Tíminn - 11.11.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Föstudagur 11. nóvember 1988
lllllllllll AÐ UTAN lllllllllllllllllllllllllllllll lllllllllllllllllllllllllllllllllllllll niiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Smitandi lifrarbólga er meðal
algengustu sjúkdóma I heiminum
- getur haft alvarlegar afleiöingar í för meö sér og jafnvel valdiö dauöa
Á fimmta áratug þessarar aldar voru skilgreindar tvær
megingerðir smitandi lifrarbólgu. Önnur gerðin, - LIFR-
ARBOLGA A (hepatitis A) smitast um meltingarveginn.
Þessi sjúkdómur gekk í faröldrum á íslandi í lok nítjándu
aldar og var orðinn vel þekktur í upphafi þeirrar tuttugustu.
Sermigula, eða LIFRARBÓLGA B (serum hepatitis,
hepatitis B), smitast með sýktu blóði þegar það kemst í
næman einstakling, s.s. við blóðgjöf eða nálarstungu. Árið
1965 fannst veiran sem veldur LIFRARBÓLGU B, og árið
1973 fannst svo sú, sem veldur A gerðinni.
Flciri tegundir lifrarbólgu eru
til. D gerðin og ÖNNUR SMIT-
ANDI LIFRABÓLGA, sem köll-
uð er LIFRARBÓLGA ekki-A,
ekki B (hepatitis non-A, non- B),
en ýmsar veirur virðast valda síð-
astnefnda sjúkdómnum.
Gula stafar af lifrarbólgu.
Ákveðið efni sem líkaminn þarf að
losna við skilst út um lifrina með
gallinu og þá með hægðum. Þegar
lifrin bólgnar, safnast efnið fyrir í
blóðinu og fellur út í húðinni og
víðar og skilst í auknum mæli út í
þvagi.
Einkenni lifrarbólgu eru svipuð
í öllum þessum sjúkdómum, og
yfirleitt byrjar sjúkdómurinn með
hita, kuldatilfinningu, höfuðverk,
vanlíðan, beinverkjum ogstundum
liðverkjum. Nokkrum dögum síðar
fer að bera á ógleði, uppköstum,
lystarleysi og verkjum í ofanverð-
um kvið, hægra megin. í kjölfarið
dökknar þvagið, hægðirnar lýsast,
húðin og augnhvíturnar gulna. Oft
eru þó einkennin mjög væg eða
engin, sérstaklega f ungum
börnum. Hjá öðrum geta þau var-
að mánuðum saman og einstöku
sinnum getur lifrin skemmst það
mikið að sjúklingur missir meðvit-
und og deyr jafnvel.
A gerðin er útbreidd um allan
heim, mest þó í suðlægum löndum
og vanþróuðum ríkjum. Verulega
hefur dregið úr útbreiðslu sjúk-
dómsins á Vesturlöndum síðustu
áratugina, það sýna mótefnamæl-
ingar. Mjög fátítt er að finna fólk
hér á landi, sem smitast hefur eftir
1950, en meira en annar hver
íslendingur, fæddur fyrir 1940, er
með mótefni gegn veirunni og
þannig með merki um gamalt smit.
A-veiran skilst út með hægðum
og berst auðveldlega manna á milli,
sérstaklega þar sem hreinlæti
skortir. Faraldrar koma helst upp
þegar vatnsból og fæða saurmeng-
ast, og þekkt eru dæmi um smit
sem hlýst af neyslu á hráum skolp-
menguðunt skelfiski, sem ræktaður
er í sjó nálægt borgum suðrænna
landa. Dregið hefur mjög úr tíðni
sjúkdómsins hérlendis, sem og
annarsstaðar og er ástæðan aukið
hreinlæti. Hins vegar hafa lang-
ílestir íslendingar, sent fæddir eru
eftir seinni heimsstyrjöldina, ekki
mótefni gegn veirunni og geta því
auðveldlega smitast. Bóluefni er
enn ekki til, en þeir sem fara til
Mænusóttarveirur, sem hér sjást, eru nauðalíkar lifrarbólguveirum af
A-stofni, enda báðar taldar af flokki enteroveira. Þvermál veirunnar er
27 nanómetrar (milljónustu hlutar úr millimetra).
suðrænna landa, geta varið sig með
því að fá sprautu með mótefnum.
Sú sprauta veitir góða vörn í þrjá
mánuði. Þá er góð vörn í því að
forðast hráan mat, ógerilsneydda
mjólk og mengað vatn.
