Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Tíminn - 11.11.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.11.1988, Blaðsíða 3
Tíminn 3 Föstudagur 11. nóvember 1988 Vísitalaframfærslukostnaðar 1. nóvember hækkar Iítið frá fyrra mánuði: Vísitala framfærslukostnaöar hækkaði um 0,1% frá því í byrjun síðasta mánaðar, en sú hækkun jafngildir 0,8% hækkun miðað við heilt ár. Greinilegt er að verðstöðvun ríkir á íslandi. Þann 1. nóvember var verðbólgan 110,5 stig en var 110,4 þann fyrsta október. Síðustu þrjá mánuði, eða frá því að verðstöðvun tók gildi, hefur vísitalan hækkað um 1,1% en það jafngildir um 4,6% verðbólgu á heilu ári. Athugasemd: „Sönnu er best að trúa“ Af Garrapistli Tímans í dag, 10. nóvember, má ráða, að Þjóð- viljanum hefur tekist það ætlun- arverk sitt að sá fræi tortryggni og illvilja í garð kvennalistakvenna með því að gefa í skyn, að almenningur verði látinn gjalda aukalega fyrir nýstárlegar verka- skiptareglur okkar. Kannski er Garra vorkunn að láta ergjast af kæruleysislegum viðbrögðum undirritaðrar við eftirgrennslan blaðamanns, sem sýndu þó ekki annað en ábyrgðarlaust áhuga- leysi um eigin hag. Kjarni málsins er auðvitað sá, svo notað sé orðfæri alvöru stjórnmálamanna, að það skiptir nákvæmlega engu máli, hvort menn víkja af þingi eftir setu þar í 4, 6 eða 8 ár, réttur þeirra til 3ja mánaða biðlauna er alltaf sá sami samkvæmt lögum nr. 75 2. des. 1980. Hefðum við hins vegar ákveðið að halda ögn fastar um stólbrúnina og skipta ekki út fyrr en eftir a.m.k. 10 ára setu, þá hefðum við átt rétt á 6 mánaða biðlaunum rétt eins og t.d. fram- sóknarmenn, sem af ábyrgð og festu sitja auðvitað á meðan sætt er. Þó hefur það hent framsókn- armenn eins og þingmenn í öllum flokkum. að segja af sér þing- mennsku á ntiðju kjörtímabili, án þess reyndar að hafa lýst þeirri fyrirætlun sinni yfir við kjósend- ur, eins og kvennalistakonur hafa gert. Dæmi um það höfum við frá síðasta kjörtímabili. Til frekari upplýsingar má geta þess, að því lengur sem menn sitja á Alþingi, þeim mun meiri lífeyrisréttindi öðlast þeir. Þetta er ekki sagt til þess að gera sjálfsögð réttindi tortryggileg, heldur til þess að sýna fram á, hversu fráleitt er að tala um fyrirætlun kvennalistakvenna sem atlögu við sameiginlegan sjóð allra landsmapna, eins og skilja mátti af Garrapistli. Verka- skiptareglur Kvennalistans kosta Iandsmenn einmitt mun minna heldur en hin viðurkennda þaul- setuþráhyggja, þar eð hún kallar ekki aðeins á hærri biðlaun, held- ur einnig á auknar greiðslur úr lífeyrissjóði alþingismanna, sem er að stórum hluta fjármagnaður með beinum framlögum úr ríkis- sjóði. Þetta er nú sannleikurinn, Garri sæll, og því sendi ég þér þessa athugasemd, að þú vilt vafalaust hafa það sem sannara er eins og allir vandaðir blaða- menn, sem ég vænti að þú viljir teljast til. En svo getur nú skýrum skotist sem raun ber vitni. Vegna þess að ég hef lúmskan grun um að þú kunnir að meta kveðskap, leyfi ég mér að lokum að minna þig á vísuna góðkunnu eftir Pál Ólafsson: Satt og logið sitt er hvað, sönnu er best að trúa. En hvernig á að þekkja það, þegar flestir Ijúga. Með kveðju, Kristín Halldórsdóttir þingkona Kvennalista. Það vekur athygli að lækkun vaxta hefur áhrif til 0,2% lækkunar í húsnæðislið vísitölunnar. Hins vegar hækkaði ýmis vara og þjónusta og þær hækkanir ollu 0,3% hækkun á vísitölunni. Mismunur þessara liða er síðan hin endanlega hækkun eða 0,1% Þessi litla hækkun framfærsluvísi- tölunnar og raunar byggingavísitöl- unnar líka, en hún var gefin út fyrir skömmu, munu skila sér beint inn í lánskjaravísitöluna, sem er samsett úr þessum tveimur vísitölum. Þannig koma fram bein áhrif fjármagns- kostnaðar til lækkunar framfærslu- vísitölunnar sem aftur mun hafa áhrif á fjármagnskostnað í gegnum lánskjaravísitölu. Magnús Jónsson veðurfræðingur skilaði á sínum tíma séráliti í nefnd sem fjallaði um endurskoðun lánskj aravísitölunnar og talaði þá m.a. um víxlhækkanir vísitalnanna. Hann sagði við blaðið í gær að hann hefði áður gagnrýnt það að vísitöluþættir tengdust inn- byrðis og gætu þannig virkað til hækkunar hverjir á aðra og fjár- magnskostnaðarhækkun gæti valdið hækkun á öðrurn fjármagnskostn- aði. Hér væri um grundvallarspurn- ingu að ræða sem hann hefði ekki breytt afstöðu sinni til þótt að nú hafi fjármagnskostnaður lækkað og staða skuldara þannig batnað örlítið. sá HAUSTTILBOÐ Á FÍAT DRÁTTARVÉLUM 5% haustafsláttur frá verðlistaverði. staðgreiðslu- afsláttur. Verðlistaverð: Staðgreiðsluverð: FÍAT 60-90, 60 hö...........kr. 967.000,- kr. 850.960.- FÍAT 70-90 DT 70 hö. . . kr. 1198.000.- kr. 1054.240.- FÍAT 80-90 DT 80 hö. . . kr. 1295.000- kr. 1139.600- Sértilboð: FÍAT DTSC með lúxus húsi og fullkomnum aukabúnaði á afsláttarverði vegna sérlega hagstæðra samninga við framleiðanda. Upphaflegtverð: Afsláttarverð: Staðgreiðsluverð: FÍAT 70-90 DTSC 70 hö. . kr. 1198.000- kr. 1091.000.- kr. 960.000.- FÍAT 80-90 DTSC 80 hö. . kr. 1295.000.- kr. 1183.000- kr. 1041.000.- Hafið samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn. G/obus? Einkaumboð fyrir FIATAGRI á Islandi Lágmúla 5, sími: 91-681555 .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 259. Tölublað (11.11.1988)
https://timarit.is/issue/280390

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

259. Tölublað (11.11.1988)

Aðgerðir: