Tíminn - 11.11.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Föstudagur 11. nóvember 1988
FRÉTTAYFIRLIT
WASHINGTON - Hinn
nýkjörni forseti Bandaríkjanna,
George Bush, geröi sér lítió
fyrir og skellti sér í frí til Florída,
enda hefur veriö mjög erilsamt
hjá honum aö undanförnu.
Hins vegar þurfti Michael Du-
kakis ao mæta aftur i vinnu
sína sem ríkissjóri í Massa-
chusetts eftir dágóöa fjarveru
vegna kosningabaráttunnar.
Hann hefði eflaust frekar viljaö
í frí meö Bush, en svona er
lífið. Aðstoðarmenn Bush
fengu þó ekki frí því þeir eru,
strax farnir aö undirbúa for-
setaskiptin sem veröa 20.
janúar.
WASHINGTON-þó Ron-
ald Reagan hafi átt auðvelt.
meö aötaka upp buddu banda-
rísks almennings og hafi eytt
2500 milljörðum dollara í
stríðstól og varnarmál síöustu
átta árin, þá verður leikurinn
ekki eins auðveldur hjá Bush í
þeim efnum. Þingið þar sem
demókratar eru í meirihluta er
nefnilega ekki á þeim buxunum
að eyða of miklu í vopn þegar.
fjárlagahallinn er eins mikill og
hann er núna.
AUSTUR-BERLÍN
Leiðtogi hins örlitla gyðinga-
samfélags í Austur-Berlín hófu
endurbyggingu á bænahúsi
sem var svívirt og skemmt í
aðgerðum nasista gegn gyð-
ingum Kristalnóttinafræau árið
1938 og nærri jafnað við jörðu
í strfðinu. Með þessu minntust
þeir Kristalnæturinnar.
ALSÍR - Leiðtogar Pales-
tínumanna sem nú þinga í
Alsír eru að undirbúa friðartil-
boð til ísraela ef ísrael sam-
þykkir Palestínuríki.
OSLÓ - Norðmenn segjast i
ætla að hætta útflutningi á
þungu vatni, en þungt vatn er
nauðsynlegt til að framleiða
kjarnorkusprengjur. Þessi
ákvörðun kemur í kjölfarvand-
ræðalegra viðskiptahneyksla,
þeirra með þungt vatn.
PEKjNG - Ekki verður lát á
jarðskjálftum í Kina næstu tvo
mánuði, en jarðskjálftar sem
þar hafa skekið fjöll og firnindi
undanfarna daga hafa kostað >
þúsund manns lífið.
TÓKÍÓ - Viðskiptajöfnuður
Japana í októbermánuði var
gífurlega hagstæður og telja j
hagfræðingar að ef svo heldur
sem horfir gæti útflutningur
Japana haft slæm áhrif á efna-
hagslíf heimsins.
Illllllllllllllll ÚTLÖND llllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Brasilía:
3 drepnir
Ekki vantar hörkuna í verkfalls-
átökin í Brasilíu en á miðvikudaginn
skutu hermenn þrjá verkfallsmenn
til bana og særðu þrjátíu í stáliðju-
veri í Rio de Janeiro ríki. Þúsundir
verkfallsmanna áttu þá í átökum við
lögreglu og varð að kalla herlið á
vettvang til að skakka leikinn með
þeim afleiðingum sem fyrr greinir.
Átökin áttu sér stað í Volta Re-
dona stáliðjuverinu en þar fóru 25
þúsund verkamenn í verkfall aðeins
fimm dögum eftir að ríkisstjórnin,
iðjuhöldar og nokkur verkalýðsfélög
undirrituðu samning um félagslega
hiálp til þeirra er minna mega sín.
Átti samningurinn að slá á þá ólgu
sem ríkt hefur í Brasilíu að undan-
förnu vegna slæms efnahagsástands.
Sjónarvottar að átökunum í Volta
Redona sögðu að um sexhundruð
hermenn hafi verið kallaðir til að
ryðja verksmiðjurnar sem nokkur
þúsund verkamenn höfðu tekið á sitt
vald. Síðustu verkfallsmennimir
yfirgáfu þó ekki verksmiðjurnar fyrr
en í gær, en friðsamlega þó.
Verðbólga í Brasilíu er nú rúm-
lega 700%. Það fer ekki vel í al-
menning eins og verkföllin sýna, en
Rio de Janeiro er aðeins eitt af
ríkjum Brasilíu þar sem ólga hefur
brotist út og athafnalífið verið lamað
vegna verkfalla.
Rúmlega ein milljón íbúa í Rio de
Janeiro er nú án rafmagns vegna
verkfalla verkamanna við rafveit-
uraar. Þá er einnig skortur á gasi
vegna verkfalls verkamanna við gas-
veitumar.
Enn mótmæli
í Júgóslavíu
Mótmælaaðgerðir em ekkert í
rénun í Júgóslavíu. í gær stóðu um
fimmhundruð textílverkamenn mót-
mælastöðu fyrir utan þinghús Júgó-
slava í Belgrad og kröfðust hærri
launa jafnhliða því sem þeir mót-
mæltu harðlega svívirðilegri verð-
bólgu sem ríkir í landinu.
Það er engin smálaunahækkun
sem verkamennirnir fara fram á.
Þeir vilja 100% launahækkun, enda
veitir ekki af því verðbólgan í land-
inu er 236% á ársgrundvelli, en
launafrysting hefur hinsvegar ríkt í
landinu frá því í maí.
En þetta eru ekki einu mótmælin
sem eru á döfinni. Þjóðernissinnaðir
Serbar hafa nú ákveðið að halda
mótmælafundi í Belgrad gegn þjóð-
ernisstefnu Albana í héruðum þeim
þar sem Albanar eru í meirihluta.
Serbarnir hyggjast halda mótmæla-
göngurnar þann 19. nóvember.
Áður var ætlunin að halda mót-
mælafundi gegn Albönum 22. októ-
ber en þeim var frestað eftir átök
mótmælenda og lögreglu annars
staðar í landinu, en þá hafði Raif
Dizdarevic forseti landsins hótað
neyðarlögum ef mótmælin færu
fram.
íranar að rjúfa pólitíska einangrun sína:
Ólga meðal Sinhalesa:
Hermenn skjóta
15áSriLanka
Skæruliði Tamfla stendur sigri hrósandi yfir líki indversks hermanns á Sri
Lanka. Öfgafullir Tamflar eru ekki ánægðir með samning sem tryggir
þeim takmarkaða sjálfsstjórn í heimahéruðum sínum. Margir Sinhalesar
eru heldur ekki ánægðir með samninginn og hafa staðið fyrir mótmælum.
Hermenn á Sri Lanka drápu fimmtán þeirra í átökum í gær.
Hermenn á Sri Lanka skutu
fimmtán mótmælendur til bana í
gær eftir að ríkisstjórnin hafði í
skjóli neyðarástandslaga fyrirskip-
að hernum að brjóta niður með
harðri hendi uppreistir marxista
sem vilja steypa Junius Jayewar-
dene forseta landsins af stóli.
Heimildir úr hernum segja að
um tuttugu og fimm manns hafi
særst að auki og um tvöþúsund hafi
verið handteknir í mótmælaað-
gerðum á suðurhluta eyjarinnar.
Alþýðuhreyfing marxista stóð
fyrir mótmælaaðgerðunum, en
verkfall sem samtökin boðuðu til
lamaði stóran hluta athafnalífs á
Sri Lanka.
Samtökin, sem eru mótfallin
friðarsamkomulagi sem var gert á
síðasta ári við Indverja, hvöttu til
„dags þjóðarmótmæla" í gær eins
og það var orðað í yfirlýsingunni,
en í gær átti einmitt að skýra frá
því hverjir verða í framboði til
forsetakosninga er fram eiga að
fara á Sri Lanka í næsta mánuði.
Þá hvatti hreyfingin til j^ess að
almenningur „sópi á brott morð-
ingjastjórn Jayewardene".
Jayewardene svaraði þessari
yfirlýsingu með því að skipa her-
mönnum að skjóta óeirðaseggi af
færi, lýsti yfir útgöngubanni á óróa-
svæðum og hótaði að reka hundruð
verkamanna ef þeir hlýddu verk-
fallskallinu. Þrátt fyrir það gengu
þúsundir manna um stræti borg-
anna Tangalle og Tissamaharama í
suðurhluta landsins þar sem and-
staðan gegn samningunum ereinna
mest.
Lögreglan hefur sakað meðlimi
Alþýðufylkingar marxista um að
bera ábyrgð á morðum fimm-
hundruð manna frá því samningar
voru undirritaðir milli Jayewar-
dene og Rajiv Gandhi forsætisráð-
herra Indlands í júlí á síðasta ári.
Samningurinn tryggir rétt Tamíla
sem eru í miklum minnihluta á
eyjunni, en hafa barist af mikilli
hörku fyrir eigin sjálfstæði. Gerir
samningurinn ráð fyrir takmar-
kaðri sjálfsstjórn Tamíla. Sinhales-
ar í suðurhluta landsins telja samn-
inginn eftirgjöf við Indverja og
Tamíla og vilja ekkert með samn-
inginn hafa. Það vilja öfgafullir
Tamílar ekki heldur og hafa skær-
uliðar þeirra einnig verið iðnir við
að myrða hermenn og almenning í
landinu.
Bretar opna í T eheran
Bretar og íranar hyggjast taka
upp full stjómmálatengsl að nýju,
en þau hafa verið í algjöru lágmarki
frá því árið 1980 þegar ólgan var sem
mest við valdatöku klerkastjórnar-
innar í íran. Þá beindist andúð írana
mjög að Bretum og Bandaríkja-
mönnum, en í fersku minni er gísla-
takan þegar bandarískir gíslar voru
í haldi í bandaríska sendiráðinu í
Teheran í 444 daga.
Það var utanríkisráðuneyti Bret-
lands sem gaf út yfirlýsingu þessa
efnis í gær. „Stjórnir hins íslamska
lýðveldis í íran og Sameinaða kon-
ungveldi Stóra Bretlands og Norður-
írlands hafa ákveðið að taka nú
þegar upp fullt stjórnmálasamband
sem byggt verður á sameiginlegri,
gagnkvæmri virðingu og án íhlutun-
ar í málefni hvort annars.“
Bretar sendu háttsettan embættis-
mann í utanríkisþjónustunni til Vín-
ar í gær til viðræðna um endurreisn
stjórnmálasambands og hvernig
hátta skal opnun breska sendiráðsins
í Teheran.
Eftir hinar hörðu mótmælaað-
gerðir írana árið 1980 báðu Bretar
Svía fyrir sendiráðsbygginguna í Te-
heran og hafa Svíar síðan séð um
málefni Breta og reyndar einnig
málefni Bandaríkjamanna. Bresk
sendinefnd var þó í sænska sendiráð-
inu til að annast málefni Breta, en
árið 1987 var fækkað í nefndinni
niður í einn eftir að Bretar ráku
íranska sendinefnd úr landi í Bret-
landi fyrir búðahnupl og breskur
sendifulltrúi var barinn í kássu í
Teheran.
íranar hafa hingað til krafist af-
sökunarbeiðni Breta fyrir að hafa
lokað sendiráði sínu, en nú hafa þeir
greinilega slakað á enda mikilvægt
fyrir írana að hafa stjómmálasam-
skipti við' sem flest ríki eftir að
Persaflóastríðinu lauk. Nýlega tóku
þeir upp stjórnmálasamband við
Kanadamenn og Frakka að nýju
eftir nokkurt hlé.
Þessi áfangi þykir auka líkur á að
þremur Bretum, sem eru í gíslingu í
Líbanon hjá skæruliðasamtökum
hliðhollum Irönum, verði sleppt úr
haldi.