Tíminn - 11.11.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.11.1988, Blaðsíða 20
 fjjji Átján mán. bindinq V O I^IUSTa ° c>, / mm pi A / RÍKISSKIP 3 7,5% ÞRÚSTUR NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Trvggvagötu, ® 28822 685060 SAMVINNUBANKINN VANIR MENN Óveðrið á Vestfjörðum: 90 hnúta vindhraði á ísafjarðarflugvelli Mikill vindur gekk yfir Vestfirði í fyrrinótt og gærdag og hlutust af því einhverjar skemmdir. Víðast hvar á Vestfjörðum mældist veþurhæðin um 50 hnútar, eða 12 vindstig, klukkan 9.00 í gærmorgun, en þá var vindur einna mestur. Á flugvellinum á ísafirði var flugskýli sem Flugfélagið Ernir er með í smíðum hætt komið þegar þverbönd gáfu sig og í Mýrahreppi höfðu sjö rafmagnsstaurar brotnað í gærkvöldi. Víða varð rafmagnslaust, einkum norðan Mjólkárvirkjunar og þurfti að grípa til díselraf- stöðva, þar sem hægt var, til að halda vinnslu í fiskvinnsluhúsun- um og öðrum fyrirtækjum gangandi. Veðurhæðin á ísafirði var sem slík ekki mikil og hafði óveðrið ekki leitt til neinna vandræða í bænum sjálfum, að sögn lögreglu, en á flugvellinum mældist allt að 90 hnúta vindur í verstu hviðun- um í gærmorgun og var flugskýli sem flugfélagið Ernir á ísafirði er með í byggingu nálægt því að falla saman. Að sögn Jónínu Guðmundsdóttur hjá flugfélag- inu Emi var einna mestur vindur milli 10 og 12 í gærmorgun og fór hann þá allt upp í 90 hnúta, en um nóttina sagði hún að hefði verið um 60 hnútar á flugvellin- um. Búið var að reisa tvo útveggi Gnúpur GK frá Grindavík fékk tvisvar á sig brotsjó í gær- morgun, þar sem skipið var statt um 38 sjómílur VNV af Látra- bjargi í svokölluðum Víkurál. Engan í áhöfn sakaði, en miklar skemmdir urðu á skipinu. Búist er við því til hafnar í Reykjavík um hádegisbil í dag. Það var um klukkan 10 í gær- morgun sem fyrra brotið reið yfir skipið og fylgdi hitt brotið um hálftíma síðar. Einir fimm glugg- ar í brú brotnuðu í fyrsta brotinu, auk annarrar hurðarinnar inn í stýrishúsið. Fylltist stýrishúsið af sjó, þannig að öll tæki í brúnni urðu óvirk. Þá fór sjór einnig niður í vistarverur áhafnarinnar. I seinna brotinu urðu talsvert á flugskýlinu, en eftir átti að setja þakið á og gaflana. Húsið kemur til með að verða 1100 fermetrar að stærð og er hæð útveggja um 7 metrar, þannig að það tekur mikinn vind á sig. Eitthvað af sperrum, sem héldu því saman, gáfu sig og þurfti að fá vörubíla og gröfu til að styðja við húsið, svovþað færi ekki, auk þess sem eitthvað af lausum þakplötum sem áttu að fara í bygginguna fuku. „En það má ekki mikið hvessa aftur, því þá er skýlið farið,“ sagði Jónína. Inni í skýl- inu var Twin Otter flugvél félags- ins og sagði hún að það hefði meiri skemmdir, en þá rifnaði af öldubrjótur sem er framan á skipinu og myndaðist við það gat, auk þess sem mikil dæld kom á bakborðssíðu skipsins, fyrir utan fleiri skemmdir. Heiðrún ÍS, sem var á svipuð- um slóðum, kom fljótlega til aðstoðar og fylgdi hún Gnúpi áleiðis til hafnar fram eftir degi, enda voru öll siglingartæki óvirk og þurfti að stýra skipinu með neyðarstýri. Um klukkan sex kom varðskipið Týr til móts við skipið og ætlaði það að fylgja því það sem eftir var leiðarinnar til Reykjavíkur. Búist er við skipun- um til hafnar eftir hádegi í dag, en Gnúpur gat aðeins gengið hálfa ferð vegna skemmda. - ABÓ bjargað vélinni að veggirnir hefðu verið komnir upp. „Það hefði verið vonlaust að hafa hana standandi á flugvellinum í þessu veðri,“ sagði Jónína. Gömlu línurnar í notkun „Útsláttur á rafmagni og raf- magnsleysi er búið að vera við- loðandi í allan dag, það er að segja fyrir norðan Mjóíká," sagði Sölvi Sólbergsson hjá Orkubúi Vestfjarða á ísafirði. Þeir staðir sem voru alveg rafmagnslausir voru í Mýrahrepp, í kring um Núpsskóla við Dýrafjörð. „Það eru sjö til átta staurar farnir á þessum slóðum og þeir fá ekkert rafmagn fyrr en eftir sólarhring,“ sagði Sölvi. Þá biluðu einnig aðallínur. Aðallínan frá Mjólká bilaði einnig og voru allar tiltækar díselvélar