Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Tíminn - 11.11.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 11.11.1988, Blaðsíða 19
Föstudagur 11. nóvember 1988 Tíminn 19 Nýja andliti aflagast Michael Jackson þegir þunnu hljóði yfir blaðaskrifum þess efnis að andlitið á honum sem skurð- læknar hafa bókstaflega búið til á undanförnum árum, sé allt að hrynja sundur. í grein í dagblaði í London nýlega segir að Michael geti endað sem hræðilegt skrímsli ef hann haldi ekki áfram að láta gera aðgerðir á sér alla ævi með vissu bili. - Beinvefir í kinnum, nefi og höku stjörnunnar eru farnir að eyðast, aðeins nokkrum árum eftir að þeim var komið fyrir þar til að breyta útlitinu, segir í blaðinu. - Nefið ber þess þegar merki að eitthvað er farið að hjaðna innan í því. Blaðið hefur eftir lýtalækni sem „þekkir Jackson vel“ að söngvar- inn þurfi á nýjum aðgerðum að halda til að bjarga andlitinu. Hann sé þess fullviss að beinvefurinn taki ekki til sín nóg af uppbyggingarefn- um úr líkamanum. - Það var tekinn beinvefur úr mjöðm Jacksons og fluttur í kjálka hans, nef og kinnbein, segir blaðið. - En kalkið og næringarefnin sem þessi vefur þarfnast gengur ekki inn í hann og nýju beinin eyðast hægt undir húðinni. Nefið var endurbyggt með bein- vef og gert beint og mjótt. En nú lítur allt út fyrir að nefbroddurinn sé aftur að vera kúlulaga. Umboðsmaður Michaels, Frank Dileo, svaraði ekki er hann var beðinn að segja eitthvað varðandi blaðagreinina, en þekktur lýta- læknir í Hollywood fullyrðir að vissar útlitsaðgerðir þurfi alltaf að endurtaka til að halda þeim við. - Því fleiri aðgerðir sem mann- Nú er Michael bú- inn að láta breyta svo miklu utan á höfðinu að sum- um finnst mál til komið að hann fari að láta laga innihald þess líka. eskja gengst undir, þeim mun meiri líkur eru á að einhver vandræði verði, sagði hann. Jackson sjálfur hefur aðeins viðurkennt að hafa látið breyta á sér nefinu og gera péturssporið í hökuna. Hann harðneitar hins veg- ar að hafa látið breyta kinnbeinum eða augum, hvað þá að hörund hans hafi verið lýst. Fólk sem þekkir hann hefur þó látið hafa eftir sér að hann sé með hreina dellu í að láta breyta sér. - Það er eins og hann ráði ekki við sig, sagði kunningi hans. Lýtalæknirinn heldur áfram: - Það er vandalaust að sjá ef fleiri en ein aðgerð hefur verið gerð. í hvert sinn breytist lögun andlitisins. Það getur hver maður með einhverja þekkingu séð. Hvað Michael Jackson varðar, þarf alls enga þekkingu, svo áber- andi eru breytingarnar og meira að segja móðir hans hefur látið hafa ' eftir sér að hún þekki hann varla lengur. Stjörnugjöf ★ 1/2 Það var mikill vandi að velja tvíburasystur úr þessum fallega hóp, en það var engu líkara en þarna færi fram fegurðarsamkeppni en ekki væri aðeins verið að velja leikara í sjónvarpsþátt. Fallegar tvíburasystur Þeir urðu í vandræðum leikstjór- ar og framkvæmdastjórar hjá NBC sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjun- um, þegar þeir höfðu auglýst eftir ungum tvíburasystrum til að leika í sjónvarpsþættinu „Sweet Valley High“. Fjöldi umsókna og mynda barst af fallegum tvíburasystrum, og hér sjáum við þær sem voru valdar úr síðast. Það voru hvorki meira né minna en 7 pör af tvíburum! AUar þessar stúlkur gátu vel komið til greina og var myndin tekin þegar þær komu í leik- og myndpróf. Forstjórarnir voru farnir að sjá tvöfalt eftir viðtölin við alla tvíbur- HlllllllllilillHII KVIKMYNDIR llllllliilillllllllM ..............................II.............Illlllllll Innra eðli opinberast IMPULSE The madness inside us all. Leikstjóri: Graham Baker. Aðalleikarar: Meg Tilly og Tim Matheson. Stundarbrjálæði varð að lokum endanlegt brjálæði sem leiddi alla í glötun. Spennumynd. Myndin á að sýna á trúverðugan hátt hvernig bandarískir þegnar bregðast við og haga sér ef þeir eru búnir að innbyrða ákveðið magn af tilteknu eitri, sem hefur þær verkanir að þeir gera það sem þeim býr raun- verulega í brjósti. Mér varð á orði við útgönguna að varla tryði ég því að menn hugsuðu jafn rosalega heiftarlega hver í annars garð, en tækist samt að bæla þá tilfinningu inni þegar ekki væri verið að eitra fyrir þá. Ég er viss um að menn eru miklu meira inn á öðrum nótum en þeim að vilja innst inni skjóta svona mikið af nágrönnum sínum. Þrátt fyrir þessa ákveðnu ágisk- un höfunda myndarinnar um innstu þrár, er ekki annað hægt en segja að myndin sé afar vel gerð í alla staði. Öll vinna myndarinnar var með mestu ágætum eins og við er að búast af „könum“ en efnivið- inn og trúverðugleika hans verður hver og einn að meta fyrir sig. Mér þótti hún forvitnileg en frekar langt út úr raunveruleikanum. Full margar persónur urðu full hrotta- legar þegar innsta eðli þeirra var skoðað í þessu ljósi og hlýtur það að segja meira um hugmyndir framleiðenda um tilveruna og manngæsku, en nokkuð annað. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 259. Tölublað (11.11.1988)
https://timarit.is/issue/280390

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

259. Tölublað (11.11.1988)

Aðgerðir: