Tíminn - 11.11.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.11.1988, Blaðsíða 7
Föstudagur 11. nóvember 1988 Tíminn 7 VÖRUR Vinnsla nýrrar aðalnámskrár grunnskóla á lokastigi: Breytinga að vænta á starfi grunnskóla Drög að nýrri aðalnámskrá grunnskóla liggja nú fyrir, en núgildandi námskrá var samþykkt 1976. Drögin fela m.a. í sér breytingar í þá átt að sjálfstæði skólanna er aukið. Þessa dagana er að hefjast lokastig vinnslu aðalnám- skrárinnar. Tekið hefur verið upp það nýmæli að náið samstarf er haft við fulltrúa foreldra, kennara og sérfræð- inga. í þeim tilgangi hefur verið skipuð samstarfsnefnd en í henni eiga sæti tveir fulltrúar Bandalags kennarafélaga, fulltrúi frá Kennaraháskólanum, Háskóla íslands og fræðslustjóra einnig tveir fulltrúar foreldrafélaga. Þessi foreldrafélög voru valin af handahófi í samráði við fræðslu- stjóra viðkomandi umdæma. Niðurstaðan varð sú að það eru Foreldrafélag Ölduselsskóla í Reykjavík og Foreldrafélag Grunnskólans í Stykkishólmi sem hafa verið beðin um að senda fulltrúa til vinnu í samstarfsnefnd- inni. Samstarfsnefndin mun vinna með skólaþróunardeild mennta- málaráðuneytisins að lokafrágangi námskrárinnar þar sem tillit verður tekið til þeirra athugasemda sem komið hafa fram. Ráðgert er að þessu verki verði lokið í febrúar og nýja námskráin taki gildi á næsta skólaári. í viðtali við Margréti Harðar- dóttur, fulltrúa hjá skólaþróunar- deildinni,kom fram að í drögum aðalnámskrárinnar er að finna nokkrar veigamiklar breytingar. Fyrst ber að nefna að faglegt sjálfstæði skólanna er viðurkennt og í drögunum er ekki mælt fyrir um kennsluhætti, en í því felst viðurkenning á kennurum sem sérfræðingum um þessi efni. í íramhaldi af því er þeim tilmælum beint til skólanna að þeir geri sínar eigin skólanámskrár þar sem kennslan er skipulögð. í stað þess að tala um hvert námsár fyrir sig er í drögum nám- skrárinnar talað um þrjú stig grunnskóla, en skólarnir fá með þessu möguleika til vissrar skipu- lagningar, til dæmis að blanda saman mismunandi aldurshópum eftir því sem þykir henta best. Margrét sagði einnig að vissar breytingar yrðu hvað varðar innra starf skólanna. Meðal annars væri meiri áhersla lögð á fræðsluhlut- verk skólanna, þar sem hugtakið fræðsla er skilgreint mjög vítt. Einnig er í drögunum reynt að skýra hlut foreldra í uppeldi barn- anna, þá fyrst og fremst hvert sé verksvið foreldra og hvert sé verksvið skólanna. En þar kemur fram að það eru foreldrarnir sem fyrst og fremst bera uppeldisskyldu og ábyrgð á uppeldi barna sinna. ssh Málverki stolið Fiskimaðurinn, málverk eftir Vigni Jóhannsson listmálara, sem var í matsal starfsmanna Eimskip í Sundahöfn var stolið skömmu fyrir miðnætti á þriðjudagskvöld. Fjófurinn tók málverkið sem er 125 x 88 sm að stærð úr rammanum og hékk ramminn einn uppi á veggn- um á miðvikudagsmorgun, þegar starfsfólk mætti til vinnu. Fiskimað- urinn er málaður með olíu á pappa og er hann metinn á 90 til 100 þúsund krónur. RLR vinnur að rannsókn málsins. - ABÓ Stuðningur við hval- veiðistefnu Samtök rækjusjómanna við ísa- fjarðardjúp héldu fund fyrir skömmu þar sem eftirfarandi sam- þykkt var gerð: „Samtökin lýsa yfir stuðningi við hvalveiðistefnu stjórnvalda og leggja þunga áherslu á að það er ótvíræður réttur hverrar sjálfstæðrar þjóðar að ákveða hvort og hvernig auðlindir hafsins eru nýttar á grundvelli vís- indalegra rannsókna." - ABÓ NÝJAR Nýtt skyr Mjólkursamsalan í Reykjavík setti í fyrradag á markaðinn tvær nýjar bragðtegundir af rjómaskyri í 150 gramma dósum. Þarna er