LIFRARBÓLGA B er sjúk-
dómur sem smitast með blóði og er
einn af elstu og útbreiddustu sjúk-
dómum mannkynsins. Megin smit-
leiðin er talin vera við samfarir og
þegar sýkt móðir smitar barn sitt
við fæðingu. Gagnstætt A gerðinni,
getur B stundum tekið sér bólfestu
í lifrinni og valdið viðvarandi lifrar-
Rafeindasmásjármynd af tveim lifrarbólguveirum af B-stofni. Veiran er
flókin að byggingu og er sérkennileg að mörgu leyti. Hjúpur veirunnar
losnar auðveldlega frá henni og flnnst í blóði.
Bandaríkjunum, en mest þó í Suð-
ur-og Austur-Evrópu. Verst er
ástandið í Afríku, Asíu og á Kyrra-
hafseyjum, þar sem meira en einn
af hverjum fimm ber veiruna í sér
og meira en annar hver hefur
smitast. Athyglisvert er að á
Grænlandi, er sjúkdómurinn víða
eins útbreiddur og í Asíu og Afr-
íku.
í hverju samfélagi eru vissir
áhættuhópar, þar sem tíðni sjúk-
dómsins er hærri en annars staðar,
og má þar nefna fíkniefna-
neytendur sem sprauta sig,
homma, vændiskonur, mjög fjöl-
lynda einstaklinga og starfsfólk á
heilbrigðisstofnunum, sem vinnur
mikið með blóð. Blóðþegar og
dreyrasjúklinga eru nú í hverfandi
hættu á að smitast, þar sem blóð-
bankar skima nú blóðgjafa fyrir
LIFR A RBÓLGU VEIRU B.
Bóluefni er nú til gegn þessari
veiru.
Eins og sjá má að framansögðu,
eru smitleiðir eyðni og lifarbólgu
þær sömu. Eyðniveiran er mun
minna smitandi en lifrarbólguveira
B, en þeir sem bera eyðniveiruna í
sér, eru lengur smitandi. Eyðni er
nýr sjúkdómur, gagnstætt lifrar-
bólgu B. Næði eyðni sömu útbreið-
slu og lifrarbólga B, yrðu afleiðing-
arnar skelfilegar fyrir mannkynið.
D-veiran, eða „delta“-lifrar-
bólga orsakast af ófullkominni
veiru sem þarf návist við B-veiruna
til að geta þrifist og valdið sjúk-
bólgu. Þannig getur sýktur ein-
staklingur smitað aðra, árum sam-
an án þess að vitaafþví. LIFRAR-
BÓLGA B er einnig alvarlegur
sjúkdómur fyrir þær sakir, að þeir
sem fá viðvarandi lifrarbólgu geta
fengið slæma lifrarskemmd, sem
endar með skorpulifur. Og nú er
talið fullvíst, að veiran getur valdið
lifrarfrumukrabbameini með
tímanum.
Einn af hverjum 20 íslendingum
hefur smitast og einn af sjö hundr-
uð ber veiruna í sér. Útbreiðsla er
svipuð hér og í Norður-Evrópu og
dómi. Bólusetning gegn B-veir-
unni, verndar einnig gegn D-veir-
unni. Smitleiðirnar eru þær sömu
og B-veirunnar og getur hún valdið
því, að sjúkdómseinkenni viðvar-
andi lifrarbólgu B, blossi upp og
versni.
Eftir að hægt var að greina
veirur A og B kom í ljós, að til voru
fleiri lifrarbólguvaldandi veirur.
Þegar farið var að greina B-veiruna
meðal blóðgjafa, var búist við að
hægt yrði að útrýma lifrarbólgu í
blóðþegum. Það brást og hallast
menn nú að því, að lifrarbólga í
kjölfar blóðgjafa hafi orsakast af
veirum, sem hvorki væru af A- eða
B-stofni. Veirurnar hafa ekkifund-
ist enn. Önnur gerðin (hepatitis
non-A,non-B) er trúlega álíka al-
geng og B-veiran og smitleiðir
sennilega þær sömu. Sjúkdómur-
inn getur einnig valdið viðvarandi
lifrarbólgu og -skemmdum, og
jafnvel lifrarfrumukrabbameini.
Hin gerðin (epidemic hepatitis
non-A,non-B) smitast á sama hátt
og lifrarbólga A. Dánartíðni er
hærri í þessum sjúkdómi en í
A-gerðinni, einkum meðal ófrískra
kvenna. Hann virðist algengastur á
Indlandi, en hefur fundist víðar.
Veira þessi hefur sést í rafeindasm-
ásjá, en ekki hefur tekist að greina
hana nánar.
Bóluefni er enn ekki til gegn
annarri smitandi lifrarbólgu, en
ráðin til að forðast smitun eru
aukið hreinlæti og varnir gegn
blóðsmiti.
Talsvert hefur áunnist-í barátt-
unni gegn smitandi lifrarbólgu,-
bóluefni gegn B-veirunni er til,
þannig að fræðilega er hægt að
útrýma þessum sjúkdómi og þar
með D-veirunni líka, þegar fram í
sækir.
Takist að útrýma lifrarfrumu-
krabbameini af völdum B-veirunn-
ar, verður það í fyrsta sinn sem
hægt verður að bólusetja gegn
krabbameini. Helsta hindrunin er
mikill kostnaður. Bóluefni gegn
A-veirunni er á næsta leiti. Hins
vegar er langt í land með baráttuna
gegn annarri smitandi lifrarbólgu,
þar sem orsakir sjúkdómsins hafa
ekki verið skilgreindar.
Þessar upplýsingar er m.a. að
finna í grein eftir Harald Briem,
lækni, í nýútkomnu tímariti um
Heilbrigðismál. -elk
MINNING 1
llllllllll
lllllllllllllllllllllllll
Játvarður Jökull
Júlíusson
Fæddur 6. nóvember 1914
Dáinn 15. október 1988
í dag, þegar alþjóð sameinast, að
sjálfsögðu, um að fagna íþróttafólki
við heimkomu af Heimsleikum fatl-
aðra í Kóreu, þar sem það varð sér
og landi sínu til sóma, þykir mér
hlýða að minnast nýlátins vinar míns
og skólafélaga sem sýndi þá yfirnátt-
úrlegu þrekraun í fötlun sinni að
seint mun gleymast.
Þar á ég vitanlega við Játvarð
Jökul Júlíusson á Miðjanesi. Hann
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
sveit sína og sýslu ásamt búskap að
Miðjanesi í Reykhólasveit. Vísa ég
Miðjanesi
um það til minningargreinar Hjartar
Þórarinssonar í Tímanum 22. þ.m.
Þar er og nokkur ættrakning.
Fyrstu kýnni okkar Játvarðar voru
haustið 1936 við Bændaskólann á
Hvanneyri. Þaðan flutti svo hvor um
sig eitthvað af áunninni þekkingu í
heimahéruð vorið 1938. Játi var
góður námsmaður og ágætur skóla-
félagi. Traustur og laus við allan
flysjungshátt.
Honum var lagið að hagnýta víð-
feðmi málsins í ræðu og riti eins og
berlega kemur fram í ritverkum
hans.
Tíðförult var ekki á milli okkar.
Fyrsti endurfundurinn að sjálfsögðu
sumarið 1939 á 50 ára hátíð Bænda-
skólans á Hvanneyri.
Játi var fastur fyrir í skoðunum og
laus við allan hringlandahátt. Hjart-
anlega andvígur óviðkomenda með
yfirráðum á landi og þjóð. Tók
nokkrum sinnum þátt í framboðum
til alþingis til þess að árétta þær
skoðanir.
En það, sem var ofurmannlegt og
seint mun gleymast þjóðinni, var
hinn óbilandi kjarkur hans að hopa
ekki af hólmi í 3 áratugi fyrir lömun
og er ágerðist og olli aflvana
höndum.
Heili og hugsun hrörnaði ekki og
þótt mælið smá óskýrðist var
munnurinn tjáningartækið. Notaður
í stað handa við ritstörf, vélritun og
að síðustu hagnýttur við ritun á
tölvu.
Ég spurði hann einu sinni hvort
honum væri ekki þægilegra að tala
inn á hljómband og þá var svar hans:
„Nei, þá verða oft erfiðleikar á að
leiðrétta ranghermi og vitleysur og
aðrar málfarsvillur."
Ungum var mér gefin sögubókin
Handavana. Þar er sagt frá dreng
sem fæddist án handa en komst með
þolinmæði upp á að nota fæturna til
að skrifa og teikna með og það
listilega. Þetta fannst mér ótrúlegt
afrek. En hvað mætti þá segja um
mann eins og hann Játa?
Óbornir og aldnir eru í mikilli
þakkarskuld við hann fyrir þann
fróðleik sem hann hefur miðlað í
ritverkum sfnum. Þrek hans og
þrjóska við sjálfan sig ætti að vera
þeim til eftirbreytni, sem víla og
vola yfir hverri ójöfnu á lífsbraut-
inni.
Um leið og ég votta öllu fólki
Játvarðar samúð mína, verður mér
á að taka undir lokaorð Hjartar í
minningargrein hans. Ég er þakklát-
ur forsjóninni fyrir að hafa mátt
kynnast þessu kjarkmenni allt frá
námsárum.
Vinur minn. Farðu í friði.
28. okt. 1988
Ingimundur á Hóli