut álagningu, sem byggist á
ákvörðun um hundraðshluta hjá
hverju þeirra. Að sjálfsögðu er
hægt að aðlaga aðra tekjustofna
gjaldheimtukerfinu t.d. skatta sem
tengjast álagningu fasteignaskatta
þessu kerfi.
Endurhæfing á hlutverki
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Nauðsynlegt er að deildaskipta
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, svo að
hann verði jöfnunarsjóður, vegna
þeirra sveitarfélaga er búa við
skertan hlut, og verði jafnframt
einskonar greiðslujöfnunarsjóður,
sem deilir út framlögum miðað við
íbúafjölda. Með skírskotun til
þessa er lagt til að skipta sjóðunum
í tvær deildir, sem hafi aðskilin
verkefni og deildirnar hafi aðskilda
tekjustofna.
Hlutverk landsútsvara er að
jafna á milli sveitarfélaga
Baráttan fyrir álagningu landsút-
svara er gömul. Þau voru hugsuð,
sem útsvar á fyrirtæki er með
starfsemi sinni næðu til alls
landsins, svo og útsvar á ríkisfyrir-
tæki á viðskiptasviði. Með tekju-
stofnabreytingum 1962 fengust
landsútsvörin viðurkennd. Þau eru
í raun tekjustofn sveitarfélaganna
allra í landinu, sem er hugsaður til
jöfnunar á milli þeirra. Lagt er til
að landsútsvörin verði aukin og nái
til fleiri aðila en nú er. Landsút-
svörin verði sérstakur tekjustofn
jöfnunardeildar, sem nái til um
27-30% af óskertum tekjum Jöfn-
unarsjóðs sveitarfélaga. Miðað er
við fyrri útreikninga verkefna-
skiptanefndar á milli ríkis og sveit-
arfélaga. Áætla má tekjuþörf
jöfnunardeildar a.m.k. kr. 600
millj. á núverandi verðlagi.
Útsvar á ríkisstarfsemina -
Framlag ríkisins
til Jöfnunarsjóðs
Sveitarfélögin hafa slæma
reynslu af viðskiptum við ríkið
varðandi Jöfnunarsjóð sveitarfé-
laga. Framlög ríkisins til Jöfnunar-
sjóðs sveitarfélagá eru ákveðinn
hundraðshluti af söluskatti ,og að-
flutningsgjöldum, samkvæmt
tekjustofnalögum. Skerðing á
framlagi til Jöfnunarsjóðs sveitar-
félaga hófst 1984. Samkvæmt upp-
lýsingum Sambands ísl. sveitarfé-
laga, sé miðað við fjárlög 1988, er
skerðingin 47% af framlögum
ríkisins til sjóðsins, þegar miðað er
við tekjustofnalög. Reynslan mælir
gegn því að binda framlög til
jöfnunarsjóðs við tekjustofna
ríkisins. Hér yrði farin ný leið, sem
er útsvar ríkisins til Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga, þ.e. hundraðshluti,
er af launagreiðslum ríkisgeirans.
Þessi hugmynd byggist á því að
ríkið greiði einskonar útsvar til
sveitarfélaganna hliðsætt öðrum
rekstri í landinu. Ríkisútsvarið
verði tekjustofn greiðslujöfnunar-
deildar Jöfnunarsjóðs, sem greiði
að frádregnum ýmsum sameigin-
legum útgjöldum á vegum sjóðsins,
almenn íbúaframlög til sveitarfé-
laganna. Þetta þýðir í raun að öll
sveitarfélög í landinu standa j.afn-
fætis gagnvart greiðslum úr ríkis-
sjóði til Jöfnunarsjóðs sveitarfé-
laga. Landsútsvörin verði, sem eru
sameiginlegar tekjur sveitarfélag-
anna, eingöngu notuð til jöfnunar
á milli þeirra.
Ákvæði um óháða
tekjustofna sveitarfélaga
verðl í tekjustofnalögum
Rætt er um almennan fasteigna-
skatt, sem lagður verði á allar
fasteignir í sveitarfélagi. Viðbótar-
skattur eða álag á fasteignaskatta,
verður frjáls tekjustofn sveitarfé-
laga. Dæmi úm þetta eru gatna-
gerðargjöld, holræsagjöld og bygg-
ingaleyfisgjöld. Sveitarfélög, sem
láta fasteignaeigendum í té m.a.
gatnalýsingu, sorphirðingu, gatna-
hirðingu og snjómokstur, munu
samkvæmt þessum hugmyndum
öðlast rétt til álags á fasteigna-
skatta. Hins vegar ekki þau sveitar-
félög, sem ekki láta slíka þjónustu
í té. Sama gildir um endurgjald
fyrir tiltekna þjónustu og afnot.
Um þessa óháðu tekjustofna þurfa
að vera skýr og afdráttarlaus
ákvæði í tekjustofnalögum.
Aukaframlög miðist
við tekjumöguleika
sambærilegra sveitarfélaga
Sú aðferð, sem nú er notuð við
samanburð á milli sveitarfélaga til
að finna meðaltal, sem úthlutun
aukaframlaga byggist á, er engan
veginn nógu nákvæm. Nauðsynlegt
er að velja til samanburðar sveitar-
félög á sama byggðastigi og sem
fást við hliðstæð verkefni. Taka
verður með í samanburði, auk
tekna af aðaltekjustofnum, tekjur
af öðrum óháðum tekjustofnum.