um að ræða annarsvegar Rjómaskyr með myntusúkkulaði og hinsvegar Rjómaskyr með ferskjum og ástar- aldinum. Á dósunum er borð fyrir rjóma eða mjólk, sem gera neytandanum mögulegt að borða skyrið beint úr dósinni. Jóhann Björnsson, forstjóri Ábyrgðar hf.: Ábyrgð þegar bundist stærri rekstrarheild Jóhann Björnsson, forstjóri Ábyrgðar hf., segir að það sé ekki Unglingaheimilið fær meira fé Framlag ríkissjóðs til Unglinga- heimilis ríkisins verður sarhkvæmt fjárlagafrumvarpi 24.4 milljónir, en það er ríflega tvöföldun samanborið við gildandi fjárlög. Ástæða þessarar hækkunar er fyrst og fremst sú að á undanfömum árum hefur heimilið safnað talsverðum skuldum, en heimilið hefur tekjur af dagvistar- gjöldum fyrir vistmenn. ssh óeðlilegt þótt tryggingarfélög hér á landi leiti leiða til sameiningar til að auka hagræðingu. Slíkt hafi trygg- ingarfélög verið að vinna að um allan heim. Hins vegar sé ekki á döfinni að Ábyrgð sameinist ein- hverri af þeim stærri heildum sem fjallað var um í Tímanum í gær, vegna þess að menn ættu erfitt með að sjá á þessari stundu ákveðna mynd á þessum viðræðum sem Ábyrgð gæti fallið inn í. Skýring þess er að sögn Jóhanns einfaldlega fólgin í þeirri sérstöðu að Ábyrgð er félag bindindismanna. Benti hann á að víðtæk þróun í átt til sameiningar tryggingarfélaga hafi verið í gangi um nokkurt skeið á Norðurlöndum. Inn í þá samninga hefur móðurfyrir- tæki Ábyrgðar, Andsvar, ekki komið. Telur forstjórinn sig ná svipaðri hagræðingu út úr nánu samstarfi við Andsvar í Noregi og Svíþjóð og hafi t.d. allar tryggingar sem Ábyrgð hefur boðið félögum sínum upp á verið þróaðar á þeim vettvangi. Því megi segja að það er ekki alveg rétt að Ábyrgð standi verr að vígi en önnur tryggingarfélög og afkoma þess er ekki eins slæm og á síðasta ári, enda var það mjög slæmt ár fyrir bifreiðatryggingar. Ábyrgð er sem- sagt ekki til sölu hverjum sem er eins og sumir hafa e.t.v. talið sig geta lesið út úr ítarlegri frétt Tímans í gær af viðræðum tryggingarfélaga um sameiningu. KB Stúdentaráö HÍ: Á móti skatti á happdrætti Á fundi Stúdentaráðs Háskóla íslands sem var haldinn 3. nóvem- ber s.l. var samþykkt einróma ályktun þar sem fram koma hörð mótmæli gegn þeim hugmyndum sem birtast í fjárlagafrumvarpinu, að leggja 12% söluskatt á happ- drætti. Ályktun þessi er sett fram vegna þess að Stúdentaráð telur að ráðstafanir af þessu tagi muni skerða stórkostlega það fé sem rennur frá Happdrætti Háskóla íslands til byggingarframkvæmda og tækjakaupa fyrir Háskólann. í ályktun ráðsins kemur fram að síðastliðið ár skilaði happdrættið Háskólanum 250 milljónum kr.í tekjur. Velta happdrættisins á þessu ári er áætluð um 1.3 milljarð- ur króna og myndi það því borga um 150 milljónir í söluskatt. Stúdentaráð mótmælir einnig þeim hugmyndum að láta 30 milljónir af happdrættisfé renna í Rannsóknar- sjóð og í tækjakaup fyrir stofnanir tengdar Háskólanum. Það er skoð- un ráðsins að þetta sé í raun ekkert annað en bein skerðing á framlög- um til Háskólans. í framhaldi af þessu skorar Stúd- entaráð á þingmenn að hverfa frá þeirri stefnu að spara ríkisframlög til rekstrar Háskóla íslands með því að taka af happdrættisfé. Ráðið bendir á að húsnæðismál Háskól- ans séu með þeim hætti í dag, að fráleitt er að skerða byggingarfé. Þessu til stuðnings er bent á að starfsemi Háskólans er dreifð út um allan bæ, víða hafa stúdentar enga lestrar- eða rannsóknarað- stöðu og fjöldi starfsmanna Há- skólans er án nokkurrar skrifstofu- aðstöðu. ssh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.