keyrðar og tókst að anna rafmagnseftirspurninni að mestu með gamalli línu frá Mjólkárvirkjun. „Línuflokkarnir komust ekki til að kanna skemmdir á aðallínunni, þannig að hún verður að bíða þar til veðrinu slotar," sagði Sölvi. Línuflokkurinn ætlaði yfir Breið- dalsheiði, en þurfti frá að hverfa þar sem bíllinn fauk útaf, þrátt fyrir að um 5 tonna farartæki með drifi og keðjum á öllum hjólum væri að ræða. Vesturlína, sem Landsvirkjun á og liggur eftir Barðaströndinni og að Mjólká, sló einnig út í gærmorgun og var að lokum tekin alfarið út. „Málið er það að veðrið er svo slæmt að þetta er að laskast áfram og við vitum ekkert hvern- ig þetta kemur til með að líta út þegar upp verður staðið. Þetta er allt í hers höndum sem stendur,“ sagði Sölvi. Steinar Kristjánsson hjá Bakka hf. á Hnífsdal sagði í samtali við Tímann að þeir hefðu þurft að hætta vinnslu fljótlega eftir að rafmagnið fór að fara af í gær- morgun. „Við kláruðum bara það sem við vorum byrjuð á, svo það yrði ekki ónýtt," sagði Steinar. Napurt á Núpi Það var setið við kertaljós og gaseldavél, þegar Tíminn hafði samband við Kristjönu Kjartans- dóttur í Núpsskóla, en skammt þar frá höfðu 7 rafmagnsstaurar brotnað og átti hún ekki von á að fá rafmagnið fyrr en í fyrsta lagi stðar í dag, föstudag. Rafmagnið fór af hjá þeim klukkan níu í gærmorgun og sagði hún að um það leyti hefði kennslu verið hætt. „Maður er bara kominn í lopapeysuna og situr við kerta- ljós,“ sagði Kristjana. Strákarnir fóru að hjálpa bændum í ná- grenninu við að binda niður laus- legt dót. Á bænum Núpi fauk hluti af þaki gamallar hlöðu, auk þess sem tveir gluggar brotnuðu í skólanum og fánastöngin brotn- aði, og girðingar losnuðu upp og fuku af stað. „Það versta var að helgarfrí átti að byrja hjá krökkunum í dag, en því verður að fresta að öllum líkindum,“ sagði Kristjana. f Núpsskóla eru 40 nemendur. Bómukrani notaður til að hemja hús Á Patreksfirði fauk nýsmíðað- ur sumarbústaður sem ekki var búið að flytja á sinn stað. „Það voru svo óskaplegir sviptivindar á köflum að hann bara splundrað- ist,“ sagði Sigursteinn Steinþórs- son varðstjóri í lögreglunni á Patreksfirði. „Þakiðfórinnálóð, stoppaði þar í 5 mínútur eða svo og hélt síðan áfram út á götu á Aðalstrætinu." Gripið var til þess ráðs að keyra tvær ámokstursvélar upp á þakið svo að ferðalag þess yrði ekki lengra og átti ekki að hreyfa þær fyrr en veðrinu slotaði. Þá var skúr kominn að því að fjúka, en gripið var til þess ráðs að láta krana leggja bómuna ofaná þakið, svo skúrinn færi ekki af stað. Rafmagnið hafði farið af annað slagið, en díselvélin var keyrð á fullu svo athafnalífið gæti gengið sinn vanagang. Veðurútlit betra f gærkvöldi hafði dregið mikið úr vindinum og mældist hann um 40 til 45 hnútar, en eitthvað hafði kólnað. Talið er víst að vestan- lands verði veðrið fram til hádegis í dag svipað og það var í gær. Síðdegis má búast við að vindinn lægi eitthvað norðan- og vestan- lands, en ekki er búist við að veðrið gangi niður fyrr en í kvöld vestast á landinu. - ABÓ Gnúpur GK fékk á sig tvö brot y-i L • Mörður og Silja ritstjórar? Á blaðstjórnarfundi Þjóðviljans í gærkvöldi, sem stóð langt fram eftir kvöldi, var meðal annars rædd mála- miðlun milli andstæðra fylkinga í flokknum um það hverjir yrðu rit- stjórar blaðsins. Málamiðlunin fólst í því að bæði Mörður Árnason, sem verið hefur ritstjóri um eins árs skeið, og Silja Aðalsteinsdóttir verði ráðin til blaðsins til hálfs árs. Mörður er úr Ólafs armi Ragnars Grímssonar formanns en Silju er teflt fram af svokölluðu „flokkseig- endafélagi". Með þessari málamiðl- un er í raun verið að slá ágreinings- málum á frest en áður en þessir hálfs árs ráðningarsamningar renna út mun varða haldinn aðalfundur í Útgáfufélagi Þjóðviljans og ný valdahlutföll þá hugsanlega koma fram. Flokkseigendur hafa meiri- hluta í núverandi stjórn. ÞegarTím- inn fór í prentun í gær stóð blað- stjórnarfundurinn enn yfir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.