Tíminn - 11.11.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.11.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 11. nóvember 1988 Aukaþing Noröurlandaráös haldiö i næstu viku: Samnorrænar aðgerðir vegna mengunar sjávar Þann 16. nóvember næstkomandi verður haldið auka- þing Norðurlandaráðs. Til aukaþingsins er boðað vegna þess að mengun sjávar kringum Norðurlönd þótti vera orðin slíkt vandamál að sameiginlegra norrænna aðgerða væri þörf. Ekki var talið afsakanlegt að bíða næsta Norðurlandaþings sem verður haldið í Stokkhólmi um mánaðamótin mars-apríl á næsta ári. Hingað til hefur samstarfið á sviði umhverfismála byggst á fimm ára samstarfsáætlunum, þeirri síð- ustu frá 1983. íslandsdeild Norðurlandaráðs hefur haft samráð við sérfræðinga hér heima og mun á aukaþinginu leggja áherslu á eftirfarandi atriði: Hvergi verði slakað á í því að hamla gegn notkun ozoneyðandi efna á Norðurlöndum og í öðrum löndum. Unnið verði markvisst að því að hætt verði alfarið að losa umhverfismengandi úrgang í sjó og að í þeim tilvikum þar sem slíkt verði leyft verði þeim sem hefur slíkt í hyggju gert skylt að sanna að slík losun hafi ekki umhverfis- mengandi áhrif. íslandsdeildin leggur einnig áherslu á að ráð- herranefndin leggi fram hið fyrsta samstarfsáætlun um náttúruvernd og að unnið verði sameiginlega að því að aukinn straumur ferða- manna um viðkvæm svæði valdi sem minnstum skaða. Lögð er áhersla á að áburðarnotkun í land- búnaði á Norðurlöndum verði tak- mörkuð, vegna þeirrar mengunar sem efni úr áburðinum valda, þeg- ar þau skolast í miklu magni út í jarðveginn og til sjávar. Sama skaða geta úrgangsefni frá fiskeldi valdið, og því er lögð áhersla á að takmarka fiskeldi á þeim stöðum þar sem mengunarhætta af völdum næringarsalta er mikil. Jafnframt þessum atriðum legg- ur íslandsdeildin megináherslu á að harðara verði að orði kveðið í áætluninni um aðgerðir til að koma í veg fyrir mengunarslys af geisla- virkum efnum, meðal annars vegna flutninga þeirra með skipum un> Norðurhöf. Einnig er lögð áhersla á að brennsla mengunarvaldandi efna á rúmsjó verði alfarið bönnuð eigi síðar en 1990. Einnig telur deildin það afar mikilvægt að sem flestar þjóðir staðfesti Hafréttar- sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fyrst. í íslandsdeild Norðurlandaráðs eiga sæti: Friðjón Þórðarson, Val- gerður Sverrisdóttir, Ólafur G. Einarsson, Páll Pétursson, Eiður Guðnason og Guðrún Helgadóttir. Auk þess munu félagsmálaráð- herra, samgöngu- og landbúnaðar- ráðherra og viðskiptaráðherra sitja þetta aukaþing Norðurlandaráðs- ins. ssh Gengið frá ráðningu í forstjórastól Slippstöðvar- innar á Akureyri: Sigurður í stólinn Sigurðar G. Ringsted, yfirverk- fræðingur Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri hefur verið ráðinn í stöðu forstjóra stöðvarinnar. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi fyrirtækisins síðastliðinn föstudag. Sigurður mun líkast til taka við stöðunni frá og með næstu áramótum. Fyrir skömmu felldi meirihluti stjórnarinnar tillögu þess efnis að auglýsa starf forstjóra fyrirtækisins laust til umsóknar, en eingöngu tveir stjórnarmenn greiddu atkvæði með tillögunni. Aðrir stjórnarmenn greiddu atkvæði á móti eða sátu hjá við afgreiðslu hennar. Árni Gunnarsson stjórnarmaður í Slippstöðinni sagði í samtali við Tímann að einhugur væri innan stjórnarinnar um nýja forstjórann. Sigurður G. Ringsted hefur starf- að hjá Slippstöðinni hf. frá 1985 eða frá þvf hann lauk námi. - ABÓ Evrópsku kvikmyndaverðlaunin afhent í beinni útsendingu í Sjónvarpinu: Tinna og Helgi Skúla í úrslitakeppninni Þann 26. þessa mánaðar verður sjónvarpað beint um alla Evrópu um allar sjónvarpsstöðvar álfunnar sem aðild eiga að Evrópusambandi sjón- varps- og útvarpsstöðva, þar á meðal um íslenska sjónvarpið. Verður sjónvarpað frá Berlín há- tíðardagskrá í tilefni af afhendingu evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í fyrsta sinn. Til verðlaunanna var stofnað að tilhlutan Evrópuráðsins og er hlut- verk þeirra að örva evrópska kvik- myndagerð og hamla gegn flæði engilsaxnesks, einkum bandarísks efnis sem hellist úr gervihnöttum yfir álfuna. Tinna Gunnlaugsdóttir hefur ver- ið tilnefnd til verðlauna fyrir leik sinn í „í skugga hrafnsins" en þrjár aðrar leikkonur auk hennar keppa til úrslita í Berlín. Helgi Skúlason hefur verið til- nefndur til verðlauna fyrir besta leik karlleikara í aukahlutverki, en það er fyrir leik hans í norsku myndinni „Leiðsögumaðurinn. “ Alls voru leikarar 48 mynda frá 27 löndum tilnefndir til verðlaunanna og í lokakeppnina komust fjórar konur og fimm karlar. Sjö manna dómnefnd ákveður í beinu sjónvarpsútsendingunni hverjir hljóta verðlaun. Nefndar- menn eru allir þekktir kvikmynda- menn og má þar nefna Ben Kingsley og Mikis Theodorakis, en formaður er franska leikkonan Isabelle Huppert. -sá Þingmenn Framsóknarflokksins vilja: Auka atvinnutækifæri kvenna í dreifbýli Framsóknarþingmcnnirnir Unnur Stefánsdóttir, Jón Kristjánsson, Ólafur Þ. Þórðarson, Stcfán Guð- mundsson og Alexander Stefánsson, hafa lagt fram tillögu til þingsálykt- unar um að efla atvinnu fyrir konur í dreifbýli. Með henni er lagt til að Verðlagsstofnun hefur veitt heimild til hækkunar á brauðum og kökum. Brauð hækka um 3.8% en kökur um 4.8%. Hækkanirnar eru vegna hækkana á mjöli og korni erlendis en bakarar fóru fram á 8-10% hækkun. Að sögn Guðmundar Sigurðs- sonar hjá Verðlagsstofnun hafa stofnuninni borist ríflega 30 beiðn- ir um hækkanir frá því að verð- stöðvunin var framlengd þann 1. október s.l. Allflestar beiðnir hafa verið samþykktar, en leyfðar ríkisstjórninni verði falið að gera sérstakt átak til að efla atvinnu- möguleika kvenna í hinum dreifðu byggðum landsins. 1 greinargerð er vikið að breyting- unt á atvinnuháttum til sveita og félagslegri stöðu sveitafólks. Á hækkanir eru yfirleitt mun minni en farið er fram á, eru í flestum tilvikum vegna hækkana erlendis. Guðmundur sagði ennfremur að frekari hækkanir á matvælum væru ekki væntanlegar. Að vísu hefði verð á kjúklingum, eggjum og svínakjöti til framleiðenda hækkað fyrir skömmu, og væntanlega kæmu þær hækkanir smám saman fram í verði til neytenda. Líklegt er því að fólk verði vart við hækk- anir á þessum vörum á næstu dögum eða vikum. ssh undanförnum árunt hefur gífurlegur samdráttur í búvöruframleiðslu og fólksfækkun í sveitum haft miklar breytingar í för með sér. Heildar- framleiðsla kindakjöts hefur minnk- að um 28% á undanförnum árum og samsvarandi tala í mjólkurfram- leiðslu er 15%. Þetta hefur dregið mjög úr tekjumöguleikum þeirra sem vinna við þessa framleiðslu. Samkvæmt verðlagsgrundvelli land- búnaðarins er umhirða 225 ærgilda sauðfjárbús talin vera eitt ársverk, í mjólkurframleiðslu 246 ærgildi. Árið 1987 höfðu um 64% sauðfjár- búa minni fullvirðisrétt en sem nam einu ársverki og um 18% kúabúa voru undir þeirri stærð. Samanlagt þýðir þetta að um 40% allra búa í landinu veita ekki vinnu nema fyrir einn aðila. Versnandi staða í at- vinnumálum á landsbyggðinni virð- ist bitna verr á konum en körlum, því samkvæmt upplýsingum frá Byggðastofnun eru konur á lands- byggðinni 1770 færri en karlar og gæti sú tala gefið vísbendingar um hvert stefnir í þessum efnum. Ekki hefur verið gerð úttekt á stöðu þessara mála hér á landi, en bæði í Noregi og Svíþjóð hefur verið hrundið af stað sérstöku átaki til að auka atvinnu fyrir konur í sveitum. -ág VERDLAGSSTOFNUN SAMÞYKKIR HJEKKUN Á BRAUDUM 0G KÖKUM Tinna Gunnlaugsdóttir keppir til úrslita um cvrópsku kvikmyndaverðlaunin fyrir bestan leik í aðalhlutverki fyrir leik sinn í „f skugga hrafnsins.“ Helgi Skúlason keppir einnig um verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir leik sinn í norsku myndinni „Leiðsögumaðurinn.“ Bækur f rá Skuggsjá Bókaútgáfan Skuggsjá sendir frá sér átta bækur fyrir þessi jól. ANDSTÆÐUR', er bók sem hef- ur að geyma safn ljóða og vísna Sveins frá Elivogum (1889-1945). í bókinni eru ljóð og vísur, sem birtust í bókunum Andstæður og Nýjar andstæður, sem út kom árin 1933 og 1935, og hafa verið ófáanlegar. Einnig birtist hér kveðskapur sem Sveinn skildi eftir sig í handriti, og þykir hann gefa góða mynd af Sveini og viðhorfum hans til lífsins og samferðamannanna. Auðunn Bragi, sonur Sveins, sá um útgáfuna. ÞÓRÐUR KAKALI, er bók eftir Ásgeir Jakobsson og segir hún frá Þórði kakala Sighvatssyni, einum mesta foringja Sturlunga á þeirri öld. Saga Þórðar er rakin eftir þeim sögubrotum, sem til eru af honum í Sturlungusafninu, Þórðar sögu,í ís- lendinga sögu, Arons sögu Hjörleifs- sonar og Þorgils sögu skarða og í Hákonar sögu. Þórður kakali var vitur maður, viljafastur og mikill hermaður, en mannlegur og vinsæll. Gísli Sigurðsson myndskreytti bók- ina. VÍKINGSLÆKJARÆTT, er fjórða bindi ættfræðirits Péturs Zop- honíassonar sem út kemur. í þessu bindi eru i-,k- og 1-liðir ættarinriar, niðjar Ólafs og Gizurar Bjarnasona og Kristínar Bjarnadóttur. Pétri auðnaðist ekki að ljúka frágangi þessa mikla rits og því er mikill fengur að riti þessu, segir í frétt frá Skuggsjá. Margar myndir fylgja niðjatalinu. í næsta bindi ritsins kemur svo h-liður ættarinnar, niðjar Stefáns Bjarnasonar. Þá verður allsherjar nafnaskrá í lokabindinu. Skuggsjá gefur einnig út fimm þýddar skáldsögur, þrjár í flokknum Rauðu ástarsögurnar,- eftir Erik Nerlöe, Else-Marie Nohr og Sigge Stark í þýðingu Skúla Jenssonar og Sverris Haraldssonar. Þá koma nýjar bækur eftir Barböru Cartland í þýð- ingu Sigurðar Steinssonar og Ther- esu Charles í þýðingu Andrésar Kristjánssonar. elk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.