Þannig fengist eðlilegur saman-
burður í raun, til að koma í veg
fyrir að sveitarfélög, sem hafa
miklar óháðar tekjur, hagnist á því
þegar aðeins eru bornar saman
tekjur af aðaltekjustofnum á milli
sveitarfélaga.
Áskcll Einarsson
framkvæmdastjóri
Fjórðungssambands
Norðlendinga
Ingvar Agnarsson:
Helgispjöll á kirkjugörðum
Eitt af verkefnum forleifafræðinga er uppgröftur í grunni
gamalla kirkna og annarra húsa og mun það vera góðra
gjalda vert, En því miður fylgir stundum bögguil skamm-
rifi, því svo virðist sem oft eyðileggi þeir meira á
fornhelgum kirkjustöðum en það, sem þeir þykjast vera að
bjarga með rannsóknaruppgreftri sínum. Hér á ég við þau
illu spellvirki þeirra, er þeir ráðast með tortímandi mætti
sínum á þær minjar sem flestum eru kærar öðrum fremur
og ótal kærar minni.ngar eru tengdar við, en það eru hin
grónu leiði kirkjugarðanna. Grafarrán hafa ætíð þótt
öðrum ránum verri og grafarræningjar þótt hinir leiðustu
vargar í véum. Nú er svo komið, að þjóðin sjálf leggur fram
fé til þessarar þokkalegu iðju.
Fátt vekur meiri tilfinningu fyrir ir eða forfaðir núlifandi einstakl-
minningu genginna kynslóða, en
að reika um gamla grafreiti meðal
gróinna leiða. Einn og einn leg-
steinn stendur þar á stangli og
gefur til kynna með áletrun sinni
hver undir liggi. En flest leiðin eru
ómerkt. Það eru ekki síst þessi
ómerktu og óþekktu leiði, sem
vekja skoðendum sterkastan
hugblæ frá heimi horfins tíma.
Undir hverri einni þúfu þessara
kirkjugarða liggur einhver formóð-
inga þjóðarinnar. Við erum bundin
sterkum minninga-, ættar- og þjóð-
ernisböndum þeim einstaklingum,
sem hér hafa verið lagðir til hinstu
hvíldar, jafnvel þótt ekkert sér-
stakt minni nú lengur á tilveru
þeirra hvers og eins, annað en
þessar grónu þúfur.
En „fræðingum" nútímans finnst
best við hæfi að afmá með öllu
þessar síðustu menjar um forfeð-
urna, sem enn eru sýnilegar, gera
allt slétt og fellt, til þess að láta sem
fyrst fyrnast yfir allar þær minning-
ar sem grónum leiðum fylgja.
Ég kom eitt sinn í Skálholt á
meðan gamla kirkjan stóð enn
uppi og gekk um meðal gróinna
leiða. Hér mátti finna andblæ frá
liðinni tíð, finna að hér var staður
sem bjó yfir sterku afli helgra minn-
inga. Ég kom aftur í Skálholt síð-
ar, er fornleifafræðingarnir höfðu
unnið sín spellvirki. Öll gömlu
leiðin voru horfin með öllu, búið
að slétta yfir þau, rétt eins og hér
hefði verið um að ræða eitthvert
venjulegt kargaþýfi, sem nauðsyn
hefði borið til að breyta í tún á
bændavísu. Hvílík umskipti, hvílík
skaðræðisverk höfðu hér verið
unnin. Helgur minningareitur af-
numinn úr ásýnd landsins, og það
á þessum fræga stað.
Síðan hafa fleiri staðir fylgt í
kjölfarið, reynt að afmá öll tilfinn-
inga- og helgitengsl úr hjörtum
landsins barna við gengnar kyn-
slóðir.
Komið t.d. á Þingvöll. Hvar er
nú hinn gamli kirkjugarður? Öll
Hér sjóst gömul leiði og önnur
nýleg í Ámeskirkjugarði á
Ströndum.
leiðin eru jöfnuð við jörðu. Ekkert
bendir til að þar hafi lík verið Iögð
til hinstu hvílu.
Ef það er tilhlýðilegt, að jafna
þannig við jörðu öll leiði á Þing-
völlum, mætti eins spyrja, hvort í
því þætti felast einhver minja-
varsla, ef sléttað væri úr öllurn
búðarústum þeirn, er enn finnast á
Þingvöllum. Ég held, að þetta
tvennt væri sambærilegt: Eyðilegg-
ing gamalla leiða og eyðilegging
búðarústanna fornu. Við hvort
tveggja erum við tengd sterkum
sögu- og minningaböndum.
Eitt síðasta dæmið um spillingu
á leiðum í kirkjugarði er frá Viðey,
en sem betur fer var því ekki látið
ómótmælt með öllu, þótt of seint
væri: En oft virðist það eiga við um
uppgraftarmeistarana, hið forna
spakmæli að: „Heggur sá er hlífa
skyldi", og er það illa farið.
Þjóðin og þjóðarsálin á rétt á að
leiði forfeðranna, þ.e. genginna
kynslóða, verði látin í friði. Þar er
helgidómur, sem ekki má láta til-
finningalausa „fræðinga" spilla og
eyðileggja. Slíkt verður aldrei aftur
bætt. Hættum að líta upp til grafar-
ræningja. Láturn þá ekki eyði-
leggja fleiri kirkjugarða, en þeir
hafa þegar gert með vanhugsuðum
aðgerðum sínum.
Ingvar Agnarsson.